Bændablaðið - 17.09.2002, Qupperneq 8

Bændablaðið - 17.09.2002, Qupperneq 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 17. september 2002 Evöpskir bændur úánægðir mefi Bœndur á meginlandi Evrópu hafa fengið sig afþvífullsadda að vera níddir niður íJjölmiðlum. Þeir vilja auka skilning almennings á gildi landbúnaðar og benda á ýmsar lausnir. ~r eir fara villur vegar sem halda að fjarlægir ásar séu skrýddir grænum /jgróðri, og ekki er það síður ranghugmynd að álíta að bændur erlendis hljóti betri meðferð fjölmiðla í heimalöndum sínum. Um alla Evrópu á landbúnaður í erfiðleikum með ímynd sína og tengsl við almenning. Það er einungis breytilegt frá einu landi til annars hversu alvarlegur vandinn er. I Hollandi eru aðstæður þannig að sögn Prófessor Cees van Woerkum að stór hluti almennings álítur landbúnað hið versta böl sem unnt er að Ieggja á landið og jarðveginn. Hins vegar sjá sumir, enn þann dag í dag, franska bændur sem tákn frelsisandans, eins konar hliðstæður teiknimyndahetjunnar Asterix (Astríks) sem bauð Rómverjum byrginn. Imynd bænda og landbúnaðar í öðrum Evrópulöndum liggur svo einatt einhvers staðar milli þessara öfga. Almenningsálitið myndar ekki fordóma; þeir verða smám saman til úr uppsöfnuðum skilaboðum sem fólkið drekkur í sig Til að telja fólki trú um að fjallað sé af hlutleysi um deilumál, stilla fjölmiðlar gjarnan upp einum bónda gegn einum herskáum mótmælanda, án þess að taka nokkurt tillit til þess hversu þungt þau rök vega sem hvor um sig hefur fram að færa. Fjölmiðlaheimurinn er ekkert Iamb að leika sér við, en engu að síður geta bændur sem heild ekki látið það viðgangast að fjölmiðlavanir, skipulagðir þrýstihópar með eitt mál á oddinum fái að vaða uppi að vild. jr að er að nokkru Ieyti afrakstur síbylju fjölmiðlunarinnar að hinn vestræni heimur verður æ einsleitari, svo að það sem viðgengst í einu landi, mun að A. öllum líkindum einnig skila árangri annars staðar. I aðalgrein okkar höfum við nefnt dæmi um aðgerðir bænda víða í Evrópu sem geta stuðlað að bættum samskiptum við almenning og komið málum landbúnaðarins á framfæri í fjölmiðlum með markvissari hætti. Það eru ekki til neinar auðveldar skyndilausnir á þeim vandamálum landbúnaðarins sem lúta að almannatengslum - og ódýrar eru þær vissulega ekki. En óhjákvæmilegt er að hlusta á þær raddir sem segja að það þurfi að verja meira fé til að bæta ímynd landbúnaðarins, og við verðum líka að fara eftir þeim. Viðhorf til landbúnaðar eru mikilvægur þáttur í þeirri arfleifð sem við skiljum eftir handa bændum framtíðarinnar. Vegna vaxandi gremju með ímynd sína í fjölmiðlum eru bændur um alla Evrópu nú að grípa til aðgerða. Hópar bænda í Frakklandi sækja námskeið um eftirfarandi efni: "Hvemig ræða skal landbúnað við órökvíst fólk sem ekkert veit um búskap". Bændur í Bretlandi vinna með héraðs- blöðum að útgáfu á áhugaverðum frásögnum úr mannlífi sveitanna og þýskir bændur horfa til bílaframleiðenda til að læra hvemig iðngrein stýrir tengslum við almenning. Það eru ekki margir bændur sem taka þátt í slíkum verkefnum, en mikið er í húfi. „Ef við ætlum að halda áfram að laða ungt fólk að þessari starfsgrein, viðhalda áhrifum meðal stjórnmálamanna og einfaldlega bera höfuðið hátt í okkar byggðarlagi, verðum við að rísa gegn neikvæðum, óraunsæjum viðhorfum til búskapar", segir Guy Smith, bóndi í Colchester og blaðamaður, sérhæfður í málefnum landbúnaðar. Tvíþætt áætlun. „Landbúnaðurinn þarf að þróa tvíþætta stefnu í almannatengslum," ráðleggur Gareth Edwards-Jones, prófessor í landbúnaði við háskólann í Bangor í Wales. „Fyrsti þáttur felst í því að hampa aðlaðandi ímynd sveitarinnar til að leggja áherslu á að búskapur sé enn heilnæm iðja." Prófessor Jones segir að auglýsingar með slíkum heildarsvip, birtar í blöðum, á skiltum og í sjónvarpi geti byggt upp viðhorf sem verða til þess að almenningur hugsar sig um áður en gleypt er við nýjasta hræðsluáróðrinum. „Fólk hugsar