Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. september 2003 5 Nefndum vanda saaQQár- bænda Ríkisstjórnin ræddi á fundi sínum 2. september sl. vanda sauðfjárbænda. í framhaldi af þeim umræðum hefur landbún- aðarráðherra ákveðið að skipa nefnd er hafi það hlutverk að meta þann vanda er nú steðjar að sauðfjárbændum vegna verulegs tekjusamdráttar. Nefndinni er falið að gera tillögu til stjórnvalda hvernig við verði brugðist. Nefndin skal hraða störfum sínum svo sem kostur er. Ljóst er að lækkun afurða- verðs á innanlandsmarkaði stafar af offfamboði á kjöti, ekki hvað síst af svínakjöti og kjúklinga- kjöti. Offramboð og neyslubreyt- ing innanlands hafa orðið til þess að flytja þarf á erlenda markaði hærra hlutfall af kindakjötsffam- leiðslu heldur en verið hefur til margra ára, en markaðsverð erlendis er verulega lægra en fæst fyrir dilkakjöt á innanlands- markaði. Staða sauðíjárbænda er ekki þannig að þeir þoli verulegan tekjusamdrátt nú. Því er mikilvægt að leitað verði leiða til að tryggja sauðfjárbændum viðunandi rekstrarumhverfi og afkomu. Nefndina skipa: Þórólfur Gíslason, kaupfélags- stjóri Kf. Skagfirðinga, formaður, Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, Drífa Hjartar- dóttir, formaður landbúnaðar- nefhdar Alþingis, Jóhannes Sig- fússon, formaður Landssambands sauðfjárbænda, og Olaíúr Frið- riksson, skrifstofustjóri í land- búnaðarráðuneytinu, sem jafn- ffamt verður ritari nefndarinnar Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda Netlausn • Sítenging ISDN PLÚS með allt að 128 kb/s hraða. • Öflugri nettengingen með hefðbundnu mótaldi. • Auðvelt í uppsetningu og notkun. ■ Auðvelt að sjá yfirlit um alla netnotkun. • Hægt að skoða póst án þess að sækja hann. • Nýir áskrifendurfá 2 mánuðí fría hjá simnetis með 100 MB gagnamagni inniföldu, áður 6 kr. • Áskriftin innifelur 3 netföng, heimasíðupláss, aðstoð í soo 7000 o.fi. • Ekkert stofngjald í isdn plús ogtveggja mánaða afnotagjald (2.170 kr.) ínnifalið. • Ekkert upphafsgjald er þegar skipt er á meiri hraða í ISDN PLÚS áskrift og því aðeins greittfyrirþanntíma sem notandinnertengdur. SÍMINN Hrun I loðdýra- riekt að óbreytlu „Við bendum á okkur til stuðn- ings í því máli að við eyðum á milli 6 og 7 þúsund tonnum af úrgangi sem annars færi til urðunar og breytum honum í aaldeyri. Við sköpum á milli 80 til 100 störf í landinu og gjald- eyristekjumar af loðdýraskinnum eru um 400 milljónir króna." Bjöm segir að fóðurverð hér á landi hafi hækkað mjög mikið á síðustu þremur ámm. Meðan dollarinn var hvað hæstur, eða vel yfir 100 krónur, varð mikil hækkun á fóðrinu. Það hefúr hins vegar ekki lækkað aftur eftir að dollarinn lækkaði meira en 20%. Skipuð hefur verið nefnd sem á að leita leiða til lausnar á bráða- vanda loðdýrabænda. Jafnframt á nefndin að koma með tillögur um samning milli loðdýrabænda og ríkisins til langs tíma um starfs- skilyrði greinarinnar. Ferjald með símstöðvareiginleika Staðan hjá loðdýrabændum um þessar mundir er slík að við liggur að menn gefist upp. Björn Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra loðdýrabænda, segir að það sé hin mikla gengis- felling dollarans og hátt fóður- verð sem valdi erfiðleikunum. Hann segir að loðdýrabændur hefðu staðið annað þetta tveggja af sér en ekki hvoru tveggja í einu. Verð skinna er nú 25% en fyrir ári bara vegna gengisfalls dollarans og sterkrar stöðu krónunnar. Skinnaverð í dollurum á heimsmarkaði er hins vegar ágætt. „Vandi loðdýrabænda er slíkur að það getur allt eins verið að greinin hrynji í haust ef ekkert verður að gert. Loðdýrabændur em búnir að vera launalausir allt þetta ár og þeir geta ekki meira. Menn geta reynt að setja sig í þeirra spor, að vinna fúlla vinnu en fá engin laun. Laun em nálægt því að vera íjórðungur af veltu búanna og verðlækkunin á skinnunum er eins og ég sagði orðin 25%," segir Bjöm. Hann segir að fóðurverð hér á landi sé mun hærra en í löndunum í kringum okkur. Flutn- ingskostnaðurinn er gífurlegur. Greinin greiðir um 40 milljónir króna á ári í flutningskostnað á hráefni og fóðri og af því fara 20 milljónir beint til ríkisins. Það mál vilja loðdýrabændur ræða við ríkisstjómina. Mikil uppskera af gúðu korni Kornuppskera er hafin um allt land og er það um það bil tveimur vikum fyrr en í meðalári. Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá Leiðbeiningarstöðinni í Skagafirði, segir að ástand kornsins sé mjög gott, það er vel þroskað og uppskeran mikil. Kristján B. Jónsson, jarðræktarráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, segir að bændur láti mjög vel af kornvexti í ár. Þeir séu byrjaðir kornskurð og eru um það bil tveimur vikum fyrr á ferðinni en í meðalári. A Austurlandi er sömu sögu að segja. Gunnar Jónsson bóndi á Egilsstöðum segir í samtali við heimasíðu Austurhéraðs að uppskeran sé mjög góð í ár og líklega allra besta uppskera sem þeir hafi nokkru sinni fengið. Hann segir að tíðarfarið í sumar hafi verið sérlega hagstætt og sprettan og þroski kornsins eftir því. Glæsilegt tilboð á ISDN Hágæða símaþjónusta og góð tölvulausn - aldrei á tali og nettenging sem er öflugri en með hefðbundnu mótaldi. * Ef þú vilt breyta úr venjulegum heimilissíma yfir í ISDN greiðir þú ekkert breytingargjald, áður 5^00tTkr. siminn.is 800 7000 • 50% afsláttur af stofngjaldi,* áður i>göÖ kr. .150 FRÍMÍNÚTUR í hverjum mánuði á kvöldin og um helgartil áramóta þegar hringterí heimilissíma hjá Símanum. SÍMALAUSN • Möguleiki að tengja allt að fjóra síma og hringja frítt á milli þeirra. • Mögulegt að vera með allt að IO símanúmer á ferjaldinu. « Frí aukanúmertil áramóta. • Hægt að senda og móttaka fax með hugbúnaði sem fylgir. • Mögulegt að svara í einn síma og senda símtalið í annan innan ferjaldsins. • Hægt að læsa stökum símum fyrir hringingum í ákveðin númer. Léttkau psútborc u n © 1.000 kr. á mán. í 12 mánuði Staðgreiðsluverð: 12.001 kr. Verð áður: kr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.