Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 31. október 2000 Afkvæmarannsúknir vegna sauogársæflingaslöfivanna Vegna þeirra feikilega miklu áhrifa sem sæðingastarfsemin í sauðfjárrækt hefur á ræktun- arárangur verður að leita allra leiða til að tryggja eins gott val hrúta á stöðvarnar og kostur er. Eftir viðræður við yfirvöld sauðfjárveikivarna í landinu fékkst leyfí til að fara nýjar leiðir í vali á hrútum fyrir stöðvarnar haustið 1999. Leyfi fékkst til að á nokkrum svæðum sem talin eru tiltölulega „hrein“ með tilliti til sjúkdóma mætti einangra hrúta heima í héraði og taka inná stöðvarnar að hausti. Þetta skapaði möguleika til að gera afkvæmarannsóknir á þes- sum hrútum í heimahéraði, flytja síðan á stöð toppana sem sýndu sig að eiga þangað erindi, en hinir hrútarnir færu um haustið úr einagrunarhólfí aftur á heimabú. A þessum grundvelli voru slíkar prófanir fyrri sæðing- arstöðvamar skipulagðar á nokkr- um stöðum á landinu núna þetta haust. Hér á eftir verður í örstuttu máli sagt frá þessum prófunum, en nánari upplýsingar um þær munu koma í hrútaskrá stöðvanna. Fyrsta prófunin í haust var í Holti í Þistilfirði. Þar voru í prófun fimm valdir hrútar víða úr sýslunni, auk þriggja veturgamalla heimahrúta. Vænleiki dilka í Holti í haust var um meðallag, en greini- legt var að miklir þurrkar í sumar höfðu haft áhrif á vöxt lambanna. Vaxtarlag margra lambanna þarna var hins vegar eins og ætíð í Holti framúrskarandi gott. Mikill munur kom fram á afkvæmum hrútanna sem voru í prófuninni og þegar niðurstöður lágu fyrir var metið að tveir hrútanna ættu erindi á sæðingastöð, þeir Hagi 98-857 frá Hagalandi, sem þar hét Freyr áður og Túli 98-858 úr Leirhöfn. Næst lá leiðini norður í Arneshrepp, en þar hafði verið sett upp prófun á báðum búum á Mel- um. Fengnir höfðu verið að til prófunar fjórir úrvalshrútar, en auk þess voru heimahrútar á báðum búum í prófuninni, en á báðum búum á Melum hefur verið mikið hrútaval hin síðari ár. Þarna voru þvf í prófun nokkuð á annan tug hrúta. Féð þama var í haust líkt og undanfarin ár föngulegt og gat þar að líta margt úvalslambið. Þegar niðurstöður prófunar lágu fyrir voru teknir þrír hrútar til notkunar á sæðingastöðvunum. Voru það Stúfur 97-854, sem er frá Bass- astöðum í Kaldrananeshreppi, Hnokki 97-855 og Hörvi 99-856, sem báðir eru fæddir á Melum 1. Veturgamlir hrútar á Stóra- Armóti höfðu verið hafðir í ein- angrunarhólfi, en þegar afkvæmi þeirra höfðu verið skoðun var metið að enginn þeirra ætti erindi á sæðmgastöð. A Teigi í Fljótshlíð voru fimm heimahrútar í prófun. Þar var feiki- lega glæsilegur hópur lamba undan þessum hrútum, en þegar niðurstöður höfðu verið metnar þá virtist enginn af þessum hrútum sameina á þann hátt kosti með til- liti til allra eiginleika að hann ætti augljóst erindi á sæðingastöð. Veturgömlu hrútamir á fjárræktarbúinu á Hesti, vom tiltækir í einagrunarhólfi, enda eins og ætíð í skipulegri afkvæma- prófun. Þetta bú hefur eins og allir þekkja verið meginuppspretta hrúta fyrir stöðvarnar um langt árabil. Þama voru að þessu sinni í prófun 11 hrútar. Lömbin á Hesti vom í haust með alvænsta móti. Þegar niðurstöður afkvæmar- annsókan lágu fyrir kom hins veg- ar í ljós að nú gerðist það sem aldr- ei áður hefur gerst í meira en fjögurra áratuga sögu afkvæmar- annsóknanna á Hesti að enginn hrútur kom þama fram sem skaraði áberandi framúr hinum. I ljósi þeirrar niðurstöðu var tekin ákvörðun um