Bændablaðið - 19.06.1987, Qupperneq 22
sóttu barnaskóla sveitarinnar í vetur. Vond bryggju-
aðstaöaerl Mjóafirði en framkvæmdirstandayfirtil að
bæta hana og tveir bátar gerðu út frá staðnum ( vetur.
Aflinn erverkaður i salt. Auk þess erfiskað af póstbátn-
um sem er gerður út frá sveitinni og afla landað á Norð-
firði. Þrátt fyrir ákvæði nýrra sveitarstjórnarlaga um
sameiningu hreppa meö undir 50 (búum við annan hef-
ur ekki tekist að finna flöt á þv( að sameina Mjóafjörð
við neinn og litill áhugi á sllku meðal heimamanna.
Næst er Neskaupsstaður en fjarlægt að sameina við
sveitabyggð sem ekki er einu sinni I vegasambandi.
Fjórði hreppurinn sem Bændablaðiö forvitnaðist um
á Austurlandi var Fljótsdalshreppur en ekki náðist (
oddvitann (Jökuldal. Hjörtur Kjerúlf oddviti Fljótsdæla
sagði í samtali við Bændablaðið að sér fyndist sem
aldrei hefði horft jafn illa með byggð (sveitinni. í Fljóts-
dalshreppi eru 142 Ibúarog hefurfarið fækkandi seinni
ár. Verst stendur byggð innst í sveitinni þar sem er af-
skekktara, ef _til vill harðbýlla og vegasamband hefur
verið slæmt. Á þessu svæði hafa tveir bæir farið ( eyði
áseinni árum en ásumum innstu bæjannaersamt enn
traust byggð sem menn binda vonir við. Fjallskil verða
erfiðari þegar fólki fækkar mikið og möguleikar á ööru
en sauðfjárbúskap eru takmarkaöir. Þó er komið loð-
dýrabú á einum bæ og eitt kúabú er I sveitinni.
Hólsfjöli eru með afskekktustu byggðum í landinu.
Þar eru nú 5 býli en 21 á Ibúaskrá. I vetur voru 9 sem
dvöldust þar en fleira er til heimilis á sumrin. Nyrstu
bæir Jökuldalshrepps, Möðrudalurog Viðidalureru oft
taldir með Hólsfjallabyggðinni og þá eru heimilin á
svæðinu 7 talsins. Á einum bænum er einsetumaöur
og gamalt fólk átveimuröðrum bæjum en áhinum fjór-
um er ungt fólk. Frá Grfmsstöðum á Fjöllum eru 40 km
I byggð (Mývatnssveit, aðrir40 (Möörudal og þaðan eru
enn 40 niður ( Jökuldal. Snemma á öldinni bjuggu um
100 manns ( sveitinni en fór fækkandi þegar leið á og
hafa nú um langan tíma verið milli 20 og 30 skráðir (bú-
ar. Byggðin hefurþó heldurverið áundanhaldi og þann-
ig eru ekki mörg ár slðan búið var ( fjórum húsum á
Grfmsstöðum en nú er aðeins veriö i þremur þeirra.
Sauðfjárlönd eru óvlða betri en ekki möguleiki á
nokkrum öðrum búskap vegnaörðugrasamgangnayfir
vetrartímann. Veginum yfir Hólsfjöll er alla jafna ekki
haldið opnum yfir vetrarmánuðina þó margir reyni að
komast um hann þegarsnjólétt er. Þáeru póstflutning-
ar um sveitina allan ársins hring og sami bfll flytur
mjólk og aðrar nauðsynjartil bænda. Til taks er snjóblll
og snjósleðar I þessa flutninga þegar ekki er jeppa-
fært.
Afréttarlönd Hólsfjalla eru stór og óglögg skil milli
heimalanda og afrétta. Fé er sett á fjall uppúr miðjum
ma( eða strax nokkrum dögum eftir burö. Fjallskil eru
erfið. Leitir eru tvennar, (viku tlma ( hvert skipti og fara
þá allir sem geta. Fé Fjallabænda er slátrað á Kópa-
skeri og fram á þennan dag hefur verið rekið nokkurs
konar verslunarútibú á Grlmsstöðum frá Kaupfélagi
Noröur Þingeyinga. Þar eru helstu nauðsynjar til I
skemmu og opnaö þegar þarf en að sögn Gunnlaugs
Ólafssonar á Grlmsstöðum, sem séð hefur um þennan
rekstur veröur honum hætt nú I haust.
