Bændablaðið - 19.06.1987, Page 3

Bændablaðið - 19.06.1987, Page 3
BLAÐIÐ Utflutningur reiðhesta: SKILAR TUGUM MILUÓNA KRÓNA — A fjórða hundrað hross farin á þessu ári. 8 flugu út í gær I gærdag flutti búvörudeild SÍS út 8 reiðhesta með flugi til kaupenda úti í Þýskalandi og einn hestanna fer til It- alíu. Markaður þar syðra opnaðist mjög nýlega og er hrossið sem nú fer til Ítalíu sjötti íslenski klárinn í því landi. Sala á reiðhestum og sláturhrossum til Evrópu hefur aukist mjög síðustu ár og á þessu ári hafa farið á fjórða hundrað hross úr landi; um 70 sláturhross og ná- lægt 250 reiðhross. Á síðasta ári skilaði þessi útflutning- ur um 31 milljón króna í þjóðarbúið og svo virðist sem reiðhestamarkaðurinn sé í vexti. Þetta kom fram í sam- tölum Bændablaðsins við þá Magnús G. Friðgeirsson og Sigurð Ragnarsson hjá Búvörudeild. „Framboðið virðist þó ævinlega vera heldur meira en eftirspurninj* sagði Sigurður Ragnarsson sem er starfsmaður þessa verkefnis. „Þeg- ar við erum búnir að afgreiða stóra farma eins og var í vor þá vantar ákveðna tegund af hrossum á mark- aðinn hér heima. Það eru þægir hestar með gott geðslag sem mest eftirspurn er eftir, svokallaðir barna og fjölskylduhestar. Þjóð- verjar sækjast aðeins eftir að fá toppana því þar er hrossarækt, en annars seljast dýrir gæðingar miklu síður en hinir“ Sigurður bætti því við að það væri eðlileg og óhjákvæmileg þró- un að hrossarækt færðist að hluta til út fyrir landið — angi af mark- aðslögmálum og alveg hliðstætt við það að hér á landi ræktum við refi og galloway naut af útlenskum stofnum. Meðalverð á reiðhrossum til út- flutnings er um 60 þúsund krónur menn fjárfesti í íslenskum hrossum um skamman tíma og selji svo aft- ur. Helstu sölulöndin eru Þýska- land og Norðurlöndin en markaðs- svæðið er í vexti og nýlega leyfðu ítölsk yfirvöld innflutning á hestum héðan. Sala á Ameríkumarkað er ekki hafinn fyrir alvöru en vonir manna standa til að þar megi koma að gæðingum og dýrari hrossum en almennt eru seld inn á Evrópu- markað. Fyrir tæplega 20 árum var mjög blómlegur útflutningur hrossa til Þýskalands og þá oft flutt út um 1000 hross á ári. Snemma á áttunda áratugnum datt sá flutningur niður og lá í láginni þangað til fyrir þrem- ur árum að hann var endurvakinn af Búvörudeildinni og Félagi hrossabænda. Flutningskostnaður var áður mjög hár og að hluta til var því núna mætt með því að flytja út saman sláturhross og lífhross. Nægur markaður er ytra fyrir slát- Magnús G. Friðgeirsson: Með því að halda kostnaði öllurn í lágmarki tekst að halda uppi markaðsverði og um leið að stuðla að heldur hœrra verði hér heima. Öllum kostnaði við sölustarfsemi hefur verið haldið í algjöru lág- marki og því lítið verið til að aug- lýsa íslenska hestinn á erlendri grund né heldur eytt fé til að aug- lýsa meðal íslendinga að það vanti hesta. Sigurður Ragnarsson hjá Bú- vörudeildinni er eini fasti starfs- maður þessa verkefnis og í raun í vinnu hjá SÍS og Félagi hrossa- bænda sem hefur mjög beitt sér í þessu máli og sér meðal annars um að flytja hrossin að bryggju og ýmis Þessa mynd tók blaðamaður Bœndablaðsins þegar hrossum var skipað út i gripaflutninga- skip frá Niður- löndum í Þor- lákshöfn. í nœr öll skiptin hafa skipin lagst þar að og erlendir skipherrar verið tregir til að sigla norður fyrir land. að viðbættum öllum kostnaði við útflutninginn. Megnið af hrossun- um er flutt út með sérpöntuðum gripaflutningaskipum og hafa tvö þannig farið á ári, undanfarin þrjú ár. Þess á milli eru hross flutt með Cargo-vél frá Flugleiðum og skip- um íslensku skipafélaganna, en flutningur með gripaflutningaskip- unum er langódýrastur og í þeim fer betur um hestana. Flutningskostn- aður með flugi er um 36 þúsund krónur en nærri helmingi ódýrara er að flytja þau með gripaflutn- ingaskipi. Við þennan kostnað bætast nær 15 þúsundir fyrir um- stang, blóðprufu, vottorð, stimpil- gjöld og fleira smálegt þannig að oft er kaupverð úti 30 til 50 þúsund krónum hærra en markaðsverð hér heima. Samningar um sölu hrossanna eru alltaf gerðir áður en þau eru flutt úr landi en oft eru það íslend- ingar þar yjtra sem kaupa hrossin og selja úti. í öðrum tilfellum er fólk að kaupa hross til eigin nota og það þekkist að svokallaðir spákaup- urhross á fæti og hrossakjöt er nær eina kjötið sem ekki hefur hlaðist upp í birgðir á undanförnum sam- dráttarárum. Það