Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 10
10 Bændablaðíð Þriðjudagur 16. september 2003 niehid fjallar um aðgerOir til styrktar rjúpnastofni Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að gera tillögur um aðgerðir til þess að styrkja rjúpnastofninn i framtíðinni að loknu banni við rjúpnaveiðum sem stendur næstu þrjú árin. Nefndinni er m.a. ætlað að gera tiilögur til ráðuneytisins um stofnun griðlanda eða friðlanda á varp- og vetrarstöðvum rjúpunnar, veiðikvóta, lengd og tímasetningu veiðitíma rjúpu, aðgang að veiðisvæðum og um veiðiaðferðir s.s. skotvopn og notkun veiðihunda og mögulegt bann við sölu á rjúpu. Nefndin mun skila tillögum í síðasta lagi í lok árs 2005. í nefndinni eiga sæti: Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, formaður, skipaður án tilnefningar Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur, tilnefndur af Náttúrufræðistofnun lslands Áki Ármann Jónsson forstöðumaður, tilnefndur af Umhverfisstofnun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tilnefndur af sambandinu Ólafur Einarsson fugla- fræðingur, tilnefndur af Fuglaverndarfélagi íslands Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags íslands, tilnefndur af félaginu Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, til- nefndur af samtökunum. Nýtt fjarnámskepfi á Hvanneyri Nýlega var tekið í notkun nýtt fjarnámskerfi við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri. Kerfið boðar byltingu í samskiptum nemenda og kennara á vefnum. Við þróun þess var reynt eftir megni að taka tillit til lélegra gagnatenginga sem enn eru sums staðar í sveitum iandsins. Fjamemar í búnaðarfræðum komu í hefðbundna heimsókn að Hvanneyri til að taka þátt í tveggja daga dagskrá í upphafi náms. Við FB FOÐURBLANDAN HF. FORYSTA i FÓÐURBLÖNDUN Fóðurblöndur búmannsins Undirstaða arðbærrar framleiðslu er gott kjarnafóður Kjarnafóður frá Fóðurblöndunni er úr völdum hráefnum og framleitt sérstaklega fyrir íslenskan markað. Við vinnum stöðugt að rannsóknum, þróun og endurbótum á fóðurvörum og sérfræðingar fyrirtækisins gefa þér góð ráð um allt sem varðar fóðrun búfjár. ÍSLENSKT ÚRVALS KJARNFÓÐUR, FÓÐURSÖLT OG FÓÐURBLOKKIR FYRIR ELDISFISKA, NAUTGRIPI, HÆNSN OG HESTA, KANÍNUR, MINKA, HUNDA, REFI, SAUÐFÉ OG SVÍN. FÓÐURBLANDAN HF. • Korngörðum 12 • 104 Reykjavík • Sími 570 9800 það tækifæri var þeim sýnd notkun nýja fjamámskerfisins. Kerfið er hugsað til notkunar jafnt í staðamámi sem og í fjamámi og jafht á framhaldsskólastigi og háskólastigi. Vonast er til þess að það verði ekki bara gagnabanki fyrir námsefni og verkefhi, heldur líka vettvangur til náms og rauntíma skoðanaskipta innan veggja skóla sem og utan. Kerfið sem ber nafhið Námskjár hefur þegar verið tekið í gagnið í .......... BMi Þór Þorsteinsson frá fyrirtækinu Nepal kennir fjarnemum í búnaðar- fræðum á Hvanneyri að nota nýtt fjarnámskerfi. hluta staðamáms á háskólastigi og em vonir um að þáttur þess í staðamámi á báðum kennslustigum skólans fari vaxandi. Kerfið er hannað af hug- búnaðarfyrirtækinu Nepal í Borg- amesi. Það er algerlega miðlægt og geta því nemendur stundað nám í mörgum skólum samtímis, svo lengi sem viðkomandi skólar noti kerfið. Landbúnaðarháskólinn er fyrsti notandi kerfisins og hefhr haft töluverð áhrif á þróun þess. Með tilkomu þessa nýja kerfis er vonast til að bilið sem er á milli fjamema og staðamema minnki og að hægt verði að samkenna þessum tveimur hópum í einhveijum tilvikum, að hluta til eða í heild. Áframhaldandi þróun kerfisins verður unnin í samvinnu við notendur þess, bæði kennara og nemendur. Eins og áður var tekið ffam var við hönnun þessa kerfis reynt eftir megni að taka tillit til lélegra gagna- tenginga í sveitum landsins og auk þess var kerfið reglulega prófað á gervihnattatengingum. Umsjónarmaður fjamáms við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri er Edda Þorvaldsdóttir. Villa við búnaðargjalds Komið hefur í ljós villa við álagningu búnaðargjalds árið 2003. Dæmi eru um að ef maki rekstraraðila er eldri sé búnaðargjald lagt á báða einstaklinga. Eftir því sem næst verður komist er um að ræða kerfisvillu sem ekki hefur verið leiðrétt. Greið- endum búnaðargjalds er því bent á að fara yfir álagn- ingarseðla sína með þetta í huga og hafa samband við viðkomandi skattstofu eða senda skriflegar kærur til viðkomandi skattstjóra, komi villur af þessu tagi í Ijós.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.