Bændablaðið - 25.11.2003, Side 24
Bændablaðið
Þriðjudagur 25. nóvember 2003
24
Bréf frá Djúpavogi
Bréf til Bœndabladsins frá
Öldu Jónsdóttur, Fossárdal,
Djúpavogi
Ég bý í Fossárdal og hef
verið íjárbóndi í rúm 30 ár en vil
með bréfi þessu gagnrýna
núverandi sölu og dreifingu
sláturafurða sem neytandi.
Sláturhúsin á Breiðdalsvík og
Fossvöllum voru lögð niður vegna
sameiningar og fækkunar á
sláturhúsum. Slátursala á
* Breiðdalsvík haustið 2002 var
2500- 3000 slátur sem voru seld á
þetta svæði og hefði mátt auka
hana mikið ef meðhöndlun hausa
hefði verið að kröfu neytenda.
Þetta er sjálfsagt ekki stór
þáttur en margt smátt gerir eitt
stórt.
Við sem búum við þær
aðstæður að skipta við Húsavík
eða Homafjörð erum orðin
algjörir utangarðsmenn hvað
varðar dreifíngu á þeim afúrðum
sem áður voru undirstaða
heimilishalds til sveita
Ég rak 6 manna heimili til
fjölda ára og hafði
> hagsýnissjónarmiðin að leiðarljósi
og gerði a.m.k. 200 sláturkeppi
hvert haust.
Mér virðist nú öll sund vera
lokuð og því ógjömingur að koma
sláturmat til neytandans með
eðlilegum hætti. Fjarlægðin frá
Norðlenska á Húsavík er þvílík og
ffá bæ mínum er yfir fjallveg að
fara til Egilsstaða en þar er
slátursalan.
Saga neytanda: Fjárbíll fór
með fé frá bæ hér í sveitinni til
slátrunar á Húsavík og þann dag
pantaði frúin slátur sem senda
skyldi til Egilsstaða næsta dag,
um 80 km leið. Þegar þetta var
svo komið heim og átti að hella
sér í starfíð þá vantaði bæði mör
og vambir. Þetta vom mannleg
mistök. En ekki var hægt að
útvega i þessi 12 kg af mör og
vambir. Mörinn kom svo 9 dögum
seinna og var þá leiðin
Húsa v ík> Akurey ri>Rey kj av ík>H
omafjörður>Djúpivogur. En
vambimar komu ekki heldur
gervikeppir því vegna skorts á
vatni bæði á Homafirði og
Húsavík eru ekki þvegnar vambir.
Það er víst gert næst mér á
^ Vopnafirði og Selfossi.
Aður fyrr vom mikilvæg
tengsl milli bóndans (seljanda
vörunnar og starfsfólks
sláturhússins en þau tengsl hafa
alfarið rofnað við breytt
fýrirkomulag.
Áður fyrr fékk bóndinn slátrið
keypt á sama verði og hann lagði
það inn.
Nú er honum sagt að með
breyttu fyrirkomulagi þá fái hann
10% kjarabót!
Hver getur túlkað það sem
kjarabót þegar ítrekað þarf að
Ieita réttar síns með símtölum auk
kostnaðar við síendurtekinn akstur
* til söluaðila?
Nú kemur hausinn
klórþveginn upp úr kassanum ffá
sláturleyfishafanum og auk
mörsins fær neytandinn einungis
lifúr, hjarta, þind og 4 gervikeppi.
Þetta sýnirhvað
sláturleyfishafar em aftarlega á
merinni í dreifingu á afurðum
sauðfjárbænda - enda hafa þeir
engra hagsmuna að gæta sbr.
dreifibréf dags. 2/9/03 ffá
Sláturfélagi Búa svf., Höfn
Homafirði, gr.nr. 4 -Innmatur:
^ Ekki hefúr verið tekin nein
ákvörðun um greiðslu fyrir
innmat.
Þar af leiðir aðþað skiptir þá
engu máli hvað selst mikið af
innmat dilksins!
Sama var í bréfi frá
Norðlenska á Húsavík.
Hver er ágóói bóndans?
Það er því krafa vegna bama
okkar og bamabama að við fáum
að nýta þennan holla mat svo við
getum kennt bömum okkar að
borða hann!
