Bændablaðið - 19.06.1987, Síða 21

Bændablaðið - 19.06.1987, Síða 21
BÆNDA BLAÐIÐ F JAÐARBYGGÐIR Eru sveitirað faraieyði?Spurningin eropin I báðaenda og getur eins merkt hvort það sé _svo komið að brátt leggist allt strjálbýli (landinu af og ísland verði borgrlki en ekki þjóð I landi! Fæstum detturþó I hug að byggð eigi eftirað leggjast af I sveitum Árnessýslu, Eyjafjarð- ar eða Borgarfjarðar, svo dæmi séu tekin. Aftur á móti eru það margirsem fullyrðaað svokallaðarjaðarbyggð- ir landsins, sveitir á borð við Selvoginn sem er fjallað It- arlega um á þessum slðum, ísafjarðardjúp að innan- verðu og fjörðurinn mjóvi fyriraustan hljóti beinlínis að fara I eyði. Hvað er hæft I þessu. Bændablaðið sló á þráðinn til oddvita 10 sveita sem a.m.k. sumar flokkast undir það að vera jaðarbyggðir og spurði um horfur I byggðamálum ... „Annaðhvort er að veita þessari byggð nábjargirnar eða þá að rétta henni þann stuðning sem þarf til að hún geti staðið", sagði Engilbert Ingvarsson oddviti Snæ- fjallahrepps við ísafjarðardjúp og bóndi á ysta byggða bóli við Djúpið að norðanverðu, Tyrðilmýri; ystu mörk- um hins byggilega heims, eins og bóndinn orðar það sjálfur. Sjálfur hefur hann I kjölfar úthlutunar á fullvirð- isrétti ákveðið að selja ábýlisjörð slna og bregða búi. „Forsendur byggðar slðan Inndjúpsáætlunin var gerð hafa I raun ekki breyst nema það sem kemur af mannavöldum. Meirihluti þeirrasem mótarlandbúnað- arstefnuna llturekki til byggðareinsog þessararhérna. Framleiðslustjórnunin kemur hart niður hérna þar sem menn eru nýbúnir að byggja upp, það eru góð ár og góð hey. Bændum hérsvlðurmest að þarsem framleiðslan áþessu svæði erekki nema3—5% af heildinni yfirallt landið, að það sé þá verið að takmarka það sem ekkert munar um. Það ætti að vera hægt að takmarka fram- leiðslu þar sem engin hætta er á búseturöskun." íbúum I hreppunum fjórum við ísafjarðardjúp innan- vert hefurfarið heldurfækkandi á seinni árum, vlðaeru einyrkjar á jörðum og annarsstaðar hefur yngra fólk ekki tekið við búi hins eldra. Þó er blómleg atvinnuupp- bygging I kringum fiskeldisframkvæmdir I Nauteyrar- hreppi. Sauðfjárbúskapur er aðalatvinna I hreppunum en mjólkurframleiðsla er I nokkrum hreppum, ylrækt á einum og á Reykjanesi er héraðsskóli sem veitir all- mörgum atvinnu. Á öllu svæðinu búa um 200 manns á 40 bæjum sem eru á nær 200 km. vegarkafla. Með Inn- djúpsáætlun fyrir nokkrum árum var gert átak til upp- byggingar á mjög mörgum jörðum en áframhaldandi framkvæmdir eins og heimamenn gerðu ráð fyrir hafa ekki orðið og framleiðslustjórnun kemur illa niður á jörðum þar sem forsendur eru til að stækka búin. Ungt fólk hefurekki vogað að kaupa jarðir af ótta við að eign- irnar verði verðlausar. Lausnin gæti að mati Engilberts orðið að sveitarfélög keyptu jarðir sem síðan yrðu leigðar I ábúð. Svipað og gert er á Hólsfjöllum. Auðkúluhreppurerafarfámennurog að stórum hluta einangruð byggð. Þar eru 31 Ibúi, búið á 7 bæjum og þrjárfjölskyldureru auk þess við Mjólkárvirkjun. Einbú- ar eru á þremur þessara bæja og einhleypir feðgar á þeimfjórða.Tveirbæjannaeru I Lokinhamradal, úti fyrir mynni Arnarfjaröar þar sem er afar afskekkt og stutt siðan komst ávegasamband. Eins og annarsstaðar þar sem eru fámennar byggðir er nú rætt um sameiningu við annan hrepp en byggðin er þó nokkuð fjarri öðrum, girt af með fjallvegum beggja vegna. Hallgrímur Sveinsson oddviti á Hrafnseyri sagði I samtali við Bændablaðið að menn sæju ekki kosti þess að sam- eina hreppinn