Bændablaðið - 19.06.1987, Side 27
BÆNDA
BLAÐIÐ
Öðruvísi efni...
KYNLEGUR KLERKUR í
HREPPUNUM
(Úr Prestasögum Oscar Clausen)
Þórður Jónsson klerkur í Reykjadal í Hrunamannahreppi
hefur án nokkurs efa verið kynlegur kvistur ef eitthvað er að
marka gamlar munnmælasögur. Hann hefur verið allt í senn
vitur og óvinsæll, sérsinna og auðnulaus, stórhuga og kunni
þó fótum sínum vart forráð. Karl var uppi á 18. öld, prestur
í Reykjadal 1728 til ’59 og seinna í vist í Skálholti. Af honum
eru til margar sögur en hér er stuðst við það sem Oscar
Clausen festi á prent í Prestasögum sínum:
Margar munnmælasögur eru til af séra Þórði, og skulu nú
nokkrar sagðar hér.
Einu sinni var séra Þórður að taka til bænar kerlingu í sókn
sinni og byrjaði svona: „Vér erum allir skyldugir að biðja fyrir
kerlingunni í Jötu, móður hans Odds; guð lagði á hana þung-
an kross í gilinu fyrir neðan foss; guð hjálpi henni og öllum
oss“. — í annað skipti tók hann kerlingu til bænar á þessa
leið: „Skundaðu upp að Skipholti, Drottinn, og hjálpaðu
kerlingunni, sem liggur þar í rúminu til hægri handar, þegar
inn er gengið; varaðu þig á henni Kotlaugakeldu, hún hefir
mörgum körskum á hausinn steypt, og varaðu þig á skóbóta-
snaganum, sem hangir yfir rúmi kerlingarinnar“. — Svo var
þeirri bæninni lokið.
Annars eru til margar útgáfur af því, hvernig séra Þórður
tók sóknarbörn sín til bæna. Þetta er ein:
„Skundaðu, Kristur, og hjálpaðu henni Kolfinnu í Jötu og
henni Katrínu í bænum. En Guddu vorri sleppum vér“.
Önnur er svona:
„Skundaðu upp að Hraunholtum, Drottinn minn, og
hjálpaðu gömlu hjónunum, sem þar eru í innsta rúminu að
norðanverðu, og hangir skóbótakippa á stagi upp yfir þeim.
Komdu um leið að Skiphiolti og miskunnaðu barnunganum,
sem þar er í laup á miðju gólfi. En varaðu þig á henni Kot-
lauga-keldu, hún hefir mörgum körskum á kollinn steypt".
Ennþá er ein, sem ekki er sízt kátleg:
„Vér viljum enn fremur biðja fyrir ekkjunni Sigríði Magn-
úsdóttur hér í bænum. Hún er þjáð! Hún er krossþjáð! Hana
vantar allt: trúna, vonina, kærleikann og þolinmæðina. Það
brakar í henni eins og uglunnni hérna á bæjarþilinu, þegar of
þungt er hengt á hana. Biðjið þið með mér börn, amen“.
Séra Þórður kvæntist aldrei og var aldrei við kvenmann
kenndur, en til er saga um, að hann hafi einu sinni farið að
biðja sér stúlku, og er sagt, að það hafi verið Sigríður, dóttir
Magnúsar lögmanns Gíslasonar á Leirá, en hún var einn
mesti kvenkostur hér á landi og varð síðar kona Ólafs stifts-
manns og formóðir hinnar merku Stephensensættar. Það er
því harla ólíklegt, að séra Þórður hafi vogað sér að fara fram
á kvonfang við Sigríði, en sagan segir frá því ferðalagi þannig,
að séra Þórður hafi riðið alla leið austur úr Reykjadal og vest-
ur að Leirá í öllum messuskrúða; þar mun blandað málum,
en hitt mun sönnu nær, að prestur hafi klæðzt skrúðanum
áður en hann gekk fyrir amtmannsdótturina, því að svo er
sagt, að hann hafi verið þannig klæddur, þegar hann bað
hennar. Sigríður hryggbraut auðvitað séra Þórð, en þá varð
hann reiður og sagði: „Svei yður, skömmin yðar! Þér neitið
sóma yðar. Eg vil þá ekki sjá yður heldur; þér hafið lið á nef-
inu“. — Síðan reið hann í burtu, en hvort hann reið í messu-
skrúðanum alla leið austur aftur, segir ekki frá.
Séra Þórður var, eins og áður getur, alla ævi í mesta basli,
og var oft hart í búi í Reykjadal. Eitt páskakvöld ætlaði prest-
ur að gæða heimilisfólki sínu, en þar voru sjö í heimili. Hann
kom þá með sjö fisktálkn, sem hann hafði geymt til páskanna
í altarinu í Reykjadalskirkju. Síðan gaf hann sitt tálknið
hverjum, en til þess að fólkið ekki þyrfti að eta þurrt, tók
hann kerti af altarinu og gaf hverjum þumlung af til viðbits.
