Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið Þriðjudagur 16. september 2003 Fyrr á þessu ári greindi Bændablaðiö frá hinni miklu fjölgun á ref í friðlandinu á Hornströndum og þeim skaöa sem hann veldur í svartfuglsvarpi þar um slóðir. Þá hefur verið skýrt frá kvörtunum bænda yfir því að refurinn sæki nú í stórum stíl út úr friðlandinu á Hornströndum eftir því sem honum fjölgar og að honum þrengir þar. En það er víðar sem refnum fjölgar stórlega. Ingi Þór Yngvason frá Skútustöðum í Mývatnssveit hefur um langt árabil verið aðal refa- og minkaveiðimaður þar í sveit og segir að ref hafi fjölgað ótrúlega mikið þar á síðustu misserum. Hann var spurður um ástæðuna fyrir fjölguninni. Byggingarþjónustan fær nýjan starfsmann Byggingarþjónusta Bændasamtakánna hefur ráðið Sigurð Bjömsson byggingartækniffæðing til starfa. Hann mun aðallega sinna burðar- virkjahönnun og vinnslu teikninga í AutoCad. Sigurður er Skag- firðingur og fæddur 1970. Hann er með sveinspróf í húsasmíði og hefur talsverða starfsreynslu á því sviði. Árið 1994 útskrifaðist hann sem byggingartæknifræðingur frá Tækniháskóla íslands og starfaði eftir það m.a. sem tækniffæðingur hjá verkffæðistofunni Hniti og frá 1997 sem ráðgjafi á burðarþolssviði hjá VSÓ. Sigurður hóf störf hjá B.í. 1. september. bændur greiði kostnaðinn á móti Vegagerðinni. Þetta virkar ekki vegna þess að sumir bændur og aðrir landeigendur sjá sér engan hag í því að halda við vega- girðingum þó að aðrir geri það. Fyrir bragðið er viðhald vega- girðinga ekki markvisst og sam- fellt," segir Ólafúr. Hann bendir á að það sé eðli- legt að ríkisvaldið komi til móts við bændur og leggi til vega- girðingar og sjái um viðhald þeirra að öllu leyti þegar farið er með vegi yfir land þeirra og nýtingar- möguleikar jarðarinnar þannig skertir. Sömuleiðis lendi margir bændur í vandræðum með að koma búfénaði sínum yfir fjölfarna vegi í landi sínu og þess vegna ætti Vegagerðinni að vera skylt að leggja undirgöng undir þessa vegi þar sem þörfin er mest. „Mér finnst það vera tíma- skekkja og siðferðilega rangt að bændur séu látnir bera kostnað af vegagirðingum eftir að ruðst hefúr verið með vegi í gegnum lönd þeirra. Það er samfélagið sem á að bera þennan kostnað," segir Ólafúr Dýrmundsson. r r I vélasal hjá Istex VegagirQingar og lausaganga búfjár í miklum ólestri Ingi Þór Yngvason, refa- og minkaveiðimaOur í Mývatnssveit Refurinn flæðir yfir landiO Víðast hvar í þéttbýli landsins er lausaganga búfjár bönnuð og hafa samþykktir þess efnis komið fram á síðustu tuttugu til þrjátíu árum eða svo. Til að mynda er lausaganga alls búfjár bönnuð sums staðar í Landnámi Ingólfs og var ný samþykkt þar um fyrir Reykjavík staðfest 11. júlí síðastliðinn. Síðan eru mörg sveitarfélög í dreifbýli með reglur um bann við lausagöngu hrossa. í Landnámi Ingólfs eru nú yfir- leitt ekki settar upp gripaheldar girðingar meðffam vegum heldur er fénaðurinn girtur af í hólfúm sem er talið heppilegt þegar fátt er fénaðar eins og víða er í þéttbýli. Ólafúr Dýrmundsson landnýt- ingarráðunautur, sem átti sæti í vegsvæðanefnd, segir að utan þéttbýlis sé nær ómögulegt að koma á banni við lausagöngu sauðfjár því það vanti girðingar til þess að hægt sé að ffamfylgja því. Hann segir að þó sé það til að lausaganga sauðfjár sé bönnuð á afmörkuðum vegsvæðum í dreifbýli en almennt sé það þó ekki. Galli i vegalögum „Sannleikurinn er sá að öll þessi mál eru í miklum ólestri. Það er til að mynda ákvæði í vega- lögum sem segir að ef girt er beggja vegna vegarins sé lausa- ganga bönnuð. Þetta er meingallað vegna þess að það segir ekki í þessum sömu lögum að lokað skuli inn á vegsvæðið. Það geta verið girðingar beggja vegna vegar i einn eða tvo kílómetra en við enda þeirra er engin hindrun fyrir skepnur að fara inn á þetta hlið- argirta vegsvæði. Þess vegna má segja að þetta sé verra en ekki neitt og þessum lögum verður að breyta. Við lögðum það einmitt til í skýrslu vegsvæðanefndar fyrir rúmum tveimur árum. Við lögðum þar líka til að vegagirðingar