Bændablaðið - 25.11.2003, Side 7

Bændablaðið - 25.11.2003, Side 7
Þriðjudagur 25. nóvember 2003 Bændablaðið 7 Bretar miallnir ræktun erfðabreyttra jurta Miklar umræður hafa farið ffam í Bretlandi á þessu ári um ræktun á erfðabreyttum jurtum. í ljós hefur komið að meirihluti Breta er mótfallinn þeirri ræktun. Fyrrverandi umhverfisráðherra Breta, Michael Meacher, krefst þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari ifam um málið. Verkefnið "GM Nation", "Erfðabreytt þjóð", er umfangsmesta könnun sem farið hefur ffam á afstöðu almennings í nokkru landi til erfðabreyttra matvæla. Breska ríkisstjómin réð almannatengslafyrirtæki til að halda 600 fundi um allt land í júní og júlí sl. til að fjalla um málefhið, allt ffá fámennum fúndum upp í stóra fúndi með mörg hundruð þátttakendum. Bretar hafa einnig efnt til skoðanakannana og almenningur hefúr komið viðhorfúm sínum á ffamfæri með tölvupósti og bréfleiðis. Niðurstöðumar hafa verið dregnar saman í skýrslu sem afhent hefúr verið ríkisstjóminni og birt opinberlega. Helstu niðurstöður hennar eru eftirfarandi: *Bretar eru almennt á móti erfðabreyttum matvælum. *Því meira sem fólk lætur sig varða erfðabreytt matvæli, því meiri er andstaðan. *Stuðningur við að hefja kynningu á erfðabreyttum matvælum er nánast ekki merkjanlegur. *Víðtæk tortryggni er gagnvart bresku ríkisstjórninni og alþjóðlegum fyrirtækjum sem vilja leyfa ræktun á erfðabreyttum jurtum. *Fólk kallar almennt eftir meiri upplýsingum og krefst ítarlegri rannsókna á erfðabreyttum matvælum. Svörin sýna almennt ótta fólks við hið óþekkta. Svarendur vom ekki einungis áhyggjufúllir yfir beinum afleiðingum af áhrifum erfðabreyttra matvæla á heilsu fólks og umhverfi, heldur var ótti fólks einnig samfélagslegur og pólitískur. Viðhorf þátttakenda spönnuðu frá varkámi til harðrar andstöðu. Hrifningu eða stuðning við erfðabreytt matvæli var ekki að finna í teljandi mæli. Hins vegar var mikill stuðningur við það sjónarmið að hætta stafaði hugsanleg af erfðabreyttum jurtum og matvælum. Meirihluti svaranda taldi enga kosti fylgja erfðabreyttum jurtum nema hagnaðarvon fýrirtækjanna sem framleiða þær. Umræðan sýndi að fólk skortir upplýsingar og þekkingu á erfðatækni. Margir áttu erfítt með að tjá sig um ýmislegt það sem spurt var um. Af því leiðir að fólk lítur á erfðatækni sem svið þar sem það getur ekki haft nein áhrif. Vantraust gagnvart erfðatœknifyrirtækjum Rannsóknin sýndi einnig að fólk, sem tekur þátt í umræðunni um erfðatækni og leitar meiri þekkingar á henni, er oft mjög eindregið í afstöðu sinni. Fólk fagnar gjaman sumum möguleikum erfðatækninnar, svo sem í lækningaskyni eða til hjálpar þróunarlöndum. Á hinn bóginn er fólk meira hikandi og lætur í ljós áhyggjur vegna áhættu sem fylgir erfðabreyttum matvælum. Rúmlega helmingur aðspurðra, 54%, vildi ekki undir neinum kringumstæðum leyfa ræktun erfðabreyttra jurta í Bretlandi. Aðrir þátttakendur óskuðu nær undantekningarlaust eftir meiri rannsóknum og upplýsingum um afleiðingar hinnar nýju tækni og áhættu, sem hugsanlega