Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 18
18
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 31. október 2000
varðveita óspillta tilvistarmögleika
mannkynsins á jörðinni til
frambúðar. Hluti af þessum tilvist-
armöguleikum lýtur að því að
mannkyninu líði vel, ekki bara að
það lifi, ef til vill í afmyndaðri,
eitraðri, spilltri og illa farinn
náttúru. Vellíðan manna er meðal
annars fólgin í því að samverur
þeirra á jörðinni dýrin og plönturn-
ar, lifi góðu lífi einnig. Það er ekki
bara hin almenna gleði mannsins
af dýrunum. fjölbreytni þeirra og
sérkennum og nánum samskiptum
við þau, sem hér skiptir máli, held-
ur líka sú staðreynd að hraustar og
glaðar skepnur gefa meira og betra
af sér en illa famar eða kvaldar
skepnur og eru auk þess mun betri
félagar.
Þess vega ríður mannkyninu
sem heild allmikið á því að einmitt
við Islendingar stöndum góðan
vörð um fjölbreytileikann í ís-
lensku húsdýrastofnunum, m.a.
mannkyninu til gleði. Slíkur fjöl-
breytileiki, sem hér er, er ekki til
víða annars staðar og því verða
heldur ekki nýjungar sóttar í erfða-
breidd fjölbreytileikans nema hér á
landi og ef til vill á einhveijum
stöðum í þriðja heiminum, sem
vegna matar- og menntunarskorts
kann ekki enn þá hugsun að varð-
veita handa framtíðinni. Það má
því segja að okkur beri nokkur
skylda til að varðveita erfðabreidd-
ina óskemmda. Náttúruna hverju
nafni sem við köllum hana er ekki
hægt að varðveita algjörlega
óbreytta vegna þeirrar þróunar sem
er fylgifiskur tímans, en við getum
reynt að halda upp á alla breiddina,
t.d. í litunum og gætt þess að ekk-
ert fari í glatkistu eilífðarinnar og
spornað á móti þeirri tilhneigingu
til einsleitni sem fylgir ræktun, án
þess að ástunda íhalds- og aftur-
haldssemi í ræktunarstefnu.
Millileiðin er oftast fær og hef-
ur oft reynst góð. Öll getum við
verið sammála um þá grundvallar-
heimspeki að fallegur kálfur er fal-
legri en ljótur kálfur. Svo getum
við haldið áfram að rífast um hvað
sé fallegt.
Páll Imsland
m ■ •
Græ8andi og mýkjandi spena- ogjúgurúði, sem verndar bæði spena
ogjúgur gegn óæskilegum áhrifum baktería, vatns, Ijóss og hita.
Einnig mjög gott vií ofþurrki.
Efnið getur notast sem spenadýfa.
Efnii hefur verii prófai á Hvanneyri, Hrafnargili Eyjafirii og víiar
um landil og hlaut frábærar viitökur á Bú 2000 í sumar.
Notkun: Notist óblandað og úðið á spena og júgur eftir mjaltir.
Ráðunautafundur 2001
Ráðunautafundur 2001 verður haldinn á Hótel
Sögu dagana 6. til 9. febrúar 2001.
Undirbúningsnefnd fundarins skipa að þessu sinni
Bjarni Guðmundsson frá LBH, Áslaug Helgadóttir og
Tryggvi Gunnarson frá Rala, Eygló Halla Sveinsdóttir
frá Hagsmunafélagi héraðsráðunauta og Gunnar
Guðmundsson frá Bændasamtökum íslands.
Dagskrá fundarins er í mótun. Þeir aðilar innan
landbúnaðarins og starfsmenn stofnanf hans sem vilja
koma á framfæri hugmyndum um efni eða leggja til
fagefni í dagskrána eru vinsamlega beðnir að snúa
sér til einshvers í undirbúningsnefndinni sem allra
fyrst og eigi síða en 5. nóvember.
Nefndin
Garðyrkjuskóli ríkisins:
Umhirða grænna
svæða i péffiyfi
Þohunni léfflr
6D hver er
Iraiiðin
Fimmtudaginn 9. nóvember frá kl.
