Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 16. september 2003 21 Bændur með betri tök á bókhaldinu Búnaðarsamtðk Vesturlands flyjja að Hvanneyri Búnaðarsamtök Vesturlands flytja að Hvanneyri Búnaðar- samtök Vesturlands hafa fest kaup á húsnæði að Hvanneyri og flutt þangað starfsemi sína. Húsnæði samtakanna í Borgarnesi hefur þegar verið selt arkitektastofunni Land- línum. Á aðalfúndi Búnaðarsam- taka Vesturlands, sem haldinn var að Hvanneyri 11. apríl sl., var samþykkt að heimila stjóm BV að ganga til viðræðna við Hvannir ehf. um kaup á hús- næði undir starfsemina á Hvanneyri á grundvelli tilboðs Hvanna ffá 17. febrúar 2003. Jafhffamt heimilaði aðalfund- urinn að eignarhluti í BV í Borgarbraut 61 yrði seldur. Heimildin var háð því að niður- staðan yrði ekki fjárhagslega íþyngjandi fyrir samtökin. Eiríkur Blöndal, ffam- kvæmdastjóri BV, sagði að stjómendur samtakanna teldu það leið til þess að tryggja bændum á þjónustusvæðinu bestu mögulegu ráðgjafar- þjónustu að komast í nábýli við kennslu-, rannsókna- og þjónustustofnanir landbúnað- arins á Hvanneyri. Málið væri ekki óumdeilt, en þetta hefði verið niðurstaða aðalfúndar. Bændablaðiö kemur næst út 30. september Mun minna álag var á þjónustuaðila dkBúbótar síðustu viku ágústmánaðar nú í ár en sömu viku í fyrra. Þetta er athyglisvert þar sem notendur forritsins em þrefalt fleiri nú en þá. Almennt mun hafa gengið afar vel að ganga ffá virðisaukaskattsuppgjöri og nær allir lokið því án hjálpar þjónustuaðila. Gmnnástæða þessa er líklega sú að forritið er einfalt og þægilegt í notkun. Einnig hafa notendur dkBúbótar verið duglegir að sækja námskeið í notkun þess og ætla má að það hafi skilað einhverju. Að síðustu má nefna að notendur sem em orðnir vanir að nota forritið leiðbeina nágrönnum og vinum en þessi samhjálp er líklega nefnd jafningjaffæðsla á fagmáli. /SE EINKAVEGUR Private Road - No Entry Chemin pmé • Passage interdit Privatweg ■ Kein Zutritt y*V l-- r ‘V. h. Hér vantar ekkert - nema ef til vill nokkur orð á esperantó... Merkingar af þessu tagi voru vart til fyrir nokkrum árum. „Vatn er nauðsynlegt, lika lyrir heilann"! í grein Óðins Gíslasonar og Torfa Jóhannessonar hér á síðum blaðsins fyrir sumarffí fjölluðu þeir um brynningarmál og þýðingu vatns íyrir nautgripi. Ég tek undir orð þeirra og vil að gefhu tilefni minnast sérstaklega á örfá atriði sem lúta að uppsetningu og ffágangi á drykkjarkömm, sem því miður er alltof oft ekki í lagi. Gott aðgengi aó vatni tryggir betri nyt Eitt af því sem maður sér of oft má sjá er bæði of fáir/takmarkaðir drykkjarstaðir fyrir kýr i legubásafjósum hérlendis (og erlendis). Reglan varðandi uppsetningu á drykkjarkerjum er einfold, 12 kýr á hvem lengdarmetra drykkjarkers. Mörgum fmnst þetta mjög vel í lagt og má vel vera, en rétt er þá að minna á niðurstöður erlendra rannsókna sem sýnt hafa að því betra sem aðgengið er að vatninu - því meiri mjólk skilar sér í tankinn. Annað atriði sem kemur stundum fyrir er röng hæð á drykkjarkerjunum. Kúm er eiginlegt að drekka vatn með höfúðið í ákveðinni stöðu. Eftir því sem kerin eru hærri, því erfiðara er fyrir kýmar að "þamba" vatnið - sem er einmitt það sem við viljum að þær geri. Hafið því ekki meira en 80 cm ffá efstu brún pallsins fyrir neðan. Ekki hafa áhyggjur af vatnssulli þar sem em opnir flórar, niðurfallið (sjá hér að neðan) leysir það mál! Fótpallur Reynslan hérlendis hefúr kennt okkur að mun betra er að láta steyptan pall undir diykkjarkörin en að hafa jámrör utan með þeim, til vamar því að kýmar skíti/mígi í vatnið. í flestum legubásafjósum er hægt að koma því við að kýr hafi aðgengi að vatni við gangenda og/eða við enda á básaröðum og þar ætti að vera auðvelt að koma við fótpalli. Pallurinn þarf að ná um 50 cm út fyrir drykkjarkarið á hvem kant og hæðin má ekki vera minni en 10 cm en ráðlegt að hafa hann 15-20 cm. Pallinn ætti að steypa og hafa á honum smá vatnshalla. Það kemur í veg fyrir að vatn sitji uppi á pallinum og minnkar líkur á sóðaskap. Niðurfall Þar sem opnir flórar eru þarf að huga sérstaklega að því hvar vatn sem sullast út fýrir kerin á að fara niður. Algerlega ótækt er að láta vatnið renna eftir flómum að öðmm enda fjóssins. í slíkum tilfellum em gangamir alltaf leiðinlega blautir og sóðalegri en ella. Nauðsynlegt er því að setja niðurfall eða sambærilega lausn nálægt vatnskerjunum. Snorri Sig., LK AU G LÝSIN G um úreldingu sauðfjársláturhúsa á árunum 2003 og 2004. Framkvæmdanefnd búvörusamninga auglýsir eftir umsóknum um úreldingu sauðfjársláturhúsa á árunum 2003 og 2004 þar sem greiddar verða bætur í samræmi við reglur nr. 651/2003 um úreldingu sauðfjársláturhúsa á árunum 2003 og 2004 en reglurnar eru birtar á heimasíðu landbúnaðarráðuneytisins, veffang: www.landbunadarraduneyti.is. Bætur fyrir úreldingu er heimilt að greiða eigendum sauðfjársláturhúsa sem hlotið hafa löggildingu landbúnaðarráðherra og hafa verið nýtt til sauðfjárslátrunar árin 2000-2002. I framangreindum reglum kemur fram hvaða upplýsingar skuli koma fram í umsóknum og hvaða gögn skulu fylgja. Umsóknir skulu sendar framkvæmdanefnd búvörusamninga, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 25. september 2003 ef úrelding tekur gildi 1. september 2003 en til 31. desember 2003 ef úrelding tekur gildi 1. janúar 2004 eða 1. desember 2004. Framkvæmdanefnd búvörusamninga, 3. september 2003. BÆNDUR! Kjötsagir og hakkavélar á lager. NORDPOST POSTVERSLUN Árnarberg ehf sími 555 ■■ 4631 & 568 - 1515 Dugguvogi 6-104 Reykjavík iANDSTOLPI m Fjós eru okkar fag • Weelink - fóðrunarkerfi • Ametrac - innréttingar í fjós • Promat og AgriProm - dýnur • Zeus Beton - steinbitar • Dairypower - flórsköfukerfi • PropyDos - súrdoðabrjóturinn • Urban - kjarnf.básar, kálfafóstrur • Skipulag fjósa, hönnun og ráðgjöf - Nýbyggingar, viðbyggingar, breytingar - Hafið samband - við mætum á staðinn Landstólpi ehf. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: 4370023 / 8694275 s: 4865656 / 8989190

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.