stafaði af henni fyrir heilsu fólks og umhverfi. Jafnframt er mikil tortryggni fyrir hendi gagnvart stjómvöldum og þó einkum líftæknifyrirtækjum sem vilja opna markaðinn fyrir erfðabreyttum matvælum. Fólki finnst fyrirtækin ekki vera að ffamleiða eftirsóknarverðar afúrðir heldur einungis að reyna að auka tekjur sínar. Það upplifir völd stórfyrirtækja sem ógn gegn sér og trúir ekki upplýsingum sem ffá þeim koma. I niðurstöðum könnunarinnar er bent á að hin eindregna afstaða gegn erfðatækni, sem 54% þátttakenda lét í ljós, sýni ekki endilega þjóðarviljann. Hins vegar má ætla að meirihluti Breta hafni erfðabreyttum matvælum meðan ekki liggja fyrir skýrar niðurstöður um áhrif þeirra. Fólk vill fyrst fá fullvissu um að tæknin sé til hagsbóta fyrir allt þjóðfélagið, ekki einungis fyrir erfðatækniiðnaðinn og þá sem rækta erfðabreyttar jurtir. Prófessor Malcolm Grant telur að umræðan hafi á margan hátt tekið á sig svip fjöldahreyfingar sem fólk hefúr að eigin frumkvæði gengið á hönd. Hver fúndurinn tók við af öðrum og fólk tók sjálft frumkvæði um að afla sér upplýsinga, hafa samband við þingmenn og skrifa bréf. Krafa um þjóðaratkvœðagreiðslu Breska ríkisstjómin lofaði sl. sumar að kynna sér niðurstöður skoðanakönnunarinnar áður en heimild um ræktun erfðabreyttra jurta yrði veitt. Ef ekki verður staðið við það verður að fara ffam þjóðaratkvæðagreiðsla, segir Michael Meacher, fyrrverandi umhverfisráðherra í stjóm Verkamannaflokksins. Hann bendir á að kominn sé ffam nýr óvissuþáttur í matvælaöflun þar sem áhættan hefúr enn ekki verið skilgreind. Þjóðin verði að fá að taka afstöðu til þessa óvissuþáttar. (Landsbygdens Folk nr. 40/2003). Arangur UD verkefnisins Undirritaður hefúr mætt fyrir hönd Bændasamtakanna á nokkra þessara funda og það er ljóst að áhugi bænda á Intemetinu er að aukast til muna. Tilgangur fúnd- anna er að sýna bændum ffam á gagnsemi Intemetsins og fá ffam skoðanir bænda á upplýsingatækni og stöðu símamála í sveitum. Verkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli, sem Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hleypti af stokkunum, hefúr sannað gildi sitt með stuðningi við fjölmörg gmnn- tölvunámskeið fyrir bændur og námskeið í fagforritum Bænda- samtaka íslands. Þó fleiri hafi komið að þeim námskeiðum eins og Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins, Bændasamtök Islands og búnaðarsambönd, þá hefúr hvatn- ingin ffá UD verkefhinu Iyft grettistaki í námskeiðahaldi bænd- um til góða. Fundarherferðin "Landbúnaður á upplýsingaöld" er af sama meiði. Áfangasigur i nettengingum bœnda Bændasamtökin hafa á undan- fomum ámm lagt sig ffam við að gera Intemetið aðgengilegra fyrir bændur m.a. í samstarfi við Lands- símann og jafnffamt að hvetja bændur til að taka Intemetið í sína þjónustu. Nú er rétt að fagna áfangasigri i þessari áralöngu baráttu. Landssíminn hefúr gefið út yfirlýsingu um að allir bæir fái ISDN tengingu við Intemetið, með ISDN plús opnast fyrir sítengingu gegn föstu gjaldi og kostnaður hefúr lækkað. Þetta þrennt er m.a. það