yrðu samfelldar og þar sem þær enduðu yrði komið fyrir rimlahliði á veginn þannig að búfé færi ekki þar inn. Þá fyrst væri hægt að segja að vörsluskilyrðin væru uppfyilt," segir Ólafur. Hann segir að núverandi kerfi varðandi vegagirðingar sé úrelt og úr sér gengið og í skýrslu vegsvæðanefndar eru lagðar til breytingar á því. Nefndin vill að landbúnaðarráðherra og sam- gönguráðherra vinni saman að þessum breytingum. Nú er það svo að Vegagerðin girðir meðffam vegum þegar farið er í gegnum ræktað land og beitarhólf við bæina en Vegagerðin telur sig ekki hafa Iagaskyldu til að girða utan þess. Timaskekkja „Að okkar dómi eru reglumar um viðhald vegagirðinga mjög gallaðar. Þar er gert ráð fyrir að Friðun á hálendinu orsökin „Fjölgunin hófst þegar veiði- stjóraembættið beitti sér fyrir friðun á ref. Upphafi var þegar Páll Hersteinsson, þáverandi veiðistjóri, afmarkaði hálendið og ákvað að ríkið tæki ekki þátt í kostnaði við refaveiðar innan há- lendislínunnar sem hann markaði. Þar með var hálendið orðið frið- land fyrir refinn og honum hefur fjölgaó jafnt og þétt síðan og sækir nú í stómm stíl niður í byggð. Ég sá kaflaskipti á mínu veiðisvæði eflir þessa ffiðun á hálendinu, það flæddi tófa inn á svæðið. Þegar ég var að byrja í veiðiskapnum upp úr 1970 vom unnin 2 til 3 tófiigreni í Skútu- staðahreppi á ári en í ár vom þau 14. Þessi fjölgun hófst eftir frið- unaraðgerðimar á hálendinu. Síð- an fylgdi veiðistjóraembættið þessum friðunaraðgerðum eftir með fjölmörgum öðmm aðgerð- um. Þar má nefna lagabreytingar og niðurskurð á kostnaði og enda- lausar úrtölur sem leiddu til þess að ríkið skar niður fjárframlög til þessa málaflokks. Segja má að það hafi verið eðlilegt að ríkið gerði það vegna þess að þeir sem áttu að vera stjómvöldum til ráð- gjafar, töluðu á þeim nótum að þessum peningum væri kastað á glæ. Nú greiðir ríkið helming af svokölluðum skotlaunum fyrir unninn ref en sveitarfélögin í landinu allan annan kostnað," sagði Ingi Þór. Hann segir að þessi fjölgun á ref í Mývatnssveit spilli stórlega fúglalífi og varpi á því viðkvæma svæði. „Því er haldið fram refúr- inn hafi áunnið sér einhverja sögulega hefð á því að drepa fúgla og að menn eigi ekkert að skipta sér af því. Ég er búinn að stunda veiðar á ref og mink í nærri þrjátíu ár og ég fúllyrði að refurinn er miklu meiri vargur í fúglalífi en minkurinn. Refúrinn lifir nánast eingöngu á fugli, minkurinn gerir það líka en hann étur líka silung og fiskmeti í ám og vötnum. Refúrinn er, eins og allir vita, miklu stærra dýr og eitt tófúgreni tekur miklu meira til sín af fúgli en minkagreni," segir Ingi Þór, sem er búinn að veiða 90 refi það sem af er þessu ári en veiddi 80 dýr allt árið í fyrra. Hann segist muni halda áfram bar- áttunni við ref og mink og hvergi gefa eftir enda væri þá voðinn vís. Mikil fjttlgun á ref í Keldu- hverfi í Kelduhverfi hafa í sumar vciðst 16 tófur á móti aðeins tveimur sl. sumar. Tvær veiddust í Ásheiði, tvær í Víkingavatnsheiði, tyær í Framfjöllum, fimm í Útfjöllum og fimm í Keldunesheiði. Það eru þeir Guðmundur á Fjöllum, Friðgeir í Grásíðu, Egiíl frá Syðri-Bakka og Sturla í Kclduncsi sem sjá um veiðarnar. Dýrbitið lamb Guðmundi Héðinssyni segist svo frá að fyrir stuttu hafi fundist dýrbitið lamb, nýdautt, stutt norður af Krókhyrnugili sem er suður af Vogum. Búið var að éta af snoppu og aftan úr lærum. Þá fannst umgangur eftir tófur í Bjargardal, sem er austur af Þríhyrningi. Einnig voru þar lambsbein. Náðust þar tveir 7 vikna gamlir yrðlingar, sem er óvenju ungt (got seinnipart júnímánaðar). Ekki náðust fullorðnu dýrin en annað er hvítt og hitt mórautt. 50 minkar frá áramótum Jóhann Gunnarsson á Víkingavatni hefur séð um minkaveiðarnar. Segist hann hafa fengið um 50 minka frá áramótum. 27.ágúst veiddi hann einn hvolp og einn fullorðinn mink, en fyrir hann var lögð gildraíjúní. Jóhann segist fara að veiða hvolpana í byrjun september en þá eru þeir farnir á stjá. Þetta kemur frá á vef Kelduhverfis.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.