— Þegar prestur svo sagði frá þessu seinna, bætti hann við:
„Þá var bæði etið og hlegið í Reykjadal".
Það var almenn venja um miðja 18. öld, að söfnuðurinn
þakkaði presti sínum með kossi fyrir prédikunina, þegar
hann gekk fram kirkjugólfið að messu lokinni. Einu sinni
nam séra Þórður staðar við kórdyrnar og sagði: „Þakkið mér
ekki strax. Eg á hér vantalað við eitt ungmenni“. Svo kallaði
hann: „Jón Hellisholtakotsson! Hefir þú talað það, að eg
hafi etið ærleikuna?“ Drengurinn, sem prestur talaði til, var
sonur bóndans í Hellisholtakoti og svaraði hann á auga-
bragði: „Það hef eg ekki talað, en hitt hefi eg talað, að þér
hafið borðað krókasteikina“. „Jæja“, sagði þá séra Þórður,
„það var þolanlegra, og þakkið þér mér nú“. Siðan kyssti all-
ur söfnuðurinn sálusorgara sinn.
Ýmsir kátlegir stúfar úr ræðum séra Þórðar hafa geymzt í
minni manna fram á seinna hluta 19. aldar, og hefir Brynjúlf-
ur Jónsson fræðimaður á Minnanúpi skráð þá, en hann hefir,
eins og kunnugt er, safnað ýmsum fróðleik um upphreppa
Árnessýslu, þar sem hann ól mest aldur sinn og var kunnug-
astur, og er hér stuðzt við plögg hans, bæði viðvíkjandi því,
sem hér á undan hefir verið sagt, og því sem á eftir fer. Þá er
fyrst þessi ræðustúfur:
„Ef allir menn yrðu að einum manni, allir hestar að einum
hesti, öll fjöll að einu fjalli, allir steinar að einum steini og öll
vötn að einu vatni, þá skyldi sá stóri maður stíga upp á þann
stóra hest, taka í hönd sér þann stóra stein, ríða með hann upp
á það stóra fjall og kasta honum ofan í hið stóra vatn; þá yrði
mikið bullum-hlúnk. Eins mun verða , þegar þessi veröld
hrapar til helvítis".
Þetta er annar stúfur úr ræðu séra Þórðar:
„Hann Jón hérna í Kotinu átti sér hest, vakran reiðhest. Og
þegar hann fór upp með ánni, sá hann einn örn og einn lax.
Og örninn var fastur með fótinn í laxinum, og laxinn vildi rífa
undan erninum lærið. — Góðir bræður! Svona fer djöfullinn
með oss. Þegar við erum búnir að ala hann í vetur og í fyrra-
vetur og veturinn þar fyrir, meinið þér ekki, að hann muni
vilja rífa undan oss hið andlega lærið?“
Þá er þriðji stúfurinn úr ræðu séra Þórðar, þegar hann út-
skýrði, hvað það væri, að „höndla hnossið“, en það gjörði
hann á þessa leið:
„Hnossið skyldi vera græna hettan hans Sturlaugs á Kot-
laugum. Það skyldi setja hana upp á Lúsíuhól, sem er örnefni
í Reykjadalstúni, og svo skyldu báðir hlaupa, hann Fjósa-
Árni og hann Guðmundur á Kópsvatni. Hvor ætli yrði fljót-
ari að ná henni? Ég held hann Guðmundur yrði fljótari; hann
mundi höndla hnossið; eg held það. Hvað svo sem ætli yrði
úr honum Árna karlinum hérna á Fjósaþúfum?“
VOR-
VÖRUR
HERAZ
Göngu- og innkeyrsluhliö
Girðingarefni:
Lóöanet
Túngirðingarnet
Skrautnet
Gaddavír
Girðingarstaurar
gulrætur undir dúk - gulrætur án dúks
AGRYL - P 17 verndardúkur
Garðyrkjuáhöld
Trjáklippur
Garöhrífur
Skóflur
og ýmis smátæki
MJÓLKURFÉLAG
REYKJAVÍ KU R
Laugavegur sími 111 25
SÉRHANNAÐ
FYRIRÞIG
Samtakshús eru hús handa
íslendingum - hlý, traust
og hagkvæm.
Þau eru einingahús meö þeim
kostum sem því fylgja en hönnuö
eftir óskum hvers og eins,
mismunandi aö ytri sem innri gerö.
Lán frá HR fyrir hendi - Sérstaklega góð
einangrun - Þrefalt gler — Ytri klæðning eftir
vali (timbur, múrsteinn, steniplötur).
Gerum tillögur
ykkur að kostnaðarlausu
SAMTflKfR
huseiningarLJ
GAGNHEIÐ11 - 800 SELFOSSI
Sl'MI 99-2333
Umboð í Reykjavík: Múlasel hf„ Síðumúla4. S.: 91 -686433