Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 25. nóvember 2003 Bændoblaðið 25 Fiskeldisnemar á Hólum fialda stórveislu meó eldisfiski Það er orðinn árlegur viðburður að fiskeldisnemar við Hólaskóla elda fyrir samnemendur sína, starfsmenn og gesti á Hólastað. Að sjálfsögðu er einungis notaður eldisfiskur í réttina. Þriðjudaginn 19. nóvember stóðu fiskeldisnemar fyrir stór- veislu á Hólum. Eldaðir voru ijöl- breyttir réttir úr eldisfiski: ofn- bakaður þorskur, reyksoðin bleikja, barri bakaður í salthjúp og sjávarréttasúpa. Einnig voru á boðstólum margar tegundir af pönnusteiktum fiski, sandhverfa, barri, bleikja og ýsa ásamt margvíslegu meðlæti. Það var samdóma álit allra matargesta að eldamennskan hafi tekist ffábærlega og fengu fiskeldisnemar mikið lof fyrir framtakið. Alls voru matargestir um 100 og nærri lét að þeir kláruðu þau 60 kíló af fiski sem nemamir elduðu.Óvenju margir voru í mat á Hólum þennan dag því svo skemmtilega vildi til að þá var haldið námskeið á vegum ferða- málabrautar um markaðssetningu þjónustu. Að auki voru fjölmargir iðnaðarmenn á Hólum vegna yfir- standandi byggingarframkvæmda við nýja nemendagarða. Nú eru nemendur við fiskeldisdeild Hólaskóla 13 í grunnnámi og 3 eru að hefja BS nám. SMÁHÝSI gistieiningar Sala - leiga! Góð tveggja manna gistiherbergi með baði og öllum þægindum. Frábær lausn fyrir ferðaþjónustubændur og aðra aðila sem vilja auka hjá sér gistirými til lengri eða skemmri tíma. Stærð hverrar einingar er 21 m2. Fleiri stærðir fáanlegar. Hagstætt verð - stuttur afgreiðslufrestur sýningarhús á staðnum! » HAFNARBAKKI Suðurhöfninni Hafnarfirði Sími: 565-2733 www.hafnarbakki.is VARAH LUTATILBOÐ I CASE OG STEYR DRÁTTARVÉLAR í tilefni af yfirtöku á CASE IH og STEYR dráttarvélaumboðinu bjóðum við 20% afslátt af varahlutum í þessar vélar í nóvember og desember Við bjóðum einnig frfa heimsendingu hvert á land sem er með póstinum fyrir varahlutasendingar allt að 10 kg. VELATORG ehf Æ VÉLATORG ehf - nýr umboðsaðili CASE IH og STEYR dráttarvéla á íslandi - Dalsbraut 1E, Akureyri, sími 461 4007

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.