Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 31. okíóber 2000 BÆNDABLAÐIÐ 7 „...þótt ESB eigi sér rœtur íkola- og stálbandalagi þá vœri kannski réttara að kalla það landbúnaðar- bandalag því landbúnaðarstefnan er svo samtvinnuð innsta eðli þess, “ segir Gunnar sendiherra. Óljós áhrif landbúnaðarstefnu ESB - I umræðum um hugsanlega aðild íslands að ESB er oft sagt að sjávarútvegsstefna sambandsins sé óaðgengileg. En hvað um land- búnaðarstefnuna, er hún jafn- óaðgengileg eða framandleg og sjávarútvegsstefnan er sögð vera? „Landbúnaðarstefna ESB end- urspeglar að sjálfsögðu landbúnað í Evrópu og þegar litið er á þá stýringu sem viðhöfð er á ákveðnum afurðum þá snertir hún ekki nema að litlu leyti íslenskan landbúnað. Margar þeirra afurða sem menn eru að ráðskast með eru hreinlega ekki framleiddar á Islandi. Eg nefni sem dæmi ólífur og vín sem koma okkur tiltölulega lítið við. Hún myndi einkum snerta íslenska kjöt- og mjólkur- framleiðslu og væri fólgin í því að allir tollar og gjöld féllu niður af framleiðslunni. Það yrði að fella stefnumótun okkar á sviði landbúnaðarmála að hinni sameig- inlegu stefnu og ákvarðanir um hana yrðu líka teknar á sameigin- legum vettvangi. I öllum aðildarviðræðum hafa landbúnaðarmálin sætt mestum samningum. A flestum öðrum sviðum eru reglumar yfirleitt svo skýrar að þar er lítið svigrúm til samninga. Það er því erfitt að segja til um það hvað yrði samið um og öllum hugleiðingum um slíkt verður að taka með miklum fyrirvara. En í skýrslu utan- nkisráðherra eru leidd að því rök að auðveldast yrði að fella sauðfjárræktina undir ríkjandi landbúnaðarstefnu ESB með viðunandi hætti þannig að hagur sauðfjárbænda yrði þokkalegur. Viðbrigðin vegna afnáms toll- vemdarinnar yrðu hins vegar miklu meiri í kjúklinga- og svínarækt." Landbúnaðarstefnan breytist - En hafa viðhorfin til landbúnaðar ekki verið að breytast innan ESB? ,Jú, það er ljóst að Evrópu- sambandið hefur þurft að skera niður það fé sem fer til rekstrar landbúnaðarstefnunnar. Hún tók til sín tvo þriðju hluta alls rekstr- arfjár sambandsins en nú er hlut- fallið innan við helming. Fyrri stefna með umfangsmiklum fram- leiðslustyrkjum leiddi til offram- leiðslu og uppsöfnunar birgða. Einhvem veginn urðu menn að losna við þessar birgðir áður en þær skemmdust og til þess var beitt útflutningsbótum sem skekktu markaðsverð. A vettvangi WTO hefur ESB skuldbundið sig til að lækka útflutningsbætur og inn á við hafa þeir þurft að draga úr framleiðsluhvetjandi áhrifum landbúnaðarstefnunnar. Þeir hafa náð talsvert miklum árangri við að lækka smjörfjöllin og þurrka upp vínhöfm. Þeir hafa einnig verið að færa viðmiðunarverð nær mark- aðsverði og breyta áherslum í þá átt að gera landbúnaðinn sjálf- bærari en áður.“ - En em þeir ekki enn að telja kindur úr gervihnöttum og borga mönnum fyrir að hætta ræktun á landi? „Viðkvæmustu deilumál sem upp koma í samskiptum ríkjanna innan ESB eiga sér oft rætur í deil- um um landbúnaðarmál. Niðursk- urður á mjólkurkvóta Itala skipti sköpum í stórpólitískum deilum sem þeir áttu í við Þjóðverja og þjóðirnar við Miðjarðarhafið em mjög viðkvæmar fyrir því hvernig ólífutrén eru talin. Þessi stefna er afskaplega erfíð í framkvæmd að mörgu leyti.