Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 31. október 2000 Geta hvannafræ orðið álitleg söluvara? Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri (LBH) hóf samstarf við Heilsujurtir ehf. síðastliðið sumar. Heilsujurtir ehf. vinna að framleiðslu og sölu jurtalyfja og heilsubótarefna úr íslenskum jurtum. Stofnendur þess eru Sigmundur Guðbjarnarson prófessor, ásamt nánustu sam- starfsmönnum sínum sem unnið hafa að verkefninu undanfarin ár og stofnunum sem hafa stutt verkelnið, þar á meðal Bændasamtök íslands. Niðurstöður rannsókna á líffræðilegri virkni efna úr hvönn hafa sýnt áhrif á krabbameinsfrumur, veirur, bakteríur og ónæmiskerfið. Einnig hafa niðurstöðurnar sýnt að virkni efna úr ís- lenskum lækningajurtum er meiri en efna sem unnin eru úr sambærilegum jurtum ræktuðum í suðlægari löndum. Megináhersla í samstarfi LBH við Heilsujurtir ehf. ligg- ur í því að safna upplýsingum um ræktun, söfnun og þurrkun hvannar. í sumar var því farið í heimsóknir til nokkurra bænda sem rækta hvönn og/eða hafa góðan að- gang að hvannarstóði á sinni landareign. Markmiðið í fram- tíðinni er að rækta hvönnina á Iífrænan og vottaðan hátt. Þannig verður hægt að sýna fram á það að hráefnið er fengið með þeim hætti að það skaði ekki náttúruna. Þetta er víða erlendis vandamál þar sem gengið er á villta náttúru svo að það jaðrar við útrýmingu ákveðinna tegunda. Greinilegt er að þar sem hvönnin hefur verið friðuð gegn ágangi búfjár vex hún vel og getur fjölgað sér ört. Hvönnina er einna helst að finna í rökum og frjósömum jarðvegi. Landbúnaðarháskólinn tók í sumar á móti um 600 kg af hvannarfræjum til þurrkunar í súgþurrkunarhlöðu skólans. Nokkuð vel gekk að þurrka þau og reyndist útkoman vera um 150 kg af þurrkuðu og hreinu hvannarfræi. Þeir bændur sem höfðu þurrk- aðstöðu, eins og fyrir æðardún, nýttu sér hana til að fullþurrka uppskeruna. Tínslan gekk nokkuð vel. Þegar fræsveipirnir voru farnir að gulna voru þeir klipptir eða skornir heilir af og settir í poka. Sveipunum var svo dreift til þurrkunar til að þeir mygli ekki, enda eiga þeir mjög auðvelt með að draga alian raka í sig. Þegar fræin eru farin að þorrna eru þau þreskt af og geymd í pokum á þurrum en svölum stað. Heilsujurtir munu síðan sjá um að fullvinna afurðir úr hvannarfræjunum. Þetta nýja verkefni lofar góðu og má segja að ef vel tekst til varðandi útvegun fjárfesta og markaðsöflun, geti hér verið um að ræða spennandi aukabúgrein. lÁsdís Helga Bjarnadóttir Hvanneyri. Samningaviðræður RARIK og Félags raforkubænda langt komnar: Reglur uni tengirgu raforku- bænda vlð herfl RARIK Ulbúnar Félag raforkubænda og Raf- magnsveitur ríkisins hafa samið um þær reglur sem gilda eiga um tengingu heimilisrafstöðva við dreifikerfi RARIK. Löggilding- arstofa hefur einnig gefið sitt samþykki fyrir reglunum. Olafur Eggertsson formaður Félags raforkubænda segir það töluverðan áfanga að þessari vinnu skuli vera lokið. „I dag eru engar tæknilegar hindranir fyrir því að tengjast raforkukerfi RARIK. Ég vonast bara til þess að menn stuðli að því að þetta geti átt sér stað og finni hentuga lausn til að skapa þessu rekstrargrundvöll." Um stofnkostnaðinn segir Ólafur að hver bóndi sem ákveður að virkja hjá sér verði sjálfur að bera kostnaðinn af því að tengja sig við dreifikerfið. „I sumum tilfell- um þarf reyndar ekki að leggja aukalínur ef línan frá RARIK ligg- ur stutt frá virkjuninni. En bóndinn ber kostnaðinn af að tengja rafstöð sína við línumar hjá RARIK. Þessi kostnaður getur verið mjög breyti- legur.