Hólsfjallaáætlunin stuðlaði að mikilli uppbyggingu í
sveitinni meö því að þeim sem byggðu eða lögðu I fjár-
festingar var veitt óafturkræft framlag úr ríkissjóði. Þá
keypti rikið tvær jarðir og hefur leigt til ábúðar en að
vonum hafamenn verið tregirtil að kaupa jarðiráþessu
svæði. Tvö (búðarhús voru byggð eftir 1975 og gert við
hús á flestum jörðum. Rökin fyrir þessum fjárveiting-
um voru einkum að eyðing Hólsfjalla gerðu fjallskil ná-
grannasveita nær óvinnandi, og eru þau erfið fyrir. Þá
var og bent á það öryggisleysi sem af þvl hlytist að 120
km. kafli hringvegarins yrði óbyggður, en oft og iðulega
gerist það að ferðalangar sem festa bíla s(na koma
kaldir og hraktir á bæi á Hólsfjöllum.
GunnlaugurÓlafsson sagði að með framleiöslurétt-
arúthlutun nú væri (raun búið að kippa grundvellinum
undan búskap á tveimur baejum á svæðinu og þá hlyti
þessi byggð öll að hverfa. „Ég trúi þvi bara ekki að rlkið
sé fyrst að verja milljónum til að halda hérna byggð, til
þess að láta þær svo allar fara I súginn með fram-
leiðslustjórnun", sagði Gunnlaugur á Grlmsstöðum á
Fjöllum, einn hreppsnefndarmanna ( Fjallahreppi.
Fleiri byggðir á Norðausturlandi flokkast vafalaust
undir jaðarbyggðir og einhverjum þeirra mun Bænda-
blaöið gera skil slðar. Sömu sögu er af Grímsey að
segja sem oft hefur verið fjallað um I fjölmiðlum. Innst
(Skagafirði gangadalir langt inntil fjallaog sumsstað-
ar eru afskekkt býli. Byggð er ekki slður afskekkt úti á
Skagaen oddviti Skefilsstaðahrepps, Lárus Björnsson
i Neðra Nesi taldi þó að byggð þar stæði betur en viða
annars staðar. í hreppnum eru 57 Ibúar og búskapur á
15 jörðum. Samkomuhús er í byggingu þar sem verður
skóli fyrir börn til 12 ára aldurs. Nokkuð er af ungu fólki
I sveitinni; 7 börn ágrunnskólaaldri. Samgöngur I sveit-
inaeru sæmilegar, Laxárdalsheiði sem lengi var farar-
tálmi ernú færallt áriðog skemmtilegursumarvegurer
fyrir Skaga. Auk skólahalds er snjóruðningur þó eitt af
helstu verkefnum hreppsins.
Það er þó einkum fjölbreytni (atvinnullfi sem ræður
þvl að byggö stendur þokkalega I Skefilsstaðahrepþi.
Sauöfjárbúskapur er aðalatvinna en 5 trillur eru i sveit-
inni og hafa bænduraflaö þokkalegaágrásleppuvertlð.
Núnaeru bænduraf 8 jörðum að byggja hafnargarð við
Selvlk sem þeir kosta algjörlega sjálfir en auk þess
lenda sumir bátum slnum við Mánavlk. Trjáreki er til
hlunninda á mörgum jörðum og silungsveiöi góð og
ekki fullnýtt. Síðastliðinn vetur lögðu tveir bændur net
undir ís og öfluðu vel.
Þegar flest var I Skefilsstaðahreppi voru þar á öðru
hundraöinu en þaö er meira en áratugur sfðan fjöldinn
fórniðurfyrir70ogfækkað lítiðseinni ár. Margarjarðir
I sveitinni eru mjög sæmilega uþþbyggðar en mest
uppbygging var fyrir um 30 árum slðan þó uppbygging
hafi verið byrjuð á einstöku jörð fyrr.