“ Breytt viðhorf til bœnda - Hver er afstaða Evrópusam- bandsins til landbúnaðar og bænda? Hvaða hlutverk er þeim ætlað innan sambandsins? „Viðhorf ESB til bænda hafa tekið töluverðum breytingum á undanfömum ámm. Þó standa þeir fast á því að landbúnaðinn þurfi að styrkja sérstaklega. A vettvangi WTO hefur svonefndur Caims- hópur, sem hefur innanborðs ríki á borð við Astralíu, Nýja-Sjáland, Argentínu og Bandaríkin, barist hart fyrir fullu frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvömr og beitt sér gegn stefnu ESB. Sambandið gæti fallist á þessi sjónarmið og hætt að reka landbúnaðarstefnu. Það hefur ekki gerst, þvert á móti hefur Evrópusambandið lagt á það áherslu í viðræðunum að um landbúnað gildi aðrar reglur en um annan atvinnurekstur. Þar verði að taka tillit til byggðasjónarmiða, umhverfissjónarmiða og menning- arlegs gildis landbúnaðar sem beri að varðveita. Þessi sjónarmið hafa leitt til flókinnar og að mörgu leyti erfiðrar landbúnaðarstefnu en sambandið hefur átt gott samstarf við lönd á borð við Japan, Noreg, Sviss og fleiri ríki sem hafa svipuð sjónarmið að leiðarljósi. Island hefur dálitla sérstöðu í þessu sambandi því við höfum beitt okkur fyrir fullu frelsi í viðskiptum með sjávarafurðir. Víðast hvar háttar þannig til að landbúnaðarmál em vistuð á sama bás og sjávarútvegur í stjómkerf- um landanna og menn eiga því stundum erfitt með að skilja að við skulum hafa eina stefnu í sjávarútvegsmálum og aðra í landbúnaðarmálum." - En er þessi stefna sem þú varst að lýsa ekki í takt við sjónarmið bændasamtakanna? „Gmndvallarafstaða ESB til landbúnaðar og sú hugmyndafræði að landbúnaðurinn gegni sérstöku lykilhlutverki í samfélaginu sem ekki sé hægt að setja á allan hátt undir óheft markaðslögmál held ég að fari mjög nærri sjónarmiðum íslenskra bænda." Deilurnar i' WTO - Svo við víkjum aftur að deil- unum innan WTO, má ekki segja að íslenskir bændur eigi sér öflug- an málsvara í Evrópusambandinu? Heldur það ekki uppi vömum fyrir þau sjónarmið að styrkjakerfi eigi rétt á sér? ,Jú, þótt ESB eigi sér rætur í kola- og stálbandalagi þá væri kannski réttara að kalla það landbúnaðarbandalag því land- búnaðarstefnan er svo samtvinnuð innsta eðli þess. Það sést ekki eingöngu í fjárlögum þess heldur einnig á allri sögu samtakanna. Það held ég að muni ekki breytast í bráð þó svo að þrýstingur aukist á það að kerfið verði einfaldað og að það leiði ekki til offramleiðslu. Það verður áfram stutt við bakið á landbúnaði. Ég held því að við getum fengið stuðning við ýmis- legt í íslenskum málflutningi hjá Evrópusambandinu,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra í Brussel. ÞH l/erúur umræúan um uorskar kýr úþúrl? Evrópusamúaaúiú kujr ú um aú reglur þess um keilúrigSi úýra iaki gilúiú islauúieuþaú myuúiúato verulegúúrúú ísleuskan lanóúúnaú Þegar íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES) árið 1994 var samið um undanþágu frá því að öll ákvæði í svonefndum Viðaukum I við samninginn sem snerta landbúnaðinn tækju gildi hér á landi. Þessi viðauki skiptir íslenskan landbúnað veru- legu máli því hann íjallar um heilbrigði dýra og afurða þeirra, dýravemd og fleira því skylt, en eins og er nær