öðrum þó vissulega væri erfitt að halda uppi jafn fámennri sveit. Byggðin stendur tæpt sagði Hallgrímur, en taldi þó að þau býli sem eru eigi eftir að standa og hvergi eru bændur á förum. Annað fámennt byggðarlag á Vestfjarðakjálkanum eru Ketildalir sem eru við Arnarfjörð að sunnanverðu, vestur frá Blldudal. í hreppnum eru 20 (búar á 6 býlum og verður hann sameinaður Suðurfjarðahreppi (Bíldu- dal) nú á næstu mánuðum. Oddviti Ketildalahrepps, Ólafur Hannibalsson I Selárdal kvaðst I samtali við Bændablaöið telja að byggð ætti eftir að haldast á öll- um þessum býlum en möguleikartil fjölgunareru ekki miklir. Nokkrir bændur I Vestur Barðastrandasýslu reyndu refabúskap en af 9 eru nú aðeins 4 eftir, þaraf tveir I Ketildölum. Dreifð byggð og erfiðar samgöngur hafa gert fóðuröflun og rekstur fóðurstöðvar erfiðan. Tveir bændur I Ketildölum, þeir Ólafur I Selárdal og Ólafur nágranni hans I Neðri Bæ leigðu sinn fram- leiðslurétt á liðnu hausti en halda báðir ábúð á jörðun- um. í byrjun aldarinnar voru á þriðja hundrað manns I Ketildalahreppi, mest við útræði. Byggð dróst svo sam- an, var komin I 170 um 1940, 70 um 1950 og 1960 voru 30 manns og þar af rúmur helmingur I einni barnmargri fjölskyldu. Byggð hefur haldist stöðug undanfarin ár, jarðir hafa verið byggðar upp og líkur taldar á að sú byggð sem I hreppnum er haldist. Staða byggðar er jafnvel verri I mörgum nágranna- hreppum, svo sem á Barðaströndinni þar sem erfiðleik- ar hafa verið vegna riðuniðurskurðar og stöðvun hrefnuveiða sem stundaðar voru frá Brjánslæk. Byggö I Rauðasandshreppi hefur einnig dregist saman frá þvl sem áðurvaren margirspá þvl að verði ekki komið I veg fyrir fækkun I þessum hreppum standi vá fyrir dyrum með byggð á Patreksfirði sem hefur jöfnum höndum byggst á sjávarútvegi og þjónustu viö bændur. Rauða- sandshreppurog Barðaströnd eru afskekktari frá þétt- býli heldur en Ketildalir. Á fyrrnefndu stöðunum félli byggð þvl e.t.v. alveg ef fækkaði t.d. um 10 til 30% en fé- lagslegaeru Ketildalir hluti Blldudals. I Austur Barðastrandarsýslu hafaallirhrepparnirver- ið sameinaðir I einn en þar hefur byggð verið á undan- haldi. Autt svæði milli Barðastrandarhrepps og vest- ustu bæja I Austursýslunni hefur breikkað. Múlasveitin er búin að vera I eyði um árabil og fátt er I Gufudal. Á Vesturlandi eru fá svæði sem flokkast beinlínis undir jaðarbyggð þó sauðfjárræktarsvæöi Dalasýslu standi illa I neikvæðri byggðaþróun og vestast á Snæ- fellsnesi hefur sveitabyggð I Breiðuvíkurhreppi verið heidur á undanhaldi. Byggð stendur tæpt I tveimur sveitum I Árnessýslu og þessar sveitir eru báðar við bæjardyr höfuðborgar- svæðisins. Þetta eru Selvogur, en þangað er klukku- stundar akstur frá Reykjavlk. Um hann er fjallað hér á slðunum. Hin er Þingvallasveit sem er 30 km austan við Mosfellssveit. í þingvallasveit eru búsettar 10 fjölskyld- ur á 9 jörðum og alls 51 (búi. Þar hefur byggðaröskun einkum orðið vegna stofnunar þjóðgarðsins sem kost- að hefur þær fórnir að alls hafa nær 10 jarðir farið I eyði. Rafmagn kom ekki á alla bæi sveitarinnar fyrr en eftir 1980 og til skamms tlma lokaðist Mosfellsheiöin yfir vetrartlmann. Ingólfur Ottesen oddviti taldi meiri líkur áað byggðin ætti enn eftirað dragast saman og raunar engar á að hún ætti eftir að aukast. „Fólk vill ekki vera áþessum einangruðu stööum", sagði Ingólfuren þrátt fyrir frægðina og ferðamenn yfir sumartimann er fáfar- ið um Þingvallasveit að vetrinum. Sauðfjárbúskapurog veiði I vatninu eru helstu