Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 20
1 Ég hef verið að vinna við fjármálastjóm hjá ríkisstofnun í Reykjavík á þriðja ár og fékk nýverið leyfi til að sinna starfinu í fjarvinnu til reynslu. Ég fékk því loksins tækifæri til að komast v afturheimísveitinaánþessaðmissavinnuna.Til að fjarvinna yrði möguleg þurfti ég að fá almennilega nettengingu og þar sem ekki er boðið upp á ADSL tengingar nema í þéttbýli vatð ég að skoða aðrar lausnir. I byijunjúlí hafði ég samband við Svar hf. í Bæjarlind í Kópavogi til að fá upplýsingar um þann búnað sem þeir höfðu verið að auglýsa, þar á meðal í Bændablaðinu. Sölumaðurinn sem ég ræddi við sagði að þetta væri háhraða nettenging í gegnum gervihnött sem væri jafngóð eða betri en ADSL og að auki fylgdu 30 sjónvarpsstöðvar með, þar á meðal Skjár einn, og svokölluð Push þjónusta sem gerir manni kfeift að hlaða niður alls k>Tis efni án þess að nota nettengingu. Mér leist mjög vel á þennan búnað svo ákveðið var að slá til ogkaupahann. v begar ég spurði um uppsetningu, sagði sölumaðurinn að menn gætu sett búnaðinn upp sjálfir en líka væri hægt að fá mann frá Svari en það væri mjög dýrL Hann sagði einnig að áður en búnaðurinn yrði settur upp þyrfti að setja kort í vélina, ásamt ISDN hugbúnaði fyrir D-rásar tengingu sem þyrftí á móti hnettinum því hann sendi bara í aðra áttina, og það mætti enginn setja kortið í nema Svar. Ég fór því með tölvuna til þeirra og var sagt að hún yiði tilbúin seinna sama dag. Þegar ég fór til að sækja búnaðinn var tölvan ekki tilbúin svo ég þurftí að bíða þar til daginn eftir, en þar sem ég var hvort eð er í vinnunni fyrir sunnan skipti það engu máli. Daginn eftir sótti ég tölvuna og búnaðinn og borgaði fyrir hann. Við höfðum samband við vin okkar sem vinnur við tölvur og báðum hann að setja búnaðinn upp fyrir okkur. Svar samþykkti að lána honum mæli til að stilla gervihnatladiskinn og hann sótti mælinn fyrir helgi. Á sunnudagskvöldið lagði hann af stað norður svo við tókum diskinn upp og allt sem fylgdi með honum. Þá kom í ljós að eitt stykki sem er nauðsynlegt til að hægt sé að stilla diskinn vantaði. Við þurftum því að snúa vini okkar við í Borgamesi og biðja hann að koma seinna. Á þriðjudagskvöldið kom hann aftur norður með stykkið sem vantaði og eyddi löngum tíma í að finna meikið, en það tókst ekki, svo hann setti upp hugbúnaðinn eftirþeim litlu leiðbeiningum sem hann hafði fengið hjá sölumanninum. Eitthvað fannst honum þetta snúinn búnaður svo ég sendi tölvupóst til tölvumanns Bændasamtakanna sem við vissum að væri með svona búnað og bað hann að hafa samband við okkur. Ég fékk póst til baka sem sagði að hann væri í sumarfni en kæmi aftur í byijunágúsL Mér leist ekki lengur á blikuna þegar tölvan hætti að ná sambandi við netið í gegnum ISDN tenginguna sem við vorum með áður. Þegar ég spurði sölumanninn út í það sagði hann að það gæti ekki verið, búnaðurinn hefði engin áhrif á aðrartengingar. Við ákváðum nú að fa annan mann með mæli til að finna meikið fiá gervihnettinum. Eftir nokkra klukkutíma og nokkur símtöl til Svars fannst merkið loksins. Að vísu var það ekki eins steikt og Svar