10:00 til 17:00 verður haldið nám-
skeið sem ber heitið „Umhirða
grænna svæða í þéttbýli". Nám-
skeiðið verður í Þinghús Kaffi í
Hveragerði. Það er Garðyrkju-
skóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi og
Samtök umhverfis- og garðyrkju-
stjóra (SAMGUS), sem standa að
námskeiðinu, en það er haldið í
tengslum við haustfund
SAMGUS. Fjölmörg erindi verða
haldin, m..a um umhirðuáætlanir
sveitarfélaga, hirðingarstig svæða
í Mosfellsbæ, útboð á umhirðu-
verkum, eftirlit með gæðakröfum,
umhirðu á útivistarsvæði Garð-
yrkjuskólans og störf skrúðgarð-
yrkjufyrirtækja í um-
hirðuverkefnum hjá sveitarfélög-
um. Gert er ráð fyrir góðum tíma í
hópastarf, þar sem hver hópur
ræður fyrirfram ákveðið málefni
og síðan verða umræður um niður-
stöður hópanna. Hægt er að
nálgast dagskrá námskeiðsins á
heimasíðu skólans; www.reykir.is
MHH
í síðasta blaði birtust nokkrar
myndir úr Flóanum er sýndu kerl-
ingarvellu og huldukálfa. Að
sjálfsögðu voru þarna á feriðinni
trix og blekkingar. Kálfarnir eru
heimakálfar í Smjördölum og jafn
raunverulegir og hverjir aðrir fjör-
kálfar þó þeir liggi stundum úti í
vellunni. Hér birtast af þeim fleiri
myndir sem vonandi gleðja augu.
Kálfar þessir eru sérkennilegir á
litinn og vekja fyrir það nokkra at-
hygli. Þessi litur er reyndar orðinn
ansi sjaldgæfur og vel má hér taka
upp umræðu um kúalitina og
nauðsyn þess á tímum sæðinga og
framleiðnikrafna að við glötum
ekki litum úr þeim stofni.
Litaauðgi íslenskra húsdýra er
menningararfur sem fylgir þjóð-
inni, þjóðernisvitund og sögu. Af
vananum er þessi auðgi okkur ekki
jafn meðvituð og erlendum mönn-
um. Svokallaðir túristar, sem
leggja leið sína hingað, hafa gjam-
an á þvf orð, hversu fjölbreytilegir
litir séu á húsdýrum okkar og upp-
lifað hef ég það frá hendi Dana,
sem ekki trúði sínum eigin augum,
að hann spurði: Er það rétt að hér á
Iandi séu kýmar tígrisbröndóttar
(tigerstribede)?
Astæður þessarar litaauðgi em
eflaust ekki aðrar en þær að hingað
hafa verið fluttir á landnámsöld
húsdýrastofnar frá ýmsum ná-
grannalöndum okkar, ugglaust
mjög ólíkir að upplagi og án alls
efa óræktaðir í upprunalöndunum
a.m.k. samkvæmt þeim ströngu
úrvalsmarkmiðum sem hafa sett
svip sinn á húsdýraræktun síðustu
aldimar. Þar af leiðandi voru þess-
ir innflutningsstofnar ekki orðnir
eins einsleitir og einlitir og hús-
dýrastofnar í nágrannalöndum
okkar eru nú til dags. Hér hafa svo
þessir innfluttu stofnar runnið
saman í aldanna rás og orðið að
einum stofni sem býr yfir mikilli
erfðabreidd.
En litaauðgi þessi er annað og
meira en skemmtun ein fyrir
augað. Hún er nokkuð sem ekki
hefur verið mikið rætt hingað til en
ástæða er til að taka til umhugsun-
ar. Erfðabreidd í húsdýrastofnum
er nú að verða sjaldgæft fyrirbæri,
en hún er auður í menningarlegu
tilliti og jafnvel gæti hún orðið það
í hagrænu samhengi einnig. Erfða-
breiddin er líklegri til þess að geta
gefið ný afbrigði án svokallaðra
„erfðatæknilegra“ aðferða og
þannig gæti hún orðið uppspretta
nýrra tækifæra.
Þar að auki er erfðabreiddin
náttúmfarslegur auður á heims-
mælikvarða. Þetta vil ég útskýra
svo. Náttúru- og umhverfisvemd í
heiminum gengur út á það að
•ro . 2'
H I Tímasparnaður
sP.eno
vgjuguruoij