Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. september 2003
BæitdablcHMð
7
Ferðamannafjósið að Vogum í
Mývatnssveit (Vogafjós-café)
Margir sjá par mjalQr
í fyrsta sinn á ævinni
„Við erum líka með bændagist-
ingu og getum tekið á móti 36
manns í innigistingu og erum að
auki með tjaldstæði. Við erum
með veitingasal í fjósinu og
seljum morgunmat þeim sem
vilja og þá getur fólk horft á
mjaltir hjá okkur í gegnum
stóran glugga sem er á milli
veitingastaðarins og fjóssins og
komið inn í fjósið ef það kærir
sig um. Mest eru það útlend-
ingar sem nýta sér þetta og þeim
þykir það stórkostlegt að geta
horft á mjaltir á meðan þeir
njóta morgunmatarins. Flestir
þessara ferðamanna koma úr
stórborgum og hafa aldrei séð
kýr mjólkaðar og hafa ekki haft
nein tengsl við dreifbýlið þannig
að þetta er upplifun fyrir þá.
Það koma líka íslendingar að
fylgjast með mjöltunum og
margir þeirra hafa ekki séð
mjaltir frá því að þeir voru börn
í sveit fyrir áratugum og hafa
gaman af upprifjuninni," sagði
Olöf.
Vinsœlt jurtate
Að loknum morgunverði er
veitingasalnum lokað en hann er
opnaður aftur klukkan 14.00 og er
opinn til klukkan 22.00 og þá er
boðið upp á margs konar veitingar.
Meðal þess er heimatilbúið jurtate.
Að Vogum í Mývatnssveit
hefur verið rekið
ferðamannajjós
síðastliðin fjögur ár við
sívaxandi vinsældir að
r
sögn Olafar Þ.
Hallgrimsdóttur bónda
þar. Hún segir að-
sóknina vaxa ár frá ári.
"Við forum hér upp í hraunin og
tínum birkilauf, blóðberg og fleiri
jurtir og bætum síðan hvannaffæi
út í teið, en það náum við í hér í
eyjunum skammt undan landi.
Gestum okkar líkar vel að prófa
svona náttúrulegt te og bragðið er
mjög gott. Við höfum líka verið að
prófa að búa til osta og bjóða upp á
úr okkar mjólk svo sem mozarella-
ost, fetaost og hvítmygluosta og
hefur fólki líkað þetta vel. Það eru
margir sem vildu gjaman kaupa
heimagerðan ost og taka með sér
en okkur er ekki heimilt að selja
eigin vöru á búinu eins og er leyfi-
legt víða í Evrópu og þyrfti sem
fyrst að breyta því. Þetta er hrein-
lega einn angi af byggðastefhu og
mikið hagsmunamál fyrir lands-
byggðina."
Olöf segir að síðastliðin þrjú
sumur hafi komið til hennar
danskir bændur sem eru hér í
venjulegum bændaferðum. Þeir
borða hádegisverð í veitinga-
staðnum í fjósinu og hún segir
þeim ffá lífinu og tilverunni í
sveitinni og landbúnaði á íslandi.
Hún segir að fyrsti hópurinn hafi
komið við hjá sér fyrir tilviljun og
líkað sú heimsókn það vel að nú sé
komið við árlega.
Þá segist hún hafa gert nokkuð
af því að taka á móti hópum sem
koma í Mývatnssveit í svonefnd-
um óvissuferðum. Það er gjaman
hluti óvissuferðarinnar að koma á
veitingastað inn í fjósi og fylgjast
með mjöltum.
Hlöðuþgleði
Um verslunarmannahelgina
var hlöðugleði í fjóshlööunni, þá
var hlaðan skreytt með brúsum,
birki, heyböggum og kertaljósum
og sömuleiðis var opnaður þar
bar. Hún segir að þetta hafi verið
mjög ffumstætt, fallegt og
rómantískt.
„Aðsóknin fór ffam úr
björtustu vonum því fullt var út úr
dymm bæði á laugardags- og
sunnudagskvöldinu og komu bæði
útlendingar og íslendingar. Ég
held að allir hafi skemmt sér hið
besta. Við emm með fullt af
skemmtilegum hugmyndum en
vantar helst fleiri klukkustundir í
sólarhringinn til þess að vinna úr
þeim," sagði Ólöf Þ. Hallgríms-
dóttir.
Mikil sprettutíð hefur verið nú
í sumar og hefur víða verið slegin
óvanalega mikil há. Flestir em því
vel birgir af heyjum og eiga jafn-
vel hátt í tveggja ára heybirgðir.
Þessu fylgir óneitanlega mikill
kostnaður, þó vissulega sé alltaf
gott að eiga næg hey.
Sléttari tún og kjarnbetri
fóðurjurtir
Til að nýta betur þau hey sem
þegar hefur verið aflað er tilvalið
að nota sprettuár sem þessi til að
endurrækta túnin. Með endur-
ræktun túna er stefnt að því að
skipta út uppskemlitlum og lé-
legum túngróðri fyrir kjambetri
fóðurjurtir. Einnig skilar endur-
vinnslan ef til hennar er vandað,
sléttari túnum sem leiðir til betri
meðferðar á heyvinnutækjum.