að ekki væri ástæða til að flytja neinn af þessum hrútum á sæðingastöð.. Á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi voru í afkvæmaprófun fimm hrútar, bæði hymtir og kollóttir. Þar var eins og alltaf mikið af mjög vel gerðum lömbum. Þar bar nokkuð af Styrmir 98-852, sem er fæddur í Tröðum í Staðarsveit og er kollóttur og var hann fluttur á stöð í ljósi þeirra yfirburða sem afkvæmi hans sýndu. Síðasti hópurinn sem kom til mats í haust var í Háholti í Gnúpverjahreppi, en þangað höfðu komið til notkunar þrír úrvalshrútar úr héraði auk fjögurra heimahrúta. Þar vora feikilega vel gerð lömb og skýr munur sem kom fram á afkvæmahópum. Þaðan voru teknir inná stöð tveir hrútar, Sjóður 97-846, sem er frá Efri- Gegnishólum og Bessi 99-851, sem er heimaalinn í Háholti. Það er sannfæring okkar sem að þessum afkvæmarannsóknum höfum unnið að á þennan hátt eigi okkur að vera mögulegt að skerpa og bæta enn val stöðvarhrútanna. Reynsla komandi ára verður að vísu hinn endanlegi dómur þar um. Myndin var tekin þegar fram fór mat á lömbum í afkvæmar- annsókninni í Háholti. /JVJ/ Ferðavefurinn -Ný hugbúnaðarlausn á markafi fyrir íslenska ferfiaþjónusluafiila íslensk upplýsingatækni ehf. í Borgarnesi hefur sett á markað nýja veflausn með markmið ferðaþjónustuaðila í huga. Undanfarin ár hafa þeir í auknum mæli nýtt sér Netið til kynningar og markaðssetn- ingar á þjónustu sinni. Einkum hafa það þó verið stærri fyr- irtæki fremur en þau smærri, sökum kostnaðar við hefðbundnar heimasíður, sem haft hafa bolmagn til fjárfest- inga á sviði vefsíðugerðar. Með hinum nýja Ferðavef íslenskrar upplýsingatækni er komin á markað vellausn sem sérstaklega er sniðin að kröfum og þörfum ferðaþjónustunnar. Vefurinn er allur gagnvirkur og sér eig- andi hans eða umsjónarmaður sjálfur um að skrá upplýsingar á hann. Til þess þarf einungis lágmarks reynslu á tölvur, venjulegan vefskoðara og net- tengda tölvu. Hver eigandi fær úthlutað notendanafni og lykil- orði sem tryggir að aðrir hafi ekki aðgang að breytingu upplýsinga. Björn Garðarsson, markaðsstjóri Islenskrar upplýsingatækni segir að ástæða þess að farið var af stað með hönnun Ferðavefsins hafí verið sú að mikið hafí verið leitað til fyrirtækisins undan- farna mánuði um gerð kynn- ingarefnis fyrir ferðaþjónustuaðila. í flestum tilfellum hafi verið óskað eftir hefðbundnum „statískum“ vefsíðum enda hafa aðrar vef- lausnir ekki verið í boði fram að þessu. Með tímanum úreld- ast slíkar vefsíður og því hafí íslensk upplýsingatækni • ákveðið að þróa vef sem stöðugt er hægt að uppfæra. Hönnuð var gagnagrunnstengd veflausn þar sem eigandinn getur sjálfur uppfært efni eftir því sem þjónustan þróast, nýjar upplýsingar bætast við og umfangið breytist. Vppbygging vefsins Ferðavefurinn skiptist í forsíðu og fímm aðalflokka. Á forsíðu eru almennar upplýsingar um viðkomandi þjónustuaðila auk myndar og tengla á undirsíður. Aðalflokkarnir eru þjónusta, upplýsingar, fréttir, gestabók og myndasíða. Jafnframt eru á forsíðunni valhnappar fyrir notendur til að velja milli tungumála. Umsjónarmaður getur sett inn upplýsingar á fjórum tungumálum; íslensku, ensku, dönsku og þýsku. Eigandi eða umsjónarmaður getur sett myndir inn á vefínn jafn auðveldlega og texta og þannig er hægt að vera með mynda- albúm á vefsíðunni og skipta út myndum eftir árstíðum eða hvernig vindar blása hverju sinni. Þá er hægt að setja inn fréttir og tilkynningar á fréttasíðu vefsins og líkt og all- ir aðrir hlutar hans uppfærast upplýsingarnar um leið í gagnagrunninum og eru því ætíð nýjar og réttar. Hentar flestum Þar sem Ferðavefurinn er algjörlega ný lausn í möguleik- um fyrirtækja til markaðssetn- ingar hyggst ÍU fara af stað með kynningarherferð um vef- inn á næstu vikum. „Við mun- um leggja áherslu á að kynna þennan nýja vef ítarlega enda erum við komnir með ódýra og hagkvæma veflausn sem kynnt verður með slagorðunum „lif- andi vefir fyrir lifandi fyr- irtæki.