Bændablaðið - 25.11.2003, Síða 6

Bændablaðið - 25.11.2003, Síða 6
6 Bændablaðið Þriðjudagur 25. nóvember 2003 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggöar Gott hjá mjólkuriOnaðinum! Fátt er neytendum eins dýrmætt og að eiga aðgang að vörum sem standast fyllilega alþjóðlegan samanburð hvað varðar hollustu og gæði. Árangur íslensks mjólkuriðnaðar á stærstu mjólkurvörusýningu heims á Jótlandi á dögunum er glæsilegur vitnisburður þess að hér á landi hefur almenningur aðgang að vörum sem standa hvergi að baki því besta sem gerist ytra. Það var mál manna á sýningunni að úrval mjólkurvara á Islandi sé ótrúlega mikið miðað við fámenna þjóð og umbúðimar með því besta sem þekkist. Þessi árangur er ekki síst athyglisverður fyrir þá sök að islenskur mjólkuriðnaður á ekki í samkeppni við innfluttar mjólkurvörur svo heitið geti. "Við þurfum að auka hraðann og hagkvæmnina," sagði viðmælandi Bændablaðsins á sýningunni ytra og benti á að hlutaðeigandi þyrftu í auknum mæli að búa sig undir stóraukna samkeppni. Mjólkuriðnaðurinn og bændur búa við tiltölulega mikla óvissu en hvað sem því líður þá er ánægjulegt til þess að vita að í mjólkuriðnaðinum býr kraftur og áhugi á vömþróun og nýjungum - neytendum til heilla. Undirbúningur fyrir keppni eins og þá sem hér um ræðir tekur langan tíma og hefur óhjákvæmilega í for með sér að fólk verður að vanda sig svo mánuðum skiptir. Aldrei má slaka á klónni því framleiðslan tekur langan tíma. Holur í ostum verða ekki lagaðar skömmu áður en osturinn er sendur í keppni! Áhugi á þátttöku í sýningunni verður svo til þess að allir leggjast á eitt um að ná árangri - Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra eru sammála um að stjórnendur Kaupþings Búnaðarbanka hafi gengið of langt með samningi um hlutabréfakaup en líklega hafa fáir gjörningar lengi vakið jafn mikla reiði almennings. Auðvitað er það rétt hjá forsætisráðherra að samningurinn sé ögrun við fólkið í landinu. Þjóðfélagið lýtur ekki einungs lögum og rétti heldur einnig fjölmörgum óskráðum siðferðilegum reglum. Þær eru hér þandar út á ystu nöf. Megi þessi uppákoma verða til þess að ráðamenn endurskoði stefnu sína um frekari sölu ríkisfyrirtækja, sem almenningur, með fulltingi kjörinna fulltrúa sinna, getur haft hönd í bagga með. og þannig eykur þátttakan faglegan metnað. Flestir íslenskir mjólkurfræðingar hafa numið við mjólkurtækniskólann Dalum í Óðinsvéum og þeir hafa tengst stéttarbræðrum sínum í Danmörku órjúfanlegum böndum. Þessi tengsl hafa svo sannarlega komið sér vel - jafiit fyrir bændur og neytendur. Danskur mjólkuriðnaður er leiðandi á sínu sviði í heiminum og skiptir þá ekki máli hvort horft er til tækni eða viðskipta. Danimir - gömlu skólafélagamir - hafa verið ósparir að gefa íslendingum upplýsingar um tæknilausnir af ýmsu tagi og á þann hátt flýtt fyrir þróun innan mjólkuriðnaðarins hér á landi. Auðvitað sjá Danir ekki neina samkeppni í Islendingum og einn viðmælanda Bbl. á sýningunni líkti aðstoð þeirra og hjálpsemi við foður sem reynir af kappi að undirbúa afkvæmið fyrir lífið sjálft. Vel má vera að í framtíðinni veiti okkur ekki af því uppeldi. Harðnandi viðskiptaumhverfi og aukinn innflutningur í kjölfar breyttra al- þjóðlegra samninga krefst þess af öllum sem koma að íslenskum mjólkuriðnaði - jafnt bændum og öðrum - að þeir skynji sinn vitjunartíma og geri viðeigandi ráðstafanir meðan tóm gefst til. /ÁÞ. Meira um sýninguna á bls. 19, 20 og 21. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en Næstu blöð! þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavik. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eirikur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins desember 9. janúar 13. 