Bændablaðið - 19.06.1987, Síða 24

Bændablaðið - 19.06.1987, Síða 24
BÆNDA BLAÐIÐ P ÞETTA ER JU FÓLK.. — Arnór Karls- son bóndi í Arn- arholti og for- maður Félags sauðfjárbænda: Mótmælir skrif- borðsvinnunni. Framtíð landbún- aðar byggist á pólitískum vilja. „...ekki hægt að setja upp neina einfalda reglu. Verður að skoða hvert ein- stakt bú og gera búrekstrarkönnun fyrir allt landið." Arnór Karlsson á hlaðinu í Arnarholti. „Svona skrifborðsvinna gengur ekki, — að setja alia bændur inn í tölvu og skera þá bara eftir einhverjum reiknireglum. Þegar það er gert og bara miðað við tvö ár þá verður þetta tilviljunarkennt. Það þarf að gera bú- rekstrarkönnun fyrir allt landið, athuga framleiðslu og aðstæður á hverri einstakri jörð og úthluta framleiðslu- rétti eftir því...“ Arnór Karlsson í Arnarholti í Biskupstungum er við- mælandi Bændablaðsins. Hann er sauðfjárbóndi sem nýlega hefur keypt jörðina Arnarholt en var lengi með leiðuáðbúð á næsta bæ, Bóli, og seinna í hjáleigubúskap í Arnarholti eins og hann kallar það sjálfur. Arnór er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu og viðtal- ið snýst um sauðfjárbúskap, framleiðslustjórnun, skóg- rækt, afréttarmál og fleira. Og fyrst er það kvótaúthlut- unin. „Ég fer frekar vel útúr henni því 1984 vorum við tveir á jörðinni, — tvö bú, og fullvirðisrétturinn mið- ast við það sem var framleitt á jörð- inni viðmiðunarárin. Þetta er flók- ið kerfi og það koma upp ótal vandamálí* Loðin svör En er fullvirðisrétturinn þá óvefengjanlegur réttur sem bændur hafa og ekki verður tekinn af þeim? „Það er ekki reiknað með því að menn tapi fullvirðisrétti eða að hann verði tekinn af þeim þó þeir noti hann ekki. Að vísu var það þannig með búmarkið að þeir sem ekki nýttu það til fullnustu heldur drógu saman eftir að það var sett á, töpuðu réttinum. Þegar fullvirðis- réttinum var úthlutað var hinum umbunað sem framleiddu eins mik- ið eða meira en búmark þeirra leyfði. Menn óttast að þetta geti orðið þannig og þegar við höfum leitað eftir svörum um þessi mál þá hafa ráðamenn sagt að það sé ekki lík- legt að svo verði. Aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra svaraði okk- ur í þá veru. En við lítum svo á að fullvirðisrétturinn sé veigamikill réttur og það er hart þegar verið er að kaupa hann af jörðunumí' En hverju mætti breyta í þessari Frá Kviarhóli í Ölfusi Höfum hafið framleiðslu á fóðursílóum fyrir refa og minkabú Vönduð smíð úr ryðfríu stáli og einangruð með úreþani. Rafmagnshitari í losunarbúnaði. m = KAUPFELAGIÐ |l == ■ ■ HELLU SÍMAR: 5831 - 5832 - 5833 |« 3.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.