Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 18
»
18 Bændoblaðið Þriðjudagur 16. september 2003
.Fræoppskeran með
lakara múti í ár
Landgræðslan safnar fræi af
nokkrum tcgundum til land-
græðslu ár hvert. í ár er fræ
skorið af alaskalúpínu, berings-
punti, túnvingli og melgresi.
Þrátt fyrir góða tíð í sumar er
fræuppskeran með lakara móti.
Alaskalúpínan gaf lítið fræ og
beringspunturinn er mjög gisinn
og kemur því lítið fræ af honum.
Fræþroski er þó fyrr á ferðinni
en oft áður og er beringspuntur-
inn t.d. um tveimur vikum fyrr
en í meðalári. Sömuleiðis hefur
melfræið þroskast snemma og
hófst fræskurður um 18. ágúst i
Landeyjum og í Þorlákshöfn
nokkru síðar.
„Við höfum í rauninni enga
góða skýringu á því hvers vegna
fræuppskeran er svona léleg eftir
hið góða sumar. Fræið af berings-
puntinum er þurrefnisríkt og gott
fræ sem slíkt en af einhverjum
ástæðum eru akramir mjög gisnir
og þess vegna er uppskeran í
lakara lagi. Þroski fræsins er
hraðari en undanfarin ár en við
vitum ekki hvers vegna akramir
em svona gisnir," sagði Magnús
Jóhannsson, lífffæðingur hjá
Landgræðsluunni. Hann segir það
ekki vera að kenna rangri
áburðargjöf, en verið sé að rann-
saka áburðarþörf beringspunts í
frærækt og niðurstöður tilraunanna
hingað til hafa ekki sýnt að gisnir
akrar í ár tengist áburðargjöf.
Beringspuntur er eins og
lúpínan ættaður ffá Alaska. Hann
er notaður við uppgræðslu á
sendnum svæðum og hefur verið
mikið notaður á Mýrdalssandi og
Hólsfjöllum. Beringspuntur er ná-
skyldur snarrót en myndar ekki
þúfúr eins og hún. Hann er þurrk-
þolin og þurftarlítil planta og þolir
svellmyndun betur en önnur grös.
Melgresi er aftur á móti öflugasta
planta sem til er hér á landi til að
stöðva sandskrið og þrífst þar vel.
Melgresisffæ er hins vegar mjög
dýrt ffæ vegna þess að það er mikil
vinna við að ná því, þreskja og
þurrka.
Magnús segir útlit fyrir mikið
og gott ffæ af birki í haust a.m.k. á
Suðurlandi. Þar er fræsöfhun hafin
enda er birkið líkt og aðrar tegund-
ir óvenju snemmþroska í ár. "Við
hvetjum alla sem áhuga hafa á
landgræðslu að safna birkiffæi í
haust og senda okkur til verkunar -
því verður vel tekið og vel nýtt,"
sagði Magnús að lokum.
Mjólkursamlagið á ísafirði efni til hins árlega rjómaballs fyrir skömmu og skemmtu menn sér
konunglega. Þetta er árleg skemmtun bænda í ísafjarðarsýslum. Jón Jens og Jóhannes Kristjánsson
skemmtu og Hermann Gunnarsson - Hemmi Gunn - var veislustjóri. Starfsmenn Hótel Eddu á Núpi
sáu um matargerð og eftir matinn var stiginn dans undir leik Baldurs og Margrétar á ísafirði. Þess
má geta að stjórn Bændasamtaka íslands var á rjómaballinu, en hún hafði verið með stjórnarfund á
Núpi fyrr umdaginn.
Guðmundur Steinar Björg-
mundsson og Sigríöur Magnús-
dóttir Kirkjubóli. Á myndinni
fyrir neðan eru þau Svala
Sigríður Jónsdóttir, mjalta-
stúlka í Birkihlið og Botni og
Svavar Birkisson, Birkihlið.
T.v. er hún Guörún F. Björnsdóttir en á
myndinni fyrir ofan eru Elínborg
Snorradóttir og Bergsveinn Gíslason,
Mýrum. Á myndinni fyrir neöan eru þau
Einar Guðmundsson og Briet
Böðvarsdóttir Seftjörn.
