Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið Þridjudagur 16. september 2003 Magnús Leópoldsson, framkvæmdastjóri Fasteignamiðstöðvarinnar, sem hefur sérhæft sig í sölu á bújörðum og öðru jarðnæði til sveita, segir aðspurður að töluvcrð hreyfing sé á sölu þeirra um þessar mundir. Hann segir að hvað verð snerti hafi verið hægur sígandi upp á við síðustu misserin. Aðspurður um hverjir það séu sem sækist eftir að kaupa jarðir segir hann það nokkuð misjafnt. „Ef um er að ræða jarðir með nánast alltaf kaupanda sem vill og framleiðslurétti finnur maður ætlar að búa á jörðinni. En í mjög mörgum tilfellum hafa menn ráð- stafað öllum framleiðslurétti áður en þeir tala við mig um sölu á jörð- inni. Þá eru það gjarnan þétt- býlisbúar sem vilja kaupa og eins fer það vaxandi að fólk í næsta þéttbýli við jörð vilji kaupa hana til að eiga þar heima en vinna áfram í þéttbýlinu. Vegir eru Hér eru hjónin á Neöra-Ósi, Högni Jónsson og Sunna Reyr Sigurjónsdóttir meö tvö af börnum sínum þau Guðbjörgu Ebbu og Jóhann Ólaf. Neðri-Qs í Bolungarvík Hlyrsta kúatú landsins orðnir góðir víðast hvar og flestir á ágætum bílum. Eins fer það vax- andi að fólk hætti búskap, selji framleiðsluréttinn en eigi áfram heima á bænum og fái sér vinnu í næsta þéttbýli. Hér áður fyrr flutti bændafólk nánast alltaf burt ef það hætti búskap en það er ekki lengur algild regla. Hestamenn sækjast eftir bújörðum og sömuleiðis skógræktarfólk. Loks vil ég nefna að Islendingar búsettir erlendis kaupa í vaxandi mæli jarðir í stað þess að festa íjármagn í húsnæði á höfúðborgarsvæðinu. Hins vegar sýnist mér það sjaldgæft að út- lendingar kaupi jarðir hér á Iandi," sagði Magnús. Hann segir að ef menn ætli að búa á jörðinni þá séu það land- gæðin sem skipta mestu máli. En annars er það nálægð við höfúð- borgarsvæðið eða annað þéttbýli sem skiptir miklu máli hvað varðar verð á jörðum og hversu auðvelt er að selja þær. Sömu- leiðis ef heitt vatn, kjarr, veiðivatn eða hlunnindi er að flnna á jörðinni þá standi þær ekki lengi við í sölu. Magnús segir að búið sé að kemba markaðinn mjög hvað varðar nálægð við höfúðborgar- svæðið. Því þurfi þeir sem vilja kaupa jarðir núorðið að fara austur fyrir fjall, upp í Borgarfjörð eða á Snæfellsnes eða þaðan af lengra. Nú er það svo að bændum er skylt að leggja til mannskap í leitir og smalamennsku á haustin. Magnús var spurður hvort eig- endur jarða sem ekki eru með bú- skap geri það. „Mér hefur sýnst það vera en svo er hægt að borga sig frá þessu og eflaust fara einhverjir þá leið. En án þess að ég ætli að nefna nein nöfn þá hygg ég að sjá megi marga þjóðþekkta menn í smala- mennsku á haustin," sagði Magnús. Hann segir að verð á jörðum sé að sjálfsögðu mjög misjafnt. En jörð án framleiðsluréttar, sæmi- lega hýst í nálægð við þéttbýli kosti varla undir 15 til 20 milljónum króna. Verðið lækkar eftir því sem jörðin er lengra ffá þéttbýli. Hólaskóll og Mennta- skólinn á Akureyri gera með sóp samkomulag Markmiö samkomulagsins er aö efla tengsl og spmstarf skólanna í víðum skilningi. Ahersla verður lögð á að efla skólahald á Norðurlandi með auknum tengslum menntastofnana á svæðinu. Lögð veröur rækt við sögu skólahalds á Norðurlandi með sér- stakri tilvísun til sameiginlegs arfs skólanna beggja. Verkefni næstu þriggja ára felast í að hafa samráð með undirbúning fyrir 900 ára afmæli skólahalds á Norðurlandi og skoða leiðir til eflingar menntunar. Skipulagðar veröa gagnkvæmar heimsóknir nemenda og starfs- manna með það markmið að miðla af styrkleikum beggja skóla. niýpvefurEyja- jjartarsveitar Eyjafjarðarsveit hefur opnað nýjan vef sveitarfélagsins. Vefurinn hefur að geyma ýmsar upplýsingar um sveitarfélagið, nefndir þess og starf. Allar fundargerðir verða birtar jafnóðum og á þann hátt geta íbúar fylgst náið með þeim málefnum sem nefndir og syeitarstjórn fást við hverju sinni. A vefnum verða birtar fréttir af störfum sveitarstjórnar og fréttnæmu efni í sveitarfélaginu. Þá er er einnig gert ráð fyrir að fyrirtæki og félög fái upplýsingasíður á vefsvæðinu. Umsjón með gerð vefsins hafði Athygli ehf. á Akureyri. Slóðin er www.eyjafjardarsveit.is. Keneele keHn i Garðyrkjuskólanum Nemendur Garðyrkjuskólans mættu í skólann 8. september eftir sumarleyfi og náms- og kynnisferð til Svíþjóöar og Danmerkur. Um 40 nemendur verða í staöbundnu námi á önninni