hefur líka lækk- að flutningskostnað um nær helm- ing að erlendu gripaflutnignaskipin eru ódýrari og hentugri á allan hátt til þessara flutninga. Helsti vandinn hefur verið að finna nógu lítil skip því héðan hafa yfirleitt aðeins verið flutt þrjú og fjögur hundruð hross í einu. í fyrra voru alls flutt út rúmlega 700 hross, sem var met því árið áður var heildarfjöldinn um 300 og svip- að 1984. I ár stefnir í svipað magn og á síðasta ári. Hestarnir sem eru seldir koma mikið af Suðvesturhorninu, Norð- urlandi vestan Eyjafjarðar en lítið hefur komið af hestum utan við þetta svæði. Að hluta til er ástæðan sú að erfiðara er að koma kaupend- um í samband við seljendur sem eru mjög langt í burtu, en ekki síður verður þetta rakið til þess að bænd- ur í þessum landshlutum hafa ekki vitað mikið um þessa flutninga. samskipti við einstaka seljendur. Auk Sigurðar vinna margar að þessu í hvert skipti sem skip er væntanlegt, þannig að meðaltalið gæti svarað vel tveimur ársverkum. Umsvif hrossaræktar í landinu vegna þessa útflutnings ætti að geta svarað til reksturs á að giska 20 vísi- tölubúa — ef miðað er við að helm- ingur skilaverðs fari í laun bónda og laun á einu visitölubúi séu tæplega 900 þúsund á ári. Þau verð sem hér eru nefnd er það skilaverð sem fæst fyrir hrossin til gjaldeyriseftirlits en Búvöru- deildin hefur ekki þess háttar milli- göngu um samninga að tryggt sé að raunverulegt verð sé ekici hærra. Sigurður Ragnarsson sagði að- spurður að hann hefði ekki orðið var við að góð hross væru seld mjög ódýrt en deildin hefði þó ekki að- stöðu til að halda uppi eftirliti með sölu á hverju hrossi. Stundum borga kaupendur fyrir hrossin með varningi, svo sem vídeótækjum, en þá verða seljendur að gera grein fyr ir slíku, lögum samkvæmt. Búðardalur: ATVINNULÍFIÐ AD KOMAST í LAG Atvinnulíf í Búðardal er nú fyrst að komast í samt lag eftir salmonellasýkinguna sem kom upp í aprílmánuði og veikti um 50 íbúa staðarins. Fólk sem smitast af salmonellu má ekki vinna við matvælaiðnað lengi á eft- ir. Þegar Bændablaðið ræddi við Jóhannes Valtýsson bakara í Búðardal í fyrri viku var fyrsti starfsmaður hans af fjórum að snúa aftur til vinnu en ekkert er vitað um það hvenær allir verða komnir i sín störf. Stærstu vinnustaðir Búðdælinga tengjast úrvinnslu landbúnað- arafurða og matvælavinnslu fyrir nærsveitir. Þá hefur salmonellusýkingin haft slæm áhrif á atvinnulíf staðar- ins. Heimildir Bændablaðsins vestra telja að þess hafi gætt að ferðamenn hafi siður áð í söluskál- um eða keypt sér mat á staðnum vegna þess leiða misskilnings að sýkingin eigi sinn uppruna og hæli í Búðardal. Eins og kunnugt er af fréttum er salmonellan úr kjúkling- um úr kjúklingasláturhúsi Isfugls í Mosfellssveit. Að hluta til er þessi misskilningur rakinn til þess að í fjölmiðlum var veikin í fyrstu köll- uð Búðardalsveiki, — sem engan veginn er réttnefni. Helstu vinnustaðir í Búðardal eru mjólkurbú, sláturhús, bakarí sem þjónar stóru svæði, kjöt- vinnsla og verslun en á öllum þess- um stöðum eru starfsmenn að með- höndla matvæli og hafa þeir sem veiktust ekki fengið að snúa til starfa á þessum stöðum þó þeir kenndu sér einskis meins, meðan minnstu líkur voru taldar á að þeir hefðu bakteríuna í sér. Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkursam- lagsstjóri og oddviti sagði í samtali við Bændablaðið að bara einn starfsmaður hjá honum hefði feng- ið veikina. Á hinn bóginn væri hon- um kunnugt um allmarga unglinga sem hefðu veikst og því ekki getað hafið sumarstörf eins snemma og til stóð. Alls hafa verið skráðir 900 veik- indadagar í Búðardal vegna salmonellusýkingar en i þorpinu eru um 200 ársverk sem svarar til rúmlega 4000 vinnudaga á mánuði. Veikindin komast því nærri því að jafngilda algerri lömun atvinnulífs- ins í eina viku. Gerist áskrif- endur að Bændablaðinu Klippið meðfylgjandi seðil út og setjið ófrímerktan í póst. Til áramóta koma 7 tölublöð út og áskriftin kostar 550 krónur. Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Bændablað- inu til áramóta. Sendið mér því næsta tölublað ásamt gíróseðli. Nafn: _______________________________________ Heimilisfang: _______________________________ Póstnúmer: __________________________________ Áskriftir má tilkynna í síma 91-17593. Sjálfvirkur símsvari þegar enginn er við.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.