Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriöjudagur 31. október 2000 Islenskír bændur og EvrApusamhandið eiga að mfirgu leyfi samleið - Rætl við Gunnar Snnrra Gunnarsson sendiherra fslands hjá Evrúpusambandinu i Brnssel Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra á skrifstofu sinni í Brussel með Esjuna uppi á vegg hjá sér. - - Evrópumálin eru heldur betur komin á dagskrá á Islandi. Eftir að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lagði fram á þingi skýrslu um hugsanleg áhrif aðildar íslands að Evrópusambandinu hefur landið verið á mikilli hreyfingu og ekki annað að sjá en að Framsóknarflokkurinn sé á góðri leið með að breyta um stefnu. Af ummælum formannsins og sumra annarra í forystusveit flokksins er svo að sjá sem þeir séu að nálgast hraðbyri þá skoðun að rétt væri að sækja um aðild og sjá hvað væri í boði. Eitt af því sem ýtir undir þessa þróun eru þær upplýsingar sem fram koma í áðumefndri skýrslu að EES-samningurinn verði æ erfiðari í framkvæmd. Ymsir héldu að sá samningur væri gerður í eitt skipti fyrir öll og honum þyrfti ekki að breyta. Nú kemur æ betur í ljós að stofnanir Evrópusam- bandsins taka stöðugum breytingum og að EES-samningurinn tryggir íslendingum ekki áhrif á það ferli. í Brussel eru höfuðstöðvar Evrópusambandsins. Þar starfa þúsundir embættis- og stjórn- málamanna að því að móta nýjar reglur fyrir starfsemi sam- bandsins. Við götu sem kennd er við þýsku borgina Trier, fæðing- arstað Karls Marx, og er í göngufæri við Evrópuþingið og Schumann-torgið þar sem hjarta ESB slær, stendur reisuleg bygg- ing sem hýsir EFTA, Eftirlits- stofun EFTA (ESA) og íslenska sendiráðið. A fjórðu hæðinni er skrifstofa sendiráðsins og þar ræður ríkjum Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra, kominn af hákarlaveiðurum í Hrísey. Hann er sendiherra Islands í Belgíu, Lúxemborg og Liechten- stein, auk Evrópusambandsins. EES-samningurinn að verða úreltur? Fyrsta spurningin sem ég lagði fyrir Gunnar Snorra er í framhaldi af áðumefndri fullyrðingu skýrsl- unnar að EES-samningurinn verði æ erfiðari í framkvæmd. Hvernig birtist það sendiherranum? „Það fer eftir því hvemig á það er litið. Langstærsti hluti samn- ingssviðsins gengur snurðulaust fyrir sig og árangur af samningn- um hefur verið mjög góður. En því er ekki að leyna heldur að samn- ingurinn veitir okkur ákveðinn aðgang að undirbúningsstarfi ESB en ekki að hinni pólitísku umræðu sem leiðir til ákvarðana. Þetta voru frá upphafi forsendur samstarfsins. Það væri hins vegar hægt að veita okkur ákveðinn aðgang að pólitískri umræðu ef pólitískur vilji hinum megin frá væri fyrir hendi. Undirbúningsvinnan innan ESB hefur í auknum mæli færst yf- ir á vettvang sem við höfum ekki sama aðgang að og áður. A meðan EFTA var stærra var algengara að leitað væri samráðs en nú hefur áhuginn á því minnkað. Evrópu- þingið og svonefnd Svæðanefnd gegna æ stærra hlutverki í stefn- umótuninni og þar höfum við ekki aðgang. Þetta hefur leitt til ákveðinna vandkvæða en ég vil taka skýrt fram að í flestu tilliti hefur samstarfið við ESB gengið mjög vej.“ - A Islandi er umræðan gjarnan á þann veg að þetta sé bara spurn- ing um vilja okkar, ef við ákveðum að sækja um aðild þá standi okkur allar dyr opnar. En er það svo? „Innan ESB er uppi umræða um áhrif lítilla og stórra rfkja og það er mat stóru ríkjanna að þau smærri séu of valdamikil. Þess vegna held ég að mörg stærri ríkjanna séu ánægð með að íslandi standi til hliðar, hafi aðgang að markaðnum, samræmi sínar reglur því sem gerist í ESB en seilist ekki til of mikilla pólitískra áhrifa eða verði ekki til trafala við ákvarðan- atöku. Það er því ekki nein sérstök eftirspurn eftir því að fá okkur til fylgilags. Það hefur verið tekin pólitísk ákvörðun um að löndin í austan- verðri Evrópu skuli tekin inn í 'Bandalagið. Þeim Iiggur á að fá pólitíska tryggingu fyrir því að þau geti varpað akkerum í vestrænu markaðsþjóðfélagi eftir langa fjar- veru. Hins vegar er efnahagskerfi þeirra tæpast viðbúið inngöngu. Þar er staða okkar mun betri. En ríkin eru reiðubúin að leggja hart að sér cnda eygja þau von um að fá styrki úr sjóðum ESB.