Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 17. september 2002 Miklar breytingar hafa átt sér stað í landbúnaði síðustu áratugi og sýnist sitt hverjum um hver framtíð hans muni verða. Til að kynna sér afstöðufólks á Ströndum rœddi Arnheiður Guðlaugsdóttir við nokkra bœndur á þessu svœði um viðhorf þeirra og möguleika á annarrar atvinnustarfsemi til sveita. Til ú nð árangri þarf áhnga segir Guðbrandur Svemsson á Bassastöðum i Kaldrananeshreppi „Svæðið hér um slóðir hefur upp á allt að bjóða til að hafa sauðfé og viðhorf mitt til sauðfjár- búskapar hér á Ströndum hefur lítið breyst á undanförnum árum,” sagði Guðbrandur Sverrisson bóndi á Bassastöðum í Kaidrananeshreppi. „Það er gríðarlega mikil ónýtt beit hér og hvergi ofbeit á þessu svæði." Guðbrandur telur að auknar tekjur í sauðfjár- búskap myndu laða ungt fólk að sveitastörfum. „Það mundi vafalaust hjálpa mikið, en fólk getur þó unnið hluta úr degi með sauðfjárbúskap. Ég held að það sé beinlínis nauðsynlegt fyrir fólk í sveitum að hafa samneyti við annað fólk, og nokkur vinna utan heimilis hentar því vel. Það er tilbreyting sem eykur víðsýni og gerir lífið á allan hátt léttbærara. Við erum ekkert síður bundin með 300 kindur en 600, þó stærra búi fylgi náttúrulega aukið álag. Ég held að félagslegi þátturinn verði erfíðastur í framtíðinni og bændur eru að eldast. Yngstu bændurnir hætta frekar því þeir geta fengið vinnu annars staðar sem þeir eldri eiga erfíðara með og þrauka því sem lengst í búskapnum. Ef íbúarnir, bæði í dreifbýli og þéttbýli, næðu að standa saman mundi það styrkja stöðu svæðisins í heild. Ég er á því að þegar að kreppir sé sterkara út á við að sýna samstöðu." Guðbrandur segir að ýmislegt sé hægt að gera í ferðaþjónustu á Ströndum. „Það er t.d. hægt að auka ferðamannastrauminn með afþreyingu að vetri til. Á páskum er mikil umferð hér á Drangajökul og óbyggðir Norður- Stranda. Það eru miklir möguleikar á að gera út á þessar ferðir, svo og ýmsar fjaliaferðir á jeppum á þeim tíma sem landið þolir það." Guðbrandur hefur unnið mikið utan heimilis, sinnt veiðum á ref og mink og verið við ullarmat á svæði Kaupfélags Steingrímsfjarðar. Þá hefur hann séð um snjómokstur frá Steingrímsfjarðarbotni til Drangsness og um Bjarnarfjörð. Það gefur augaleið að þegar svo mikið er unnið utan heimilis er nauðsynlegt að hafa góða hjálp heima, en búið á Bassastöðum telur 300 kindur. „Já, ég náði mér í mjög duglega konu sem var mikill búhnykkur, en sveitastörf byggjast á því að fólk hjálpist að," sagði Guðbrandur en kona hans er Lilja Jóhannsdóttir sem er uppalin á Bassastöðum og eiga þau sex börn. Þau tóku við búskapnum á Bassastöðum þegar faðir Lilju féll frá árið 1973 og hafa byggt þar upp öll hús af miklum myndarskap. Áður höfðu þau búið um tveggja ára skeið á Klúku í Miðdal þar sem foreldrar Guðbrandar bjuggu. „Það er eins með sauðfjárrækt og aðra vinnu, til þess að ná árangri þarf maður að hafa ótakmarkaðan áhuga," sagði Guðbrandur á Bassastöðum. LHsfylling að búa I sveít segir Ragner Pálmason á Kolisð II „Ég held að sauðfjárbúskapur á þessu svæði eigi mikla framtíð fyrir sér," sagði Ragnar Pálmason bóndi á Kollsá II í Bæjarhreppi. „Hér er gott landrými og aðstæður að flestu íeyti mjög góðar. Þá erum við í þessari sveit tiltölulega heppin að því leyti að hér hafa fáar jarðir farið í eyði á undanförnum árum svo það er búið með skepnur á næstum hverjum bæ." Ragnar segist þokkalega bjartsýnn á að búskapur haldist á þessu svæði í nánustu framtíð, en telur að ef tekjumar væru betri í sauðfjár- búskap myndi það laða fleira ungt fólk að sveitunum. „Já, ég held að það myndi líka auðvelda ábúendaskiptin. Síðan er það þessi neikvæða umræða sem spillir fyrir og hræðir fólk frá því að setjast að á landsbyggðinni." Ragnar og Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir kona hans keyptu Kollsá fyrir sjö árum og fluttu þá ásamt sonum sínum frá Reykjavík, þar sem þau höfðu búið um sex ára skeið. Ragnar var þó kunnugur í sveitinni þar sem hann er uppalinn að Laugarholti í Bæjarhreppi, en þar búa foreldrar hans. „Ég vildi ekki fyrir nokkrun mun skipta og það er ekki hægt að líkja því saman hvað lífið er innihaldsríkara í sveit en kaupstað. Mér finnst oft að fólk í þéttbýli viti ekki hvemig það eigi að eyða tímanum. Það er meiri lífsfylling í því að búa í sveit og umgangast dýr. Það er líka gott að ala upp böm í sveitum og það breytti miklu þegar skólinn á Borðeyri hóf aftur starfsemi síðastliðið haust. Að öðrum kosti hefði þurft að aka börnunum til Hvammstanga sem er mun