Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 11
Þríðjudagur 31. október 2000 BÆNDABLAÐIÐ 11 Starfsmenn Bl í skemmti- og Msluferð Á hverju sumri fer starfsfólk Bændasamtaka Islands í 2ja - 3ja daga skemmti- og fræðsluferð innanlands. S.l. sumar var farið um Vestfirði. M.a. var siglt út í Vigur og Æðey á Isafjarðardjúpi. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar hópurinn er staddur { Vigur og skoðar hið fomfræga skip Vigur- breið, sem er upphaflega smíðaður um aldamótin 1800. Vigurbreiður er enn notaður til fjárflutninga vor og haust og hafa þeir Vigur- bændur lagt kapp á að halda skipinu vel við. Ljósm. ÁS Landbúnaðarvörur - Varahlutir Kálfafóstra 10 lítra Nýp spena- og júgurúOi irá Frigg Frigg ehf. hefur hafið framleiðslu á nýjum spena- og júgurúða fyrir bændur. Þessi úði, sem er seldur í sérhönnuðum úðabrúsa sem fram- leiddur er á Islandi, inniheldur vatn, jurtaolíur, lanolin og húð- mýkjandi og sótthreinsandi efni. I frétt frá Frigg segir að efnið sé mjög græðandi og mýkjandi og vemdi bæði spena og júgur gegn óæskilegum áhrifum baktería, vatns, ljóss og hita. Efnið, sem er alveg lyktarlaust, er einnig gott við ofþurrki. Efnið á að úða óblandað á spena og/eða júgur eftir mjaltir. Efnið hefur verið prófað á Hvanneyri, Hrafnagili í Eyjafirði og víðar um landið og hlaut frá- bærar viðtökur á Bú 2000 nú í sumar. Það er selt í 650 ml. brús- um og em sex brúsar seldir saman í pakkningu. Uðadælan selst sér. A DeLaval Mjaltir hafa til þessa verið erfitt starf, með miklu álagi á bak og aðra iíkamshluta. Vélaver kynnir nú brautakerfið með MilkMaster mjaltatækjum í básafjós frá DeLaval. Það léttir bændum mjaltastörfin svo um munar og kemur í veg fyrir óþarfa burð og áreynslu. Með MilkMaster næst hámarksframleiðni úr kúnum, þar sem allar kröfur um hreinlæti og aðbúnað eru uþpfylltar. Bændur þekkja DeLaval af góðu einu og Vélaver veitir eins og alltaf fyrsta flokks þjónustu um ailt land. EasyLine brautakerfið Línubrautakerfið frá DeLaval liggur frá mjólkurhúsinu og um allt fjós. Allur burður á tækjum veröur þar með óþarfur, en talið er að bóndi með 60 kúa fjós beri allt að 20 tonn af búnaði um fjós sitt árlega. Með því að takmarka burðinn minnka likumar á óhöppum við mjaltir verulega. Fyrir utan það að hlífa baki og ýmsum vöðvum, styttist mjaltatíminn um 5 til 10%. Mjaltirnar verða margfalt auðveldari og léttari. HARMONY Mjaltakrossinn er léttur og meðfærilegur, hann minnkar burðarálag á spena og hættu á loftleka milli spena og spenagúmmís. Þá tryggir hönnun spenagúmmíanna hárrétta stöðu spenans hverju sinni. Með Harmony Top Flow mjaltatækjunum fást einnig mun betri tæmingareiginleikar auk þess sem fljótvirkur flutningur á mjólkinni yfir í lögnina kemur í veg fyrir flökt á sogi. MilkMaster Mjólkurstreymismælir Rafmagnssogskiptir Aftakari Nánari upplýsingar www.velaver.is VELAVERf * 5 o CQ Ul Lágmúli 7 - Pósthólf 8535 -128 Reykjavík - Sími 588 26 00 - Fax 588 26 01 *.*.* i *t *.- r-i ^ •

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.