gaf upp, en það var þó fiindið. Nú var boxið sem á að færa meikið inn í tölvuna tengt og kveikt á því. Ljósið sem átti að birtast þegar merkið væri fiindið lét ekkert á sér kræla. Sölumaðurinn gaf upp númer hjá manni sem hafði unnið hjá þeim við að setja þennan búnað upp og hann lét mig gá að ýmsu í vélinni. Þá kom í ljós að ekki var búið að setja búnaðinn ftíllkomlega upp og gerði ég það. Geisladiskurinn sem fylgdi með er mjög óaðgengilegur þannig að maður þurftí að vita nákvæmlega hvað átti að setja upp og hvað ekki. Engar leiðbeiningar fylgdu og enn kom ekkert ljós. Eftir heilan dag af fikti komst ég að því að boxið hafði aldrei verið sett upp í tölvunni. Ég gerði það og þá kom loksins íjósið langþráða. En tölvan sýndi enn engin viðbrögð og enn náðist ekkert samband í gegnum ISDN. Eg hringdi í sölumanninn og spurði hann meðal annars hvort ég ætti að piðfa að henda hugbúnaðinum út og gá hvort ISDN viikaði þá. Þá sagði hann með þjósti: "Það þýðir ekkert að skammast í mér!" Þetta þótti mér skrítiðþar sem ég hafði alls ekkert verið að skammast. Ég hélt áfram að spyija hann og hann viðuikenndi þá loksins að hann kynni ekkert á þennan búnað og ég yiði bara að tala við starfsmanninn hjá þeim sem sér um að setja búnaðinn upp. Á meðan ég beið eftir að ná sambandi við hann hélt ég áfram að fikta í tölvunni og allt í einu náði ég sjónvarpsstöðvunum inn, að vísu öllum nema Skjá einum sem ég fékk aldrei til að viika. Enn náði ég þó engu sambandi við netið, hvorki í gegnum búnaðinn né ISDN. Ég hringdi því í uppsetningarmanninn og spurði hann út í þetta. Hann sagði að það væri greinilega mál Landssímans að laga þetta. Þegar ég sagðist vera búin að hringja þangað sagði hann mér að tala við netþjónustuaðilann minn því þetta væri greinilega honum að kenna. Eftir samtal við mjög hjálplegan mann þar kom í ljós að ekki var hægt að tengja tölvuna í gegnum ISDN nema hugbúnaðinum fra Svari væri hent ÚL Til að athuga hvort eitthvað væri að símalínunni báðum við um viðgerðarmann ffá Landssímanum. Hann kom og athugaði allar Iínur og uppsetningar en fann ekkert athugaverL Hann sagði okkur hins vegar að Landssíminn væri eini netþjónustuaðilinn sem byði upp á D-rásar tengingu, nokkuð sem Svar hafði aldrei minnst á. Við keyptum því aðgang í gegnum Landssímann, en náðum samt ekki sambandi. Uppsetningarmaður Svars hringdi á föstudegi í lok júlí og bauðst til að koma og setja búnaðinn upp. Hann bauð mér 50% afslátt á uppsetningunni ef hann gæti nýtt ferðina í annað og þá myndi hún ekki kosta okkur nema um 25 þúsund. Þegar ég sagði það vera of mikið bauð hann uppsetninguna fh'tt ef ég seldi búnaðinn til tveggja nágranna minna, en það vildi ég ekki gera. Þegar ég sagði honum að ég hefði náð að tengjast með ISDN þegar ég henti hugbúnaðinum út sagði hann að þetta væri greinilega mál netþjónustuaðilans og sagði mér að hringja í hann. Þegar ég sagðist vera búin að því fór hann að kenna tölvunni um vandamálin. Hann sagði að harði diskurinn væri fiillur (vélin er ný) eða hún væri fiill af vírusum (erfitt að fa vírus ef maður kemst aldrei á netið). Svo sagði hann að ég ætti fyrst og ffemst að reyna að