Það er lágmarkskrafa að við
fáum hann sem ferskastan, þ.e.
hvorki klórþvegna hausa né
gervivömb.
Á haustin er annríki í mörgum
fjárhúsum landsins, sumir bændur
reyna að bæta kjötgæði íslenska
lambsins og minnka að sama skapi
fituna allt eftir því sem
neytandinn biður um.
Ráðunautar mæta til að ómmæla
þykkt og lögun hryggvöðvans, það
þarf að vigta hvert lamb, skoða
það, þukla og mæla og gefa því
einkunn eflir gerð. Þetta er gert til
þess að finna best gerðu
einstaklingana í hjörðinni. Þessi
lömb eru svo sett á til undaneldis í
þeirri von að næsta vor fæðist
lömb með aðeins meiri
vöðvamassa ffá náttúmnnar hendi
heldur en vorið áður.
I sláturhúsinu endurtekur
sagan sig. Vigtað, mælt og
flokkað eftir reglum ESB. Hver
skrokkur lendir í einhvem af
eftirfarandi flokkum E-U-R-O-P.
allt eftir vöðvamassa. Bestu
vöðvaskrokkamir (vel æfðir
fitness kroppar) fara í E -
gæðaflokk en vöðvalaust kjöt í P.
Síðan er hver skrokkur mældur
eftir fitumagni og era það fimm
flokkar frá 1 -5 . í fituflokki 1 er
nánast engin fita en í flokki nr. 5
er mjög mikil fita. Þetta er
nokkuð sem fæstir neytendur vita
um enda fer allt kjöt, hvaðan sem
það kemur og hvemig sem það er,
í sama pottinn því í kjötborði
verslananna finnur kaupandinn
engar upplýsingar um þessa
flokkun. Það ætti að vera
sjálfsagður hlutur að þeir sem
kaupa lambakjöt geti farið inn í
næstu verslun og beðið t.d. um
læri af lambi sem flokkaðist í U 3
eða R 4 og einnig valið um það
hvaðan af landinu það kemur.
Þrátt fyrir margra ára kynbætur þá
ber framleiðandinn svo til ekkert
úr býtum nema ánægjuna því
sláturleyfishafinn gerir of lítinn
mun á verði bestu og lökustu
flokkanna.
Það er í umræðunni að afnema
reglugerð um hrútadag.
Hrútadegi var seinkað til
1 .nóvember í ár.
Hrútadagur er síðasti dagur
sem tekið er á móti hrútlömbum í
sláturhús því um þetta leyti em
lambhrútar að verða kynþroska,
með lækkandi sól og kraftminni
gróðri. Þá kemur svokallað
hrýtingabragð af kjötinu rétt eins
og gerist með kjöt af
hreindýrstarfi. Éftir hrútadag er
kjöt af lambhrútum verðfellt eða
jafnvel hent til að tryggja að ekki
fari kjöt með hrýtingabragði á
markaðinn. Því er keppst við að
smala upp um alla tinda til að
koma lambhrútum í verð því
annars þarf bóndinn að ala
lambhrútinn allan veturinn með
augljósum kostnaði.
Nú er það komið á daginn -
árið 2003 að nýjustu rannsóknir
sýna að það finnst ekki lengur
hrýtingabragð af hrútakjöti!
Til em þeir sem ekki finna
þetta bragð - en þeir em fleiri sem
finnst hrútakjöt ekki mönnum
bjóðandi.
Mér er spum, fyrir hverja er
verið að afnema þessa reglu?
Er það e.t.v. fyrir skussana
sem smala ekki á réttum tíma? -
Þeir mega eiga sig fyrir mér og
sitja uppi með sína hrúta.
Er það e.t.v. vegna
sláturhúsanna? Getur verið að
sláturleyfishafar eigi eftir að
slátra svo mörgu að ekki sé hægt
að viðhalda reglunni?
Þetta afnám áðumefndrar
reglu er sannkaliað skemmdarverk
því ef neytandi fær kjöt með
hrýtingabragði þá kaupir hann í
næsta skipti allt annað en
dilkakjöt.
Er lambakjötið best? Því getur
enginn svarað en við fáum nýtt
bragð af því eftir að hrútadegi
hefúr verið "slátrað"- því get ég
lofað.
Hins vegar þarf ekki að
vandræðast með það fé sem
refúrinn drepur.