en þessi hópur mun útskrifast frá skólanum í vor. Við skólasetninguna kom fram að mikiö verður um skoðunarferðir i september og talsvert mikið um verkefnavinnu á önninni. hlýir nemenda- garOar á Hólum Að Neðra-Ósi í Bolungarvík reka hjónin Högni Jónsson og Sunna Reyr Sigurjónsdóttir myndarlegt kúabú. Högni segist telja að þetta sé nyrsta kúabú á íslandi og segist halda því fram þar til einhver getur sannað annað. Þau Högni og Sunna eru með 25 mjólkandi kýr og um 100 þúsund lítra framleiðslurétt og eru ekki með neinn annan búskap á jörðinni. Högni segir að það sé gott að búa með kýr á Neðra-Ósi. Mjólkin fer til Mjólkursamlags ísfírðinga og er hún sótt þrisvar í viku. Samgöngur milli Bolunga- rvíkur og Isafjarðar eru góðar yfir veturinn þannig að það kemur varla fyrir að mjólkurbílinn komist ekki á milli. Neðri-Ós búið er eitt af nítján kúabúum sem leggja inn hjá Mjólkursamlagi ísflrðinga en það tekur á móti milli 1100 og 1200 þúsund lítrum af mjólk á ári. Þess má geta að Sunpa á sæti í stjóm samlagsins. Högni og Sunna hafa búið að Neðra-Ösi í 16 ár en afi og amma Högna bjuggu að Neðra-Ósi á undan þeim. „Þannig að ég hef verið með annan fótinn héma alla mína tíð," sagði Högni. „Ákvörðun greiðslumarks í mjólk verðlagsárið 2003/2004 byggði á þeim forsendum að sala mjólkur tímabilið maí 2002 - apríl 2003 var 96.823.353 ltr. umreiknað í fitu en 106.418.052 Itr. umreiknað í prótein. Með hliðsjón af þessu og spám um sölu næsta verðlagsár, var samþykkt í Framkvæmdanefnd búvörusamninga að leggja til við landbúnaðarráðherra að greiðslumark mjólkur verðlags- árið 2003/2004 verði 105 millj. Hann segir sumarið í ár hafa verið eitt hið besta sem hann man eftir í sínum búskap ásamt sumrinu í fyrra. Heyskapur gekk því með besta móti bæði þessi sumur og í ár var hægt að hefja slátt mun fyrr en venjulega og heyskap var lokið um miðjan júlí sem er sjaldgæft þar norður ffá því að snjór hverfúr seint þar um slóðir. „Hins vegar var síðastliðinn vetur snjóléttur og því var allt fyrr á ferðinni en vant er," sagði Högni Jónsson. lítra. Sala mjólkur og mjólk- urafurða hefur gengið þokka- lega og miðað við tölur í lok júlí er þróunin jákvæð. Mjög mikil- vægt er að afurðastöðvarnar slaki hvergi á í markaðsstarf- inu". sagði Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúa- bænda þegar Bændablaðið spurði um forsendur að þeirri ákvörðun landbúnaðarráðherra að lækka greiðsiumark mjólkur úr 106 í 105 milljónir lítra. GreiOslumark mjólkur í 105 milljón lítra Þann 25. ágúst fór fram athöfn á Hólum í Hjaltadal vegna framkvæmda sem eru að hefjast við nýja götu og ný- bygginga Nemendagarða Hóla- skóla. Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar sveitarfélagsins Skagafjarðar, klippti á borða að hinni nýju götu, Geitagerði Síðastliðið vor var gefin út reglugerð sem veitti Hólaskóla rétt til að brautskrá nemendur með háskólagráður. Stefnt er að því að bjóða þriggja ára nám til BS / BA. prófs á næstu árum í flsk- eldi, ferðamálaffæðum og hesta- ffæðum. Skólinn mun áfram veita núverandi gráður. Mark- miðið er að eftir 5 ár verði allt að 200 nemendur í skólanum, en nú, skólaárið 2003-4, eru nemendur alls um 110 þar af um þriðjungur í Qamámi. Á Hólum búa auk nemenda að jafnaði rúmlega 100 manns. Auk Hólaskóla eru á Hólum fimm aðrar stofnanir. Núverandi húsnæði Nemendagarða Hólaskóla, sem er sjálfseignastofhun, getur eng- an veginn mætt þeirri fjölgun nemenda sem fyrirsjáanleg er. Því eru að hefjast byggingar íbúðarhúsa á þeirra vegum sem miða að því að leysa húsnæðis- vanda nemenda til ffambúðar og búa þeim góða aðstöðu. í þeim áföngum, sem fyrir liggja, er gert ráð fýrir að risi níu tvílyft stern- hús með alls 42 íbúðum. í fyrsta áfanga verða byggð fjögur hús með alls 22 íbúðum og mun þeim ffamkvæmdum ljúka árið 2004. Fyrir liggur lánsloforð íbúðalánasjóðs um 90% lánshlutfall vegna ffamkvæmda við þennan áfanga. Sveitarfélagið Skagafjörður kemur að verkinu með myndar- legum hætti með því að leggja nýja götu á Hólum sem húsin munu standa við. Gatan er syðst í íbúabyggðinni á Hólum og mun heita Geitagerði. Deiliskipulag vegna þessara ffamkvæmda var samþykkt í júní sl. Ljóst er að með tilkomu Geitagerðis og nýrra íbúða nemendagarða er stórt skref stigið við eflingu skólastarfs og byggðar á Hólum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.