Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 4
4
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 31. október 2000
Bændablaðið - málgagn
Bændasamtaka íslands
Nýting þekkingar í
þágu bættara heilsu
Islendingar eiga því láni að fagna að vera hluti af sameiginlegu
þekkingarsamfélagi sem kennt hefur verið við hinn vestræna heim
en teygir sig sífellt víðar. Á öllum meginsviðum sem varða störf
okkar, líf og heilsu er stöðugt unnið að rannsóknum og
óumdeilanlega hafa vísindi skapað svigrúm fyrir bættri lífsafkomu
og betri heilsu.
Það er hins vegar löngu vitað að ný þekking kemur þá fyrst að gagni
þegar þeir sem þekkingin varðar nýta hana og slíkt tekur oft of
langan tíma. Fullyrða má að neyslumunstur mikils hluta íslensku
þjóðarinnar sé dæmi um vannýtta þekkingu. Sýnt hefur verið fram á
að undirstaða skarprar athygli dagsins er staðgóður, prótínríkur
morgunverður. Sömuleiðis er margsannað að stöðug neysla kalks er
undirstaða styrkrar beinabyggingar sem dugar ævina alla. En mikil
neysla auðleystra sykrunga truflar efnaskipti líkamans og veldur
þannig svengdartilfinningu og afleiðingin verður fitusöfnun.
Þrátt fyrir þessa þekkingu er mikill misbrestur á að skólaböm fái
próteinríkan morgunverð og yfirleitt viðunandi næringu á
skóladeginum. Börn, unglingar og jafnvel fullorðið fólk tekur
mikinn hluta af orku dagsins í auðleystum sykrungum gegnum
gosdrykki og annað skyndifæði og mikið vantar á að gætt sé að því
að kalkinnihald fæðunnar fullnægi þörfum. Árlega drekkur hver
Islendingur hvorki meira né minna en rúma 140 lítra af gosdrykkjum
og 14 kíló af sælgæti sem er tvöföldun á síðustu 25 árum. Þegar það
er haft í huga að fjölmargir einstaklingar sneiða alfarið hjá gosi og
sætingum er ekki fjarri lagi að álykta að ýmsir séu beinlínis háðir
sykurvömm - og borði lítið annað.
Óheilbrigt neyslumunstur leiðir af sér lakari námsárangur en ella hjá
fjölda námsfólks og það þarf ekki merkilegri athugun en heimsókn á
sundstaði til að sjá ótímabæra fitusöfnum meðal barna og unglinga.
Læknar hafa hvað eftir annað bent á þau heilsufarslegu vandamál
sem fylgja óeðlilegri þyngd og það þarf ekki hagspeking til að átta
sig á að umrædd vandamál kosta þjóðfélagið sífellt meira fé. Rétt
eins og reykingar eru ekki einkamál þeirra sem reykja, þar sem
reykingar kosta samfélagið meira en reykingamenn greiða til þess,
geta sjúkdómar af völdum fitusöfnunar orðið samfélagslegt
vandamál.
Framfarir á gmndvelli þekkingar byggjast á því að þekkingunni sé
miðlað og því er lofsverð sú umræða sem farið hefur fram á
undanfömum vikum um áhrif fæðunnar á heilsu og lífslíkur.
Sérstaka þakkir á skólastjórinn sem bannaði neyslu annarra drykkja
en mjólkur og vatns í sínum skóla, en ef til vill hefur sú ákvörðun
hans meiri áhrif á framtíð nemendanna en margar góðar
kennslustundir. En betur má ef duga skal. Um langa hríð hefur
verið um það rætt að skólaböm þurfi staðgóða máltíð í hádeginu og
þeim ætti að banna að eta orkuríkt en einhæft msl. Mörg, fögur orð
hafa verið látin falla um þetta mál en það hefur strandað á skeri
kostnaðar, en mörg sveitarfélög em illa í stakk búin til að koma upp
eldhúsum og mötuneytum í skólum. Geta og vilji foreldra til að
borga mat fyrir böm sín er einnig mismikil - þrátt fyrir að þeir snæði
sjálfir heitar máltíðir í hádeginu á sínum vinnustöðum.