“ EES og íslenskur landbúnaður - En svo við víkjum að EES- saniningnum þá ijallar hann ekki íifriTaíídbúijáðarmár éii h'efiír'hárin' samt ekki ýmis áhrif á íslenskan landbúnað? „Landbúnaðarvörur eru undan- þegnar ákvæðum samningsins. Þar eru engin ákvæði um tollalækkanir í viðskiptum með landbúnaðar- vörur og landbúnaðarstefna ESB er utan verksviðs samningins. Hins vegar er á nokkrum stöðum í samningnum komið inn á land- búnað, svo sem í Viðauka i þar sem eru heilbrigðisreglur fyrir all- ar afurðir dýra. Af honum höfum •við" tekið' uþþ' állár fe’giúf ■ sém snerta fisk en erum undanþegin þeim ákvæðum sem gilda um kjöt og mjólk. Þetta hefur auðveldað útflutning okkar á sjávarafurðum en undantekningin hvað varðar kjöt kemur til umræðu síðar á þessu ári. Síðan fjallar Bókun 3 um unnar landbúnaðarafurðir, þ.e. vörur sem teljast til iðnvarnings en hráefnin eru frá landbúnaði. Það hefur reynst mjög erlitt að ganga frá þessari bókun og stendur enn í járnum. Um þessar vörui gilti fiókið kerfi jöfnunargjalda serr- samkomulag náðist um í GATT- samningunum að nema úr gildi. Nú er þetta á lokastigi og bíður raunar aðeins eftir því að Norðmenn og ESB komist að sam- komulagi. Þarna er tekist á um markaðsaðgang fyrir ýmsar matvörur, brauð, kökur og unnar kjötvörur svo dæmi séu nefnd, og hvaða gjöld megi leggja á þær. Þetta mun þó ekki breyta miklu fyrir Island því við höfum stuðst við Bókun 2 í gömlu fríverslunar- samningunum sem náði yfir sömu afurðir svo hér verður ekki nein grundvallarbreyting á samskiptum okkar við ESB þótt Bókun 3 taki gildi.“ Akkur í ESB-reglum - En hvað um óbein áhrif samningsins, svo sem á ýmsar reglur sem settar hafa verið á und- anförunum árum á Islandi? „Jú, meginröksemd okkar fyrir undanþágu frá ákvæðum Viðauka I um landbúnaðarafurðir byggðist á því að matvælaeftirlit á Islandi fólst að verulegu leyti í því að það ríkti algert bann við innflutningi, eftirlit var ekkert vegna þess að það var enginn innflutningur. Hins vegar höfum við samþykkt innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) að framfylgja ekki lengur algeru innllutningsbanni heldur byggja reglur okkar á vísindaleg- um rannsóknum og banna ein- göngu það sem hægt er að sýna fram á að valdi hættu, auk þess að vera áfram með talsvert háa tolla á mörgum þessara afurða. Þetta þýðir í raun að við getum nálgast heilbrigðisreglur ESB á annan hátt en áður. Við eigum mjög margt sameiginlegt með þes- sum ríkjum svo okkur getur verið akkur í því að taka upp þessar regl- ur. Þetta hefur verið til skoðunar í landbúnaðarráðuneytinu og viðræður um Viðauka I munu hefj- ast þegar við verðum búin að móta afstöðu okkur. Það er nokkuð ljóst að gerður verður skýr greinarmun- ur á landbúnaðarafurðum annars vegar og lifandi dýrum hins vegar. ESB gerir kröfu til þess að við tökum allan Viðauka I yfir en við hljótum að mætast einhvers staðar og um það þarf að semja. Það er ekki búið að tímasetja það hvenær þessar viðræður heijast en það þyrfti að gerast fyrir áramót.“ Kúafár og fœðuöryggi - I Viðauka I er gert ráð fyrir að eftirlit með heilbrigði afurðanna fari fram sem næst fram- leiðslustað. Margir efast um að bændur í fjarlægum löndum séu færir um að halda uppi nógu góðu eftirliti og vísa þá til atburða eins og kúafársins í Bretlandi. Er ástæða til þess að óttast lélegt heil- brigðiseftirlit í ríkjum ESB? „Ríki ESB stefna öll að góðu eftirliti og áhugi þeirra á því að halda uppi slíku eftirliti er síst minni en okkar. Það hafa nú orðið slys heima líka. Það er því ljóst að við þurfum að bæta okkar eigið eftirlit. Það er ekki eins og allar flóðgáttir opnist. Við getum áfram haldið uppi skilvirku eftirliti með matvælum. Við getum líka haft nokkurt gagn af því að hafa hliðsjón af þeim reglum sem hér eru mótaðar og taka þátt í mótun þeirra í samráði við þá sem eru að gera svipaða hluti.“ - Hafa ESB-ríkin ekki verið að taka sér tak eftir kúafárið? „Innan Evrópu hefur komið í ljós í svínarækt og nautarækt að landbúnaður sem hefur fengið æ fleiri einkenni iðnaðar hefur á ein- hverju stigi farið úr böndunum. Mönnum er ljóst að það verða að vera skýrari reglur um það hversu langt megi ganga. Kúafárið sprett- ur upp úr gjörnýtingu próteins í fóðurframleiðslu sent leiddi til nýrra sjúkdóma. Mönnum er ljóst að það verður með einhverju móti að hverfa til baka til heilbrigðari framleiðsluhátta en innan ESB eru að sjálfsögðu mismunandi sjonar- mið og hagsmunir hvað þetta >varð'ár.'‘‘' 'i 1 ' ■ 1 ' -‘3

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.