Páll Sigurðsson
fyrrum mjólkur-
bússtjóri MÍ
ENDURMENNTUN
GARÐYRKJUBÆNDA,
Fræðslu- og kynnisferðir
haustið 2003 '
í ö.grein Aðlögunarsamnings í garðyrkju segir að veitt verði
framlög til kynninga-, rannsókna-, þróunar- og
endurmenntunarverkefna í ylrækt og garðrækt. i samningnum
segir, m.a.: "Um er að ræða stuðning til eflingar inni- og
útiræktun á grænmeti og kartöflum". "Forgang hafi
rekstrarhagræðing, ræktunartækni og endurmenntun bænda".
Hér með auglýsir Samband garðyrkjubænda eftir umsóknum
um ferðastyrki til grænmetis- og kartöflubænda á sýningar,
ráðstefnur og heimsóknir til framleiðenda haustið 2003, í
samræmi við Aðlögunarsamninginn.
í umsókn komi fram:
1. Hvert og hvenær verði farið.
2. Áætlaður kostnaður.
3. Skuldbinding um að skila skýrslu um ferðina að henni
lokinni. Sé um hópferð að ræða er miðað við að fararstjóri
skili skýrslu fyrir hópinn.
Undirbúningur ferða á sýningar er hafinn.
Fjárhæð styrks á mann verður ákveðin þegar fjöldi umsókna
liggurfyrir.
Umsóknir berist Sambandi garðyrkjubænda í síðasta lagi 5.
október n.k.
Nánari upplýsingar gefa ráðunautur Bl. í garðyrkju
í símum 480-4318 eða 899-4178 og framkvæmdastjóri SG.,
í símum 480-4311 eða 891-9581.
é
ÍSLENSK
GARÐYRKJA
- okktir allni wjiki.1
Samband
garðyrkjubænda
SP, R
Bæjarlind 1 • Sími 544 4510
Opið alla daga kl. 10 - 20
Spar Bæjarlind, Kópavogi, er góður kostur fyrir þá
sem vilja gera hagkvæm innkaup til heimilisins, allt á
einum stað og á frábæru verði
Verðlækkunin varð vegna gengisþróunar
Sláturfélag
Suðurlands auglýsti í
vor eftir hrossum til
slátrunar. Bóndi sem
sendi þrjú fúllorðin
hross til slátrunar í
maí hafði samband
við Bændablaðið og
greindi frá því að
hann hafi fengið 45
kr./kg án vsk. Alls
19.678 kr. m. vsk
þegar búið var að
draga frá flutning,
stofnsjóð og verð-
jöfnunargjald. Það
var svo borgað út 25. júní en þann
18. júlí kom svo bakreikningur
upp á kr. 9.083 kr. þar sem
kílóverðið er komið niður í 30
kr./kg án vsk. Eftir standa því
10.595 kr. m.vsk fyrir þrjú hross.
Hermann Amason hjá slátur-
húsi SS á Selfossi sagði að Kjöt-
framleiðendur ehf., sem annast
útflutning hrossakjöti, sjái um
verðlagninguna á því. Skilaboðin
frá þeim um verðlækkunina
bárust ekki til SS fýrr en of seint.
Sláturfélagið var með hjá sér 45
krónu verðið frá því vetur og
gerði upp samkvæmt því.
Akvörðun Kjötffamleiðenda ehf.
um lækkun niður í 30 kr./kg barst
of seint.
Skekkju sem
þurfti aó leiðrétta
Hreiðar Karlsson,
fr amkvæmdastj óri
Kjötffamleiðenda ehf.,
sagði að SS hefði verið
sent bréf í maí um 30
kr. verð ,á hrossakjöti
en það hefði ekki
komist inn í kerfið hjá
fyrirtækinu fyrr en
búið var að gera upp
við einhverja aðila á
eldra og hærra verði.
Hann segir að
ástæða þessarar verð-
lækkunar hafí verið sú óhagstæða
gengisþróun sem verið hefúr á
þessu ári. Hreiðar segist hafa sent
út í febrúar bréf þess efnis að
vegna gengisþróunarinnar yrði
verð fyrir hrossakjöt til út-
flutnings að fljóta um sinn og
ráðast af gengi á uppgjörsdegi.
Hreiðar segist telja að sið-
ferðislega standist það að senda
bakreikning þegar svona stendur
á, það sé aðeins verið að leiðrétta
skekkju. Og ekki síst í ljósi þess
að ef mistökin hefðu verið í öfúga
átt hefði bændum verið bætt upp
verðið eftir á. „Þama var um
skekkju að ræða, sem þurfti að
leiðrétta, og menn leiðrétta yfir-
leitt skekkju á hvom veginn sem
hún er," sagði Hreiðar Karlsson.