Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 6
6 BændabJaðið Þriðjudagur 16. sepíember 2003 Bændablaðið er málgagn íslenskra bænda Bændablaöið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaöi. Bændablaöinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur aö blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250. Bændablaöiö, Bændahöll viö Hagatorg, 107 Reykjavik. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eirikur Helgason, blaðamaöur: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaösins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiöja Morgunblaösins Upplag: 9000 eintök íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Atak í lambakjötssölu Síðasta búnaðarþing samþykkti að unnið yrði að því að fá afurðasölufyrirtæki til þess að starfa saman í útflutningi. Þingið var raunar þeirrar skoðunar að best færi á því að stofna sérstakt fyrirtæki sem annaðist þessi mál. Astæða samþykktar búnaðarþings var ekki síst sú að hætta er á að fyrirtæki spilli markaði hvert fyrir öðru með undirboðum, en einnig var það ætlun þingfulltrúa að fjármunir nýttust betur ef fyrirtækin ynnu saman. Það er kunnara en írá þurfí að segja að samruni hefúr ekki átt sér stað á þessum vettvangi, en aukin tengsl og miðlun upplýsinga á milli aðila gætu skipt máli og dregið úr hættu og undirboðum á erlendum mörkuðum. I fímm ár hefur Áform, átaksverkefni, og Norðlenska staðið fyrir sölu á lambakjöti í bandarískum verslunum. Þessi vinna hefúr farið fram á þann hátt að reynt hefúr verið að sannfæra stjómendur verslana um ágæti lambakjötsins og síðan hefúr spjótum verið beint að viðskiptavinum þessara sömu búða. Nú er svo komið að tæplega eitt hundrað verslanir í Banda- ríkjunum bjóða upp á íslenskt lambakjöt. Á vegum Áforms hafa ■ fjölmargir bandarískir stjómendur í matvöruverslunum komið til íslands. Þessar heim- sóknir hafa án efa skilað sér því meðal þessa fólks ríkir meiri skilningur og þekking í garð íslands en venja er til með bandaríska stjómendur. Sömu vinnubrögð og beitt er í Bandaríkjunum em nú notuð í Danmörku, en þar hófst markaðssetning á lambakjöti undir merkjum Sláturfélags Suð- urlands, Flugleiða og Áforms fyrr á árinu. íslenski sendi- herrann í Danmörku, Þorsteinn Pálsson, lagði svo sannarlega sitt af mörkum á dögunum þegar hann stóð fyrir tveimur stórveislum á heimili sínu. Ánnars vegar bauð hann dönskum kjötiðnaðarmönnum og hins vegar ferðaskrifstofúfólki og blaðamönnum. Þorsteinn á miklar þakkir skildar fyrir sinn þátt í þessari kynningu. Samvinna í útflutningi skiptir höfúðmáli og má færa gild rök fyrir því að sú samvinna Áforms, Flugleiða og SS í Dan- mörku - og samvinna tveggja hinna fyrmefndu og Norð- lenska á Húsavík - eigi aðeins að marka upphaf umtals- verðrar samvinnu á útlenskum mörkuðum. Þekking á mis- munandi kröfum útlenskra markaða getur skipt meginmáli þegar á reynir. Smæð fyrirtækja í landbúnaði gerir það að verkum að söfnun þekkingar og reynslu er mun minni en æskilegt er. Afstaða Flugleiða til samvinnu við bændur er athyglisverð. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa verið boðnir og búnir til að vinna með Áformi - og þar með bændum. Samvinnan kemur fram í ýmsum myndum og má nefna ferðabækling sem fer í sömu verslanir og lambakjötjð. Þannig er reynt að tvinna saman menningu, ferðalög til íslands - og lambakjöt. Hvað sem öðru líður þá verða hlutaðeigandi að hafa þolin- mæði til að bíða uppskerunnar. Fagmannleg vinnubrögð á borð við þau sem nú má að sjá á dönskum markaði geta sfytt biðina umtalsvert. /ÁÞ. ■ M jf'í % * s jtfr ■ ■i w* > f fj Æ . ■&-! & \J^ " MÉ t éÆ Skógur efia ekki ekóuur Að undanfömu hafa farið fram umræður og orðaskipti um skógrækt og landnýtingu. Það er vel, því í upphafi skildi endirinn skoða. En eins og oft vill verða horfir hver af sínum hól og samræming sjónarmiða virðist ætla að leita í svipað far eins og hjá kerlingunum sem körpuðu um hvort klippt væri eða skorið, það sem þær deildu um. Og þar liggur hættan falin. Ekki í því að plantað verði of mörgum trjám í náinni ffamtíð, heldur hvar og hvemig verður að því staðið. Tilveran er margslungin og lífkeðjan samofln í litfagurt mynstur á þessu