Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 11
Þridjudagur 16. september 2003 BæmkAlaðið 11 Ein glœsilegasta matvöruverslun Kaupmannahafnar er i kjallara stórverslunar sem heitir Illum. Yfirmaður í kjötdeildinni, Michael Busk, sagði að þar hefði ferskt islenskt lambakjöt verið til á haustin og fram á vetur. Athygli vakti að íslenska kjötið var lítið eitt ódýrara en danskt "lífrœnt" lambakjöt. Almennt má segja að verð á islensku lambakjöti og dönsku "lífrœnu " lambakjöti í Illum sé hærra en á íslandi. Michael sagði aðyfirleitt kæmu 5-6þúsund manns i verslunina hvern dag. Ætlunin er að efna til nokkurra kynninga á lambakjöti í versluninni nœstu vikur og sagði Michael að hann efaðist ekki um að þœr myndu hafa umtalsverð áhrif endayrðu þœr studdar ýmiss konar auglýsingum, veggspjöldum og öðru söluhvetjandi efni. "Eg er bjartsýnn á aukna sölu," sagði Micliael. "Ég met það svo að í Danmörku séu tækifæri fyrir íslenskt lambakjöt. Gn málið snýst ekki bara um lambakjötið. Þetta átak er líka landkynning. Hér er verið að markaðssetja íslenska náttúru og landbúnað - og lambakjötið sem er hrein náttúruafurð." sagði Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, um samstarf Sláturfélags Suðurlands, Aforms átaksverkefnis og Flugleiða. "Ég ræddi við fjölmarga kjötiðnaðarmenn eftir veislu hjá sendiherranum og það er Ijóst að þarna tókst að opna augu þeirra fyrir gæðum kjötsins, en margir þeirra höfðu ekki smakkað íslenskt lambakjöt. Höfðu gefið sér fyrirfram að það væri "ullarbragð" af því eins og því sem þeir hafa fengið fram til þessa. Islenska lambakjötið á að vera dýrt kjöt - matur sem fólk notar þegar það vili gera sér dagamun. Ég er þess fullviss að það er pláss fyrir dýrt, gott íslenskt lambakjöt á dönskum markaði." Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Danmörku, sagðist telja að íslenskt lambakjöt ætti sér möguleika á dönskum markaði ef það tækist að markaðssetja það sem sérstaka afurð. Þetta tæki hins vegar langan tíma og menn yrðu að hafa fyrir hlutunum. "Það sem skiptir máli í þessari framkvæmd er vöruvöndun og 100% gæði," sagði Þorsteinn og lagði þunga áherslu á að fsienskir kjötsölumenn - og afurðastöðar - mættu aldrei víkja út af vegi gæða og vöruvöndunar. Þorsteinn sagði að íslendingar hefðu þróað sjávarútveg á sjálfbærum grundvelli, sem væri forsenda þess að selja sjávarfang á eriendum mörkuðum, og hið sama væri hægt að gera með lambakjötið. Það mætti kynna sem villta framleiðslu á sjálfbærum grundvelli. "Ákveðinn hópur neytenda sækist eftir svona vörum." Þorsteinn sagði að hlutaðeigandi ættu að líta á íslenskar útflutningsvörur sem eina heild - og vinna saman. Þetta gæti átt við um sjávarútveg, landbúnað og íslenska menningu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.