Bændablaðið - 19.06.1987, Qupperneq 12

Bændablaðið - 19.06.1987, Qupperneq 12
BÆNDA BLAÐIÐ STORBUA- STEFNA OG SHIÁBÚA- STEFNA — Framlegðin er meiri á litlu búunum ef marka má „Svörtu skýrsluna“ og Búdapest- fyrirlestur frá liðnum vetri Landsbyggð og landbúnaður Bjarni Harðarson skrifar Á að reka stór bú eða lítil, spyrja menn. En það gleymist að spyrja hvort verið er að leita að lausn á vanda landbúnaðar eða þá byggðavanda nema hér sé um tvœr greinar af sama meiði að rœða. „Það eru hræringar núna í kjúkl- inga og svínabúskapnum. Þar þró- ast allt í stærri og hagkvæmari bú. Það er ekki neitt slíkt á ferðinni í sauðfjárframleiðslunni og því sé ég ekki annað en að hún sé dæmd til að tapaþ sagði einn ræðumanna á ráðunautafundi BÍ og RALA sem haldinn var á liðnum vetri. Stór- búastefnan í einni eða annarri mynd á talsverðu fylgi að fagna, meðal annars innan Bændahallar- innar og þær raddir verða æ hávær- ari nú á tímum sölutregðu kinda- kjöts og samdráttar í framleiðslu. Engar kannanir hafa þó verið gerð- ar á því hvaða bústærð í sauðfjár- búskap skilar mestri hagkvæmni, — ódýrustu kjöti. í svörtu skýrsl- unni svokölluðu, sem unnin var fyr- ir Framtíðarnefnd ríkisstjórnarinn- ar, er lítillega vikið að þessum hlut- um og síðasta vetur fluttu fulltrúar íslands á þingi landbúnaðarfram- leiðenda í Búdapest fyrirlestur um þetta mál. Fækkun framleiðenda til aukinnar hagkvæmni er viðkvæmt mál meðal bændastéttarinnar, enda gæti slíkt kostað hrun margra af- skekktari byggða. „Hvernig getur bændaforystan Iagt til að framleiðslan verði færð á fárra hendurý sagði einn bænda sem Bændablaðið ræddi við. „Það er útaf fyrir sig ekki kappsmál bænda hversu mörg tonn af kinda- kjöti þjóðin étur heldur hversu margir bændur geti lifað af þeirri framleiðslu sómasamlegu lifi. Ef að framleiðslan fer hvort sem er í hendur stórbænda á þéttbýlustu svæðunum þá er mér og öðrum sem væru Iátnir hætta sama hvort þjóð- in étur kindakjöt eða kjúklinga" Stærstu búin skila ininni afurðum „Svarta skýrslan" er tekin saman af þeim Agli Bjarnasyni ráðunaut, Guðmundi Stefánssyni hagfræð- ingi, Jóni Viðari Jónmundssyni ráðunaut og Sigurgeir Þorgeirssyni á RALA. Þar er i útreikningum reiknað með sömu framlegð eftir vetrarfóðraða kind og sama kostn- aði og vinnu hvort sem miðað er við 400 kinda bú eða 800. Þetta verður höfundum síðar að umfjöllunar- efni: „...Ef til vill þykir ekki rétt að reikna með sama breytilega kostn- aði og sömu vinnu á kind á stærra og minna búinu. ...En á móti vegur hins vegar, að reiknað er með sömu afurðum óháð bústærð, enda þótt algengara sé að stærstu búin skili nokkru lægri afurðum eftir kind en minni búin..“ Síðar í skýrslunni segir: „...Svona virðist sem hagræðingarmöguleik- ar séu takmarkaðir við stækkun umfram 400 til 500 kinda markið. Ákveðin tækni við heyöflun á að vísu að nýtast betur á stærri búum, en ekki verður séð að frekari vinnu- hagræðingu við sauðburðarstörf verði komið við þótt búin stækki yfir þessi mörk. Stóru búin bera dýrari tækni við hirðingu, en líkleg- ast er að auknar vegalengdir vinni þá tækm upp. Ekki er ljóst, hvenær stærðin fer yfir þau mörk, að eftirlit bresti og afurðir minnki af þeim sökum. Þá krefjast stærri búin meiri stjórnun- ar og skipulagningar sem dregur úr vinnusparnaði“ Síðar í Svörtu skýrslunni er fjall- að um þá framtíðarmynd að sauð- fjárbúskapurinn þróist yfir í tvennskonar búskap. Annarsvegar bú þar sem fólk hefur framfæri sitt eingöngu af fjárbúskap og þá á bil- inu 300 til 800 fjár á hverju búi. Minnihluti framleiðslunnar kæmi svo frá mjög litlum fjárbúum þar sem hagstæðar aðstæður verða nýttar en fólk hefur aðalframfæri sitt af annarri atvinnu, og... „...fjár- búskapur verður hreinn hliðarþátt- ur í tekjuöflun. ...