Bændablaðið - 17.09.2002, Qupperneq 7

Bændablaðið - 17.09.2002, Qupperneq 7
Þriðjudagur 17. september 2002 BÆNDABLAÐIÐ 7 Fyrir tíma stálgrinda og örmerkja II. hluti 1. Lömb skal gelda þriggja vikna, með minnkandi tungli, í góðu veðri. 2. Lömb skulu um stekk hlaupa og á fjall rekast. 3. A fráfærum er gott að gjöra lömbum keytubað. 4. Lömb skal reka í miðjan afrétt. 5. Undir því er komið fjárins hálfa líf að það verði ei óhreint. 6. Borgir og byrgi fyrir fé eru ómissandi. 7. Hey við byrgi og beitarhús er harla nauðsynlegt. 8. Leka á sauðfé er því mjög skaðlegur. 9. Of mikill hiti í fjárhúsum er fé hinn skaðlegasti. 10. Lömb skulu liggja úti með fénu meðan þau leggja ei af. 11. Fjárhey skal vera gott og grænt. 12. Freka skal gjöf við ær eftir því sem eldi gengur á þær. 13. Moldtað skal ei vera á fjárhúsum. 14. Lömbum skal gefa bæði gott og mikið framan af vetri. 15. Lömbum skal ei meira hey í senn gefa en þau éta vel upp. 16. Fjárhey skal mikið vel hrista. 17. Hyrnd Iömb, ef kláða fá, skal hornskella. 18. Ut úr húsum skyldi ei stinga fyrr en á vorin. 19. Lambgimbrar skyldu ei fá lömb. 20. UU skal af fé taka með vaxandi tungli. 21. Starhært fé hjálpar ei að klippa. 22. Horfé hjálpar ei að klippa. 23. Klipping er nauðsynleg til ullargæða. 24. Brundsauðir skyldu ei aðrir brúkast en sem verða að klippast. 25. Af fé skal taka þá kulda von er úti. 26. Hrútar skulu best fóðrast. 27. Fyrir yngri og eldri hrúta skal sauma strax með fyrsta vetrartungli. 28. Ei skal lambhrúta til fjár brúka. 29. Einum hrút skal ei ætla fleiri ær en 20. 30. Meðan fé þýðir úr bóli sínu er best að láta það liggja úti. 31. Hey skal ei fé gefa, þá það fyllir sig úti. 32. Brundtíð hefst milli jóla og áttadags með vaxandi tungli. 33. Fé skal snemma gefa og út láta; en þó í miklum hörkum ei lengi úti halda. 34. Gott að hleypa fé litla stund inn í miklum hörkum og láta því hlýna. 35. Am skal gefa með þá fram á líður, og helmingi meira á Einmánuði en Þorra. 36. Ærin á að vera brúnslétt á miðgóu en bjórhál á einmánuði. 37. Asauður skal úti liggja þá vor gott er þar sem hagi er bestur. 38. Best er að sitja að kvífé á sumrum. 39. Búverk skulu vera snemma búin kvöld og morgna. 40. Færikvíar, þörf eign fyrir búmann. Sú grein sem hér birtist er framhald samnefndrar greinar sem birtist í 13. tbl. Bændablaðsins. Innihald þessarar greinar, líkt og hinnar fyrri, eru reglur Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns í Dalasýslu 1754-1803, varðandi hirðingu sauðfjár, en þær birtust í riti sem hann sendi frá sér árið 1778. Eins og áður hefur komið fram voru reglurnar alls 60 talsins og voru tíu þeirra birtar í fyrri hluta þessarar greinar. Þó birtast ekki allar reglurnar hér þar sem í sumum tilvikum hefur sýslumaðurinn ekki treyst sér til að gefa þumalputtareglu um einstaka þætti sauðfjárhirðingar heldur vísar aðeins til kafla í riti sínu. Þekking stuðlan aö árangri Veiðar á minkum hafa verið stundaðar á Islandi síðan þeir sluppu fyrst úr haldi 1932, og verðlaunagreiðslur úr opinberum sjóðum hófust árið 1939. Þó hefur alltaf verið ljóst að veiðiátakið hef- ur aldrei verið nægjanlega mikið til þess að halda stofninum niðri, og hefur hann verið á öruggri uppleið sl. 50 ár. Veiðamar hafa aukist um 3-5% að meðaltali ár hvert og sé gengið út frá því að veiðiálagið sé nokkuð stöðugt þá endurspeglar veiðin stofnstærðina. Árið 1999 veiddust 70% minka með aðstoð hunda Skv. athugunum Veiðistjóra- embættisins