Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 31. oklóber 2000 BÆNDABLAÐIÐ 5 Mjólkurskúlinn á Hvann- eyri ng Hvflárvfillum - hundrað ára minning Nú er ein öld liðin síðan danski mjólkurfræðingurinn Hans J. Grönfeldt hóf fyrstur manna kennslu í mjólkurfræðum hér- Iendis því þann fyrsta nóvember árið 1900 tók Mjólkurskólinn á Hvanneyri til starfa. Það var Búnaðarfélags íslands sem stofnaði skólann og rak hann. Mjólkurskólinn átti eftir að starfa um árabil og hafa mikil áhrif á framvindu mjólkur- vinnslu í landinu, bæði með ráð- gjafarstarfi Grönfeldts skóla- stjóra og rjómabústýrunum sem hann menntaði og réðust til starfa hjá rjómabúum víða um land. Rjómabúin voru drjúgur tekjugjafi margra sveita á fyrstu árum 20. aldarinnar og braut- ryðjendur mjólkuriðnaðar nú- tímans. Stofnun Mjólkurskólans var einn fyrsti liðurinn í nýsköpun mjólkurvinnslu hér á landi, jafn- framt því að vera einn fyrsti áfang- inn í starfsmenntun kvenna á Islandi. Mjólkurskólinn starfaði í þrjú ár á Hvanneyri en haustið 1903 brann hús hans til grunna. Þá var skólinn fluttur var til Reykj- avíkur, í kjallarann að Aðalstræti 18, en mjaltaæfingar fóru fram í fjósi Þórhallar biskups Bjamarson- ar í Laufási. í Reykjavík átti Mjólkurskólinn aðeins fáa starfs- mánuði því hann var fluttur að Hvítárvöllum árið 1904. Þar var hann rekinn allt til 1918 að hann lagðist af í kjölfar dvínandi aðsóknar og breytinga á smjör- markaði. Nær 200 stúlkur stund- uðu nám við Mjólkurskólann á starfstíma hans. I tilefni aldarminningar Mjólk- urskólans heldur Bjarni Guð- mundsson prófessor við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri fyrirlestur um skólann miðviku- daginn I. nóvember nk. I fyrir- lestrinum verður fjallað um aðdraganda stofnunar Mjólkur- skólans, starfið í skólanum og helstu áhrif hans. Fyrirlesturinn verður haldinn í Matsal Land- búnaðarháskólans og hefst kl. 20.30. Öllum er heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. n. (, 11 n ii n i' 1111111 i/i j 111 /// • • i i/i't ^ i / // * u /// /._____ 11 / / /1' i~ n i / iii f/ >y\h ii‘ i■ / / //11 ... öl / //ff Ö//,l (/•//////, | ///////, / ,/|// / \u(n/n\ I / /'•'// 11 / " ///' > I /■/( 11 f///1 í/i ///'•/'/////11 ///|ii /////i//i >//n/n i/a'l/'! [ir'.'/li M/ll//l,/l'/ll///|ll l/// l'.| l/////||///(\1//;,(! I///, ll/lll//! I I l///'.W>N1l/// '/I M//»/m///iiu.'/i.mn.i/;,/i/|ii/i \I / //uf//11/ (II //,/ >ni//i\l///tiliföL0kfaf* n, \ 11 /. W//i t / //, 111 w'iih i / /,1' // W/MI///MU ///. IV / / / í II /, Erímiir Imíur orúlð Fyrir nokkru var dagskrá í útvarpinu um Svövu Jak- obsdóttur rithöfund og skáld, þar sem jafnframt var rætt við hana um skáldferil hennar og hugmyndir um skáldskap. Svava nefndi þar hve íslensk tunga væri gott skáldskap- armál vegna þess að orð í íslensku lifðu sjálfstæðu lífi og hefðu margar merkingar alit eftir samhenginu, gætu jafn- vel hæglega fengið nýja merk- ingu þegar á þyrfti að halda. Um fá orð leikur meiri birta á þeirri öld sem nú er senn liðin en orðið frelsi. ísland varð á ný frjálst land á öldinni eftir nær sjö alda ófrelsi. Frelsi lands og þjóðar kallaði síðan á aukið frelsi hvar sem var í þjóðfélaginu og það að kenna sig við frelsi var vís vegur tii brautargengis. Á sama hátt hafði frjálslyndi yfir sér bjartan og heiðríkan svip en íhaldssemi þungan og drungalegan blæ. Víkur nú sögunni til Halldórs Laxness. í minning- abók sinni, Grikklandsárinu, vitnar hann í stöku eftir Gísla Ólafsson á Eiríksstöðum, svohljóðandi; Oft á fund með frjálslyndum fyr ég skunda réði. En nú er undir atvikum aðeins stundargleði. Halldóri Laxness var for- vitni á að vita hvað frjálslyndi GRIMUR FJALLAR UM FRELSIOG FRJALSLYNDI. merkti þarna í huga Gísla en gekk illa og fór því norður í Húnavatnssýslu, heimahérað hans, til að leita svara við því. Gefum Halldóri Laxness orðið: „Orðið frjálslyndur reyndist í því landslagi hafa eftirtaldar sérmerkingar: búlaus hest- amaður, gortari, drykkj- umaður, klámhundur, þjófur, landabruggari, spilafifl, lygari, slagsmálahundur, trúvillíngur, kvennaflagari og skáld.“ Fram kemur hjá Laxness að í frönsku hafi orðið „libert- in“ svipaðar merkingar. í Frakklandi var fyrr á öldum fundin upp kurteisi, kennd við hirð Frakkakonunga. Frönsk kurtcisi varð síðan fyrirmynd að kurteisi í öðrum löndum. Úr frönsku er þannig komið spakmæli sem notað er á öðrum málsvæðum, oftast óþýtt, svohljóðandi: „Honi so- it qui mal y pense“ og útleggst „Vei þeim sem hugsar Ijótt í því sambandi.“ Falli lesendur þessara orða því í Jiá gryfju að tengja þau við Island í dag, þá er það á þeirra eigin ábyrgð. Einkum er varað við að tengja þau við skemmtiefni sem sumir forystumenn Frjálslynda flokksins hafa boðið þjóðinni upp á að undanförnu. Grímur Hvor 09 hveoær? Enn frekari stað- festingar hafa fengist á því að nöfn manna á mynd sem spurt var um í 16. tbl séu rétt. Jafnframt hafa komið fram hugmyndir um að myndin sé tekin í Haukadal i Biskups- tungum hinn 11. júní árið 1954 í bændaför frá Austurlandi, en þar hélt Búnaðarfélag ís- lands austfirskum bændum þá veislu undir stjórn Þorsteins Sigurðssonar á Vatns- leysu, forseta BÍ. Hvar og hvenær er myndin tekin? Vinsamlega hafið samband við Jónas Jónsson eða Matthías Eggertsson í síma 563 0300. Hverer moúorioo. iJacj eji) uau UJnnpA -efias e ||;6g uueg ja ejiacj ‘np

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.