Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 24
Bændablaðið Þriðjudagur 16. september 2003 $2 ISEWHOLLAND Tæki sem fagmenn þekkja og treysta VEIAVERf NámskeiO íyrir búQár- . eftirlitsmenn Starfi forðagæslumanna hefur verið breytt samkvæmt nýjum lögum um búfjáreftirlit og forðagæslu. Samkvæmt reglu- gerðinni verða búfjáreftir- Iitsmenn að hafa búfræði- menntun og hafa sótt sérstakt námskeið fyrir búfjáreftirlits- menn. Sfðastliðið vor voru fyrstu námskeiðin haldin en vegna þess hve reglugerðin kom seint fram og ekki hafði tekist að skipa búfjáreftirlitsmenn skv nýju lögunum voru námskeiðin fremur illa sótt. Gunnar Sæmundsson, stjóm- 1 m armaður BÍ, segir að nauðsynlegt sé að koma námskeiðahaldi aftur á og undirbúa það betur en gert var í fyrra. Hann segist vonast til að Bændasamtökin sjái til þess að námskeið verði haldið tímanlega. Sveitarfélögin greiða laun búfjár- eftirlitsmanna en Bændasamtökin eiga að sjá um að námskeið fyrir þá séu haldinn. Óttar Geirsson, jarðræktar- ráðunautur BÍ hafði umsjón með námskeiðunum s.l. vor . Hann í.^asegir undirbúningstímann hafa verið of skamman vegna þess hve seint reglugerðin var sett. Gunnar Guðmundsson, for- stöðumaður ráðgjafasviðs BÍ, segir að til greina komi að tví- skipta námskeiðunum. I haust verði haldin námskeið fyrir bú- fjáreftirlitsmenn til þess að upp- fylla lagaskyldur varðandi réttindi þeirra. Hinsvegar sé búfjáreftir- litsmönnum ætlað þýðingarmikið hlutverk varðandi ráðgjöf og eftirlit með skráningu upplýsinga í gæðahandbók vegna gæðastýring- ar í sauðfjárrækt sem tekur gildi un næstu áramót. Á það eftirlit - muni fyrst reyna við reglubundna ^vorskoðun búfjáreftirlitsmanna vorið 2004 . Því geti verið heppilegt að halda sérstök nám- skeið með áherslu á eftirlitsþætti gæðastýringarinnar skömmu áður en eftirlit fer ffam. Bænddilaðið kemur næst út 30. september. Auglýsingasíminn er 563 0300 SkinnaverO hækkar á nppboði Á uppboði sem nú stendur yfír í Kaupmannahöfn á minka- og refaskinnum hefúr verðið heldur hækkað. "Reyndar hækkuðu refaskinn nánast ekki neitt í dollurum og er verð þeirra algjörlega óviðunandi í dag", sagði Einar Einarsson ráðunautur í loðdýrarækt. "Minkaskinn hafa hækkað meira en menn reiknuðu með og er það gleðilegt eftir sífellt lækkandi skilaverð á síðustu mánuðum, mest vegna sfyrkingar dollars. Reyndar eiga breytingar á gengi sinn þátt í þessu en dollarinn hefúr á síðustu vikum fallið gagnvart dönsku krónunni um 7-8%. En samhliða því þá hækkuðu skinnin í dollurum um ca. 10-15% að meðaltali," sagði Einar. Að sögn Einars er þetta fyrst og ffemst ánægjulegt gagnvart markaðnum en það er ljóst að áhugi kaupenda á skinnum er enn mikill. "Hinsvegar eru því miður flestir íslenskir bændur búnir að selja mest alla sýna ffamleiðslu og eiga því yfirleitt fá eða engin skinn á þessu uppboði, en vonandi er þetta merki um það sem koma skal á næstu uppboðum," sagði Einar að lokum. Göngur standa nú sem hæst og ungir sem aldnir flykkjast í réttir. Hér eru tveir ungir menn af höfuðborgar- svæðinu, sem dvelja á Brúnastöðum í Fljótum, Elías (t.v.) og Hlynur að draga fé í Stíflurétt í Skagafirði á dögunum. /Bændablaðið örn Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, hleypir heitu vatni á Gunnarsholt. Hitaveita komin í Gunnarsholt I kynnisferð sem Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra bauð ungliðum stjórnmálaflokkanna og fréttamönnum í á dögunum var m.a. komið við í Gunnars- holti (sjá bls. 8). Þar tók Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri á móti hópnum, bauð upp á kaffi og meðlæti og kynnti hina viða- miklu starfsemi Land- græðslunnar. En áður en til þess kom opnaði Guðni Ágústsson formlega fyrir nýja hitaveituæð sem lögð hefur verið að Gunnarsholti. Ingvar Baldursson hitaveitu- stjóri sagði að þetta væri stór stund fyrir Hitaveitu Rangæinga og að sjálfsögðu fyrir Land- græðsluna í Gunnarsholti. Hann sagði að fyrst hefði verið farið að ræða um að koma hitaveitunni upp að Gunnarsholt árið 1999 en framkvæmdir hófúst í apríl sl. Hitaveitulögin að Gunnars- holti er 10 km löng og dælustöð á miðri leið. Þar er rafstöð sem fer sjálfkrafa í gang ef rafmagns- truflanir verða þannig að hita- veitan á að vera fullkomlega tryggð í Gunnarsholti. Eftir að ráðherra hafði opnað fyrir heitavatnsæðina var gestum, starfsfólki í Gunnarsholti og þeim sem unnu við að leggja hita- veituæðina boðið upp á kaffi og glæsilegt meðlæti. Var greinilegt að fognuður ríkti hjá heima- mönnum í Gunnarsholti vegna tilkomu hitaveitunnar. SkyMnmerkingar hrossa Reglugerð um merkingar búfjár (Nr. 463/2003) var gefín út af landbúnaðarráðuneyti nú í sumar en l. samkvæmt henni er sú tíð nú liðin að hestamenn og hrossabændur geti átt ómerkt hrossastóð einhversstaðar úti á mýri. 117. grein reglugerðarinnar segir einfaldlega að öll ásetningsfolöld, fædd eftir 1. janúar 2003, skuli einstaklings- merkt við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Með einstaklingsmerkingu er hér að m sjálfsögðu átt við fúllgilda ör- eða frostmerkingu. Þetta er hins vegar ekkert óskaplega stórt skref að stíga því þetta kerfi er að stærstum hluta þegar komið í gang hjá hestamönnum. Þannig hefúr verið í gildi skyldumerking á öllum sýndum kynbótahrossum og útflutningshrossum auk þess sem svokölluð A-vottun á ættemi hefúr gert kröfú um merkingar með þessum hætti. Sem dæmi um hversu tiltölulega vel hrossabændur eru undirbúnir fyrir þessa reglugerð má nefna að allt að 90% af folöldum sem sett hafa verið á til lífs á síðustu ámm em skráð í WorldFeng og fast að 70% þeirra em einstaklingsmerkt. Þrátt fyrir þessa ágætu stöðu þarf samt að gera átak og þeir sem ekki hafa hirt um að merkja sín ásetningshross þurfa að huga að þeim málum sem allra fyrst. Hvað slátur- hrossin varðar þá segir reglugerðin að folöld sem slátrað er fyrir 10 mánaða aldur skuli auðkenna þannig að fæðingamúmer móður sé gefið upp við slátmn. Þetta atriði mun þó ekki í raun koma til framkvæmda fyrr en kemur að því að slátra folaldi undan hryssu sem fædd er eftir 1. janúar 2003. Þeir sem hafa alið hross einhliða til slátmnar hafa því ennþá nokkum tíma til þess að undirbúa sín mál. Einfaldasta leiðin fyrir þessa aðila til þess að hafa sín mál á þurru er einfaldlega að taka þátt í skýrsluhaldinu með nákvæmlega sama hætti og þeir sem sem stunda reiðhestarækt hafa gert um árabil. Þess má geta að allar upplýsingar um ör- og ffostmerkingar og skýrsluhald BÍ má finna á vefslóðinni www.bondi.is undir "hrossarækt" en einnig hjá ráðunautum BÍ (s. 563-0300, agust@worldfengur.com, ord@bondi.is) og hjá búnaðarsamböndum um land allt. /Ág. Sig.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.