Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 12
12
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 31. október 2000
IUýtt Qós í Þpándanholtj
tekifi í notkun um áramót
I Þrándarholti í Gnúpverjahreppi
er verið að byggja nýtt og glæsi-
legt legubásafjós fyrir rösklega
70 kýr. Abúendur í Þrándarholti
eru þau Þrándur Ingvarsson og
kona hans Guðrún J. Hansdóttir.
Þau sögðu Bændablaðinu að
gamla fjósið hefði verið rekið á
undanþágu og því hefðu þau velt
því fyrir sér að bregða frekar búi
en að byggja nýtt fjós. En þar sem
sonur þeirra, Amór Hans og unn-
usta hans, Sigríður Björk Mar-
inósdóttir, höfðu áhuga á að búa á
jörðinni með þeim var ráðist í
framkvæmdir við byggingu nýs
íjóss. Fjósið er teiknað af Teikni-
stofu Bændasamtakanna en byggt
á hugmyndum þeirra í Þrándar-
holti og einnig á skipulagi sem
mjaltaraframleiðandinn Lely
lagði til. Og nú er nýja fjósið að
komast undir þak og líklega
munu kýrnar flytja í það í byrjun
nýs árs. Áhöld eru um það hvort
ábúendur eða kýr munu fagna
meira! Gamla fjósið var byggt
1955 og er lausagöngufjós. Það
hefur án efa þótt framúrstefnufjós
á sínum tíma og er þar að finna
einn fyrsta mjaltabásinn - ef ekki
þann fyrsta - sem kom í íslenskt
fjós.
HryggMnaði i sumar
Óhöppin gera sjaldnast boð
á undan sér. Þegar Þrándur var
að störfum við nýbygginguna í
ágúst varð hann fyrir því óláni
að steypuhleri féll niður - og
Þrándur hryggbrotnaði. „Nú til
dags er allt miklu þyngra en
það var. Hlutir eru fluttir með
krönum en liðin er sú tíð þegar
menn voru að bera eina og eina
spýtu,“ sagði Þrándur sem hef-
ur verið frá vinnu síðan
óhappið átti sér stað en vonast
eftir fullum bata.
Sem betur fer var Þrándur
vel tryggður, en búið er með
landbúnaðartryggingu VÍS og
því fékk hann t.d. dagpeninga
frá tryggingarfélaginu. Þrándur
vill hvetja bændur til að fylgjast
vel með sínum trygging-
armálum og haga sér í
samræmi við þær reglur sem
þær setja mönnum á herðar.
Þar má t.d. nefna notkun
hjálma á byggingastað þó svo
siíkt hefði ekki skipt neinu máli
þegar hlassið skall á honum í
sumar.
MámskeiO um fjósbyggingBr
Áður en hafist var handa
fóru þeir feðgar á námskeið um
fjósbyggingar en þetta
námskeið var haldið af Bænda-
samtökunum, Landssambandi
kúabænda og
Landbúnaðarháskólanum á
Hvanneyri. Á fjósbygging-
arnámskeiðinu var farið yfir
helstu þætti fjósbygginga en
leiðbeinendur voru þeir Lárus
Pétursson, Bútæknisviði RALA,
Magnús Sigsteinsson, Bænda-
samtökum Islands og Snorri
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
LK. „Þetta var mjög gagnlegt
námskeið,“ sagði Arnór Hans.
En ábúendurnir leituðu víðar
fanga því þeir skoðuðu nokkur
fjós á Suðurlandi en fóru einnig
á Agromek sýninguna í
Danmörku og skoðuðu þar
nýjungar.
Gert ráð fyrir mjaltara
Eins og sjá má á meðfylgjandi
teikningu er nýja fjósið sambyggt
því gamla sem verður notað undir
geldneyti í framtíðinni. Ekki var
byggður nýr mjaltabás heldur er
gert ráð fyrir mjaltara (Nýyrði
Ólafs Dýrmundssonar, ráðunauts,
yfir mjaltaþjón eða róbót) sem á
að geta annað 60-70 kúm. Nýja
fjósið er legubásafjós með 71 bás.