hann einungis til íslenskra sjávarafurða. Nú eru horfur á því að ekki verði vikist undan því mikið lengur að semja um gildistöku annarra ákvæða viðaukans hér á landi. Norðmenn féllust á að öll ákvæði viðaukans tækju gildi í Noregi árið 1995. Undanþága Islendinga gildir fram á þetta ár og nú hefur Evrópusambandið (ESB) farið fram á viðræður sem hafi það markmið að viðauk- inn taki gildi á íslandi sem fyrst. Má búast við því að viðræður embættismanna sambandsins og íslenska ríkisins heljist nú á haustmánuðum. Utkoman úr viðræðunum ræður miklu um það hversu mikil áhrif gildistaka viðaukans hefur hér á landi. Landbúnaðarráðuneytið fékk Ólaf Oddgeirsson dýralækni sem starfar hjá fyrirtækinu Food Control Consultants Ltd. í Skotlandi til þess að gera úttekt á því hvaða afleiðingar það hafi fyrir íslenskan landbúnað að yfirtaka þær tilskipanir í viðaukanum sem hann hefur verið undanþeginn fram til þessa. í skýrslu Ólafs era dregnar fram þijár hugsanlegar niðurstöður samning- aviðræðnanna og rætt um áhrif þeirra. 1. kostur: Óbreytt ástand Fyrsti möguleikinn er að ekkert breytist frá núverandi ástandi, þe að Islendingar neiti að gangast undir ákvæði viðaukans umfram það sem orðið er. Þar ber að geta þess að árið 1995 féllust íslendingar á að láta reglur viðaukans um flutning á fiski og sjávarafurðum, heil- brigðisreglur um eldisfisk innan ESB og innflutning á sjávarafurðum frá þriðja landi taka gildi á íslandi. Ólafur telur þennan möguleika óraunhæfan, ESB muni leggja fast að Islendingum að taka upp ákvæði viðaukans. Standi íslendingar fast á sínu geti sam- bandið hreinlega sagt samningnum um viðaukann upp og krafist þess að annað hvort yfirtaki ísland allan viðaukann eða ekkert. Síðamefndi kosturinn er ekki mjög fýsilegur, í það minnsta myndi það ekki vekja mikla kátínu meðal þeirra sem fást við að flytja út sjávarafurðir til Evrópu. Uppsögn viðaukans myndi tor- velda til muna aðgang þeirra að evrópskum mörkuðum. 2. kostur: Viðauki I með undanþágum Annar möguleikinn er sá að íslendingar semji um yf- irtöku á hluta viðaukans en verði áfram undanþegnir sumum ákvæðum hans. Ólafur telur líklegt að samn- ingamenn ESB muni í upphafi viðræðna gera þá kröfu að íslendingar taki yfir sem mest af ákvæðum viðauk- ans, helst öll. Hins vegar sé líklegt að hægt verði að semja um minna. Hefur Ólafur það eftir íslenskum áhrifamönnum að þeir muni leggja höfuðáherslu á að fá undanþágur frá ákvæðum um inn- og útflutning lifandi dýra til og frá íslandi. Nái það fram að ganga að flutn- ingur lifandi dýra til og frá landinu verði áfram á valdi íslenskra yfirvalda en að við gengjumst undir önnur ákvæði viðaukans myndi það breyta ýmsu hjá þeim sem framleiða landbúnaðarvörar á Islandi. I raun myndu allar vinnslustöðvar á landinu þurfa að uppfylla staðla ESB um framleiðsluhætti. Nú era fimm sláturhús búin að fá leyfi til að flytja út til Evrópu og hafa þau þurft að sækja um það til framkvæmdastjómar ESB og sæta skoðun og eftirliti eftirlitsstofnunar ESB í Dyfl- inni. Með því að gangast undir viðaukann myndi valdið til að veita leyfi færast inn í landið og verða í höndum landbúnaðarráðuneytisins. í því felst að sjálfsögðu veralegt hagræði, ekki síst í ljósi þess