“ Ólafur segir að það eina sem nú sé eftir að semja um sé verðið en lfldega taki það nokkum tíma. „Það er verið að semja ný rafork- ulög og við þurfum að fylgjast með þeirri vinnu og tryggja að okkar hagsmunir verði þar teknir til greina. Flutningsleiðir frá þessum litlu rafstöðvum em yfirleitt stuttar þannig að við myndum reyna að semja um að borga lægri fiutn- ingsgjöld, a.m.k. á meðan fram- leiðslan er eins lítil og hún verður til að byrja með. Ef það fengist í gegn myndi það greiða mikið fyrir þessu máli.“ Ólafur vill að lokum benda á að þeir sem vilji kanna möguleika á rafmagnsframleiðslu geti snúið sér til RARIK í sínu umdæmi og at- hugað hvaða kostir séu í stöðunni. En það eru fleiri hliðar á þes- sum rafmagnsmálum en þessar samningaviðræður raforkubænda og RARIK. Að sögn Helga Bjama- sonar skrifstofustjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu hefur ráðun- eytið haldið fund með Orkustofn- un, RARIK og lánastofnunum til að mynda farveg fyrir þá sem hafa áhuga á heimilsvirkjunum, þ.e. hvemig þeir eiga að gera hlutina, hvert menn eiga að snúa sér og hvaða kröfur eigi að gera til þess að menn geti veirð í stakk búnir til að ráðast í slíkar virkjanir. „Það hefur einnig verið rætt um hvort ríkið eigi að styðja þetta á einhvem hátt, t.d. með rannsóknir eða und- irbúning á málinu. Þá hefur komið fram að lánastofnanimar em fúsar til að lána fyrir þessum fram- kvæmdum." Helgi vonast til að fljótlega verði komnar einhveijar reglur sem geri það að verkum að menn geti hafist handa. „Það er áríðandi að tekið sé á þessu því við finnum að það er töluverð ásókn í þessar virkjanir. Það skiptir miklu máli að þetta sé vel undirbúið og þar getum við komið til hjálpar. Það má þó búast við að undirbúningur taki um 1 -2 ár ef hann á að takast vel.“ Endurskoðun búnafiarsamnings stendur nú yfir Búnaðarsamningur er gerður samkvæmt svokölluðum bún- aðarlögum sem samþykkt voru á Alþingi fyrir nokkrum árum. Þessi lög komu í stað jarð- ræktarlaga og búfjárræktar- laga. Lögin kveða á um með hvaða hætti ríkið styðji við fag- legt starf í landbúnaði, leiðbcin- ingaþjónustu og búfjárræktar- starf. Samkvæmt lögunum er fjármunum veitt til jarðabóta- styrkja á lögbýlum og ákveðið hve mikið er lagt í fram- ieiðnisjóð landbúnaðarins. Fyrsti samningurinn sam- kvæmt þessum lögum var gerður í ársbyrjun 1999 og gildir hann til fimm ára eða til ársins 2003. í samræmi við lögin er ákvæði þess efnis að hann skal endurskoðaður á tveggja ára fresti og um leið framlengdur í tvö ár. Hvað varðar fjárveitingar til þeirra verkefna sem nefnd voru hér að framan þá eiga menn aldrei að sjá skemur fram í tímann en sem nemur þrem- ur árum. Endurskoðun á samningum hófst í haust og vonir standa til að verkinu ljúki í nóvember. Þegar þetta er ritað er verið að ákveða fjárframlög til verkefna árin 2004 og 2005. I nýtt hús á aldarfjórðungsafmœli! Vélar og þjónusta fögnuðu aldarfjórðungsafmæli fyrir skömmu með mikilli veisiu í nýju og glæsilegu húsi að Krókhálsi í Reykjavík. Vélar og þjónusta hafa unnið markvisst að því að bæta þjónustu sína gagnvart bændum sem eru rúmlega helmingur viðskiptavina fyrirtæksins. Nýlega keypti fyrirtækið Pakkhús Þríhyrnings á Hellu, og á Selfossi er hafin sala á áburði, fóðri og annarri rekstrarvöru. Fyrirtækið hefur keypt Viðgerðarþjónustuna á Akureyri og nú bjóða Vélar og þjónusta alútboð í fjósbyggingar. Eins og kunnugt er þá eru Vélar og þjónusta m.a. með umboð fyrir Case en þarna má sjá eina slíka vél en fyrir framan standa bræðurnir Gunnar Bjarnason og Stefán B. Bjarnason. