Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 9
r
Þriðjudagur 31. október 2000
BÆNDABLAÐIÐ
9
Upplysingasíöur á heima-
siðn Bændasamtakanna
Nýlega var haflst handa um að
endurskoða og endurbæta
upplýsingasíður einstakra fag-
sviða og búgreina á heimasíðu
(vef) Bændasamtakanna,
www.bondi.is.
A vefsíðu Bændasamtakanna
er að finna gríðarlega mikið af efni
af ýmsum toga, ekki síst í
Handbókinni, sem geymir nánast
allt innlend fagefni um landbúnað
sem gefið hefur verið út fram til
ársins 1997. Markmiðið með
endurskoðuninni á vefsíðunni er
að bæta og auðvelda aðgengi not-
endanna að upplýsinga- og
fræðsluefni. En einnig og ekki
síður að auka fjölbreytni í miðlun
nýrra upplýsinga til ört stækkandi
hóps notenda, - fyrst og fremst
bænda svo og annara áhugamanna
um landbúnað, sem hefur aðgengi
að og hagnýtir sér veraldarvefmn
til upplýsingaöflunar.
Eftirfarandi upplýsingasíður er
ráðgert að setja upp;
* Nautgriparæktarvefur
* Sauðfjárræktarvefur
* Hrossaræktarvefur
* Vefur Byggingaþjónustu BI
* Hlunnindavefur
* Síða um lífrænanbúskap
* Jarðyrkjuvefur (jarðrækt,
plönturækt, komrækt)
* Búrstjómarvefur (Hagfræði)
* Garðyrkjuvefur
Nokkrar af síðunum em í
vinnslu og búið að opna aðgegni
að þeim á vefnum en aðrar verða
opnaðar innan tíðar. Uppbygg-
ingu á virkum upplýsinga- og
fræðslusíðum verður þó aldrei
lokið að fullu. Mikilvægt er að
miðlun í gegnum heimasíðuna sé
viðvarandi og lifandi.
Nautgriparæktarvefurinn var
formlega opnaður á sýningunni
„Kýr 2000“. Til að mynda birtast
þar nú mánaðarlega helstu
niðurstöður úr skýrsluhaldi naut-
griparæktarinnar, s. s. um
Skýrsluhald búfjárræktarinnar
geymir gríðarlega mikið af
verðmætum upplýsingum sem þarf
að gera bændum og ráðunautum
eins aðgengilegt og kostur er. I
þessum efnum munum við taka
markviss skref á næstunni, - studd
þeim öru tækniframförum sem
gagnaflutningur tölvutækninnar
opnar.
Um svipað leyti og þetta eintak
Bændablaðsins berst til lesenda
verður opnaður aðgangur að
tveimur nýjum síðum á vef
B ændasamtakanna
www.bondi.is. Það eni síður
„Byggingaþjónustu BÍ“ og
„Hlunnindasíða“. Þær eru þó ekki
komnar í endanlegt form en bætt
verður við efni jafnt og þétt.
Við teljum það vera eitt af
mikilvægustu hlutverkum ráðgjaf-
arþjónustu Bændasamtakanna að
miðla og viðhalda með virkum
hætti upplýsingum og fræðslu á
vefsíðunni um sem flesta þætti
landbúnaðar, ekki síst í ljósi þess
að sífellt fleiri bændur hagnýta sér
tölvur og þá gríðarlega fjölbreyttu
möguleika sem veraldarvefurinn
gefur til þess að leita og afla
upplýsinga og þekkingar.
Sala á kindakjöti hefur verið
mjög góð upp á síðkastið og ef
skoðaðar eru sölutölur fyrir
ágúst mánuð í ár samanborið við
ágúst í fyrra þá er um 18,2 %
söluaukningu að ræða. Ef
skoðaðar eru sölutölur á þriggja
mánaða tímabili (júní, júlí og
ágúst) þá hefur orðið 15,5%
söluaukning miðað við sama
tímabil á árinu 1999. Á
ársgrundvelli gerir þetta 5,5%
aukningu miðað við sama tíma-
bil árið á undan.