I fjósinu er fóðurkerfi frá Weel-
ink, 2*15 átpláss, flutt inn af Am-
ari B. Eiríkssyni. Tekið verður ut-
an af rúllunum fremst í ganginum
og settar í tvær raðir á fóðurgang.
Þá em þar einnig tveir tölvu-
stýrðir kjamfóðurbásar. Allt efni í
yfirbygginguna kemur frá Stálbæ
ehf. í Kópavogi. Milligerðir, flór-
bitar og dýnur er keypt hjá Mjólk-
urfélagi Reykjavíkur. Haughús er
undir fjósinu. I upphafi var hug-
leitt að byggja tanka í stað
haughúss en aðstæður vom þann-
ig að slíkt var ekki talið henta.
Þess má geta að grunnurinn
reyndist ábúendum erfiðari en
ætlað var í upphafi þar sem djúpt
var á fast undirlag en vinnu við
gmnn lauk þann 16. júní. Daginn
eftir skalf jörð á Suðurlandi og
væn fylla kom í gmnninn en
áfram var haldið. Reyndar sprakk
hlöðuveggur í látunum.
Kostnaðaráætlun við nýbygg-
inguna og öll tæki (nema mjalt-
ara) hljóðar upp á rétt röskar 24
milljónir króna. Lánasjóður land-
búnaðarins lánar 60% bygginga-
kostnaðar.
Vilja tvöfalda framleiðsluna
Þrándarholt er rúmir 130 hektarar
og er meirihluti jarðarinnar
ræktanlegur. Framleiðslurétturinn
í Þrándarholti er 127 þúsund
lítrar. I upphafi verður notast við
gamla mjaltabásinn en þar er
hægt að mjólka fjórar kýr í einu.
Þeir feðgar sögðust stefna á að
tvöfalda framleiðsluna en Þránd-
ur bætti við að honum litist lítt á
verð á kvóta. „Þegar kvótalítrinn
kostaði 120-130 krónur var ekki
talið neitt vit í því að kaupa
kvóta. Ætli það verði ekki þannig
áfram,“ sagði Þrándur, „en við
ætlum okkur að vera áfram í
mjólkurframleiðslu og verðum að
haga okkur samkvæmt því.“
Þrándur sagði að stefnt væri að
því að kaupa meiri framleiðslurétt
síðar til þess að nýta fjárfesting-
una.
Gamla mjólkurhúsið verður
notað eftir sem áður - og líka þeg-
ar mjaltarinn er kominn í fjósið
en hvenær það gerist er óráðin
gáta. Stefnan var að hafa fjósið
sem einfaldast og að nýta hvem
þumlung. „Ég vona að við
verðum búin um áramótin," sagði
Amór Hans sem er aðeins rétt
rúmlega tvítugur og útlærður
trésmiður síðan í vor. Amór Hans
sagði aðspurður að þegar bygg-
ingunni lyki hefði hann áhuga á
að hagnýta sér fjarkennslu þeirra
Hvanneyringa.
F.v. Guðrún J. Hansdóttir, Dóra Björk Þrándardóttir, Þrándur
Ingvarsson og Arnór Hans Þrándarson.
V;. • f
Ef lesandinn ber saman teikningu og Ijósmynd ætti hann að fá nokkuð góða hugmynd um skipulag bygginga á
Þrándarholti.