hversu tímafrekt getur reynst að fá leyfi frá ESB. A móti kemur að það myndi væntanlega kalla á töluverðar ijárfestingar hjá sumum afurðastöðvum ef þær hyggjast halda fram- leiðsluleyfi sínu. Sumum stöðvum yrði jafnvel að loka því rekstur þeirra stæði ekki undir fjárfestingunum. Að vísu er sá möguleiki fyrir hendi að fá undantekningu frá þessu ákvæði fyrir stöðvar sem framleiða tak- markað magn og eingöngu fyrir innanlandsmarkað. Sem dæmi má nefna að vinnslustöð sem framleiðir ferskt kjöt má slátra 1.000 nautgripum á ári en þó aldrei fleiri en 20 á viku. en hámarkið er 5 tonn ef um úrbeinað kjöt er að ræða. Það segir sig sjálft að á tímum samrana og stækkun eininga hjá afurðastöðvunum er þessi möguleiki tæplega raunhæfur. Ólafur telur ekki fyrirsjáanlegt að gera þurfi miklar breytingar á landamæraeftirliti þar sem þegar era starf- andi nokkrar landamærastöðvar fyrir fisk og sjávara- furðir sem ef til vill þyrfti að stækka eitthvað ef einnig ætti að nota þær fyrir inn- og útflutning landbúnaðara- furða. Þó ber þess að gæta að slíkar stöðvar þurfa að vera á ábyrgð yfirdýralæknis. Sama máli gegnir um all- ar vinnslustöðvar en sumar þeirra era nú undanþegnar umsjón hans. Sennilega myndi gildistaka viðaukans kalla á endurskoðun og endurskipulagningu alls matvælaeftirlits í landinu því reglur ESB gera ráð fyrir að starfandi sé eitt heilsteypt og skilvirkt eftirlitskerfi. Þá má búast við því að einhverju fé þurfi að verja til að bæta aðstöðu eftirlitsmanna til að gera rannsóknir sem tengjast eftirlitinu en hún er ekki nægilega góð sem stendur. Ólafur segir að breytingar á lögum og reglu- gerðum verði ekki eins miklar ef þessi kostur er valinn og ef allur viðaukinn tekur gildi. Það stafar af því að þær breytingar á reglum um matvælaframleiðslu sem gerðar hafa verið á síðustu áram taka mið af tilskipun- um ESB. Þetta á við um mjólk, ferskt kjöt og unnar kjötvörar. Einnig er búið að laga eftirlit með sjávara- furðurn að ESB-kerfinu og þarf þá einungis að laga það að öðram dýraafurðum. 3. kostur: Viðauki I óskertur Þriðji valkosturinn sem Ólafur skoðaði er sá að ísland yfirtaki allan viðaukann, þar með talin ákvæðin um flutning lifandi dýra milli landa. Það myndi í raun þýða að öll viðskipti með húsdýr, hvort sem er á fæti eða í forrni fósturvísa eða sæðis, væra gefin frjáls. Hvaða íslenskur bóndi sem er gæti farið til einhvers lands í Evrópska efnahagssvæðinu og keypt þar dýr og flutt heim. Einu skilyrðin yrðu þau að dýrinu fylgdi heil- brigðisvottorð frá uppranalandinu og að flutn- ingsmátinn uppfylli dýraveradunarlöggjöf. Sama máli gegnir um fóstuvísa og sæði og virðist manni að slíkar reglur geri umræður um innflutning norskra mjólkurkúa heldur hjáróma. Frá þessu eru þó und- anþágur sem felast í því að ísland geri kröfur um svo- nefnda viðbótarábyrgð sem merkir að gerðar era meirí kröfur en almennt era gerðar til viðskipta með lifandi dýr. Slíka viðbótarábyrgð er hægt að rökstyðja með tvennum hætti. Annars vegar að tiltekinn sjúkdómur sé ekki fyrir hendi á Islandi og hins vegar að í gangi sé áætlun um að útrýma tilteknum sjúkdómi, það gæti til dæmis átt við riðu sem víða er landlæg í Evrópu. Á þessu er sá hængur að krafist er vísindalegra