Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 31. október 2000 BÆNDABLAÐIÐ 17 Moi niðurfelIingartækið Kynnt í fyrsta sinn á Islandi í fyrsta sinn á íslandi kynnir Ingvar Helgason hf. Moi niður- fellingartækið sem tekur hvaða skít sem er, og notar loftþrýsting til að fella skítinn í jörðina. Tæki þetta er hannað af Moi í Noregi í samvinnu við Landbúnað- arháskólann í Asi. Tækni þessi hefur verið í þróun í mörg ár en upphaflega hugmyndin var að koma í veg fyrir lyktar- og sjónmengun við dreifingu á skít. Fyrirtækið Moi AS. hefur sérhæft sig til margra ára í framleiðslu og þróun á tækni til skítadreifingar, eins og margir bændur þekkja sem kynnst hafa Guffen dreifaranum sem er vel þekktur á Islandi. Niðurfellingartækið var prófað af Bútæknideild RALA sumarið 1998 og fram á sumarið 1999 með góðum árangri. Tækið á vart sinn líkan þegar kemur að dreifmgu á kúamykju eða öðrum skít, því ekki er dreift ofan á jörðina, heldur er skíturinn þynntur út og síðan pumpaður 2 til 10 cm niður í jörðina með loftþrýstingi í gegnum örsmá göt sem eru á sérstökum skíðum sem tankurinn er með að aftan. Þessi aðferð gerir það að verkum að köfnunarefnið í skítn- um nýtist allt að 80% betur, sem stuðlar aftur á móti að minkandi þörf á öðrum áburði, fyrir utan að lyktin sem fylgir hverfur alveg. Vegna þess að skíturinn hverfur alveg niður í jörðina, er hægt að dreifa skít með þessu tæki á milli fyrri og seinni sláttar. Tankurinn sem er á myndinni hérna að ofan er 1200 lítra og með dreifistút ofan á tanknum sem getur dreift á allt að 60 metra breitt svæði ef ekki er hægt að koma niðurfellingu við. En niðurfellingarbúnaðurinn fellir niður 6 metra breidd í einu. Á tanknum á myndinni er hleðslu- armur (barki) sem stjóma má inn- an úr dráttarvélinni til að taka skítin beint úr öðrum tönkum eða beint úr skítaþró. Tankamir em fáanlegir í mismunandi stærðum allt frá 6 þúsund lítrum upp í 18 þúsund lítra með 3 til 6 metra dreifibreidd, með eða án hleðslu arms og með eða án dreifistúts. Einnig bendir framleiðandin á að hægt sé að nota tækið með sæmi- legum árangri á kal, með því að blanda grasfræi saman við skítinn sem fella á niður, þessi möguleiki gæti komið sér vel á mörgum stöðum hérlendis (sjá skýrslu frá RALA). Sveitarfélög gætu hugs- anlega einnig notfært sér tækið til losunar úr rotþróm. Tækið gæti hentað vel í sam- eign nokkura bænda, eða búnaðar- félaga, einnig gæti verið spennandi Itarlegar leiðMiingaMiir á íslensku um John Deer dráfiarvélar og rúlluvélar Þór hf. hefur gefið út ítarlegar leiðbeiningabækur á íslensku um dráttarvélarnar og rúllu- vélarnar frá John Deer. Bækur þessar eru hátt í 150 síður hvor um sig og er þetta í fyrsta sinn sem svo ítarlegar leiðbeining- abækur eru gefnar út um slíkar vélar á íslensku. Bækurnar munu fylgja með öllum nýjum vélum frá John Deer. Bókum þessum er skipt í kafla þar sem farið er í einstaka þætti vélar- innar og aft- ast er svo atriðis- orðaskrá þar sem hægt er að fletta upp á einstökum hlut- um. Það eru Odd- ur Einarsson og Einar Þorkelsson sem hafa borið hitann og þung- ann af vinnunni við þessar bækur. Oddur segir að það sé orðin krafa í dag samkvæmt reglugerð að öllum dráttarvélum skuli fylgja leiðbeiningabók. „Við ákváðum því að fara þess á leit við John De- er að þeir myndu aðstoða okkur í þessu. Við höfum síðan unnið í þessu allt þetta ár og við komum þessum bókum úr prentun nú á haustdögum." Að sögn Einars hefur Þór áður gefið út slíkar bækur en þær hafi ekki verið nærri svona ítarlegar. „Með þessu er hægt að benda fólki á hvar menn geta fundið svör við þeim spumingum sem þeir hafa. Þau er að finna í þessum bókum.