Ætla má að hag- kvæmni í slíkum búrekstri verði ekki síðri“ Frekari útreikningar í þessum efnum eru ekki gerðir í Svörtu skýrslunni né að byggt sé á öðru en því sem reikna má með að séu al- mennt viðurkenndar staðreyndir. Aftur á móti er gerð ýtarlegri til- raun til að reikna út hagkvæmni við rekstur svokallaðra lágmarkskostn- aðarbúa. Þá er horfið frá því að ná fram hámarksafurðum af hverri kind en í staðinn stefnt að minni fóðurkostnaði, ódýrari húsum, minni vinnu, minni ræktun og ódýrari vélakosti. Frjósemi yrði þá innan við eitt lamb á hverja kind og meðalfallþunginn 14 kg„ ullin minni því ekki yrði um vetrarklipp- ingu að ræða. Niðurstaða skýrsluhöfunda er í stuttu máli sú að verði kostnaðar- liðir lækkaðir um 40 til 50% þá lækki tekjur um 50 til 60%. Að ein- hverju leyti má ætla að hér sé talna- leikur á ferðinni, enda vitað að skiptar skoðanir eru um þessa hluti meðal fræðimanna. Eftir stendur það sem skýrsluhöfundar segja, að þessi leið krefjist um það bil helm- ingi fleira fjár en sú leið sem byggir á hámarksafurðum af skepnunni. Og fjölgun fjár er óæskileg útfrá landnýtingu. Bústærðin rædd í Búdapest Á árlegu þingi Evrópskra land- búnaðarframleiðenda í Búdapest 1. til 6. september síðastliðinn kynntu fulltrúar íslands, þeir Jóhann Ólafsson, Jón Viðar Jónmundsson og Ólafur Dýrmundsson niður- stöðu könnunar sem þeir höfðu þá gert á hagnaði sauðfjárbúa miðað við stærð þeirra eftir tölulegum upplýsingum búreikninga fyrir árin 1983 og 1984. Helstu niðurstöður þessa koma fram í meðfylgjandi töflu. í stuttu lesmáli sem fylgir prent- un þingsins á töflunni er rakin sú niöurstaða að hvað mestan hagnað eftir hverja skepnu er að hafa á minnstu búunum. Þá segir: „Þó svo að stærri búin hafi flest lélegri af- urðir en þau minni, aðallega fyrir vöntun á umhirðu og eftirliti, þá er vitað að mörg stór og meðalstór bú skila vel þolanlegum afurðum, það í öllum landshlutum" Auk þessa fylgir Búdapest-fyrir- lestrinum önnur tafla þar sem bú- reikningabæjunum er raðað niður eftir sýslum. Úr þeirri töflu má meðal annars lesa að hvað mestri framlegð skila ærnar á Suðurlandi og Vesturlandi en einmitt á þessum svæðum eru búreiknibúin að með- altali minni heldur en í öðrum landshlutum. Flestir viðurkenna að Norðurland og hluti Vestfjarða séu heppilegri sauðfjárlönd en hér virð- ist bústærðin ráða miklu. Lcikarabúskapur ekki klafi á stórbændum Nú er það vafalaust svo að litlu 1983 ____________________________ 1984 Stærð búanna (ærg.) 250 250-400 400 250 250-400 400 Fjöldi bæja 29 36 18 26 41 16 Kostnaður vægna heyja (kr.) 390 490 432 380 429 600 Aðkeypt fóður (kr.) 205 223 209 218 279 272 Ýmiss kostnaður (kr.) 129 125 119 172 170 158 Heildarkostnaður (kr.) 724 838 760 770 878 1.030 Tekjur af kjöti (kr.) 2.041 1.931 1.871 2.276 2.281 2.068 Tekjur v. ullar og skinna (kr.) 236 236 233 271 295 284 Breytilegar tekjur (kr.) 82 6 43 26 22 80 Heildartekjur (kr.) 2.359 2.173 2.147 2.573 2.598 2.432 Framlegð (kr.) 1.635 1.335 1.387 1.803 1.720 1.402 Dilkakjöt e. vetrarf. kind (kg.) 16.40 15.74 15,99 16.60 16,46 15,45 Fædd lömb e. vetrarf. kind 1.39 1.38 1.38 1.34 1.38 1.32 Meðlafallþungi (kg.) 14,40 13,76 14.23 15,09 14,71 14,63 Fóðurbætisnotkun (kg.) 