Ekki náðist i oddvita Skagahrepps,- Húnavatnsmeg-
in á Skaganum og umfjöllun um jaðarbyggðir Stranda-
sýslu bíður betri tlma.
Eftir stendur spurningin, eru sveitir að fara ( eyði? í
mjög mörgum af þeim sveitum sem helst eru taldar I
vonlausri stöðu hefur ungt fólk sest að, byggt og vinnur
hörðum höndum að verömætasköpun. Þó ekki sé fjöl-
mennt i öllum þessum sveitum þá segir það ekki að
byggð geti ekki staöið. Fámenn byggðalög hafa mörg
staöið af sér byggöaröskun, meðan þéttbýli, eins og
þorpin í Jökulfjörðum, hafa eyðst. Flestum borgarbú-
um þætti llka margfalt meiri einangrun að setjast að (
Mjóafirði heldur en Selvogi. Samt er byggð traustari (
Mjóafirði og þar eru fleiri fjölskyldur.
Aldursdreifing (búaí þeim sveitum sem hérerfjallað
um er litlu lakari en á landsvlsu. í landinu öllu eru 17%
Ibúa á grunnskólaaldri. Ef lagðar eru saman tölur úr 11
af þeim fámennishreppum sem hér er fjallaö um, er út-
koman sú að af 818 (búum eru 119 á grunnskólaaldri eða
14,5%. í mörgum þessara hreppa verða börn að sækja
skóla l næstu sveit og I einni, Fjallahreppi, er (raun enn
við lýði nokkurs konar farskóli.
Þaðersamspil mjög margra samverkandi þátta sem
ræður því að byggð fer I eyði. Þannig hafa höfundar
Hornstrendingabókar til dæmis bent á að velmegun á
því svæði hafi ekki verið minni en annars staðar. Þar
voru það einkum samgöngur sem voru erfiðar. Sama er
vafalaust um ísafjarðardjúp að segja, Hólsfjöll og eyj-
arnar í Breiöafiröi sem ekki er fjallaö um sérstaklega í
þessari þeysireiö um landið. í umfjöllun um jaðar-
byggðir gengur l(ka verr að setja á einhverjar alhæfing-
ar sem eiga við um alla því vilji einstaklinga ræður svo
miklu. Þannig eru samgöngur ef til vill minnstar við
Mjóafjörð en byggðin samt traustari en margar aörar.
Hinu er svo erfiðara að svara af hverju Mjófjörður
byggðist ekki upp eins og nágrannafirðirnir með blóm-
legt sjávarþorp. Þar er stutt á miðin og hafnaraðstaða
er vlöa lakari.
JADARBYGGÐIR
Þéttbýli sogartil sln fólkið og I meðfylgjandi viðtali
færir Þórarinn i Vogsósum rök fyrir þv( hvernig það
verkar lamandi á landbúnaðarbyggð að vera I miklu ná-
býli við kaupstað. Þórarinn tekur Selvoginn og Ölfusið
sem dæmi. í þessu efni má líka benda á Vatnsleysu-
strönd þarbúskapurersáralítill, uppbygging hefurorð-
ið minni en (öðrum sveitum og fjölgunin eröll (þéttbýl-
inu Vogum.
Þórarinn ræðir llka ókosti þess að hreppsfélag sé
skikkað til að sameinast öðru stærra. Nýju sveitar-
stjórnarlögin geraráðfyrirað sveitarfélög meðfærri en
50 íbúum fái ekki að haldasjálfstæði slnu. Vlðaeru það
einmitt þessi alminnstu sveitarfélög sem er ógerlegt,
eða óheppilegt, er að sameina öðru. Óánægja er Ifka
mikil I mörgum þessara hreppa með þessa skipun yfir-
valda. Þannig má benda á að Mjóifjörður, Grímsey, Auð-
kúluhreppur og Breiöafjarðareyjar eru svæöi sem eru
landfræðilega afmörkuð og séu þau sameinuð öðrum
þá er stjórnun þeirra færð I hendur manna sem ekki
hafa aðstöðu til að skilja sérstöðu svona byggðar. Það
getur einnig verkað illa þegar Ktil sveit er sameinuð
annarri stærri, svo sem Selvogur Ölfusi þv( sá samruni
erengan veginn ájafnræðisgrundvelli. Völdin eru bara
færö úr sveitinni. Allt öðru máli gegndi ef allir hrepp-
arnir í Flóanum yrðu sameinaðir I einn!