sannana fyrir því að röksemdimar standist. Þar eru gerðar miklar kröfur um rannsóknir og af þeim yrðu íslensk stjómvöld eða hagsmunaaðilar að standa straum. Ölafur nefnir sem dæmi um slíkan kostnað að þegar Norðmenn sóttu um viðbótarábyrgðir á sínum tíma þurftu þeir að verja ríflega hálfum milljarði íslenskra króna í rannsóknir til að sanna mál sitt. Þessar viðbótarábyrgðir gilda um þekkta sjúkdóma en engar ábyrgðir eða undanþágur gilda um farsóttir sem áður óþekktar sýkingar geta valdið. Reynsla frændþjóðanna á Norðurlöndum sem gengust undir reglur ESB á nýliðnum áratug er sú að ekki hafa borist neinar farsóttir þangað sem rekja má til aukinna viðskipta með lífdýr milli landa. Samtök bænda á Norðurlöndum hafa líka verið mjög vakandi fyrir þessari hættu og hvatt bændur til þess að einskorða viðskipdn sem mest við sæði og fósturvísa. Við það má bæta að á vegum Evrópusambandsins hefur verið komið upp mjög öflugu og að því er virðist skilvirku eftirlitskerfi til vamar gegn farsóttum í húsdýrum. I því kerfi er gert ráð fyrir að sjóðir ESB bæti bændum upp tjón sem þeir verða fyrir af völdum farsótta en íslendingar myndu ekki njóta framlaga úr þeim sjóðum þótt rekja mætti orsökina til Evrópu, þeir era einungis ætlaðir aðildarríkjum ESB. Einhver kostnaðarauki myndi fylgja því að ísland taki upp allan Viðauka I en þó ekki mikill umfram það sem nefnt var áður um valkost 2. Að frátöldum kostnaði við rannsóknir vegna viðbótarábyrða væri fyrst og fremst um það að ræða að koma yrði upp aðstöðu og ráða starfsfólk til að annast eftirlit með inn- og útflutningi dýra svo og að ákvæðum um dýravemd sé framfylgt. Rök fyrir undanþágum Verði niðurstaðan sú sem Ólafur ýjar að - sem sé að íslensk stjómvöld fallist á að yfirtaka ákvæði Viðauka 1 að þeim frátöldum sem heimila flutning lífdýra til og frá íslandi - þá geta þau stutt mál sitt ýmsum rökum. Ólafur telur upp þessar röksemdir: 1. Nokkrir búfjársjúkdómíir sem landlægir era í sumum aðildarríkjum ESB fyrirfinnast ekki á íslandi. 2. Landfræðileg lega íslands veitir stjómvöldum einstakt tækifæri til að hafa eftirlit með því að sjúkdómar berist ekki til landsins. Það er engum í hag að stofna heilbrigði búfjár á Islandi í hættu. 3. íslenskir búíjárstofnar era afar litlir í samanburði við Evrópu svo það verður aldrei um mikil viðskipti með búfé að ræða milli aðildarríkja ESB og íslands. 4. íslenskt búfé hefur lifað við einangran um aldir þannig að mjög erfitt verður að meta hvaða farsóttir gætu brotist út ef innflutningur frá aðildarríkjum ESB yrði gefinn frjáls. Þar má segja að sporin hræði, svo sem afleiðingar af innflutningi sauðfjár frá Þýskalandi á ljórða áratug aldarinnar og nýleg hitasótt í hrossum bera vimi um. Eins og áður segir má búast við því að viðræður embættismanna um Viðauka I hefjist á næstu vikum en óvíst er hvenær niðurstaða fæst og enn óljósara hver hún verður. Það verður tíminn að leiða í ljós. En það er ljóst að hér er um veralegt hagsmunamál að ræða fyrir íslenska bændur og mikilvægt að þeir fylgist grannt með gangi mála, bæði meðan á samningsgerðinni stendur og ekki síður eftir að farið verður að framfylgja nýjum reglurn. -ÞH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.