á þeim minkaveiði- aðferðum sem tíðkuðust á íslandi árið 1999 kom í ljós að um 70% af veiddum minkum það árið voru veiddir með aðstoð hunda, en 30% í gildrur. Enn fremur að gildru- veiði var þónokkur á haustin þó fáir hafi stundað hana. Því má ætla að einfaldasta leiðin til að auka veiðiálagið sé sú að auka gildm- veiði á haustin og fá fleiri ein- staklinga til þess að stunda hana. T.d. er það kjörið fyrir veiðifélög að setja upp gildrur við ár og vötn á haustin og ná inn þannig "uppskem" sl. sumars. Skv. ofangreindri rannsókn og með forathugun á gildmveiðum í Skagafirði kom í Ijós að lítill árangur var af gildruveiði í maí- júlí en í byrjun ágúst tók veiðin við sér og í byrjun september náði hún hámarki. Síðan minnkaði hún þar til um miðjan október að hún var nær engin og veiðum því sjálfhætt. Þó þessar niðurstöður gefi góðar vísbendingar má benda á að veiðin er að sjálfsögðu líka háð tíðarfari. Hægt er að nota margvíslegt agn í gildmmar, s.s. silungsslóg, tálkn, fiskhausa, rækjur, harðsoðin hænuegg o.s.frv. Aðalatriðið er að agnið sé ferskt. Við notuðum loðnu og gafst hún mjög vel, enda lyktsterk með afbrigðum. Svo má einnig benda á að reynsla okkar sýnir að ekki er endilega nauð- synlegt að setja agn í gildrumar þar sem hvolpamir kíkja inn í allt fyrir forvitnissakir. Ummerki eftir minka Ummerki eftir minka á haustin er afar einfalt að greina, sérstak- lega þar sem er gott graslendi. Minkamir fara alltaf sömu slóð- imar, og em þær sem rennibrautir út frá greninu. Gildrumar em þá lagðar í næsta nágrenni og látnar falla sem best inn í umhverfið. Gott er t.d. að reyta gras yfir þær og hlaða að steinum. Einnig er gott að setja "leiðara" að opi þeirra, þ.e. raða grjóti/rekavið þannig að leiðin liggi að opi gildrunnar. Nokkrir aðilar á íslandi selja gildrur, m.a. Hlað og Sportvöm- gerðin. Svör við algengum spurningum Hér að neðan eru svör við nokkrum algengum spumingum um minkaveiði. 1. Allir þeir sem stunda veiðar á minkum skulu hafa veiðikort. 2. Enginn hefur "einkarétt" á minkaveiði, veiðar eru háðar leyfi landeiganda en em heimilar öllum veiðikorthöfum allt árið um kring. 3. Gildrur sem leyfilegt er að nota verða að hafa hlotið samþykki ráðgjafanefndar um villt dýr. Hægt er að sjá lista yfir leyfilegar gildrur á heimasíðu veiðistjóra, www.veidistjori.is. Einnig er þar listi yfir þá aðila sem selja gildrumar. Farið í "veiðar "og "refa-og minkaveiðar". 4. Verðlaun fyrir veiddan mink em 2.500- kr. Sveitarfélagið þar sem minkurinn er veiddur sér um að greiða út verðlaunin. Svar við gagnrýni í lokin vil ég aðeins koma fram vömum fyrir mig persónulega, sem og embættið, því í seinasta Bændablaði var eftirfarandi málsgrein um embætti veiðistjóra frá aðalfundi æðarbænda: „Margir æðarbændur gagnrýndu embætti veiðistjóra og töldu samskipti við hann stirð. Menn höfðu á orði að veiðistjóri væri upptekinn við rannsóknir og skýrslugerðir en aðstoðaði ekki sveitarstjómir og veiðimenn eins og þörf væri á.” Veiðistjóri hefur reynt að leiða hjá sér sögusagnir, rógburð og níð og ekki viljað fara niður á það plan, en lengi má manninn reyna svo ég vil svara þessu með nokkrum orðum. 1. Veiðistjóri vísar því alger- lega á bug að samskipti hans við æðarbændur eða aðra bændur séu sérstaklega stirð. Veiðistjóri hefur átt afar ánægjulegt samstarf við langflesta bændur sem leita til em- bættisins og reynt eftir fremsta megni að greiða götu þeirra. Það er hins vegar möguleiki að gremja nokkurra bænda yfir núverandi lögum og reglum og hlutverki em- bættisins innan stjórnsýslunnar beinist að ósekju á persónu veiði- stjóra. 