komast á netið því annars næði ég aldrei að tengjast við hnöttinn. Þá fór nú að síga í mig og ég spurði hann hvað hann héldi eiginlega að ég hefði verið að reyna síðustu þijár vikur. Þegar ég spuiði af hveiju Skjár einn viikaði ekki sagði hann að þeir væm löngu hættir að senda út og sagði að það væri ekki vandamál Svars þegar ég spuiði hvers vegna þeir væm þá að auglýsa hann með í pakkanum. Svo endaði hann á því að segja mér að ég væri að eyðileggja fyrir honum fostudaginn því hann hefði verið farinn að hlakka til að komast heim. Ég þakkaði honum þá fyrir ffábæra þjónustu og lagði á. Ég talaði við tæknimann hjá Skjá einum sem sagði mér að aldrei hefði staðið til að senda stöðina út á þennan hátt, Svar hefði einungis fengið leyfi til að senda hana út til prufu. Þegar við spurðum sölumanninn hvers vegna búnaðurinn hefði ekki verið settur upp í vélinni þegar þeir höfðu hana sagði hann að það hefði verið vegna þess að ég hefði sótt hana of snemma, en eins og kemur ffam ffamar í þessari grein er það ekki satL Þriðjudagur 16. september 2003 Eftír nokkra daga tókst mér, með því að aftengja kortið sem Svar setti upp í vélinni og nota ISDN feijaldið, að ná sambandi við netið í gegnum gervihnöttinn og fékk þá að sjá þessa svokölluðu "háhraðatengingu" sem mér var lofað. Tengingin var sambærileg við ISDN tenginguna sem ég var með áður og því fannst mér hún ekki vera að standa undir væntingum. Það var svo sem ágætt að vera loksins komin í samband, en mér tókst hins vegar ekki að sinna vinnunni því forritið sem ég nota þar viikaði ekki. í byijun ágúst hringdi tölvumaður Bændasamtakanna þegar hann hafði séð ffá mér tölvupóstinn og bauðst til að setja búnaðinn upp. Við fórum tíl hans og hann eyddi þremur tímum í að reyna að setja búnaðinn upp þannig að allt viikaði, en komst svo að því að til að nota vinnufoiritið og allar síður sem eru kestar, eins og Ld. heimabanka, gat ég ekki hafl gervihnattaihugbúnaðinn í tölvunni. Ég gat sem sagt valið á mUU þess að nota tölvuna tíl að vinna, eða tíl að horfa á 30 ítalskar sjónvarpsstöðvar og lesa fféttimar. Ég valdi fyrri kostinn og þá hreinsaði hann hugbúnaðinn út úr vélinni og setti ISDN hugbúnaðinn upp til að ég gæti þó verið sítengd á þeirri Utlu tengingu sem D-rasin býður upp á. Hann sagði mér að hann hefði búnaðinn ffá Svari til reynslu og eina leiðin til að fa hann tU að virka væri sú að hafa sér tölvu fyrir hann sem ekkert annað væri í. Sölumaðurinn hjá Svari hefur sagt okkur að þeir taki búnaðinn ekki til baka nema fa tölvuna til sín fyrsL Ekki veit ég hvað þeir vUja með hana, en eftír samskipti mín við þessa menn er nokkuð ljóst að ég treysti þeim ekki fyrir tölvu með trúnaðaigögnum. Búnaðurinn sjálfur kostaði okkur rúmar 40 þúsund krónur. Með þeim kostnaði sem bætist við ffá þeim sem leituðu að merkinu ffá gervihnettinum og kostnaðinum við að reyna að setja búnaðinn upp og hreinsa hann svo út fer heildaikostnaður væntanlega að nálgast 100 þúsund. Þá er ekki búið að reikna inn í þetta vinnutap fjármálastjóra hjá ríkisstofhun og bónda í heyskap. Ég vil því vara fólk við að kaupa þennan búnað nema það vilji eyða ómældum tíma í að