atvinnuvegir. Svlnabúskapur er á einum bæ og flest heimili hafa eina til tvær kýr. Mjólkurbllar hafa aldrei ekiö um þessa sveit frekar en Selvoginn. Loðdýrabúskapur er ekki talinn heppilegur vegna þess hvað langt er I næstu fóðurstöð og fjallskil hafa verið erfið vegna fólkseklu. Undanfarin ár hefur hrepp- urinn fengið aðkeypt vinnuafl þeirra vegna. Flestir bændanna eru á miðjum aldri og 8 börn eru á skóla- skyldualdri. I umræðu um jaðarbyggðir koma Öræfin upp I huga margra; sumpart gefur nafn sveitarinnar tilefni til að halda hana á mörkum hins byggilega. Öfugt við margar aðrar sveitir hefur byggðaröskun þó orðið mjög lltil I Öræfum. Þar eru nú um 112 íbúarog voru lítið eitt fleiri um miðja öldina. Býlin eru 25 sem er svipaö og veriö hefur; bæir hafa dottið úr ábúð en býlum fjölgað á öðr- um. Búskapur er ekki á öllum býlunum en þjónusta hverskonar hefur farið vaxandi, ferðamannastraumur vex og nýjungar reyndar I henni á þessu sumri. Þá hafa þrír bændur hafiö refabúskap. Aðalatvinna er annars sauðfjárbúskapur þó lltilsháttar mjólkurframleiðsla sé á fáeinum bæjum og tveir bændanna hafa hlutastarf við Þjóðgarðinn I Skaftafelli. Nýtt félagsheimili hefur verið byggt og hýsir jafnframt skólahald, heilsugæslu og fleira. Þorsteinn Jóhannsson oddviti og skólastjóri sagði, l'samtali við Bændablaðiö, það af og f ráað Öræf- ingarhafi verið mjög einangraðirfyrirtilkomu hringveg- arins 1974. Flugsamgöngur beint til Reykjavlkur voru þá búnar að vera við lýði I áratugi og Öræfingar þekktu sig þvl betur fyrir sunnan en margir nágrannar þeirra. Þá hefur þjóðleið legið um Öræfin að fornu að nýju þó vissulega hafi aödrættir verið erfiðari I Öræfum en vlð- ast hvar þangaö til hringvegurinn kom. En Öræfingum sjálfum opnaðist ekki nýr heimur og vegurinn varð þvl alls ekki til að stuðla að fólksflótta. Framleiðslustjórnunin kemur illa við Öræfin eins og allar aðrar afskekktar sauðfjárbyggðir þar sem ekki er um marga aðra atvinnumöguleika að ræða og hindrar að ungir menn ráðist I að byggja upp sln heimili f sveit- inni. Það vandamál er ekki einskorðað við Öræfin og vlða sem minni möguleikar eru til annarra atvinnuvega. Þjóðleið liggur um allar sveitir Austur Skaftafells- sýslu en að Öræfunum slepptum er Lón mest ein- angruð og þar hefur llklega orðið mest byggðaröskun I sýslunni. Sveitabyggðir á Austfjörðum hafa margar lagst af og færst I sjósóknarpláss en tæplega verður talaö um sllkt sem alvarlega byggðaröskun þegar bú- seta færist til I sama firði. Borgarfjörður eystri og Bakkafjörður eru hvort tveggja jaðarbyggöir þar sem meginatvinnan byggist á sjósókn. Á báðum þessum stööum er sveitabyggð á hröðu undanhaldi og I Borgarfirði mun riðuniðurskurð- ur á hausti komanda flýta fyrir þeirri þróun. Oddvitar þessara sveita eru þó vongóðir um að byggðin I heild- ina haldi þó I horfinu og eigi jafnvel eftir að fjölga. í Mjóafirði eru aðstæður allt aðrar þvl þar er einasta sveitabyggð þó nokkrir séu útvegsbændur. íbúareru 35 talsinsog nú erl blgerð hjáungum bóndaað reisalbúð- arhús sem veröur fyrsta nýbyggingin I langan tlma. 8 fjölskyldur eru I sveitinni og þar af 4 með fé. Kýr eru á þremur bæjum en flestir hinna kaupa mjólk með póst- bátnum. Flest húsin eru I þyrpingu við Brekku en við- mælandi Bændablaðsins, Erlendur Magnússon oddi- viti býr á Dalatanga, alllangt frá öðrum bæjum. Vega- samgöngurviö Mjóafjöröeeruengarnær8mánuði árs- ins og fá heimamenn þá allar nauðsynjar meö póst- bátnum. íbúafjöldi I Mjóafiröierbúinn að