lengri leið, eða rúmlega hálfrar klukkustundar akstur hvora leið." Ragnar og Ingibjörg búa með fjögur hundruð Qár en starfa þó bæði utan heimilis. Hann er lærður smiður og vinnur við smíðar og Ingibjörg Rósa starfar í Sparisjóðunum á Borðeyri. Hún er lærður sjúkraliði en þykir of langt að sækja vinnu til næstu þéttbýlisstaða sem em Hvammstangi eða Búðardalur. Ragnar gerir lítið úr því að það sé erfitt að þurfa að leggja svona mikið á sig til að ná endum saman. „Maður setur bara gegningamar inn í tólf tíma stundaskrána yfir daginn og þetta fer ágæt- lega saman." Ragnar telur að ýmislegt megi gera í sveitum til að auka tekjumar. „Ég held að það eigi að vera góðir möguleikar í ferðaþjónustu hér því umferð um Strandir er mikil og alltaf að aukast. Síðan er leiðin til Reykjavíkur alltaf að styttast og það ætti að vera hægt að skipuleggja hér sumarbústaða- hverfi eins og gert er á mörgum stöðum á landinu. Hér er mikil náttúmfegurð og haustin hér um slóðir eru sérstaklega góð, og þá er oft besta veðrið, það má segja að sumarið komi seint en standi lengi," sagði Ragnar Agla Ögmundsdóttir og Bjarni Eysteinsson á Bræðra- brekku Bændurnir á Bassastöðum, Lilja Jóhannsdóttir og Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum í Kaldrananeshreppi Fjölskyldan á Kollsá II. Frá vinstri: Jón Pálmar, Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, Auðunn Ingi og Ragnar Pálmason. Búskapurinn blundaði alltaí í múr segir Bjarni Eysteinsson bóndi ó Bræðrabrekku „Já, ég held ég myndi fara í búskap í dag ef ég væri ungur," sagði Bjarni Eysteinsson bóndi á Bræðrabrekku í Bitmfirði. „Ég hef alltaf haft afskaplega gaman af skepnum, og þá sérstaklega kindum, og ég er sennilega orðinn einn af fáum hér um slóðir sem er svo gamaldags að ég smala alltaf á hesti með hundinn með mér. Þá þykir mér ekkert starf skemmtilegra en heyskapur í góðri veðráttu." Bjami er þó ekki bjartsýnn á framtíð búskapar á þessu svæði. „Að mörgu leyti eru hér ágætis búskaparskilyrði, en það er ýmislegt annað sem vantar. Mér heyrist ungt fólk ekki hafa mikinn áhuga á að taka við bújörðum eins og staðan er í dag. Menn sætta sig ekki við það að hafa jafn lágar tekjur og búskapur gefur. Síðan eru skólamál í strjálbýli í ólestri. Það er ekki hægt að bjóða bömum upp á það að fara um langan veg í skólabflum. Eftir að fólki fækkaði í sveitum þá hefur allt félagslíf minnkað og ég held að þessi félagslega þjónusta fæli ungt fólk frá því að hefja búskap í dag. Svo er það annað að þegar fólk hefur menntað sig á einhverju sérsviði kemur það ekki aftur í sveitirnar því það eru miklu fjölbreyttari atvinnutækifæri í kaupstöðunum en úti á landi. Þjónustan á vegunum er þó orðin miklu betri en hún var, það er mokað nær því á hverjum degi yfir veturinn. Þegar ég var bflstjóri fyrir miðja síðustu öld þá mokuðum við bara sjálfir." Það hefur margt breyst í sveitunum síðan Bjarni hóf búskap fyrir Ijórum áratugum „Þá vom ungir menn að taka við á öllum jörðum hér í þessari sveit og allt annað viðhorf en er í dag. Þá vom miklar framkvæmdir, ræktun og eitt mesta framfaraskeið sem verið hefur í íslenskum Iandbúnaði. Þá var lflca meira félagslíf, starfandi ungmennafélög og fólk kom saman bæði til íþróttaiðkana og samfunda." Bjami segist ekki sjá það fyrir hvaða atvinnustarfsemi geti blómstrað á þessu svæði í nánustu framtíð. „Það er náttúrlega heitt vatn hér um slóðir sem mætti nýta bæði í ylrækt og jafnvel til heilsuræktar." Frá Bræðrabrekku er ægifagurt útsýni og sést vítt yfir austanverðan Húnaflóann. Bjami og kona hans Agla Ögmundsdóttir hafa byggt upp öll hús á búskaparámm sínum og þar hefur greinilega ekki verið kastað til höndum, enda glæsilegt heim að líta. Það má segja að Bjarni hafi búið sig vel undir ævistarfið því hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri þaðan sem hann útskrifaðist búfræðingur vorið 1947. „Það var lítið um skóla þá og mig langaði til að læra eitthvað." Bræðrabrekka er föðurleifð Bjama en hann keypti jörðina af móður sinni 1962 og hefur því stundað búskap í fjóra áratugi. Síðastliðinn vetur hafði Bjami 360 fjár á fóðrum, en synir hans tveir eiga hluta fjárins og hjálpa til við búskapinn yfir sumartímann. Bjami segist vera farinn að huga að búskaparlokum en kvíðir því þó ekki. „Ég er forfallinn íþróttaáhugamaður og ég myndi þá fylgjast meira með íþróttum og stunda sund, en annars kann ég ekkert nema að vinna," sagði þessi framsýni og dugmikli bóndi sem á ekki nema fjögur ár í áttrætt þó hvergi sjái þess merki.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.