setja hann upp til þess eins að horfa á ítalskar sjónvaipsstöðvar og lesa fféttimar á vefnum, því það er nánast það eina sem hann er nothæfur í. Að lokum vU ég bæta því við að mér finnst sorglegt hve erfitt er að fa almennilegar nettengingar í dreifbýlið. Bændur og aðrir sem búa í meira en þriggja kílómetra fjarlægð ffá símstöð sitja engan vegjnn við sama borð og allir hinir. Þetta gerir það að veikum að fjarvinna er enn aðeins fjarlægur draumur og margir fa aldrei tækifæri til að vinna við það sem þeir vilja á sama tíma og þeir búa þar sem þeir vilja. Jenny Joliansen fjánnúlastjóri og bóndi Mýrum III Húnaþingi vestra lUýjar reglur um erfðabreytt aðföng til landbúnaðar Nýjar reglur ESB verða til þess að í ffamtíðinni verður óheimilt að markaðssetja fóður hér á landi sem inniheldur erfðabreytt efni nema viðkomandi efni hafi fengið blessun ESB. Einnig þarf að merkja fóðrið sérstaklega. Þá verður að N vera hægt að rekja feril þess frá uppruna til notkunar. Auk þess þarf að fylgjast með erfðamengun í ómerktu fóðri sem á að vera án erfðabreyttra efna. Evrópuþingið samþykkti tvær tillögur framkvæmdastjómar Évrópusambandsins (ESB) um breytingu á reglum um erfðabreyttar lífverur 2. júlí sl. í kjölfar þess hefúr nokkur umræða orðið í fféttum um áhrif sem þetta kemur til með að hafa hér á landi, en þau geta orðið nokkur á íslenskan landbúnað, aðföng til hans og afúrðir. í erfðabreyttum lífVemm hefúr erfðaefni (DNA) verið breytt á annan hátt en gerist í náttúrunni við pörun og/eða náttúrlega endurröðun. Þessar breytingar hafa aðallega verið gerðar á örverum og plöntum. Flestar þær plöntur sem fluttar eru inn til notkunar í hefðbundnum landbúnaði eru af * tegundum sem ekki hefúr ennþá verið breytt með þessum hætti. Litlar líkur eru því á að erfðabreytt sáðvara sé flutt til landsins. Allur er þó varinn góður og aðfangaeftirlitið fylgist vel með því að erfðabreytt sáðvara berist ekki til landsins, enda eru slíkar plöntur mikið notaðar í öðmm landbúnaði erlendis s.s. garðrækt og ylrækt. Ef reynt er að flytja inn fræ af slíkum plöntum á að stöðva það í tolli og tilkynnir aðfangaeffirlitið þá Umhverfisstofhun um málið, - en hún hefúr umsjón með skráningu erfðabreyttra lffvera hér á landi. Reglur ESB skipta okkur máli vegna þess að samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efhahagssvæðið (EES) emm við skuldbundin að taka upp reglur ESB, með örfaum undantekningum einkum að því er varðar landbúnað. Erfðabreyttar lífvemr falla ekki undir þessi undanþáguákvæði þar sem hvorki sáðvara né fóður em undanskilin ákvæðum samningsins. Við þurfúm því að taka upp þær reglur sem ESB setur varðandi þessi aðföng landbúnaðarins. Árið 1990 setti ESB í fyrsta sinn löggjöf um erfðabreyttar lífvemr og í framhaldi af því var sett löggjöf hér á Iandi til samræmis árið 1996. Markmið laganna var að vemda neytendur og umhverfi gegn óæskilegum áhrifúm sem hlotist geta af breytingunum, en á sama tíma að vera ekki markaðshindrandi fyrir skaðlausar erfðabreyttar lífvemr. Sett vom ákvæði um sérstaka viðurkenningu ESB og samþykki aðildarlandanna til að markaðssetja þessar lífvemr eftir að sýnt hefði