íslendingar eiga því láni að fagna að óvíða er hráefni í mat betra en
hér á landi. Gildir einu hvort um er að ræða kjöt, fisk, mjólkurmat
eða grænmeti. Samtök gmnnatvinnuvega í íslensku atvinnulífi ættu
að ganga formlega í lið með þeim sem um árabil hafa barist fyrir
bættri matarmenningu en á þann hátt gætu þessir aðilar sannarlega
látið gott af sér leiða, en aukin neysla á hollum, íslenskum mat mun
ekki aðeins styrkja andlegan þrótt heldur hafa afar jákvæð áhrif á
atvinnulíf landsmanna.
Að lokum: Eitt erfiðasta viðfangsefni í ríkisfjármálum er hve mikið
vantar á að lífeyrissjóður opinberra starfsmanna geti staðið við
skuldbindingar sínar á komandi ámm. Mögulegt er að þær
skuldbindingar reynist léttvægar í samanburði við aukinn kostnað
þjóðarinnar af versnandi heilsufari þegnanna, takist ekki að breyta
neyslu og lífsmunstri þjóðarinnar. Þetta ættu ráðamenn þjóðarinnar
og raunar þjóðin öll að íhuga. Það skiptir máli að hyggja að
morgundeginum.
"f: 'ík riJFí L ödi? T
AOhaldssfim lyfja-
pfilifik er jákvseð
- segir Halldór Runólfsson, yMýralæknir
Halldór Runólfsson, yfirdýra-
læknir, sagði að með nýju reglu-
gerðinni væri verið að færa lyfjar-
eglur í átt að því sem gildir á hin-
um Norðurlöndunum. „Og al-
mennu rökin fyrir breytingunni er
sú mikla ógn sem stafar af lyfja-
ónæmi. Nú má segja að öll stungu-
lyf séu orðin lyfseðilsskyld og geta
þess vegna fengist í apótekum
gegn framvísun lyfseðils.“
Hver verða áhrif reglugerðar-
innar fyrir bændur? Bændur mega
ekki hafa undir höndum og nota
gamaveikibóluefni í sauðfé en
öðm máli gegnir um bóluefni til
varnar gegn lambablóðsótt og
bóluefni til vama gegn bráðapest í
sauðfé.
Ef um er að ræða sýklalyf,
hvort heldur er í túbum til nota
vegna júgurbólgu eða sem
stungulyf, þá verður dýralæknir
sjálfur að sjúkdómsgreina og meta
þörf fyrir notkun á sýklalyfinu. Ef
talin er þörf á sýklalyfi þá verður
dýralæknir að hefja meðferðina og
er heimilt að afhenda bóndanum
lyf til eftirmeðhöndlunar, en lyfið
þarf að merkja hverju dýri fyrir sig
og má ekki nota í önnur dýr.
Hvað varðar vítamín og önnur
álíka efni sem stungulyf þá má
bóndi gefa þau ef dýralæknir telur
þörf á. Lyf við skitu í kálfum má
bóndi gefa en hvað varðar fúkkalyf
þá má hann ekki gefa þau nema að
undangegninni greiningu og
meðhöndlun dýralæknis.
Ormalyf til að gefa hópi dýra
em orðin lyfseðilsskyld til að
tryggt sé að bændur fái fullkomnar
leiðbeiningar um útskolunartíma.
Hvað varðar lyf sem gefin em til
að draga úr hættu á selenskorti þá
mega bændur ekki fá þau sem
stungulyf, nema fyrir lömb til að
fyrirbyggja stíuskjögur.
Bændur mega gefa lyf sem
gefin eru til að draga úr hættu á
steinefnaskorti. Hér má nefna t.d.
Tonophosfan en það eins og önnur
lyf í þessum flokki, lyfseðilsskylt.
Hið sama gildir um kalkupplausn
sem gefin er við doða og magn-
esíumupplausn sem stundum er
gefin með kalkupplausn vegna
doða. Rétt eins og áður mega
bændur ekki gefa lyf til að sam-
stilla gangmál sauðfjár.