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.519 eintök i dreifingu hjá íslandspósti um miðjan júlí. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Argangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 - Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) - Beinn sími ritstjóra: 563 0375 - Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason - Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 - Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. - Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. - Netfang: bbl@bondi.is - Umbrot: Þrentsnið - Prentun: ísafoldarprentsmiðja - Nr. 122-ISSN 1025-5621 Rætt um geitur í Bændahöllinni Geitfjárræktarfélag íslands heldur aðalfund sinn föstudag 10. nóvember n. k. í bókasafni Bændasamtaka íslands í Bændahöllinni kl 14:00 . Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður gefið yfirlit um geitfjár- ræktina í landinu og Jóhanna B. Þorvaldsdóttir á Háafelli í Hvítársíðu segja frá þingi norrænna geitfjárbænda sem haldið var að Flám á Aurlandi í Noregi dagana 1.-3. september s. I. Einnig mun hún greina frá kynnisferð sem hún fór á nokkur geitabú en í Noregi er töluverð gróska í geitfjár- ræktinni og framleiddir eru ostar og fleiri afurðir. Formaður Geitfjárræktarfélags íslands er Hinrik Guðmundsson á Bóli í Biskupstungum. Dæmigerður bóndi Grunnskóli í höfuðborginni fékk bónda i heimsókn nýlega en áður voru bömin beðin um að lýsa dæmigerðum bónda. Meðal þess sem einkennir bónda að mati krakkanna eru að hann sé ósnyrtilegur (þó að hann sé finn þegar hann bregði sér af bæ), sterkur, með bumbu, óskýr í tali, broddaklipptur og noti munn- eða neftóbak. Klæðaburðurinn einkennist svo af bættum fötum eða vinnufötum, axlaböndum og stígvélum. Og konumar eru með skuplu, svuntu og hanska. Trúlega haf bömin orðið hissa þegar bóndinn lét svo sjá sig... Fréttavefur um hestamennsku Alls staðar er vefurinn að ryðja sér til rúms og nú er búið að koma upp fréttavef fyrir hrossaræktina og hestamennsk- una. Á þessum vef eru fróttir um allt sem mögulega getur tengst hestum en þessi vefur fór af stað fyrr í þessum mánuði. Hér er að finna fréttir af því sem er að gerast í hestamennskunni, menn sem eru með hestavörur geta kynnt vörur sínar og þjónustu, samkomur eru þarna auglýstar og margt fleira er í boöi. Hægt er að skoða þennan vef á slóðinni www.xnet.is. Aðstandendur fréttavefsins viija hvetja þá sem hafa frá einhverju að segja að senda þeim töluvpóst á 847@xnet.is. Það eru að koma gestir! Ferðamálabraut Hólaskóla og Ferðaþjónusta bænda standa að námskeiði fyrir ferðaþjónustu- bændur fimmtudaginn 16. nóvember nk. frá kl. 10-17:30. Á námskeiðinu, sem haldið verður í nýju húsnæði Ferðaþjónustu bænda að Síðumúla 13 i Reykjavík, verða ýmsir fyrir- lesarar sem fjalla um margvísleg málefni, m.a. um tölvuvæðingu, kaffi, matarmenningu og vin. Að námskeiðinu loknu verður mót- taka á vegum FB þar sem nýja húsnæðið verður formlega vígt og að síðustu verður sameig- inlegur kvöldverður á Grand Hótel. Hægt er að skrá sig á námskeiðið á skrifstofu Ferða- þjónustu bænda í síma 570-2700 eöa á tölvupósti, ifh@farmholidays.is. Námskeiðið er ókeypis.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.