Úthlutun fullvirðisréttar kemur víða hart niður. Vlöa
eru möguleikar á annarri atvinnu en sauðfjárrækt litlir
sem engirog ífámennri byggðskiptirsköpum ef grund-
vellinum er kippt undan einu búi. Nú eru hátt I sjö-
hundruð þúsund fjár I landinu og hefur fækkað mikið
f rá sem flest var. Enn á eftir að fækka fé ef ekki tekst að
finna örugga markaði fyrir kindakjöt erlendis. Útreikn-
ingar benda til að 400 til 450 þúsund fjár sé nóg til að
anna innanlandsmarkaði sem slfellt er á undanhaldi.
Það á því við um fleira en bara jaðarbyggðir að það
skiptir sköþum hvað annað menn hafa til að grlpa (. Ibú-
ar jaðarbyggða hafa llka margir sett f ram þá kröf u að við
úthlutun fullvirðisréttar sé tekið tillit til þess að sums
staðar hafa menn ekki að neinu öðru að hverfa. Án efa
er bæöi dýrt og erfitt að verða viö þeirri kröfu, það kost-
ar miklar rannsóknir á högum hvers og eins. Það kostar
llkaátökmilli sveitaog óvlst að pólitlsk samstaðanáist
nokkurn tlmann. En verði þessari kröfu (engu sinnt, —■
þá fara sveitir í eyði.
íSelvogi. Þar var blómlegt úgerðarþorp fyrr á öldinni en nú er þar fátt íbúa og ýmis nútíma þœgindi hafa ekki
enn haldið innreið sína. Þessa dagana er verið að leggja vatnsveitu inn í annan þeirra tveggja bœja sem búið er
í.
arvík sem geymir minningu um
aðra merkispersónu íslandssög-
unnar, Einar Benediktsson skáld
sem þar bjó síðustu æviár sín. í
sveitinni miðri stendur Strandar-
kirkja, aldargamalt guðshús og frá
fornu fari ríkasta kirkja Iandsins.
Sjálft Selvogsþorpið hnípir vest-
an við kirkjuna, eyðilegt og forn-
legt, alls fjarri þeirri uppbyggingu
sem varð í íslenskum landbúnaði
fyrir 20 árum. Þar er búið á tveimur
bæjum, rafmagn kom fyrst fyrir 10
árum síðan og fram á þennan dag
hefur neysluvatn verið borið úr
brunni inn í bæ.
Heillaður af
Selvoginum
— segir Hafsteinn Hjartarson
„Ég og konan mín höfum alltaf
verið hrifin af þessum stað —
Selvogurinn hefur heillað okkur
síðan við komum þarna fyrst
fyrir rúmlega 15 árum og tjöld-
uðum þá oft þarna um helgar.
Mér datt ekki í hug þá að við
ættum eftir að eignast jörð
þarna en fyrir þremur árum
keyptum við hluta af jörðinni
Nes og höfum síðan byggt okk-
ur sumarbústað sem við köllum
Þórðarkot eftir býli sem stóð
þarnaý sagði Hafsteinn Hjart-
arson atvinnurekandi í Kópa-
vogi sem ráðgerir nú að reisa 700
fermetra loðdýrahús í Selvogs-
þorpinu.
„Ég ætla að byggja þetta hús
og fer út í þennán rekstur. Ég
verð með einhversko/w Joðdýr
þarna — það er ekki alveg
ákveðið hvað verður. Reikna svo
með að geta fengið fóðrið flutt
frá næstu fóðurstöð.
Húsin verða byggð á þessu
ári, fyrst 400 fermetra hús sem
ég var búinn að láta teikna, svo
300 fermetra viðbót og svo verð-
ur þarna íbúðarhús fyrir þá sem
vinna við þetta,“ sagði Haf-
steinn. Aðspurður kvaðst hann
þó ekki ætla að flytja alfarinn í
Selvoginn heldur ráða sérfróða
starfsmenn til að vinna við búið
sem kemst í rekstur á þessu ári
eða næsta.