En hvað gerist hjá þeim
bændum sem búa á svæðum þar
sem dýralæknaþjónusta er ekki
með þeim hætti að dýralæknir geti
komið tafarlítið til bónda, en hér
má hugsa sér að býlið sé afskekkt
eða að dýralæknir sé ekki á
svæðinu. Halldór sagði að þar sem
aðstæður væru þannig að ekki væri
hægt að veita þjónustu gætu
bændur í sumum tilvikum fengið
undanþágu frá 17. grein um fúkka-
iyf-
Er talið að þessar breytingar
auki á kostnað bóndans? Halldór
sagði að það hefði ekki verið
kannað sérstaklega en ljóst að í
sumum tilvikum væri kostnaður
óverulegur þegar til lengri tíma
væri litið - en gæti verið það í
upphafi. En ætti síðan að reiknast
sem góð fjárfesting, sem skilaði
sér í betra heilsufari gripanna. „Til
lengri tíma litið er þetta nauðsyn-
leg breyting. Reynsla margra
bænda í þeim héruðum þar sem
rekin hefur verið aðhaldsöm lyfj-
apólítik að undanförnu er jákvæð
og að til lengri tíma litið verði
spamaður og betra heilsufar hjá
dýrunum. Ef bændur ætla að halda
til streitu að íslenskar landbúnað-
arafurðir séu þær hreinustu í heimi
verða þeir að sætta sig við reglur
af þessu tagi. Öðru vísi er slag-
orðið ekki trúverðugt. Bændur á
hinum Norðurlöndunum hafa mátt
lifa við enn strangari reglur en
þetta um áratugaskeið og þykir
ekkert sjálfsagðara þar en að hafa
lyfjapólitfkina aðhaldssama,"
sagði yfirdýralæknir.
Nokkuð hefur verið rætt um „Reglugerð um
heimildir dvralækna til að ávísa lvfjum“ en hér er
á ferð lvfjareglugerð sett af heilbrigðis- og trvgg-
ingamálaráðunevtinu. Reglugerðina er að finna á
heimsíðu Bændasamtakanna (www.bondi.isk Þar
er einnig grein um reglugerðina eftir Halldór
Runólfsson yfirdvralækni. en greinin birtist í
Bændablaðinu í haust. Bændur eru hvattir til að
kvnna sér efni greinar Halldórs. Þess má geta að
áður en umrædd reglugerð var sett. gilti reglu-
gerð nr. 421/1988 um gerð lvfseðla og ávísun
lvfja, afgreiðslu þeirra og merkingu.
Reglugerð um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum
DýrahBhnar hiiii ehki frumkvæði
að samningu reglugerðarinnai’
Reglugerðin um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum
var samin af nefnd á vegum Heilbrigðis- og tryggin-
gamálaráðuneytisins, af frumkvæði þess ráðuneytis og
Lyfjanefndar og Lyfjaeftirlits. I nefndinni sátu fyrst og
fremst lyfjafræðingar, enginn dýralæknir en lögfræðing-
ur var formaður. Hlutve nefndarinnar var m.a. að end-
urskoða reglugerð nr. 421/1988 um gerð lyfseðla og
ávísun lyija, afgreiðslu þeirra og merkingu. Sú reglu-
gerð fjallaði um öll lyf og þar á meðal eldri ákvæði sem
giltu um ávísun og afhendingu dýralylja. „Nefndin
ákvað að skipta þessari reglugerð upp í margar smærri
gerðir og þannig fæddist þessi reglugerð um dýralyfin
sérstaklega. Dýralæknar höfðu sem sagt ekkert
frumkvæði að samningu reglugerðarinnar," sagði
Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um reglugerðina.
Halldór sagði í samtali við blaðið að drög að reglu-
gerðinni hefðu verið yfirfarin af bæði yfirdýralækni-
sembættinu og stjóm Dýralæknafélagsins í samráði við
formann nefndarinnar. „Faglega séð em dýralæknar
samþykkir reglugerðinni og þeim faglegu markmiðum
sem henni er ætlað að ná, m.a. bættri umgengni um öll
lyf, en hvað varðar sýklalyfin á fyrst og fremst að beijast
á móti auknu sýklalyljaónæmi. Þetta er í samræmi við
það sem er að gerast í okkar helstu viðmiðunar- og
viðskiptalöndum og því annað óhugsandi fyrir íslenskan
landbúnað, en að aðlaga sig að því sem þar er að gerast
til að viðhalda góðri ímynd um hreinleika afurðanna.“
,jí ,í .ák <£ *. «t> *. *.«*. x & #t *►*£ * áf 'ti