Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 19
Þríðjudagur 31. október 2000 BÆNDABLAÐIÐ 19 Smáauglýsingar Til sölu Til sölu tvö pör af feldkanínum. Búr fylgja. Uppl. í símum 434- 7901 og 894-9624. Finnur Ingi. Til sölu Hino FT 174 SA vörubíll, árg. ‘87, ekinn 210 þús. km. Uppl. í síma 466-2447 eða 867-5367. Til sölu nýr Eberl dreifistútur með mótor. Uppl. í sima 893- 9545._____________________________ Til sölu Claas heybindivél, tveir heyvagnar og baggafæriband. Uppl. í símum 431-2547 og 897- 9070 eftir kl 20. Til sölu Dodge Ram 250 Cumm- ins diesel, árg. '91,4x4. Ekinn 163.000 km, plasthús. Uppl. i síma 894-7334. Til sölu Fiat 80-90 árg. ‘91.4x4. Alö tæki, ný framdekk. Uppl. í símum 487-4846 eöa 854-6987. Fjaðrir - Loftpúðar. Eigum fyrir- liggjandi gæða fjaðrir í vöru- og sendibíla, vagna og jeppa. Einnig stök fjaðrablöð, klemmur ofl. Höfum mikið úrval af loftpúöum fyrir þungaflutninga sem og jeppa og kerru breytingar. Getum útvegað felgutvöfaldanir á dráttar- og vinnuvélar. Hringið og leitið til- boöa. Fjaðrabúðin Partur ehf. Ævar eöa Viðar, símar 567-8757 og 587-3720. Til sölu vörubíll Mercedes Benz 1413 skoöaður 01 og Case 685xl 2x4 dráttarvél árg. '86 þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma 435-1464 og 861-3364. Til sölu IH B 275 árgerð 1962, 40 hö. með ámoksturstækjum. SKANIA SUPER 80 árgerð 1972 í ágætu lagi. Ennig lítið notaður súgþurrkunarblásari, H22 ásamt 1 FASA rafmótor. Uppl. í síma 452- 7131 eða 853-7878. Nokkrar kvígur til sölu. burðartími nóv-feb. Fangskoðaðar af dýralækni. Uppl. í símum 894- 3278 eða 486-6778.___________ Til sölu kýr og kvígur, nýbornar og komnar að burði. Uppl. í síma 435-1388. Sími 563 0300 Fax 552 3855 Netfang bbl@bondi.is Felgutvöfaldanir!! Viltu auka flotið ? Til sölu tvö pör af notuð- um 28 tommu tvöföldunarbúnaði með öllum festingum. Eru með góðum 16,9x28“ dekkjum. Auðveld ásettning. Passar t.d. á JCB 4CX og allar dráttarvélar á 28 tommu felgum. Uppl. hjá Fjaðrabúöinni Parti frá 8-18 í símum 567-8757 og 587-3720. Til sölu Zetor 7341 árg. ‘98 með Alö 620 tækjum. Notuð 600 vst. Uppl. í símum 435-0080 og 897- 7270. Til sölu New Holland L85 dráttarvél með tækjum, árg. ‘96. Notuð 1700 vst. Einnig til sölu tveir veturgamlir folar, brúnir, und- an Sólon frá Hóli. Uppl. í símum 861-6847 eða 862-6257.__________ Til sölu Nissan Sunny 4x4 árg. '93 og Pajero diesel árg. ‘83 með mæli. Vil gjarnan taka reiðhest uppí greiðslu. Uppl. í síma 696- 5288.___________________________ Kjötbandsagarblöð fyrirliggjandi. Allar stærðir. P. Einarsson e.h.f. Dalvegi 28, Kópavogi. Sími: 564- 2322. Til sölu Triolet matari, aðfærslu- band, dreifikerfi 18 m, Wild dreifi- kerfi 20 m, Kemper heyhleðslu- vagn með vökvalyftu á sóp, súgþurrkunarblásari, súgþurrkun- armótor 13 hö, Fella sláttuvél 2.4, Ford 4610 með tækjum og Ho- ward keðjudreifari. Uppl í síma 863-1287. Óska eftir Óska eftir að kaupa fjórhjól Polaris Trailboss 4x4, 250 cub. Má vera með ónýtri vél. Uppl. í síma 487-4702. Kjartan. Óska eftir Polaris fjórhjóli eða sexhjóli, eldri gerö, má vera með bilaðri vél. Uppl. í síma 892-2242 Atvinna Sveitastúlka á leið til náms í Reykjavík óskast til heim- ilsaðstoðar, gegn fæði og her- bergi. Ég er ekkja í fullu námi og vinnu með tvo syni. Uppl. í tölvupósti aannagu@islandia.is. eða í símum 567-6785 og 892- 2400.__________________________ Óskum eftir starfsnámi á íslensk- um sveitabæ. Tvær franskar stúlkur,21 árs gamlar óska eftir að fá að dvelja á íslenskum sveitabæ í 3 vikur á tímabilinu 1. apríl-12. maí 2001. Við erum nemendur við landbúnaðarverkfræðiskólann EN- ITA í Clermont-Ferrand í Frakk- landi. Fæði og húsnæði þyrfti að vera innifalið. Tölum frönsku og ensku. Vinsamlega skrifið til Cart- eron Stéphanie, ch 227 ENITA, 63370 LEMPDES, France eða hringið í síma 0033-0661-931-071. Notaðar búvélar & traktorar JOHN DEERE 6400, 4x4 Árg. '95, 100 hö, 3600 vinnustundir, Trima 1790 ámoksturstæki. JOHN DEERE 6200 SE, 4x4 Árg. '98, 84hö, 650 vinnustundir, Trima 3.60 ámoksturstæki. CASE MX100, 4x4 Árg. '98, 700 vinnustundir, Trima 