Endurrœktun eykur hagkvœmni i
fóðuröjlun
Astæður endurræktunar geta
verið ýmsar en helsta ástæðan er
sú að sáðgresi er horfið og við hafa
tekið tegundir sem hvorki skila
ásættanlegum gæðum né upp-
skerumagni. Það má ekki gleyma
því að það er líka dýrt að bera
mikinn áburð á gömlu snar-
rótartúnin. Þau skila aldrei jafn
miklu eða jafn góðu fóðri og ef
sami áburðarskammtur er borinn á
nýræktir eða nýleg tún. Það er því
fúll ástæða fyrir bæði kúabændur
og sauðfjárbændur að endurrækta
túnin sín til að auka hagkvæmni í
fóðuröfluninni.
Skjólsáning
Þegar minna er til af heyjum
hafa menn gjaman skjólsáð í flög-
in, og þá sáð t.a.m. byggi eða höff-
um með grasffæinu. Þetta er gert
til að fá uppskeru úr flaginu sáð-
árið þegar ekki em trygg næg hey.
Með þeirri aðferð er þó meiri hætta
á að vallarfoxgrasið nái sér ekki
eins vel á strik fyrir veturinn og
túnið verði ekki jafn gott þegar til
lengdar lætur. Þegar mikill
heyforði er fyrir hendi, eins og
núna, er því tilvalið að nota
tækifærið og sá eingöngu grasffæi
sem fyrir vikið fær betri sprettu-
skilyrði og þéttir sig betur í
sverðinum.
Mikilvœgi góðrar plcegingar og
jarðvegssýnataka
Vel heppnuð plæging er
undirstaða þess að endurræktunin
heppnist vel. Ágætt er að plægja
að hausti og láta plógstrengina
brjóta sig yfir veturinn. Ef gmnur
leikur á að jarðvegurinn sé súr
(gömul mýrartún t.d.) er mikilvægt
að taka jarðvegssýni til að kanna
hvort kalka þurfi í flagið til að
tryggja betri endingu sáðgresisins.
Fátt er jafn dapurlegt og að sjá
vallarfoxgrasið hverfa úr túnunum
á örfáum ámm vegna þess að
jarðvegurinn er of súr til að það
dafni vel.
Undirbúningur og sáning
Gott er að rækta grænfóður í
landinu í eitt eða fleiri ár áður en
sáð er í það grasffæi á ný, en það
er þó ekki nauðsynlegt. Aðal-
atriðið er að undirbúa flagið vel
fyrir sáningu, herfa eða tæta með
pinnatætara og slétta vel. Sáning
með sáðvél gefst off betur en með
kastdreifara en varast þarf að mjög
langt sé á milli raða í sáðvélinni,
helst ekki meira en 5-7 cm.
Ef sáð er snemma vors, má
gera ráð fyrir að geta beitt eða
slegið nýræktina síðla sumars, en
hún skilar ekki fullri uppskem fyrr
en á öðm ári. Ef sáð er um eða eftir
mitt sumar er æskilegra að láta
nýræktina fara ósnerta undir
veturinn. Þetta fer þó að sjálfsögðu
allt eftir árferði.
/Anna Margrét Jónsdóttir
Mælt af
munni fram
Við skulum byrja á vísu sem Bjarni
Guðmundsson blaðafulltrúi orti
þegar Hótel Hekla við Lækjartorg í
Reykjavík var rifin skömmu eftir
miðja síöustu öld. Bjarni var kunnur
hagyrðingur á sinni tíð og
þjóðþekktur maður.
Nú drekka menn ekki framar á
Hótel Heklu
né hátta þar lengur konur niður á
dívana.
Það stafar þó hvorki af kvenfólks-
né áfengiseklu,
- aðeins af því aö það er búiö að
ríf'ana.
Áttum prest
Hér koma nokkrar vísur frá
hagyrðingakvöldi á Selfossi en þær
voru settar inn á Leirinn nýlega.
Steingrímur J. Sigfússon kynnti
séra Hjálmar Jónsson
dómkirkjuprest með þessari vísu:
Inni á þingi við áttum prest
á honum var stólpakjaftur.
Það var sem mér þótti best
þegar að Drottinn tók hann aftur.
Með geislabaug í hendinni
Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra orti um séra Hjálmar:
Ég gekk fram á hann í grenndinni,
með geislabauginn í hendinni.
í ofsa stuði,
ættað frá guði,
með hendurnar hangandi á
lendinni.
Hefur allt á hornum sér
Flosi Ólafsson sendi Halldóri
Blöndal, forseta Alþingis, þessa
vísu:
Gráhærður og gugginn er
gerir fátt af veti
Hefur allt á hornum sér,
Halldór þingforseti.
Súlum sinnt
Flosi orti um hinn umdeilda
súludans sem nú virðist að mestu
vera aflátinn hér á landi:
f Kópavogi er súlum sinnt
svona eftir bókinni.
Þarna mætist stálið stinnt
og stúlkan í litlu brókinni.
Gömlu fyllisvinin
Óttar Einarsson sagði svo frá á
Leir: Um verslunarmannahelgina
var ég í sumarhúsi mínu ásamt
tveimur gömlum skólabræðrum.
Gerðum við okkur "glatt undir
hjalla" eins og kellingin sagði. Þeir
gleymdu hins vegar að skrifa í
gestabókina:
Allt þeir drukku - utan kók
eðal- dýru vínin
en gleymdu að yrkja í gestabók
gömlu fyllisvíninl
Sannleikur
Það er mikill sannleikur fólginn í
því sem segir í þessari gömlu vísu:
Heimsins brestur hjálparlið
hugurinn skerst af ergi.
Þegar mest ég þurfti viö
þá voru flestir hvergi.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson.
Netfang: ss@bondi.is