17,87 18,80 17.91 13.01 17.62 17.41 Graskögglanotkun (kg.) 7.01 9,33 8,49 5,33 5,03 5,78 Meðalfjöldi kinda á búi 195 326 514 188 313 531 Heildarhagnaður eftir hverja vetrarfóðraða kind í samanburði við stœrð búa. sauðfjárbúin líkjast í sumu lág- markskostnaðarbúum þeirra sem fyrr var drepið á. Þar er oft frum- stæðari búskapur, sérstaklega þar sem búskapurinn er rekinn sam- hliða launavinnu. Fjárhúsin eru sjaldnast með vélgengum kjallara, tæknivæðing takmörkuð og fjár- festingakostnaður því oft í algjöru lágmarki. Vinna á þessum litlu bú- um er aftur á móti með mesta móti og I raun fylgt hámarksafurða- stefnu með því að nostrað er við hverja skepnu og fóðurkostnaður getur verið hár. Þeir sem þessi bú reka telja vinnuna ekki allir í klukkustundum heldur líta á fjár- búskapinn sem tómstundagaman. Meðan svo er verður ekki litið fram hjá þessum geira, sem sumir grónir stórbændur vilja kalla Ieikarabú- skap, þegar leitað er að þeim sem hugsanlega geta skilað ódýrustu kjöti á markað. Nú þegar stefnir í stórfelldan samdrátt í kjötframleiðslu getur það orðið til að halda lífi í sveita- byggð að menn með aðra atvinnu fái að búa þar með lítil fjárbú sem hliðarþátt í sinni tekjuöflun. Reynslan sýnir að ábúandi hættir að tolla á jörð sinni um leið og skepnuhald hættir. Sveitalíf án bú- fjárhalds hefur fátt upp á að bjóða sem þéttbýlið hefur ekki, en vantar mörg þægindi kaupstaðanna. Næsta hæpið er þó að fullyrða útfrá þeim gögnum sem hér eru, að hagkvæmast sé að reka allan sauð- fjárbúskap í litlum einingum eða sem aukagetu þeirra sem sækja meginvinnu sína inn í næsta þétt- býliskjarna. En gögnin sýna að það búskaparform verður heldur ekki afgreitt sem óarðbær klafi á stór- bændum. Sum stóru búanna eru raunar afskaplega óarðbær vegna þungrar vaxtabyrði og of mörg slík geta orðið dauðadómur yfir jaðar- byggðum íslands þar sem menn lifa víða á skuldlausum en litlum búum. Á hinn bóginn er það stétt sauðfjár- bænda nauðsyn að ákveðinn kjarni hennar hafi sauðfjárbúskap sem aðalatvinnu og nægilega stór bú til að geta innleitt nýjungar og þróað framfarir í greininni. Hagkvæmasta bústærð er ekki til — segir Jón Viðar Jónmundsson ráðu- nautur og einn höf- unda að báðum heim- ildum Bændabiaðs- ins „Hagkvæmasta bústærð er hlutur sem er í raun og veru ekki til. Slíkt cr bara til miðað við gefnar forsendur hverju sinni,“ sagði Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur BI í samtali við Bændablaðið. „Menn hafa allt- af verið að velta þessu upp en spurningin sjálf er endaleysa. Það sést þegar maður fer að skoða einstök tilfclli. Menn geta gefið sér að fyrir einhverjar almennar aðstæður þá verði náð fram hagkvæmni í rekstri á ákveðnu bústærðarbili — en það er ekki hægt að setja fram ákveðna tölu sem hentar allsstaðar. Ég held að hag- kvæmustu búin geti verið á bil- inu frá 200 til 800kindabú, mið- að við þær tækniaðstæður sem menn búa við í dag. Á yfir 800 eða 1000 kinda búi fer eitthvað að bresta. Þó eru til menn sem geta búið mjög stórt án þess að nokkuð fari úr skorðum, eins og Erlendur á Giljá gerði með 1200 fjár. En menn mega ekki draga þá ályktun að allir aðrir geti gert það sama... Það skiptir meginmáli að hver bóndi finni þann búrekstur sem honum hentar best. Alltof margir bændur finna hann ekki. Annar þáttur í þessu er að það er hægt að breyta hinum ytri að- stæðum til búskapar þannig að allt aðrar stærðir ættu við sem hagkvæmasta bústærð“

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.