sem Bændasamtökin hafa barist fyrir á undanfömum ámm. Þó að sítengingin sé ekki eins harðvirk og við hefðum kosið þá nægir hún til tölvupóstssambands, MSN spjalls, WAP sendinga, upp- flettinga á "léttum" vefsíðum og tenginga við gagnagmnna Bænda- samtaka íslands í búfjárrækt innan ákveðinna marka. I viðtölum við fjölmarga bændur og Lands- símamenn er alveg klárt að átak er í gangi hjá Landssímanum að upp- fylla loforðið um ISDN til allra bænda. Bændur hafa jafnffamt ISDN-væðst í hundraða tali um allt land. ISDNplús tilboð Landssímans Með ISDN plús tilboði Lands- símans hefur stofnkostnaður lækkað vemlega á skömmum tíma og Fritz ferjaldið sem fylgir er það sem næstum mætti kalla byltingu í símamálum bænda þ.e. ömggara og hraðvirkara símasamband, tvær símalínur, allt að 10 símanúmer og lækkun á símagjöldum hjá þeim sem notað hafa Intemetið að ráði. Landssíminn lagði metnað í að þýða hugbúnað sem fýlgir Fritz ferjaldinu úr þýsku yfir á íslensku. Hugbúnaðurinn opnar margvíslega möguleika m.a. að vakta tölvupóst án þess að þurfa að hala honum niður á tölvu móttakanda. í þessu er fólginn umtalsverður spamaður á tímum "mslpósts". Stofhkostn- aður bænda við ISDN plús er kr. 12.001 samkvæmt sérstöku tilboði til þeirra sem sækja áðumefnda bændafúndi. Stutt er síðan að stofnkostnaður við ISDN var um kr. 30.000 og er því um vemlega búbót að ræða. Þá hefúr Lands- síminn fellt niður upphafsgjald (kr. 3,54) þegar tengst er Internetinu (B-rás). Þetta hvom tveggja þýðir að ISDN plús nettenging er fljót að borga sig fýrir þá sem em með venjulegt mótald (analog), tvær símalínur eða með venjulega ISDN tengingu. Sjá nánar grein Hjálmars Olafssonar á bls. 20. Samkeppni og styrkir Þá er rétt og skylt að fagna þeirri samkeppni fjarskiptafýrir- tækja sem orðin er og færir bænd: um betri þjónustu og lægra verð. I þessu sambandi má nefna fýrirtækin Svar, eMax, Snerpu á ísafirði, Ábótann á Suðurlandi o.fl. Undirritaður hefúr heimsótt eða átt viðræður við flesta þessa aðila. Bændablaðið hefur einnig fjallað um þjónustu þeirra á árinu. Vegna smæðar markaðarins í dreifbýli getur verið kostnaðarsamt fýrir fjarskiptafýrirtæki að byggja upp dreifikerfi. Það væri full ástæða fýrir ríkisvaldið og sveitarfélög að leita leiða til að styðja við bakið á þessum fýrirtækjum í upphafí til að jafna búsetuskilyrði. Einnig fmnst mér vel athugandi hvort bæta megi við styrkflokk í jarða- bótaframlögum sem væri stofn- kostnaður við nettengingu enda hlýtur það að vera dýrmæt "jarða- bót" að fá öfluga tengingu við Intemetið. Ný fjarskiptalög Ný fjarskiptalög voru samþykkt á alþingi síðastliðið vor. Þau íög ýta ömgglega undir að fjarskiptafýrirtæki þjóni betur en áður fólki í hinum dreifðu byggðum. I þeim lögum er ákvæði um jöfnunarsjóð sem fjar- skiptafyrirtæki geta leitað í vegna kostnaðarsamra símtenginga í hinum dreiföu byggðum. Áfram er kveðið á um alþjónustu sem tryggja á öllum landsmönnum að minsta kosti 128.000 b/s Inter- nettengingu þ.e. ISDN. Að sitja við sama borð Þótt sigur hafi unnist í nettengingum í sveitum