verið fram á skaðleysi þeirra. Árið 2001 herti ÉSB reglumar um viðurkenningu vemlega með setningu reglugerðar sem kom til ffamkvæmda á sl. ári. Þar er krafist áhættumats áður en af viðurkenningu getur orðið. Þessar reglur taka þó ekki til afúrða sem erfðabreyttar lífvemr ffamleiða svo ffamarlega að þær geti ekki fjölgað sér. Sáðvara fellur því undir reglumar en ekki fóður ffamleitt úr lífVemnum eða afúrðum þeirra. Þær reglur sem Evrópuþingið var að samþykkja ná affur á móti bæði til fóðurs og matvæla. Viðurkenning ESB á erfðabreyttum efhum verður byggð á áhættumati sem ffamkvæmt verður af Matvælaöryggisstofhun Evrópu. Viðurkenningin verður veitt án tillits til notkunar þ.e. hún verður veitt bæði fyrir fóður og matvæli. Endanleg ákvörðunin um veitingu verður tekin í samráði við fastanefhd ESB um neytendavemd og heilbrigði dýra. Þar hefúr ísland fúlltrúa með rétti til þátttöku í umræðum og til tillöguflutnings. I nýju reglunum em ströng skilyrði um merkingar. Þar er þess meðal annars krafíst að erfðabreytt fóður sé sérstaklega merkt, en sú kvöð hefúr verið varðandi sáðvöm síðan 1998. Merkingamar ná yfir allt fóður sem er framleitt úr erfðabreyttum lífVemm, efnum sem þær ffamleiða og fóður sem inniheldur eitthvað af þessum efhum. Það þarf aftur á móti ekki að merkja sérstaklega afúrðir búfjár sem fengið hafa erfðabreytt fóður. Einnig em í reglunum ákvæði um rekjanleika. Kveðið er á um að hægt sé að rekja feril fóðursins ffá uppmna til notkunar. Mikil áhersla er lögð á þetta, bæði með tilliti til neytenda og umhverfis. Reyndar em í gildi reglur um rekjanleika fóðurs hér á landi þannig að ekki er ljóst hversu mikil breytingin verður. Reglumar kveða einnig á um mörk fyrir óumflýjanlega mengun erfðabreyttra efha í fóðri sem ekki á að innihalda erfðabreytt efni. Þannig getur fóður sem á að vera laust við erfðabreytt efni innihaldið allt að 0,9% þeirra án þess að það þurfi að merkja sem erfðabreytt fóður. Vegna þess að ESB hefúr ffam að þessu ekki haft neinar sér reglur varðandi erfðabreytt efni i fóðri, hafa EES löndin getað sett sínar eigin reglur. Til dæmis hafa Norðmenn mjög strangar reglur á þessu sviði. Nú þegar ESB hefúr samþykkt nýjar reglur mega EES löndin ekki lengur hafa sér reglur. Þannig má reikna með að Norðmenn verði að aðlaga reglur sínar reglum ESB. Reglumar verða teknar inn í viðauka við EES samninginn og síðan í íslenska löggjöf. í ffamtíðinni verður því óheimilt að markaðssetja fóður hér á landi sem inniheldur erfðabreytt efhi nema efhið hafi verið skráð hjá ESB áður. Einnig þarf að merkja fóðrið sérstaklega. Þá verður að vera hægt að rekja feril þess ffá uppmna til notkunar. Auk þess þarf að fylgjast með erfðamengun í ómerktu fóðri sem á að vera án erfðabreyttra efiia. Aðfangaeflirlitið hefúr haflst handa við undirbúning að þessu eftirliti. Slíkar mælingar fara ffam erlendis í sérhæfðum greiningarstofúm og em þær erfíðar og dýrar. Reynt verður effir megni að sjá til þess að neytendur fái þær upplýsingar sem þeim ber varðandi erfðaefhi bæði í sáðvöm og fóðri. /Ólafúr Guðmundsson, aðfangaeftirlitinu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.