Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 16. september 2003 19 Bændablaðið kjamfóðrið ásamt fleim sem tengist komrækt. í framhaldinu var farið í Kvíaból þar sem em nær 60 mjólkandi kýr auk þess sem stunduð er mikil komrækt. Þar bauð Norðurmjólk upp á veitingar. Samgönguminjasafnið í Ystafelli var næsti áningarstaður og höfðu margir gaman af að skoða gamla bíla og landbúnaðartæki sem gerð hafa verið upp. Síðan var ekið sem leið lá ffamhjá Goðafossi og austur yfir Fljótsheiði, upp Reykjadalinn og farið í ferðamannafjósið í Vogum í Mývatnssveit þar sem formaðurinn Olöf Hallgrímsdóttir býr. Þar var matast og slegið upp litlu hlöðuballi þar sem Leifúr Hallgrímsson og Valmar Valjaots léku á hljóðfæri. Þegar því lauk þökkuðu bændur úr Múlaþingi þingeyskum bændum fyrir möttökumar og sögðu ferðina bæði fróðlega og skemmtilega, en héldu svo austur til búa sinna glaðir i bragði. /Atli Sól var í heiði þegar þrjátíu kúabændur úr Múlasýslum komu í rútu vestur yfir fjöllin og heimsóttu mjólkurframleiðendur í nokkrum sveitum í Þingeyjarsýslu. Voru þetta bændur úr Nautgriparæktarfélagi Vopnafjarðar og Félagi nautgripabænda á Héraði og Fjörðum. Ólöf Hallgrímsdóttir, formaður Félags þingeyskra kúabænda, tók á móti hópnum að austan í Mývatnssveit s.l. laugardag. Ekið var niður Hólasand og borðaður hádegismatur í boði félagsins í Félagsheimilinu Heiðarbæ. Þá var ekið sem leið lá vestur yfir Hvammsheiði og horft yfir Aðaldalinn, ekið ffarn hjá Laxárvirkjun og farið í heimsókn að Búvöllum þar sem rekið er kúabú í nýuppgerðu fjósi. Þar er m.a. brautarkerfi fyrir mjaltatækin sem margir höfðu gaman af að sjá auk þess sem búið þykir sérlega þrifalegt. Þar á eftir var farið í Grímshús þar sem tekinn hefúr verið í notkun mjaltaþjónn og annar nýtískulegur búnaður sem tilheyrir ljósum. Þar voru og veitingar ffá Áburðarverksmiðjunni og Vélum og þjónustu, en fúlltrúar þessara fyrirtækja voru á staðnum. Á Hálsi í Kinn var skoðaður tölvustýrður fóðurvagn sem gengur um fjósið og skammtar Kúabændur úr Múlaþingi í heimsókn hjú Þingeyingum MultiLotion er mýkjandi spena-og júguráburður með sótthreinsandi áhrif. MultiLotion áburður er borinn á spena/júgur strax að loknum mjöltum. Pakkningastærð: 500 gr. Útsölustaðir: Innflutningur og dreifing: Mjólkurbú og PharmaNor hf. búrekstrarvöruverslanir UmboOsmaQur íslenska heslsins tehinn dl staria Stjórn verkefnisins umboðsmaður íslenska hestsins hefur ráðið Jónas R. Jónsson sem forstöðumann verk- efnisins. Jónas er landsþekktur tónlistar- og fjölmiðlamaður en hefur undanfarin ár starfað erlendis við alþjóðaverkefni. Jónas er rétt að byrja í starfinu og sagðist hann í byrjun vilja kynna sér hvað það væri sem menn hefðu i huga, til hvers væri ætlast, hver forgangsverkefnin væru og að reyna að ná yfirsýn yfir það sem starfið snýst um. Hið raunverulega starf væri vart hafið enn þá enda ekki nema nokkrir dagar frá því hann hóf störf. [ framúrskarandi velar alls staðar Í*1"® 'íiO' JOHN DEERE VELAR& ÞJéNUSTAHF Þekktir fyrir þjónustu Járnhálsi 2 ■ no Reykjavík ■ Sími: 5-800-200 ■ Fax: 5-800-220 Óseyri 1a ■ 603 Akureyri ■ Sími: 461-4040 ■ Fax: 461-4044 IÐ OG PRUFUAKIÐ JOHN DEERE DRÁTTARVÉLUNUM HJÁ VÉLUM & ÞJONUSTU í Reykjavík OG á Akureyri www.velar.is ý

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.