Skýringar við fjós í Þrándarholti:
1: Núverandi hlaða 7: Legubásar
2: Eldra fjós, verður notað fyrir 8: Kjarnfóðurbásar
kálfa og geldneyfi 9: Vatnstrog
3: Núverandi mjólkurhús, 10: „Weelink" faeranlegar
notað áfram fóðurgrindur fyrir 2 x 10 kýr
4: Núverandi mjaltabás, verður 11: Fóðurgangur geldkúa
aðstöðurými starfsfólks 12: Manngangur
5: Sjúkra-og burðarstíur ( eftirlitsgangur)
6: Mjaltaþjónn (robot)
ÉrJ 1 A\‘Vf'M~ if~ ''úiit W * r i*f iTiiw>Tr T * Hrf ^iiW 'ltliift tiil A
Eins og síðastliðin 14 ár bjóða
Bændasamtök íslands í sam-
vinnu við nokkra sveitabæi,
leikskólabörnum og yngstu
grunnskólabörnunum að heim-
sækja sveitina í vor. Nú í vetur
stendur til að auka fjölbreytnina
í sveitaheimsóknunum. Bjóða á
breiðari aldurshóp í heimsókn
og rýmka á tímabil heim-
sóknanna sem til þessa hafa ein-
skorðast við rúman mánuð að
vori.
Fyrst verður 7.-10. bekkingum
á Stór-Reykjavíkursvæðinu boðið
upp á „öðruvísi" sveitaheimsókn,
en fjöldi þeirra mun fá starfandi
bónda í bekkinn í vetur í tengslum
við verkefnið „Dagur með
bónda.“
Heimilisfólk á bænum Bjart-
eyjarsandi á Hvalfjarðarströnd
ríður á vaðið og mun í vetur opna
heimili sitt fyrir skólahópum. Þar
á bæ er fyrst og fremst stundaður
sauðfjárbúskapur og meðal þess
sem boðið verður upp á í vetur
verða svokallaðir vinnumorgnar.
Þeir felast m.a. í að fóðra féð en á
Bjarteyjarsandi er laust þurrhey
og því upplifun að komast í
hlöðuna. Fyrir neðan bæinn er
skemmtileg fjara sem nýtist vel í
sveitaheimsóknunum því þangað
er gengið og í leiðinni spáð í það
sem fyrir augu og eyru ber í
náttúrunni. Lögð er áhersla á
náttúru og sögu svæðisins og
stuðst við hugmyndafræði
náttúrutúlkunar. I því felst virðing
fyrir umhverfmu og áhersla er
lögð á að fólk skilji og læri að
meta gildi svæðisins og spilli
hvorki náttúru þess né minjum.
Góð inniaðstaða er fyrir hópa
þar sem hægt er að vera með
námstengd innlegg, nemenda-
framsögur eða bara slappa af og
borða nesti. Nemendum er boðið
upp á að vera í tölvusambandi við
heimilisfólk, svo þeir geti sent
fyrirspumir og komið með at-
hugasemdir hvenær sem þeir
vilja. Jafnframt er kennurum
boðið upp á sérútbúna fræðslu- og
verkefnapakka sem þeir geta nýtt
í skólunum að heimsókninni lok-
inni.
Ef vel tekst til í vetur er hugs-
anlegt að fleiri bæir bætist við og
bjóði upp á fjölbreyttari dagskrá
eða rýmri heimsóknartíma í fram-
tíðinni.
Gel|Érræktar
félagið hndar
Geitfjárræktarfélag íslands heldur
aðalfund sinn föstudaginn 10.
nóvember n.k.. kl. 14:00 í bóka-
safni Bændasamtaka Islands í
Bændahöllinni. Auk venjulegra
aðalfundarstarfa verður gefið yfir-
lit um geitfjárræktina í landinu og
Jóhanna B. Þorvaldsdóttir á Háaf-
elli í Hvítársíðu mun segja frá
þingi norrænna geitfjárbænda sem
haldið var að Flám á Aurlandi í
Noregi dagana 1.-3. september s.
1. Einnig mun hún greina frá kynn-
isferð sern hún fór í á nokkur geit-
abú en í Noregi er töluverð gróska
í geitfjárræktinni og framleiddir
eru ostar og fleiri afurðir.
Formaður Geitfjárræktarfélags
Islands er Hinrik Guðmundsson á
Bóli í Bi^kupstungum.