veraóbreyttur mjög lengi en heldur hefur fjölgað á þessu ári með þvl aö ung hjón fluttu Isveitinaog tvö börn fæddust.4 börn Fjárhús úr rekaviði — borðin sem sjást á myndinni eru öll úr reka og inni eru enn sverari og stœrri rekaspýtur. menn, þó þeir vildu, að fara út í hefðbundinn búskap og skerðing eins tveir af okkur hérna hafa feng- ið gefur ekki tilefni til bjartsýni. Vitlausasta af öllu er svo þegar ráðamönnum dettur í hug að kaupa framleiðsluréttinn af jörðunum. Þeir menn sem álpast nú til þess að selja framleiðsluréttinn af jörðum sínum, verða fyrir því að jarðir þeirra verða óseljanlegar og verð- lausar. Öðru máli gegnir um tíma- bundna leigu á framleiðslurétti. Ég held að það hefði verið ódýrara fyr- ir þjóðarbúið að halda uppi út- flutningsbótakerfinu áfram og vinna um leið að því að greiða fyrir sölu á hefðbundnum landbúnaðar- vörum. Það ætti að nota fjármuni úr Framleiðnisjóði til markaðsöfl- unar, heima og erlendis..!1 Hugmyndaskráin háðung við bændur „Eins hefði þurft að setja á há- marksbústærð fyrir löngu síðan því að ég tel að bændur sem eru búnir að byggja upp tvöfalt eða þrefalt vísitölubú og hafa lítinn eða engan vinnukraft, séu komnir á villigötur. Ég er líka mótfallinn verksmiðju- búskap, sem rekinn hefur verið í kjúklinga og svínarækt. Hugsan- lega er það enginn vandi að fram- leiða landbúnaðarvörur upp í þarf- ir landsmanna í einum landsfjórð- ungi. Til að halda uppi byggð þarf að jafna bústærð. í umræðunni um byggðaröskun af völdum takmark- anna tala menn um eyðingu í sveit- um en minna er talað um hvaða áhrif þetta hefur á byggðakjarn- ana, sem hafa margir haft lífsviður- væri sitt af landbúnaðinum. Fer ekki svo að íbúar þessara þorpa missa atvinnu sína og eignir þessa fólks verða bæði verðlausar og óseljanlegar? Stéttarsamband bænda hefur sent hugmyndaskrá um fjölþættari atvinnumöguleika í sveitum þar sem minnst er á ýmsa þætti, svo sem ánamaðkaræktun, kljúfa bein, horn og leggi, grasafjallaferðir, ásamt mörgu fleiru. Ég tel þætti sem þessa ekki atvinnumöguleika heldur tómstundagaman og jafnvel háðung fyrir Stéttasambandið við bændur, að láta slíkt frá sér fara“ Eftir spjall inní stqfu hjá þeim hjónum, Þórarni og Johönnu göng- um við útfyrir og Þórarinn vísar blaðamanni inní nýlega endurgert og rúmgott fjárhús sem allt er byggt úr rekavið ef undan er skilið grind- ur í gólfinu. Húsið er annars allt úr timbri, bæði sperrur, langbönd og annað. Stærsti rekinn er í 6x6 tommu burðarsúlum og í sperrum eru plankar, 2,5x7 tommu. Húsið var byggt upp fyrir 5 árum síðan en rekinn er nokkurra ára forði. í Vogsósum II er 435 fjár á fóðr- um og ein kýr til mjólkurfram- leiðslu fyrir heimilið. „Það borgar sig náttúrlega ekki, er svona gömul íhaldssemiý segir bóndinn um kýr- eignina. Kúabúskapur hefur aldrei verið mikill í Selvogi, ekki nema til heimanota og kýrin i Vogsósum ein af þremur í sveitinni. Á árunum 1952-60 reyndi bóndinn í Nesi að reka 20 kúa bú en hann varð þá sjálfur að sjá um að koma mjólk- inni austur í ölfus, um 30 km leið. Heimamenn reyndu að fá það í gegn að mjólkurbílar keyrðu í Sel- voginn en það hafðist aldrei. Og ekki er komið svo í Vogsósa án þess að spurt sé eftir minjum eft- ir Eirík prest sem uppi var á 17. öld og landsfrægur fyrir galdra. Um hann eru nú ekki aðrar minjar en varða uppi á svokölluðum Svörtu- björgum sem karl hlóð til að verja sveitina fyrir ásælni Týrkja 1627. Handan við Hlíðarvatn er Herdís-

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.