“ Þessi vefur þjónar því öllum, hvort sem þeir reka hestaleigu, sundlaug, leigja sumarhús, reka minjagrip- asölu eða hvaðeina sem tengist þjónustu og verslun,“ sagði Björn Garðarsson. Þeir sem vilja kynna sér vefínn nánar geta litið á sýnishorn af honum á slóðinni: http://www.ferda.vefurinn.is ______________________________________________,r ..r______ rÉSMiniwMMm i'i» flraiss veisla han sem selahjöt er aöalrétturinn Þótt selkjöt og aðrar afurðir sels- ins, svo sem hreifar og spik, hafi um aldir verið eftirsótt til matar og þótt hið mesta lostæti, þá er nú svo komið að þeir eru æði margir sem alls ekki þekkja þetta gamla góðmeti. Á síöari áram hefur þó áhugi margra vaknað á því að bæta selkjötinu í það úrval sem hér er til af svo kallaðri villibráð. Þótt selkjöts og annarra selaafurða sé nú neytt í vaxandi mæli og stund- um fáist það keypt í verslunum, þá era þeir býsna margir sem mundu vilja prófa þennan mat en fá ekki beint tækifæri til þess. I því sambandi má þó benda á, að breiðfirski Eyjamaðurinn, Guðmundur Ragnarsson, frá Vest- urbúðum í Flatey, býður upp á sel- kjöt allt árið á veitingastað sínum Lauga - Ási í Reykjavík. I nokkur ár hefur Guðmundur Ragnarsson staðið fyrir „Sela- veislu“ sem notið hefur vaxandi vinsælda og er nú orðin árviss viðburður. Þetta er athyglivert framtak og sannað, að selkjöt er tilvalið hráefni í hinar bestu veisl- ur. Enn á ný er komið að hinni árlegu Selaveislu, því nú boðar Guðmundur Ragnarsson, til veisluhalds laugardaginn 11. nóvember nk. að Glaðheimum, Álalind 3 í Kópavogi (reiðhöll Gusts ). Mæting er kl. 20:00, en borðhald hefst kl. 21:00. Matseðill Grillað selkjöt Saltaður selur, soðinn Siginn fískur með selspiki og hangifloti Súrsaðir hreifar Glóðarsteikt lambalæri Reyktur lundi Hrár marineraður hvalur að hætti Japana Grillað hvalkjöt Hákarl Á eftir er boðið upp á kaffi og koníak/líkjör (innifalið í miðav- erði). Miðaverð er kr. 3.000 á mann. Miðana þarf að kaupa fyrirfram. Þeir verða seldir á veit- ingahúsinu Lauga - Ási, Laug- arásvegi 1, Reykjavík, laugardag- inn 4. nóvember á milli kl. 14:00 - 16:00 og fimmtudaginn 9. nóvem- berámillikl. 19:00 og 21:00. Takið með ykkur gesti og leyfið sem flestum að kynnast þes- sum frábæra mat. Þeir sem koma utan af landi geta pantað miða hjá Hallbimi Bergmann í síma 555-3461, í símboða 842-1648 eða í farsíma 855-4980. Arni Snœbjörnsson, hlunnindaráðunautur, BÍ Sjjórn Bl ræOir afréttarmál 09 álagningu fjallskila I kjölfar nýlegs úrskurðar um- boðsmanns Alþingis í deilumáli um álagningu Qallskíla í Dala- byggð fjallaði stjóm Bændasam- takanna um afréttarmál og álagn- ingu fjallskila. Stjómin ákvað að fela þeim Ólafi Dýrmundssyni ráðunaut og stjómarmönnunum Þórólfi Sveinssyni og Gunnari Sæmundssyni að kanna þau ákvæði laga sem um þetta fjalla. Ef ástæða þykir til er þeim einnig falið að undirbúa tiUögur til breyt- inga fyrir búnaðarþirig.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.