Bændablaðið - 25.11.2003, Side 9
Þriðjudagur 25. nóvember 2003
Bændablaðið
9
Vinnsla á kynbnta-
mati í nautgriparækt-
inni haustið 2003
Margir lcsendur þekkja það að
kynbótamat vegna afurða í
nautgriparæktinni er unnið
tvisvar á ári. í lok október
þegar öllum skýrsluskilum fyrir
september á að vera lokið þá er
unninn útreikningur á kynbóta-
mati á grunni þeirra gagna sem
þá eru tiltæk. Þessari úrvinnslu
er því nú nýlokið og verður hér
á eftir gerð grein fyrir þeim
breytingum sem þar koma
fram.
Reyndu nautin, sem eru að
koma með mikinn fjölda af nýjum
kúm í framleiðslu, eru nautin ffá
1991 og 1992. Hjá 1991 nautun-
um er það aðeins Búði 91014,
sem þróast í neikvæða átt en mat
hans hefúr lækkað um þrjú stig
ífá í vetur og er nú 93. Nokkur
þessara nauta og sum þeirra sem
eiga hvað stærsta dætrahópa sýna
jákvæða þróun. Negri 91002
hefur hækkað í 118, Skutur 91026
í 124 og Krossi 91032 í 130 og
því ljóst að sérstaklega tvö síðast-
töldu nautin eru að skila mörgum
feikilega öflugum ungum mjólk-
urkúm. Fjöldi ungra dætra, sem
komnar eru með upplýsingar í út-
reikninga, er enn ffekar tak-
markaður hjá 1992 nautunum.
Hjá þeim er nánast engar breyt-
ingar að sjá ffá eldra mati.
Lítum þá á yngri reynd naut
sem enn eru í notkun. Talsverður
Qöldi úrvalsnautanna ffá 1994 er
enn í notkun. Hjá þeim er ekki að
sjá neinar breytingar sem skipta
máli, mestar eru breytingar hjá
Klaka 94005 og Dróma 94025,
sem báðir hækka um tvö stig ffá
mati í vetur, en Pinkill 94013
lækkar um tvö stig, en er samt
áffam fimahár og hæstur þessara
nauta sem em í notkun úr þessum
hópi, með 125 í afurðamatinu.
Með tilliti til afúrða eru þeir
einnig báðir með feikigott mat,
Breiði 94037 með 121 og Drómi
94025 með 118.
Nautin sem eru í notkun úr ár-
ganginum ffá 1995 taka einnig
hverfandi breytingum frá matinu í
vetur. Þar em það hæstu nautin,
sem hækka enn, Túni 95024 er
kominnmeð 125 og Sproti 95036
með 120.
Reynslan er sú að yngsti ár-
gangurinn í matinu, í þetta sinn
nautin ffá 1996, taki yfirleitt
mestum breytingum. Góðu heilli
stenst fyrsti dómur að þessu sinni
hins vegar ákaflega vel fyrir þessi
naut. Nautin sem em í notkun
standa nú með eftirfarandi
einkunn fyrir afúrðamat (í sviga
tilsvarandi einkunn ffá síðast-
liðnum vetri). Trefill 96006
114(116), Prakkari 96007 115
(116), Núpur 96013 112 (114),
Kalli 96015 106 (105), Úi 96016
100 (99), Dúri 96023 108 (110),
Hófúr 96027 125 (123), Fróði
96028 119 (119) og Hvítingur
96032 118 (119). Eins og sjá má
koma ekki ffam neinar breytingar
í matinu sem gefa tilefni til endur-
skoðunar um notkun á þessum
nautum. Verðandi nautsfeður,
sem eru nautin sem em í mestri
notkun, standa allir mjög vel sinn
fyrsta dóm. /JVJ
Þegar þessi vinnsla er gerð þá er ætíð komin fram mjög sterk
vísbcnding um afurðagetu hjá dætrum þeirra nauta sem næst
koma til dóms. í febrúar eru það nautin sem fædd voru 1997 sem
munu fá sinn dóm. Þetta er fremur stór nautahópur eða samtals
24 naut. A grunni þeirra niðurstaðna sem þegar liggja fyrir má
nánast fullyrða að með tilliti til afurðagetu muni þar koma fram
öflugasti hópur sem til þessa hefur komið fram í ræktuninni og
ná að slá þar út hinn sterka hóp frá 1994. Eins og stundum hefur
verið gert þegar slíkir toppar koma þá verður aðeins byrjað að
nota einhver af allra efnilegustu nautunum úr þessum hópi sem
nautsfeður á næstu mánuðum og tryggja þannig að fyrstu synir
þeirra geti komið til notkunar fyrr en ella. /JVJ
ÞJARKURINN
Helstu tækni-
upplýsingar:
• 24 hö diselhreyfill.
• liðstýrð 4x4.
• beygjuradíus 53 sm
• breidd 79-99 sm
• lyftigeta 800 kg
• þyngd 1,495 kg
í samvinnu við Schaffer Lader verksmiðjuna í þýskalandi
bjóðum við liðléttinga hannaða fyrir íslenskar aðstæður.
Tilboðsverð
kr. 1.078.000 -i-vsk.
1.342.110 m. vsk.
Þegar gæðin skipta máli
Sfmi 4800 400 • www.buvelar.is
BÆNDUR!
Kjötsagir og hakkavélar
Ný sending í vikunni.
Burstasett og sótthreinsiefni
fyrir matvinnsluvélar í miklu úrvali
NORDPOST PÓSTVERSLUN
Arnarberg ehf
sími 555 - 4631 & 568 - 1515
Dugguvogi 6-104 Reykjavík
*Verð til bænda á lögbýlum.
VÉLATORG
ehf
CASE á lægra verði
en nokkru sinni fyrr.
CASE JX85, 85 hö 4X4
verð aðeins kr. 2.590.000* án vsk.
með vsk. kr. 3.224.550
CASE JX95, 98 hö 4X4
verð aðeins kr. 2.690.000* án vsk.
með vsk. kr. 3.349.050
VÉLATORG ehf - nýr umboðsaðili CASE IH og STEYR dráttarvéla á íslandi - Dalsbraut 1 E, Akureyri, sími 461 4007