1490 ámoksturstæki. STEYR, 4x4 Árg. '96, 71 hö, 3000 vinnustundir, Hydramac ámoksturstæki. New Holland L85, 4x4 CASE 885, 4x4 Árg. '96, 85hö, 2400 vinnustundir. Arg. '89, 87 hö, 4500 vinnustundir, Alö 620 ámoksturstæki. VETO FX-16 ámoksturstæki. ZETOR 7245, 4x4 CASE 1394, 4x4 Árg. '89, 64hö, 1616 vinnustundir, Árg. '84, 78 hö, 4800 vinnustundir, Álö 540 ámoksturstæki. Veto ámoksturstæki. ÞQR HF REYKJAVfK ■ AKUREYRi MHMHaHHMWnHHMWIMHHMniMaMHIHHRHMIMMHIHHHni REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 Athugið!! Skrifstofur Bændasamtaka íslands verða lokaðar dagana 2. til 8. nóvember vegna þings Norðurlandaráðs, sem hefur fengið til afnota húsnæði samtakanna. Ferðaskrifstofa Vesturlands Rösklega 250 farliegar i bændaleröir i tveimur M Ferðaskrifstofa Vesturlands stendur fyrir enn einni bænda- ferðinni í janúar n.k., en að þessu sinni verður farið á landbúnaðarsýninguna Agrom- ek í Danmörku. Undanfarin ár hefur ferðaskrifstofan verið að hasla sér völl á þessu sviði og er fyrirhuguð Danmerkurferð sú áttunda í röð sambærilegra fag- ferða á síðastliðnum tveimur árum. Að sögn Karls Sigurhjartarson- ar, framkvæmdastjóra Ferðaskrif- stofu Vesturlands, hefur verið mikill áhugi á þessum ferðum. „Ferðimar eru skipulagðar í nánu samstarfi við ýmsa fagaðila, s.s. hérlenda- umboðsaðila fyrir vélar og tæki, þannig að faglegt gildi þessara ferða er yfirleitt mjög mikið. Einnig hefur verið lögð áhersla á heimsóknir til bænda og í ýmsar stofnanir sem þjónusta bændur og hefur það gefist okkur mjög vel. Þá höfunt við og lagt áherslu á að allur aðbúnaður þátttakenda sé eins og best verður á kosið“. -Hvert hafið þið verið að senda íslenska bændur? „Flestir hópar hafa farið til Skandinavíu, en einnig höfum við sent hópa til bæði Bandaríkjanna og Skotlands". -Nú stendur til að fara á landbúnaðarsýningu í Danmörku, eiga þessar erlendu FLÓRSKÖFUR vökvadrifnar Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 landbúnaðarsýningar erindi til íslenskra bænda? Snorri Sigurðsson sem er farar- stjóri ferðarinnar sagði: „Sumar sýningar henta kannski ekki fyrir íslenskan landbúnað, en þessi árlega sýning í Danmörku hentar tvfmælalaust. Þetta er þriðja árið í röð sem við förum með hóp á þessa sýningu en Agromek er sýning sem er sérstaklega ætluð fyrir kúa-, svína- og alifugl- abændur og er því allt ferðaskipu- lag miðað við jiennan hóp bænda. Auk sýningarinnar verður farið í mjólkurbú, ráðgjafafyrirtæki, rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Danmörku, nokkur innréttinga- fyrirtæki og að sjálfsögðu í heimsóknir til danskra bænda í þessum þremur búgreinum. Eg er fullviss um að ferðimar gera mikið gagn og hef heyrt frá fjölmörgum sem eru að byggja og breyta hjá sér, sem gera hlutina öðruvísi en þeir ætluðu sér eftir að hafa upp- lifað nýja og spennandi hluti í þes- sum ferðum okkar". Garðyrkjuskóii ríkisins, Reykj- um í Olfusi og Félag garð- vrkjumanna standa að nám- skeiði um plöntusjúkóma í húsakynnum skólans miðviku- daginn 8. nóvember frá kl. 13:00 til 17:00. Námskeiðið er ætlað fagfólki í græna geiranum. Eins og kunnugt er þá hefur verið mikil umræða í þjóðfélaginu um ryðsvepp, sem hefur fundist í alaskaösp á Selfossi og Hvera- gerði og í gljávíði á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Á námskeiðinu verður fjallað um það nýjasta sem er að gerast í þessum málum, ásamt því að fjalla um nýja sjúkdóma, sem hafa fundist á lerki og rauð- greni. Þá verður fjallað um viðbrögð markaðarins við plöntusjúkdómum, ásamt fullt af öðru áhugaverðu efni. Hægt er að nálgast dagskrá nám- skeiðsins á heimasíðu skólans www.reykir.is Á meðfylgjandi mynd má sjá einn helsta sérfræðing Frakka í skógarsjúkdóntum, Dr. Jean Pinon, sem var á ferð á Selfossi og í Hveragerði nýverið til að kynna sér rvðsveppinn. Hér er hann (t.v.'j, ásamt Halldóri Sverrissyni, plöntusjúkdómafræðingi hjá RALA, sem ætlar að fjalla um allt það helsta sem viðkemur plöntu- sjúkdómum á námskeiðinu í Garðyrkjuskólanum. /MMH Bbl/ Magnús Hlynur Hreiðarsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.