2. Veiðistjóri stundar engar rannsóknir sjálfur. Hins vegar eru stundaðar rannsóknir sem eru studdar af veiðistjóraembættinu á einn eða annan hátt og mættu vera miklu meiri. Án yfirgripsmikillar þekkingar á þeim tegundum sem við reynum að halda í skefjum munum við alltaf hjakka í sama farinu og ná litlum sem engum árangri við halda stofnstærð þeirra niðri, sbr. minkaveiðar. 3. Veiðistjóri er alinn upp í æðarvarpi og æðarungauppeldi og stundaði rannsóknir á æðarfugli eftir líffræðinám. Hann hefur því trúlega meiri skilning á aðstöðu æðarbænda en margir aðrir innan stjórnsýslunnar. Ég vil í lokin þakka þeim veiðimönnum og bændum sem hafa aðstoðað embættið við að afla gagna um refa-og minkaveiðar á undanfömum fjórum árum og þannig lagt sitt af mörkum til þess að auka skilning okkar á þessum stofnum. Aki Armann Jónsson veiðistjóri Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru blaðsins. Mælt af munni fram Sá ágæti hagyrðingur Jón Ingvar Jónsson efaðist eitthvað um hagmælsku sína og sagði raunar í formála að þessum vísum að hún væri horfin, ef eitthvað getur horfið sem ekkert er, eins og hann komst að orði. Er gekk ég vestur Grandaveg af gömlum leiðum vana eina vísu orti ég. Ekki man ég hana. Gekk ég niður Gnoðavog gneypur mjög og þagði góða vísu gerði og gleymdi henni að bragði. Bestu bögurnar Hjálmar Freysteinsson sagði eftir að hafa séð þessar vísur: „Mér þykja þessar vísur Jóns Ingvars snjallar og ekki benda til að hagmælskan sé honum horfin." Svo kvað hann: Leikmenn jafnt og lærðir prestar mér löngum færðu sanninn heim, að alltaf eru bögur bestar ef búið er að gleyma þeim. Átu þær á einu bretti Það fór ekki hjá því að hagyrðingar færu af stað þegar fréttist af því að kindur hefðu komist inn í girðingu Skógræktarinnar í Esjuhlíðum og étið tréð sem Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra gróðursetti þar. Hjálmar Freysteinsson orti þegar hann heyrði fréttina: Átu þær á einu bretti í Esjuhlíðum rollumar, tré sem Guðni gróðursetti á Guðs vegum og Framsóknar. Vakna frændi Guðmundur Halldórsson á Mógilsá sem er góður hagyrðingur orti af sama tilefni: Vakna frændi og tak þig til hér tjóar engin leti. Askur Guðna er um það bil orðinn að rollukéti * Askur Guðna er tré sem ráðherra gróðursetti á Mógilsá. Minn tími mun koma Sjálfsagt man þjóðin enn hin fleygu orð Jóhönnu Sigurðardóttur al- þingismanns, „Minn tími mun koma," þegar henni mistókst að fella Jón Baldvin í formannskjöri Alþýðuflokksins á sínum tíma. Þá orti Skagfirðingurinn Sigurður Haf- stein: Auðnuvegur oft er mjór og ýmsum torvelt genginn. Tíminn kom og tíminn fór tímann höndlar enginn. Ekkert erindi Eitt sinn bjuggu bíllaus hjón í afdal í Skagafirði. Þau voru and- stæðingar í pólitík, konan kaus alltaf Framsóknarflokkinn en bóndinn Sjálfstæðisflokkinn. Einu sinni á kjördag var bíll sendur eftir hjónunum til að aka þeim á kjörstað. Húsfreyja kom til dyra og sagði bílstjórinn henni erindi sitt. Konan biður hann bíða smástund og fer inn en kemur svo prúðbúin út aftur með lykil í hendinni, læsir bænum og sest inn í bílinn. „En hvað með húsbóndann?" spurði bílstjórinn. „Hann á ekkert erindi á kjörstað," svaraði frúin. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson. Netfang: ss@bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.