Effir að stjómvöld hættu að
greiða fyrir grenjaleit gengur
skolli laus.
I haust hefur mætt smölum
heldur óskemmtileg sjón því
refurinn leggst á lömbin sem
aldrei fyrr. Smalar hafa gengið
fram á rebba við veisluborð á
þremur stöðum í hreppnum þar
sem hann er að gæða sér á
hálfétnu lifandi "fómarlambi". Það
er nokkuð algengt að lágfóta
sjáist við þjóðveginn - hvað þá á
fjöllum. Refúrinn hefur alltaf
verið keppinautur mannsins til
fæðunnar sbr. Öm Amarson -"svo
er hann meðbiðill manna til
matarins því er ver" enda er
rjúpnastofninn kominn langleiðina
í maga þjóðarinnar.
Það var settur kvóti á fiskinn
og ef trilla fer á sjó og eigandinn
er kvótalaus þá getur hann hvergi
lagt inn fiskinn og ætti helst að
fara í fangelsi, svo stórt er brotið!
Hvað með bóndann, er ekki
kominn tími til að koma
fúllvirðisrétti til þeirra bænda sem
vilja lifa af sauðfjárrækt?
Þarf ekki að koma
sauðfjárræktinni á hærra plan og
gefa út atvinnuleyfi fyrir henni?
Ekki selja kúabændur mjólk nema
þeir uppfylli ströngustu
hreinlætiskröfúr í fjósum.
Bændur vom hvattir til að
breyta fúllvirðisrétti sauðfjár í
nautakjöt en það vom svo fáir sem
það gerðu svo fór sem fór.
Tilfinningarsemi réð því að hætt
var við að setja kvóta á nautakjöt
svo nú em öll fjós full af nautum
sem bíða slátmnar vegna of
mikils framboðs.
Hefúr einhvem tímann verið
kannað hve mörg prósent bænda
em ellilífeyrisþegar, öryrkjar eða
"hobby"bændur? Hvað eiga þeir
mikla markaðshlutdeild í
innanlandsmarkaði hvort sem
kjötið er selt innan sláturhúsanna
eða á svörtum markaði?
Ekkert eftitlit er með
heimaslátrun enda vont við það að
eiga.
Er ekki hægt að láta
fullvirðisréttinn ráða
framleiðslunni og þeir sem ekki
hafa hann vinna þá bara annað?
Em bændur eini
þjóðfélagshópurinn sem ekki þarf
að hætta vegna aldurs?
Væri ekki betur komið fyrir
sauðfjárræktinni ef að hún væri
meðhöndluð eins og annar
atvinnurekstur.
Hættið að umgangast
sauðfjárbændur eins og
smákrakka.
Alhliöa prentþjónusta
og prentumsjón
UMBROT • HÖNNUN • FILMU- OG PLÖTUGERÐ • VEFSlÐUGERÐ
Mjölnisholti 14-105 Reykjavík - Sími: 551 6680 prentsnid@prentsnid.is - www.prentsnid.is
-t'
Filippus á Núpsstað ásamt skyldmennum sínum við bænhúsið sl. sumar.
Bbl. mynd: ÖÞ.
Bænhúsið dregur að púsundir Mamanna
Á hverju ári leggur mikill fjöldi
ferðamanna leið sína að
Núpsstað í þeim tilgangi að
skoða bænhúsið þar og jafnvel
fleiri byggingar á staðnum.
Núpsstaður er austasti bær í
Fljótshverfi og næstur Skeið-
arársandi. Þaðan var oft veitt
fylgd yfir vötnin og sandinn
meðan þar var farið yfir á
hestum. Bænhúsið, sem er hlaðið
úr torfi, er að stofni til frá 17.
öld. Það er í umsjá Þjóðminja-
safns íslands. Það var endur-
byggt að verulegu leyti á árun-
um 1958-61. Á Núpsstað búa
bræðurnir Filippus og Eyjólfur
Hannessynir. Þeir eru synir
Hannesar Jónssonar pósts sem
bjó á Núpsstað 1880-1968 og var
þjóðkunnur ferðagarpur.
