Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 8
8 BændaMaðið Þridjudagur 16. september 2003 lÆdliúiiaðarráðlieri'a kyniití imgliðuiii stióriiiiiðliifíoldaiiiiiii Mtíúooi Hafsteinn Þór Hauksson, varaformaður SUS Fróðleg og . skemmtileg ferð „Ég get ekki sagt annað en að margt hafi komið mér á óvart í þessari ferð sem landbúnaðarráðherra bauð til. Mér þótti það líka skemmtileg tilbreyting að sjá hlutina í framkvæmd," sagði Hafsteinn Þór Hauksson, varaformaður SUS. Hann sagði að það hefði verið sérstök upplifun að sjá mjaltarann . vinna í fjósinu í Miklaholti. „Eg haföi heyrt um þessa tækni og þessi tæki en ég hafði ekki gert mér í hugarlund hversu fullkomin þessi tækni er og hvað þetta hlýtur að breyta miklu fyrir bændur. Eg tel að þessi aukna tækni hljóti að virka hvetjandi á ungt fólk sem vill búa í sveit," sagði Hafsteinn Þór. Hann sagði að þegar fariö sé um landið megi sja að bændur gera mikið af þvi að koma sínum sjónarmiöum á framfæri. Samt mættu þeir gera betur í þeim efnum, það hefðu menn séð í þessari ferð. Hafsteinn Þór sagðist vera sérlega ánægður með feröina, hún hefði verið bæði fróðleg og skemmtileg. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra bauð á dögunum fúlltrúum frá ungliðahreyfingum stjómmálaflokkanna og fréttamönnum í kynnisferð um sveitir Suðurlands. Níels Ámi Lund var fararstjóri en þegar komið var í Ölfúsið komu um borð í rútuna Bjöm Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, og Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Bjöm fræddi gesti um hið merka verkefni Suðurlandsskóga og Sveinn kynnti landbúnað á Suðurlandi í stómm dráttum. Skógrœktin Fyrst var áð í skógræktinni á Spóastöðum og Hrosshaga. Þar tók Þorfmnur Þórarinsson á Spóastöðum á móti hópnum. Bjöm Jónsson og Þorfinnur sögðu frá skógræktinni og síðan var dreift nýjum bæklingi um skógrækt og að lokum var boðið upp á skógarkaffi. Lög' um Suðurlandsskóga vom sett á Alþingi 1997 og fór fyrsta gróðursetningin ffarn 1998. Starfssvið verkefnisins næryfir Reykjanes, Ámessýslu, Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslumar báðar. Allir sem hafa lögbýlisjarðir til umráða, hvort sem það em bújarðir eða eyðijarðir, geta tekið þátt í Suðurlandsskógum. Um er að ræða átaksverkefni til 40 ára. Takmarkið er að rækta 35 þúsund hektara af skógi og 10 þúsund kílómetra af skjólbeltum. Mjalturinn vakti hrifningu Frá Spóastöðum var haldið að Miklaholti þar sem Þráinn Jónsson, kona hans Anna Bjömsdóttir og Óttar Bragi Þráinsson tóku á móti gestum og sýndu þeim nýtt og glæsilegt lausagönguíjós. Fyrir utan fjósbygginguna vakti hinn fúllkomni mjaltari mikla athygli og hrifningu gesta. Miklaholtsbúið er með 360 þúsund lítra framleiðslurétt af mjólk. Þráinn sagði að til stæði stækka búið upp í 800 þúsund lítra framleiðslurétt. Eftir heimsóknina að Miklaholti var farið í heimsókn í garðyrkjustöðinni Espiflöt þar sem Sveinn A. Sælands blómabóndi tók á móti gestum. Garðyrkjustöðin Espiflöt er 55 ára gamalt fyrirtæki sem hefúr verið endurbyggt að öllu leyti og stækkað á síðustu 20 ámm. í stöðinni em 4.900 fermetrar undir gleri og em þar eingöngu ræktuð afskorin blóm. í stöðinni em ræktuð um 8 til 9% af þeim afskomu blómum sem em á markaðnum og veitir stöðin 8,5 ársverk. Lifrœn rœktun ó uppleið Frá Espiflöt var haldið að Laugarási og skoðuð lífræn ræktun á grænmeti hjá Þórði Halldórssyni á Akri. Hann ræktar m.a agúrkur, tómata, kirsuberjatómata, gulrætur og jurt sem er millistig milli papriku og pipars. Þórður sagði að í byrjun hefði hann ætlað að selja framleiðslu sína verslunum en það gekk illa. Nú sagðist hann vera með