27. febrúar 10. 24. mars 9. 23. Upplag: 10.500 eintök islandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Frestur til að panta stærri auglýsingar er á hádegi miðvikudag fyrir útkomu. Smáaug- lýsingar þurfa að að berast I síðasta lagi fyrir fimmtudag fyrir útkomu. 'hva!er. ^ B.t'RJ AS> At> •s-K/JÖA ‘A • kMOfcNAFIW>U 'ÖNEÍ! WTA ERUBAfcA he lvitis 'ALFTÍRhlAR AFTURi ^ Umfjöllun um íslenskt lambakjöt og göngur í dönskum fjölmiðlum Fyrir nokkru komu hingað tii lands nokkrir danskir blaðamenn í tengslum við markaðssetningu íslensks iambakjöts i Danmörku. Þeir fóru m.a. í réttir, snæddu kjötsúpu á íslenskum sveitaheimilum og skelltu sér á réttarball. í grein sem birtist í helgarútgáfu Berlingske Tidende 21. sept. sl. segir frá réttarstemningu i Gnúpverjahreppi og ýmsum staðreyndum um íslenska sauðfjárrækt. Berlingske Tidende er eitt af útbreiddustu dagblöðum í Danmörku svo víst er að margir hafa séð myndir af glaðværum bændum og búfénaði úr uppsveitum Árnessýslu. Fyrir tveimur vikum var þáttur um íslandsferðina á Danmarks radio sem er Ríkissjónvarp þeirra Dana. Að sögn Baldvins Jónssonar, verkefnisstjóra Áforms, sem starfar að markaðssetningu íslensks lambakjöts í Danmörku og Bandaríkjunum í samvinnu við lcelandair, er umfjöllun sem þessi vatn á myllu sauðfjárbænda og íslenskra kjötframleiðenda. Það sé barist um pláss í dagblöðum sem þessum en þetta sé áhrifarík leið til að ná til væntanlegra kaupenda. Sem kunnugt er hefur nú verið gert mikið markaðsátak í sölu lambakjöts í Danmörku en ferskt kjöt má m.a. finna Ií verslunum Irmu og ISO. Á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is, má lesa greinina "Island taget ved hornene" í heild sinni á pdf - formi. /TB Ullarbragðið horfið? í nóvemberhefti danska tímaritsins Samvirke sem gefið er út í 470 þúsund eintökum var fjallað um íslenskt lambakjöt og markaðssetningu í Danmörku undir nafninu lcelamb. í greininni segir höfundurinn, Inger Abildgaard, frá ferð sinni til Islands þar sem hún fór í göngur og réttir. Hún segir kjötgæðin mikil og þakkar það m.a. hreinni og ómengaðri náttúru. Gamlar sögusagnir um ullarbragð hafa verið á kreiki í Danmörku en greinarhöfundur kveður þær í kútinn. Hún segir að Danir þurfi að læra að matreiða kjötið og vera óhræddir að prufa nýjungar. í söguskoðun kemur fram að lambakjötið hafi verið vinsælt á 19. öld. í gömlum matreiðslubókum var ráölagt að krydda með dilli - einskonar "klassiker" á sunnudögum. Neyslan hafi svo dalað og ekki tekið kipp fyrr en með hippakynslóðinni á sjöunda áratug síðustu aldar þegar hvítlaukur og rósmarín tók völdin í kokkamennskunni. Neysla á lambakjöti hefur aukist í Danmörku, er nú 6,2 kg á mann á ári en var 5,1 kg fyrir 11 árum síðan. Endursöluaðilar segja markaðinn í góðum vexti og lambakjötið eiga góða möguleika í framtíðinni. /TB Búnaðarritið Búnaðarritið - íslenskur landbúnaður fyrir árið 2002 er komið út. Ritið hefur m.a. að geyma upplýsingar um ræktunarstarf, framleiðslu, söiu, verðlag og afkomu búgreinanna. Stiklað er á stóru um rekstrarumhverfi landbúnaðarins og skýrt frá helstu breytingum á því á árinu. I ritinu er fjölbreytt talnaefni frá árunum 1998- 2002 en í viðauka er að finna ýtarlegra tainaefni um framieiðslu, sölu og verðlag ýmissa landbúnaðarafurða. Að sögn ritstjóra á ritið erindi til allra sem láta sig málefni landbúnaðarins varða. Ritið kostar kr. 1.650- m. vsk. í áskrift með póstburðargjaldi. Gjaidið er frádráttarbært frá virðisaukaskatti en verðán vsk er kr. 1.447-. Hægt er að senda pöntun á netfangið tjorvi@bondi.is eða hringja í sima 563-0300.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.