landsins þarf áfram að vinna að því að allir landsmenn sitji við sama borð. Fyrirtæki eins og Snerpa á Isafirði og Ábótinn á Suðurlandi hafa verið að koma upp örbylgjulofts- tengingum sem bjóða upp á hrað- virkar Intemettengingar sem jafnast á við ADSL tengingar. Um sítengingu er að ræða gegn föstu gjaldi. Með vaxandi notkun netsins aukast kröfúmar. Innan ekki langs tíma þurfa yfirvöld að breyta fjarskiptalögum þannig að alþjónusta sem tryggð er öllum landsmönnum sé skilgreint 512.000 b/s samband í stað 128.000 b/s eins og nú er. Það er eðlilegt þróun í upplýsingasamfé- lagi nútímans og sjálfsagt réttlætis- mál fyrir fólk á landsbyggðinni. Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BI. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir að undanförnu undir heitinu "Landbúnaður á upplýsingaöld" að frumkvæði verkefnisins Upplýsingatækni í dreifbýli (UD verkefnið). Auk þess standa fyrir fundunum Landssíminn hf., Bændasamtök Islands, búnaðarsambönd o.fl. Mælt af munni fram Haraldur frá Kambi, sá kunni hagyröingur, er sagður hafa ort þessa vlsu: Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima mikiö. Nú er horfið Norðurland, nú er ég kominn yfir strikið. Nú er allt í lagi Pétur Þorsteinsson á Kópaskeri sendi þessa sögu og visu á Leirinn: Einhverju sinni heimilaði Steindór Steindórsson, skólameistari MA, hópi nemenda að leigja rútu og skreppa til Reykjavíkur í verkfalli ræstingafólks. Leyfið veitti meistari með þeim skilmálum að rútunni skyldi snúið við ef verkfallið leystist áður en komiö væri að vatnaskilum á Holtavörðuheiði. Eftirfarandi vísa var ort þegar hallaði suöur af: Yfir kaldan eyðisand eitthvað suðrá bæi. Nú er horfið Norðurland, nú er allt í lagi. Víst ávallt þú varast skalt Stefán Vilhjálmsson yfirkjötmatsmaður sá vísuna og sendi þá þessa bráðskemmtilegu vísu á Leirinn. Víst ávallt þú varast skalt voðalega hneiþu. Þegar mér er þvona kalt þarf ég að fara í peyþu. Samlegðaráhrifin Hjálmar Freysteinsson læknir lýsir samlegðaráhrifunum svona: Þegar Vilborg eignaðist vin var sem hið sterkara kyn gerði hana svera, hún sagði það vera samlegðaráhrifin. Ein af mörgum útgáfum Fyrir ekki löngu var þessi þula sett inn á vefinn og kom þá í Ijós að allmargar útgáfur eru til af henni. Útgáfuna sem hér fer á eftir sendi Kristján Bersi, fyrrum skólastjóri, inn á vefinn og segir að lesa beri þuluna með austfirskri flámælgi. Eg vildi að sjórinn yrði að mjólk, undirdjúpin að skeri, fjöll og hálsar að floti og tólk, frónið að súru sméri. Uppfyllist óskin mín: öll vötn með brennivín, Holland aö heitum graut, horngrýti gamalt naut, og Grikkland að grárri meri. Spurt um visu Kristján Eiríksson spurði á Leir hvort einhver kannaðist við höfund þessarar visu? Krummi snjóinn kafaði, kátur hló og sagði, að hún tóa ætlaði einum lóga gemlingi. Útilokar harma Séra Hjálmar Jónsson segir á Leir að þessi vísa sé eftir Rósberg G. Snædal. Böndin þoka af hug og hönd, hjartaö strokið varma. Johnnie Walker yljar önd, útilokar harma. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.