“ *s3S Oddur segir að bókinni séu leiðbeiningar sem ná yfir allar vélar frá John Deer sem afhentar eru á þessu ári. „I þessum bókum er farið í alla þætti sem varða vélamar, s.s. öryggismál, vél- búnað, stjómbúnað, aukabúnað, bilanir o.fl. Ég held ég geti fullyrt að John Deer er með hvað vönduðustu leiðbeiningabækumar yfir landbúnaðarvélar í dag og það hlýtur að vera mikið framfaraskref fyrir íslenska bændur að fá þær nú loksins á íslensku." fyrir verktaka að taka að sér vinnu með tækinu. Þeir sem áhuga hafa á frekari upplýsingum em vinsam- lega beðnir að hafa samband við sölumenn Ingvars Helgasonar hf. Fréttatilkynning frá Ingvari Helgasyni hf. Gæðastýring í hrossarækt Sú aukna gæðastýring sem nú er verið að koma á í íslenskri hrossarækt, og miðar að því að votta framieiðslu búanna sem vistvæna gæðaframleiðslu, tekur á þáttum er lúta að áreiðanleika ætternis og uppruna hrossanna, verndun landgæða, og heilbrigði gripanna. Fyrstu tvö stig vottunarinnar eru þegar komin til framkvæmda og nú er röðin komin að lokastiginu, vottun á heilbrigði og aðbúnaði. Þátttakendur í gæðaskýrsluhaldi hrossaræktarinnar eiga þess nú kost að fá gæðavottun á þennan þátt, skv. reglum sem Fagráð hrossaræktar hefur sett í samráði við fagaðila. Umsóknir um vottun fyrir árið 2000 þurfa að berast Bændasamtökum íslands hið allra fyrsta og eigi síðar en 10. nóvember nk. Vottunin byggir að grunni til á ástandsskoðun hrossastóðs viðkomandi ræktanda haust og vor. Nánari upplýsingar veitir hrossaræktarráðunautur Bændasamtakanna (s. 8986316) en einnig skal bent á upplýsingar á hrossaræktarsíðum Bændasamtakanna á www.bondi.is Frumvarp til laga um Ekki Dupfi samliykki sveitar- félags fil að ráðstafa jtírðum Sighvatur Björgvinsson hefur ásamt fleiri þingmönnum Sam- fylkingar lagt fram frumvarp til laga um breytingu á jarðar- lögum sem sett voru 1976. Þar er bætt inn í ákvæði til bráðab- irgða þess efnis að landbún- aðarráðherra endurskoði ákvæði jarðalaga fyrir 1. október 2001 og er honum gert að leggja fram frumvarp að nýjum jarðalögum fyrir þingið sem þá hefst. Markmið end- urskoðunarinnar á að vera „...að tryggja eigendum bújarða sambærileg réttindi til ráðstöf- unar á jörðum sínum og fast- eignum, sem á þeim kunna að vera [...] þar á meðal rétt til að nýta þær eins og þeir sjálfir kjósa, selja þær eða leigja, ráðstafa þeim til erfingja eða nýta til annars en hefðbundinna búskaparnota[...].“ Til þess að gera þetta þurfí ekki að afla leyfís opinberra aðila en sveit- arstjórn geti þó öðlast for- kaupsrétt á jörðinni innan til- tekinna tímamarka ef hún telur að ráðstöfunin gangi gegn hags- munum sveitarfélagsins. Sam- kvæmt frumvarpinu er einnig bætt ákvæði inn í lögun þess efnis að þau falli úr gildi eigi síðar en 1. janúar 2002. Að mati flutningsmanna eru völd opinberra aðila, þ.e. sveitar- félaga og jarðanefnda, til afskipta af ráðstöfunarrétti eigenda bæði óeðlileg og óæskileg. I greinargerð með frumvarpinu kemur fram að umræddir aðilar geti bæði neitað eiganda bújarðar um þau not á eignum sínum sem hann telur hag- stæðust og jafnframt neitað honum um að selja eða leigja jörðina þeim sem hann kýs. Jafnvel séu dæmi um að þessir aðilar hafi nánast þvingað bónda til að selja bújörð sína öðrum en hann vildi á lægra verði en hann hefði annars getað fengið. Auk þess hafi umræddir aðilar einnig heimild til afskipta af því hvenrig bóndi hyggst ráðstafa eigum sínum til erfingja en slík af- skipti af hálfu opinberra aðila séu fortakslaus óeðlileg. Flutningsmenn telja löngu orð- ið tímabært að endurskoða gild- andi jarðalög, enda hafi þau átt rætur sínar að rekja til allt annarra aðstæðna í landbúnaði en nú eru. Frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri Bændadeild Innritun nýnema í bændadeild LBH stendur nú yfir. Kennsla hefst 8. janúar 2001. Umsækjandi þarf að vera orðin 18 ára, hafa reynslu af landbúnaðarstörfum og hafa lokið minnst 36 einingum í framhaldsskóla. Vakin skal athygli á því að vegna breytinga á námsskrá geta stúdentar ekki lengur lokið búfræðiprófi á 11 mánuðum. Þá er búfræðipróf ekki lengur skilyrði til innritunar í háskólanám á Hvanneyri. Þeir stúdentar sem hyggjast Ijúka búfræðinámi vorið 2002, þurfa því að hefja nám nú eftir áramótin. Fjarnám fyrir starfandi bændur Innritun nýnema á vorönn stendur yfir Viðbótarnám fyrir búfræðinga 5. önn Vilt þú auka við búfræðiþekkinguna á vorönn? Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2000. Upplýsingar í síma 437 0000 og á skrifstofu Landbúnaðarháskólans. (uppl. um fjarnám veitir edda@hvanneyri.is) Kennslustjóri UDl- ? 1' JIIV j Rfíl

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.