almennt ekki rökrétt, þegar komið er út fyrir eigið þekkingarsvið,” segir hann. „Og þegar óttinn við tilteknar aðstæður hefur stigmagnast, geta engin skynsamleg rök fengið fólk til að skipta um skoðun. Margir hafa einmitt verið gripnir slíkum ótta í tengslum við erfðabættar lífverur. Markvissar, heildstæðar auglýsingar geta hjálpað okkur til að koma í veg fyrir að sams konar viðhorf festi rætur á öðrum sviðum, en til að ná því marki verðum við að halda uppi kynningu um lengri tíma." „Annar þáttur, sem ekki skiptir minna máli, er að kippa stoðum undan gervi- vísindum og afbökunum sem þröngsýnir þrýstihópar halda til streitu," bætir hann við. „Ein leið til þess er að halda uppi samstarfi á sviði rannsókna. Ef báðir aðilar taka þátt í starfmu, getur hvorugur gagnrýnt niðurstöðuna". Hann vitnar í tilvik þar sem veiðiverðir gátu sannað að haukar rifu í sig mikið af ungum skógarfuglanna á eftirlitssvæði þeirra. „Það sem þarf til að ná árangri í almannatengslum er að koma fram sem brosmilt, opinskátt fólk sem ekkert hefur að fela," segir prófessorinn. Sem framkvæmda- stjóri búgarðsins við Bangor háskóla hyggst hann koma fyrir bæklingum um framleiðslu, afkomu o.s.frv. í vatnsþéttum geymslu- hólfum við göngustíga sem ætlaðir eru til almennrar umferðar. „Hvers vegna ætti göngufólk ekki að kynna sér akurinn sem það fer um? Þetta ber vott um opið hugarfar, og ég held að slíkt geti haft heilmikil áhrif í þá átt að auka góðvild vegfarenda." Listin að hneyksla Hans Kepplinger, prófessor í almannatengslum í Mainz í Þýskalandi, segir að hörmuleg áföll á borð við gin- og klaufaveiki hafi vakið mikla athygli meðal þeirra blaðamanna sem ávallt reyna að verða fyrstir með æsifréttir. „Það er um að velja mörg hundruð mál á hverjum tíma sem gætu orðið að æsifréttum í fjölmiðlum," segir hann. „f hverju og einu þeirra er fólgið sannleikskom, en til að ná að vaxa upp í meiriháttar Ijölmiðlahneyksli þarf sagan að fá að þróast án kröftugra andmæla og ýta undir viðhorf sem þegar eru útbreidd í fjölmiðlum og meðal þeirra sem mest áhrif hafa á skoðanamyndun." Þegar einhver sagan hefur náð að festa rætur, segir Hans Kepplinger, á "fómarlambið" ekki annars úrkosta en játa sekt sína, hvort sem það er nú með réttu eða röngu, og reyna að standa af sér storminn. Hneykslismálið í tengslum við olíu- borpallinn Brent Spar kemur upp í hugann í þessu samhengi. En getur þá svartigaldur sérfræðings í almannatengslum komið að gagni til að bægja frá slíkum hörmungum? Prófessor Kepplinger bendir á bflaiðnaðinn, sem á óbeinan þátt í tugþúsundum dauðsfalla ár hvert, en tekst samt að hindra að úr verði fjölmiðlahneyksli. „Allir sem aðild eiga að þessari mikil- vægu iðngrein vita að þeir verða sífellt og með ísmeygilegum hætti að höfða til löngunar fólks í óhóf og þægindi," segir hann. „Framlag allra aðila til almanna- tengsla kemur sér mjög vel fyrir bflaiðnaðinn í heild." í Iandbúnaðinum er þessu allt öðruvísi farið, og sérfræðingar í fjölmiðlun kvarta sáran undan því að samræmi skorti í þá ásýnd sem atvinnugreinin birtir almenningi. „í þýskum landbúnaði er lítill áhugi á tengslum við almenning," segir Hans- Heinrich Matthiesen, framkvæmdastóri útvarpsefnis í Hessicher Rundfunk í Frankfurt og forseti Alþjóðasamtaka blaðamanna er fjalla um landbúnað. Hann er þess fullviss að mun meira fjármagni og mannafla þurfi að verja til þess að koma á framfæri jákvæðri ímynd landbúnaðar. „Það eru fimm stór samtök sem tala máli þýskra Þessi skosku bændahjón eru glöð í bragði með verðlaunagrip sem þau fengu fyrir fallegan grip. En eflaust vilja þau eins og margir starfsbræðra þeirra á meginlandinu að fjölmiðlar fjalli af meiri þekkingu um landbúnað. Of oft er einblínt á það sem miður fer en ekki minnst á það sem vel er gert. bænda," segir Matthiesen. „Niðurstaðan er sú að samtökin ná fyrst og fremst til sinna eigin meðlima, en fjarlægjast stöðugt almenning." Roger Le Guen, prófessor í landbúnaði hefur