áklæði, sem kallast grasrót. En hvað sem hver segir þá er það maðurinn, sem hefúr tekið sér það bessaleyfi að nota og misnota ýmsar aðferðir til að venda og skekkja uppistöður og ívaf í listsköpun og áferð þessa vefs. Svo þegar við reynum að gera okkur í hugarlund hvemig þetta land, sem við búum á,hefúr litið út við landnám, þá verður að styðjast við sögur og sagnfræði fomleifaffæðinnar. Mannvistarleifar ffá liðnum öldum segja einnig sögur frá lífsbaráttu kynslóðanna,við misjöfn kjör og mislynda veðráttu. Á tímum harðinda og hallæris rifú menn hrís til eldiviðar og brenndu skógviði, til að halda lífi. Þá leiddi hvað af öðm að fénaður féll úr hor og harðrétti, svo ekki varð til tað til eldsneitis eða næg ull til fatagerðar, og lélegt húsnæði veitti takmarkaða hlýju. Þetta, ásamt kolagerð til smíða o.fl. eyddi mest hinu upprunalega skógarkjarri sem hér hefúr verið við landnám. Svo kom vatnið og vindurinn, skolaði og feykti burt jarðveginum, sem búið var að losa um svo að eftir varð auðnin ein. Þessu vilja hatursmenn sauðkindarinnar helst líta ffam hjá, til þess að geta fúndið sökudólg til að skeyta skapi sínu á, en þegar allt kemur til alls þá er það alltaf maðurinn sjálfúr sem athafhamestur er við að breyta landinu. Sauðkindin tafði að vísu fyrir, eða kom jafnvel í veg fyrir að upp greri nýr skógur á vissum svæðum, af því maðurinn lét hana sjálffáða við að bita nýgræðinginn, svo að hann náði ekki að vaxa til að bera ffæ. En hún skilur eftir sig áburð við bælið sitt svo að þar spretta upp nýir gras- og víðitoppar sem sums staðar ná að breiða úr sér. Og við nútíma aðstæður er í lófa lagið að stjóma beit. Allt þetta til samans ætti að auðvelda nútímamanninum að lesa í landið og skipuleggja nýtingu þess, án þess að þar komi til hagsmunaárekstra milli búgreina, sem eiga jafnan rétt og skyldur til að lifa í sátt við umhverfi sitt. En til þess að svo megi verða þarf fyrirhyggju og framtíðarsýn. Þó hinar hefðbundnu búgreinar, með kvikfénað í högum vítt og breitt um landið, eigi undir högg að sækja um þessar mundir, þá verðum við samt að vona að þjóðin beri gæfú til að reka hér áffam matvælaffamleiðslu með grasbítum í afgirtum högum og vistvænu umhverfi. Þeim möguleikum verður að ætla tilveru við hæfi. Og þegar á allt er litið þá áttu bændur á seinni helmingi síðustu aldar og fram á þennan dag, drýgstan þátt í að rækta og græða upp landið og gefa því ásýnd vel uppbyggðra sveita. Svo nú þegar þeir fá það tækifæri sem landshlutabundnu skógræktarfélögin skapa, þá eru þeir tilbúnir að taka við því verkefni. En eins og við aðra nýræktun er ráðgjöf og ráðunautaþjónusta við skipulag og samráð, grundvallaratriði að vel sé vandað til. Þar kemur allt þetta faglærða fólk inn í myndina með sín hollráð í bland við reynslu bóndans. Mestum áhyggjum getur valdið að búseta í sveitunum grisjist svo að félagsleg þjónusta og mannlíf bíði hnekki. Þá er hætt við að tengslin og samkenndin rofni við landið og þessa sígildu, samfeldu lífkeðju sem maðurinn er bara einn hlekkurinn í, þó að hann geri sig breiðan á köflum. En í skógrækt sem öðru ber að sýna landinu og sögunni fúlla virðingu og tillitssemi. "Gakktu hljótt um garða hjá /gömlum tóttarbrotum" sagði hún Ólína Jónasdóttir. Ýmsar mannvistarleifar og sérkenni náttúrunnar geta sómt sér vel í fallegu skógarrjóðri og margtroðnu fjárgötumar orðið nytsamlegri sem skógarstígar heldur en að pota ofan í þær trjám sem hylja þá gleymsku. Eins ætti að geta verið langt í land að skógur þurfi að byrgja sýn til þeirra átta og ömefna sem við viljum geta horft til í allri sinni dýrð. Svo mikið landrými er enn ónumið af gróðri að óþarfi er að planta í áður ræktað nytjaland eða þrengja svo að húsum að ekki sjái út úr augum. Þess vegna er óhætt að taka undir með þeim sem ekki hafa áhyggjur of mikilli skógrækt fyrst um sinn, ef vamaðarorð hinna em líka höfð að leiðarljósi, sem vilja fara að öllu með gát og hugsa áður en ffamkvæmt er. Skipulag og fyrirhyggja þarf ekki að þýða ofstjóm og ráðríki, ef rétt er á haldið, en áætlanagerð skýrir margt í ffamkvæmd og auðveldar úrvinnslu. Guðríður B. Helgadóttir Austurhlið 2 A.-Hún.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.