Bændablaðið - 19.06.1987, Síða 11
SKOGRÆKTARAÆTLUNIN I
LAUGARDAL ÚR SÖGUNNI7
— Beiöni um aukinn mjólkurkvóta bíður afgreiðslu Framleiðsluráðs. Fáist hann
er ólíklegt að úr skógræktinni verði. Samninginn má nota annarsstaðar!
Enn hefur ekki tekist að hrinda skógræktaráætlun
ríkis og bænda í Laugardal í framkvæmd og er málið
komið í slíkan hnút að sumir telja hugmyndina endan-
lega úr sögunni. Heildarsamningur var tilbúinn til und-
irritunar og samþykktur af báðum aðilum, nú á vordög-
um, en ekki hefur tekist að ganga að öllum sérkröfum
allra bænda. Það sem einkum stendur á er krafa bænda
á einum bænum um aukinn mjólkurkvóta sem óvíst er
að hægt sé að verða við.
Eins og kunnugt er af fréttum
ráðgerði landbúnaðarráðuneytið
og Skógrækt ríkisins í samvinnu við
bændur að rækta upp nytjaskóg í
Laugardal. í stað þess að girða
skóglendið sérstaklega var gert ráð
fyrir að svæðið yrði fjárlaust eins
og það hefur verið undanfarin ár
vegna riðuniðurskurðar. Annars
hefur fjárbúskapur verið á flestum
bæjum í Laugardal en auk þess
kúabúskapur á 6 af þeim og ylrækt
á tveimur en býlin eru 11 talsins.
Fljótlega eftir að samningaviðræð-
ur voru komnar af stað tilkynnti
bóndinn á Laugardalshólum, Frið-
geir Stefánsson, að hann treysti sér
ekki til að hætta sauðfjárbúskap og
var áætluninni þá breytt á þann veg
að ákveðið var að girða jörð hans
af.
í samningi þeim sem síðan hefur
verið gerður og tilbúinn er til undir-
ritunar, er m.a. gert ráð fyrir að
bændur í hreppnum geti haft at-
vinnu við skógræktina eins og fjár-
magn á fjárlögum leyfir hverju
sinni.
Fyrst eftir að Friðgeir á Laugar-
dalshólum hætti við að vera með
stóð á landbúnaðarráðuneytinu að
undirrita áætlunina enda taldi það
tilkostnað hafa aukist. Þeirri fyrir-
stöðu var rutt úr vegi í vetur og var
þá ekki annað eftir en að gera sér-
samninga við hvern einstakan
bónda. Á þeim þætti strandaði
málið þar sem bændur á einum af
vestari bæjunum í Laugardal telja
sig ekki hafa fengið nægilega aukn-
ingu í mjólkurkvóta til að geta hætt
með sauðfé. í samtali við Bænda-
blaðið sagði Gunnar Guðbjartsson
hjá Framleiðsluráði að erindi Skóg-
ræktarinnar um aukningu á mjólk-
urkvóta fyrir þennan bæ hefði enn
ekki verið tekið fyrir og ekki hægt
að segja til um, hvort hægt verði að
verða við beiðninni. Hjá þeirn Jóni
Höskuldssyni samningamanni
landbúnaðarráðuneytisins í málinu
og Árna Guðmundssyni á Böð-
móðsstöðum, forystumanni
bænda, kom fram að ólíklegt er að
úr skógræktinni verði ef ekki tekst
að hafa umrædda bændur með.
„Þessi jörð skiptir mjög miklu máli
og ef hún dettur út þá er þessi hug-
sjón búin að vera“ sagði Árni Guð-
mundsson. Jón taldi ekki nenia
helmingslíkur á að þessi mál leyst-
ust eins og staðan er núna.
Skógræktaráætlunin fyrir Laug-
ardal tekur til 10 bújarða þar sem
eru 13 ábúendur og er skipulagt 900
hektara svæði fyrir fyrsta áfang-
ann. Reiknað er með að árlega verði
plantað 180 þúsund plöntum í 60
hektara lands. Jafnframt því að
verða nytjaskógur þar sem ösp yrði
plantað til frantleiðslu á borðviði,
trjákvoðu og pappír, er lögð áhersla
á að landið verði fegurra og meira
aðlaðandi. Umrætt svæði er frá
Laugarvatni að Brúará.
Jón Höskuldsson kvaðst að-
spurður telja það vel mögulegt að
gefa bændum á öðru svæði kost á
að ganga að þeim kjörum sem
Laugdælum voru boðin, verði ekk-
ert úr samningum við þá. En til þess
verða aðstæður að vera sambæri-
legar og er óvíða talið eins ákjósan-
legt skógræktarsvæði í landinu.
/ miklu stímabraki hefur staðið í samningum milli Laugdœla og landbún-
aðarráðuneytis um rœktun nytjaskógar í sveitinni sem farið yrði í jafn-
framt því sem sauðfjárbúskap yrði hœtt.
LYST EFTIR NYJUM
ATVINNUHUGMYNDUM
Hugmyndasamkeppni um nýja at-
vinnustarfsemi í sveitum hefur nú
verið hleypt af stokkunum á vegum
Framleiðnisjóðs og Landbiínaðar-
sýningarinnar BÚ ’87, sem haldin
verður í Reiðhöllinni í Víðidal 14. til
23. ágúst í sumar. Skilafrestur hug-
mvnda er til 1. ágúst og verða veitt
þrenn verðlaun fyrir bestu hug-
myndirnar, 150 þúsundir, 75 þús-
undir og 25 þúsundir króna.
í keppnisgögnum sem liggja fyrir
í Bændahöllinni segir meðal annars
að tilgangur keppninnar sé að
skjóta styrkari stoðum 'undir at-
vinnulíf og byggð í sveitum. Helst er
óskað eftir tillögum að einfaldri en
arðbærri atvinnustarfsemi sem
hægt sé að stunda í hlutastarfi við
þau skilyrði sem nú eru í sveitum.
Tillöguhöfundar halda öllum höf-
undarétti og farið verður með allar
tillögur sem trúnaðarmál.
Dómnefnd skipa þau Ágústa
Þorkelsdóttir á Refsstað, Leifur Kr.
Jóhannesson í Stofnlánadeild og
Sigurður Guðmundsson hjá
Byggðastofnun.
VALFODUR:
INNIHALDSRIKT 06
FÓÐURSPARANDI
l^lfóður er fljótandi dýrafóður, l^lfóður er fóðursparandi, vegna
framleitt úr nýjum fiski. Við fram- þess hve prótein í öðru fóðri nýtist
leiðsluna er ekki notast við hita, sem vel, sé Valfóður gefiö með.
skaðar næringargildi hráefnisins.
V
w alfóður er mikilvægt með öðru
fóðri, vegna líffræöilegs gildis þess.
alfóður er ódýr, innlend franv
leiðsla.
>eitió nánari upplýsinga.
VIO SETJUM GEYMSLUTANK HEIM
Á BÆ, ÞÉR AO KOSTNAOARLAUSU.
PO BOX 269
222 HAFNARFJOROUR
SIMI: 91-651211
SÍMI i VcRKSMIDJU: 92-2273
II
DRIFSKOFT
Flestar stæröir og gerðlr
Veitum taeknilega aöstoð og alíar upplýsingar