Filippus sagði í samtali að
ferðamenn sem kæmu að Núps-
stað árlega skiptu þúsundum og
færi frekar fjölgandi ár frá ári. Það
væri bænhúsið sem dragi fólk að
staðnum, einnig vektu gömlu torf-
húsin á bæjarhlaðinu talsverða
athygli og fyrir kemur að fólk kíki
þar inn þó það eigi ekki að gera
það. Torfhúsin eru í notkun ennþá
þar er m.a. smiðja þeirra bræðra,
skemma og hjallur. Þá þykir
bæjarstæðið á Núpsstað afar sér-
stakt og hamramir ofan við bæinn
hrikalegir. Þær skipta því þús-
undum myndimar sem teknar em á
Núpsstað á hverju sumri.
Filippus sagði að talsvert væri
um kirkjulegar athafnir í bæn-
húsinu á hverju ári. Venja er að
messa þar um verslunarmanna-
helgina. Þá er alltaf eitthvað um að
fólk komi þangað til að gifta sig
eða láti skíra böm. Filuppus segir
að þá komi fólk jafhvel um langan
veg í þeim tilgangi að athöfnin fari
fram í torfhúsi. í sumar var ka-
þólsk messa í bænhúsinu.
Filippus og Eyjólfúr em báðir
komnir yfir nírætt en em
heilsugóðir.
Þeir hættu sauðfjárbúskap
fyrir þremur árum en stunda enn
smíðar í smiðjunni sinni. Ekki
vildi Filippus gera mikið úr þeirri
starfsemi þeirra bræðra en sagði að
„þeir dunduðu enn við smíðar þó
ekki væri nema til heilsubótar."
/ÖÞ.
Hugmyndir uni Mýsingu
landsvæða vegna flúngnða
vekja mismikla hrifningu
Sú ákvörðun umhverfisráð-
herra að leggja til friðlýsingu
jarðarparta eða heilu bú-
jarðirnar bæði í Kelduhverfi,
Öxarfirði og í Skagafirði vegna
fiórgoða sem settur hefur verið
á válista, mætir harðri
mótspyrnu margra bænda.
Einar Ófeigur Bjömsson,
bóndi á Lóni II í Kelduhverfi,
segir að þessi friðun, ef af verður,
snerti flestallar jarðir í Keldu-
hverfi og einhverjar í Öxarfirði
Hann segir að enn sem komið er
sé þetta bara þingsályktunar-
tillaga en verði hún samþykkt
geti verið um margs konar frið-
lýsingarsamninga að ræða.
„Það þyrfti því ekki endilega
að skipta miklu máli hvað núver-
andi nýtingu lands viðkemur en
reynsla okkar er sú að ef eitthvað
er gefið eftir í samskiptum við
kerfið þá færir það sig alltaf upp
á skaftið. Þetta svæði er í mikilli
ffamför gróðurfarslega og menn
telja að flórgoða sé að fjölga á
svæðinu," segir Einar.
Hann segir að sum svæði sem
talað er um að ffiða fyrir botni
Öxarfjarðar séu tún jarðanna, í
sumum tilfellum á að ffiðlýsa
alla jörðina. I sumum tilfellum
standa öll hús jarðanna á því
svæði sem á að friðlýsa.
„Það fór illa í menn þegar
þeir lásu það á síðu Um-
hverfisstofnunar að helstu ógnir
við svæðið væru fiskeldi, lúpína,
skógrækt og rask vegna virkjunar
jarðhita. Þetta áttum við erfitt
með að þola sem og það að lesa
bara um það á Intemetinu að
gerðar hafi verið áætlanir um að
ffiðlýsa eignir okkar," sagði
Einar. En ætla Keldhverfingar að
grípa til vama? Einar Ófeigur
sagði svo ekki vera en á fundi í
Kelduhverfi á dögunum kom
ffam að fáir myndu undirrita
samninga um friðlýsingu.
Tilkynnt hefur verið um
samskonar ffiðlýsingar landa í
Hegranesi í Skagafirði og í
Viðvíkursveit. Stefanía Bima
Jónsdóttir, á Beingarði í
Hegranesi, sagði skoðanir skiptar
um ffiðlýsinguna í Hegranesi og í
Viðvíkursveit. Þeir sem lítt hafi
skoðað málið telji það meinlaust
en aðrir séu því andvígir. Hún
segir að málið þarfnist meiri
kynningar en verið hefúr til
þessa.
i