Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 31. október 2000 BÆNDABLAÐIÐ 13 BdnaOarriDO komiO ðl Búnaðarrit er upplýsingarit um íslenskan landbúnað. I því er á að- gengilegan og samræmdan hátt gerð grein fyrir þróun og hag allra helstu búgreina á árinu 1999. Fjallað er um ræktunarstarf, fram- leiðslu, sölu, verðlag og afkomu og sýnt hvar á landinu og í hvaða mæli hinar ýmsu búgreinar eru stundaðar. Einnig er stiklað á stóru um rekstrarumhverfi land- búnaðrins og skýrt frá helstu breytingum sem urðu á því á árinu. I viðauka er ýtarlegra talna- efni um framleiðslu, sölu og neyslu ýmissa landbúnaðarafurða. Búnaðarrit er nauðsynlegt upp- sláttarrit fyrir bændur og aðra þá sem starfa að landbúnaði eða hafa áhuga á atvinnulífi og atvinnu- þróun almennt. Það er hentugt heimildarrit fyrir nemendur á öllum skólastigum sem vilja kynna sér málefni landbúnaðarins og á erindi til alls áhugafólks um íslenskan landbúnað. Ritstjóri er Ema Bjarnadóttir HugleiBingar iim norskar kýp Nú get ég ekki þagað öllu lengur, af tilviljun frétti ég í dag að norsk- ar kýr væru aftur famar að baula all óþyrmilega hátt við feld Guðna landbúnaðarráðherra, er hann lagðist undir nú á liðnu sumri. Hvort það er af skrekk við þær norsku eða af þrýstingi örfárra manna sem ímynda sér að allt sé betra erlendis frá heldur en okkar kúakyn, sem gefur hollari afurð og litfegurri gripi, veit ég ekki. Von- um bara að það verði hollara fyrir Guðna að faðma þær norsku að sér við komuna hingað, heldur en strútsungana í Kína í sumar. Góð lausn á þessu norska kúa kjaftæði held ég að væri að fá svona norska pappírskú og hafa í fjósum norskkúa aðdáenda, og til að fullkomna þetta gætu þeir flutt inn tómar norskar mjólkurfemur fyrir sig og látið mjólk úr íslensk- um kúm í, eins og stundum þarf að gera fyrir borgarböm sem vilja femumjólk en ekki kúamjólk. Einnig væri hægt að hafa svona norska pappírskú á fegurðarsam- keppni kúa á Selfossi og kúa- sýningu í Ölfushöll, til að ljós- mynda landbúnaðarráðherra með svo hann falli ekki í skugga þeirra íslensku. Hinrik Óskar Guðmundsson fyrrverandi fjósqmaður í 1 1 Borgarfirði Ný aðferð við hrossaslátrun í þróun í Japan: Fihiinnihald aukio i hPossakifiH viS slátrun Landbúnaðarvörur - Varahlutir Drykkjarker með flotholti Galvaniserað l Kárason Viðarhöfða 2-110 Reykjavík Sími: 567-8400 Fax: 567-8401 Japanskt einkafyrirtæki hefur þróað ákveðna aðferð í með- höndlun hrossakjöts sem byggir á því að auka fituinnihald í vöðvan- um eftir að búið er að slátra. Kjötið verður þannig líkara því kjöti sem Japanir vilja kaupa. Ekki fæst hins vegar upplýst nánar hvemig þetta fer fram þar sem þeir sem tóku þátt í við- ræðunum em bundnir trúnaði. Bergþóra Þorkelsdóttir gæða- stjóri hjá Goða segir að viðræður hafi átt sér stað við fyrirtækið um að reyna þessa aðferð á íslensku hrossakjöti. Þær viðræður fóm hins vegar út um þúfur þar sem fyrirtækið ákvað frekar að snúa sér til Suður-Evrópu þar sem hægt var að fá ódýrara kjöt og ódýrara vinnuafl. „Það getur hins vegar al- veg gerst að viðræður verði teknar upp aftur við fyrirtækið síðar. Ef hægt verður að ná samkomulagi við þá síðar getur þetta aukið tölu- vert útflutningsmöguleika á hross- akjöti því þá verður hægt að nota ófitusprengd hross sem er ekki hægt í dag,“ segir hún. i Aukabúnaður á mynd: 33" breyting, á kr. 220.000. Fjallmyndarlegur 100.000 kr. afsláttur Hafðu samband vlð sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt og tryggðu þér nýjan Galloper núna, á aðelns 2.190.000 kr. Staóalbúnaður ABS hemlakerfi Hátt og lágt drif Viðarlíki í mælaborði Armpúðar á framsætum Samlæsing Öflug dísilvél Rafknúin stjórntæki Öflug grind Tregðulæsing að aftan Rafdrifnar rúðuvindur Rafdrifnir útispeglar Álfelgur Vindskeið með hemlaljósi Aukamælar: Hallamælir, hæðarmælir Fáanlegur sjálfskiptur Galioper, vandaði 7 manna jeppinn með Mitsubishi reynsluna, hefur allt sem hægt er að hugsa sér í lúxusjeppa. Hann er óvenju rúmgóður með mikla flutningsgetu, byggður á öflugri grind með einstakri fjöðrun. Vélin er kraftmikil auk þess sem bíllinn hentar fullkomlega fýrirt.d. 33" breytingu. Ofan á allt saman þá er Galloper á frábæru verði. Komdu í HEKLU, reynsluaktu Galloperog kynnstu hinum Qölmörgu eiginleikum þessa vandaða jeppa. HEKLA - íforystu á nýrri öldl

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.