Svo virðist sem fólk sé farið að
gera enn meiri kröfur til hreinleika
og gæða matvæla og þar stendur
kindakjötsframleiðsla vel að vígi
þar sem um mjög hreina og holla
afurð er að ræða. Því er líka að
þakka að sumarið var mjög gott og
„grillmenning“ í miklum blóma
auk þess sem ferðamannastraumur
til landsins jókst.
Það er trú mín að neysla á kind-
akjöti sé að ná ákveðnu jafnvægi.
Bændur eru stöðugt að rækta betra
fé að kröfum markaðarins og svo er
heilmikil þróunarvinna í gangi hjá
afurðarstöðvum og kjötvinnslum
með það að leiðarljósi að bjóða upp
á fjölbreyttari og betri afurðir unnar
úr kindakjöti. Einnig er í gangi
samstarf á milli Landssamtaka
sauðfjárbænda og MATRA um
þróunarvinnu á afurðum unnum úr
kindakjöti. Allt þetta stuðlar að
fjölbreytkiri og betri afurðum sem
svo leiðir til meiri sölu.
Aðalfundur LS. sendi frá sér
.v
ályktun þess efnis að kannaðir
yrðu möguleikar bænda til þess að
selja afurðir sínar heima á sínum
lögbýlum. Framkvæmdastjóri LS
hafði samband við Hollustuvemd
ríkisins og lagði þessa fyrirspum
fyrir þá. Þau svör sem fengust er
að ekki er stórmál að fá að selja
fuliunnar afurðir heima á bæ ef
þær em teknar þannig frá kjöt-
vinnslu eða afurðastöð. Sækja
þarf um leyfi hjá heilbrigðisnefnd
á hverju svæði fyrir sig. Aftur á
móti ef vinna á vömna heima á bæ
er ferillinn aðeins flóknari og fyrir
þá sem vilja kynna sér það betur er
þeim bent á lög nr. 93/1995 um
matvæli, reglugerð nr. 522/1994
og reglugerð nr. 319/1995. Þessi
lög og reglugerðir er hægt að
nálgast á vef HVR, www.holl-
ver.is.
Özur Lárusson fram-
kvœmdastjóri Landssamtaka
sauðfjárbœnda.
Skágrindur
Vélaval -
Varmahlfð HF
Sími: 453 8888 Fax: 453 8828
OMC-heyskerar á ennþá
hagstæðara verði.
ORKUTÆKNI V
Ov Sími587-6065
Til sölu
Notaðar
dráttarvélar
Verð kr.
Zetor 7341
4x4, 80 hö, árgerð 1997
Alö 640 ámoksturstæki
Vinnustundir 1.210
Verð kr.
Zetor 7340
4x4, 80 hö, árgerð 1995
Alö 620 ámoksturstæki
Vinnustundir 2110
Verð kr.
------2.390.000-
án vsk.
Case CX90
4x4, 90 hö, árgerð 1999
Stoll F10 ámoksturstæki
Vinnustundir 580
Verð kr.
New Holland
7740SLE
4x4, 95 hö, árgerð 1997
Alö 640 ámoksturstæki
Vinnustundir 2.720
Verð kr.
Ford 4610
2x4, 62 hö, árgerð 1987
Trima 1220 ámoksturstæki
Vinnustundir 2.290
-\
VÉLAVERf
Lágmúli 7 • Reykjavík
Sími: 588 2600
Akureyri
Sími: 461 4007
www.velaver.is
1 Smáauglýsinga síminn er 563 030( ) ^ ^3
Sturtu-
vagnar og
stálgrinda-
hús frá
WECKMAN
Sturtuvagnar og flatvagnar
á hausttilboði
Einnig þak
og veggstál
Stálgrindahús.
Margar geröir,
hagstætt
verð.
H. Hauksson ehf.
Suöurlandsbraut 48
Sími: 588-1130. Fax. 588-1131.
Heimasími: 567-1880