þrenns konar sölufyrirkomulag. Varan fer í verslanir ef þær óska eftir því, líka í heilsubúðimar svokölluðu og svo það sem hann kallaði "rósina í hnappagatinu", en það er áskrift að líffænt ræktuðu grænmeti. Fólk getur pantað slíka áskrift hvort sem er á netinu eða símleiðis. Þórður kemur svo með pantanimar á höfúðborgarsvæðið og skilur þær eftir á ákveðnum bensínstöðvum Olís og þangað sækir fólk sína pöntun. Hestheimar og Gunnarsholt Næsti áningarstaður í kynnisferðinni var að Hestheimum þar sem snæddur var mið- degisverður. Þar tóku þau Ásta B. Ólafsdóttir og Gísli Sveinsson á móti hópnum af mikilli gestrisni, sungu fyrir gesti við mikla hrifningu og síðan var hestamiðstöðin skoðuð. Á Hestheimum er glæsileg reiðhöll, bænda- gisting og veitingastaður. Næsti áningarstaður var hjá Land- græðslunni í Gunnarsholti þar sem Guðni Ágústsson opnaði formlega nýja hitaveituæð, miðdegiskaffi var dmkkið á eftir og síðan skýrði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri frá hinu mikla starfi Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Síðasti viðkomustaður í ferðinni var á Stórólfshvoli í Hvolshreppi þar sem línræktin var skoðuð og annars staðar er greint frá í blaðinu. Ungliðar stjómmálaflokkanna gerðu góðan róm að þessari vel heppnuðu ferð og sögðust mun fróðari um íslenskan landbúnað eftir en áður. Kristín María og Agnar Freyr Helgason, fulltrúar ungliða i Frjálslynda flokknum Haukur Logi Karlsson, fulltrúi ungra framsóknarmanna Skógræktarverkefnið . kom mér á óvart „Eg hygg að það sem hafi komiö mér mest á óvart í dag sé skógræktarverkefniö sem við sáum á Spóastöðum og Hrosshaga. Eg vissi ekki að þetta verkefni væri í gangi, hvað þá að það væri svona umfangsmikið," sagði Haukur Logi Karlsson, fulltrúi ungra framsóknarmanna, í ferð landbúnaðarráðherra um sveitir Suðurlands. Hann sagðist vera úr sveit þannig að fátt í hinum hefðbundna landbúnaði sem skoðað var hefði komið sér á óvart. Hann sagöist líka hafa þekkt til starfsemi Landgræðslunnar í Gunnarsholti þótt hann hafi ekki vitað um allt sem þar var greint frá. „Eg tel að þessi ferð hafi verið afar gagnleg fyrir okkur þetta unga fólk sem er að fást við stjórnmál. Maöur er betur í stakk búinn til að ræða um landbúnaðarmál eftir ferðina. Landbúnaðarráðherra á því heiður skilinn fyrir að efna til svona ferðar," sagði Haukur Logi Karlsson. Hákon Skúlason, Albertína Eliasdóttir og Haukur Logi, fulltrúar ungra framsóknarmanna I kynnis- ferð landbúnaðarráðherra I fjósinu á Miklaholti. Helga Arnadóttir, Sambandi ungra sjálfstæðismanna Margt sem kom á óvart Helga Árnadóttir sagði að margt hefði komiö sér á óvart í kynnisferðinni sem landbúnaðarráðhérra bauö ungum stjórnmálamönnum í um Árnes- og Rangárvallasýslur, en hún var einn af fulltrúum ungra sjálfstæðismanna í ferðinni. Hún nefndi sem dæmi fjósið i Miklaholti og hvað margt hefði komið sér á óvart þar. „Tæknin við mjaltirnar (mjaltarinn) þótti mér hreint ótrúleg og ég vissi ekki að tæknin væri orðin svona mikil í íslenskum fjósum. Þá þótti mér líka forvitnilegt að skoöa lífrænu ræktunina hjá Þórði Halidórssyni á Akri og hvað það er sem gerir ræktun lífræna. Raunar þótti mér allt sem við skoðuðum og heyröum í dag um íslenskan landbúnaö vera fróðlegt," sagði Helga. Hún var spurð hvort hún teldi að íslenskan landbúnað þyrfti að kynna betur meðal borgarbúa. „Það hygg ég, því það er án efa margt í landbúnaðinum sem borgarbúar vita ekki um og þá alveg sérstaklega allar þær nýjungar og tækni sem komin er í landbúnaði og sú hagræðing sem af því hlýst," sagði Helga Arnadóttir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.