svipað viðhorf varðandi aðstæður í Frakklandi. „í Iandbúnaði eru sterk innri tjáskipti, en ytri samskipti hins vegar veik. Innan greinarinnar er haldinn fjöldi funda, en samskiptin við almenning eru vanrækt. Til dæmis hafa korn- og mjólkurbændur náð miklum árangri í að tryggja að unnt sé að rekja uppruna korn- og mjólkurvöru, en þeir láta aðra um að koma á framfæri upplýsingum um þetta átak." I Angers geta bændur sótt margvíslegt nám í tjáskiptum, sem að nokkru leyti eru kostuð af héraðsstjórninni. Námskeiðið um hvemig ræða skuli búskap við þá sem fjalla um málið af rökleysu og vanþekkingu nýtur sérstakra vinsælda. „Konur bregðast oft betur við slíkri þjálfun en eiginmenn þeirra," segir prófessor Le Guen. „En æ fleiri karlmenn vilja gjama læra að koma ímynd sinni betur til skila til almennings." Markaðurinn Prófessor Le Guen segir að önnur áhrifarík aðferð til eflingar almannatengsla sé að gera þau að hluta af framleiðslu- vörunni. Samtök kjúklingabænda í Loue sem framleiða kjúklinga í lausagöngu í grennd við Le Mans, suðvestur af París, em stórkostlega árangursríkt dæmi um hvemig sameina má góð almannatengsl, hágæða- vöru og aukinn arð til framleiðanda. „Á áttunda áratugnum, þegar samtökin leituðu fyrst eftir fjárstuðningi framleiðenda til að greiða fyrir auglýsingar í sjónvarpi, höfðu menn uppi efasemdir," segir Alain Allinant, forseti samtakanna. „En nú erum við að uppskera árangurinn." Nú á dögum njóta Loue kjúklingar sömu viðurkenningar í Frakklandi og Coca Cola. Allt sem tengist þessum samtökum eitt þúsund framleiðenda, sem selja meira en 30 milljónir kjúklinga ár hvert, miðar að strangri fagmennsku í samskiptum við almenning. Til dæmis fékkst ekki staðfest að Alain Allinant væri talsmaður samtakanna í útvarpi, fyrr en að loknum raddprófunum. „Við fylgjumst með því sem skrifað er um okkur og krefjumst þegar í stað leið- réttinga ef um ranghermi er að ræða," segir hann. „Við hvetjum blaðamenn til að heimsækja kjúklingabú meðlima okkar, en gætum þess að aðeins sé fjallað um þá bændur sem standa sig vel." Samtök bændanna í Loue eyða meira fé í almannatengsl og auglýsingar en nokkrir aðrir kjúklingaframleiðendur; en þeir skila einnig mestri arðsemi á hvem fugl. Aðgerðir sem að gagni koma. David Hunter, sem býr í grennd við Elmstead Market í Essex, er bæði akuryrkjubóndi og þjálfaður fjölmiðlamaður. Sem formaður bændasamtaka í Tendring Hundreds hefur hann starfað með sýningardeild samtakanna, sem ekki er eingöngu skipuð bændum, við þróun snjallrar fjölmiðlaáætlunar sem hefur komið sýningum opinberlega á framfæri og vakið á þeim mikla athygli. David starfar með sjónvarps- og útvarpsstöðvum á svæðinu til að tryggja fyrirfram að fjallað verði um atburðina. „Dagblöðin á svæðinu hafa verið samstarfsfús og komið því á framfæri við okkur að þeir vilji gjama fá frásagnir þar sem mannlegi þátturinn sé í fyrirrúmi,” segir David. „Við látum þeim í té fáeinar sögur, einkum þegar sýning er í vændum. Við viljum að sýningamar okkar verði fjölmiðlavettvangur fyrir landbúnaðinn. Þess vegna skipar landbúnaður veglegan sess. Sýningin á þessu ári, sem áætlað er að halda 13 júlí, býður upp á pizzabóndabýli, sýningar á matvælavinnslu og smækkaða útgáfu af vörumarkaði til að sýna vegferð fæðunnar frá akrinum á diskinn." Stolt Guy Smith er einnig virkur meðlimur í Tendring bændasamtökunum. Hann kemur á framfæri þeirri raunsæju athugasemd að þar sem bændur eru aðeins örlítið brot af öllum íbúum Bretlands munu þeir aldrei ná að ræða persónulega við hvem og einn. Hversu erfiðir sem tímamir kunna að vera, telur Guy Smith æskilegt að að landbúnaðurinn verði sér úti um það fjármagn sem þarf til að borga fleiri sérfræðingum í almannatengslum fyrir að koma hagsmunum greinarinnar á framfæri á almennum vettvangi. „Þetta er skuld sem við verðum að gjalda sjálfum okkur og eftirkomendum okkar," segir hann að lokum. /Þýtt

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.