Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 5

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 5
vikur á sumri hjá frú Sigríði, „frúnni sinni“, eins og hún kallaði hana. I endur- minningum sínum segist hún hafa verið á 13. ári þegar hún hafi getað harkað af sér að gráta, þegar hún fór í land frá „frúnni sinni“. Ólafía var rithöfundur. Fyrst og fremst hefur hún gefið okkur ævisögu sína, sem hún kallaði „Frá myrkri til ljóss“, yndis- lega fallega bók. Stutta frásögu um ævi göfugrar konu, sem er óþreytandi í starfi og gefst ekki upp fyrr en allir kraftar eru þrotnir. Og svo hefur hún ritað „De ulykkeligste" (Aumastar allra), nokkrar sögur frá starfi sínu í Noregi. Sumar af þeim sögum eru perlur, eins og sagan um Rut. Enn fremur skrifaði hún í norsku dagblöðin. Eitt af mörgum áhugamálum Ólafíu var menntun kvenna, sérstaklega alþýðu- kvenna. Hún vildi láta heimilin vera svo vel gerð, að þau gætu verið skólar þjóð- arinnar. Hún vildi hafa þjóðina eins og frú Sigrún Blöndal orðaði það: „Þjóðin var öll einn lýðháskóli.“ Þannig hugsaði Ólafía sér að hún ætti að vera. Þess vegna féll henni svo vel á Askov bæði á skólanum og þar sem hún bjó hjá frú Molbech. Þar hitti hún jafningja sína að gáfum og djörfum hugsjónum og draum- um. Hún vann á nokkrum dönskum heim- ilum og dönsku húsmæðumar sýndu henni mikla velvild. En allt þetta gerði hún til að búa sig undir að geta kennt Islendingum að fara með mjólk og búa til mat. Koma á húsmæðraskóla fyrir ungar stúlkur. Þegar hún hafði verið í Danmörku, ætlaði hún til Englands og vera þar á búgarði í eitt ár. Allt var þetta til að búa sig undir kennslustarf, svo hún gæti starfað fyrir þjóðina sína. „Gæfa hverrar þjóðar,“ segir Ólafía, „er komin undir því, að stefnt sé að þroska hvers einstaklings og að hver styðji annan. Á því grundvallast hið bezta borgarafélag, sem jarðneskum mönnum getur hlotnast.“ Ólafía fór aldrei á búgarð í Englandi. Og hún kom ekki á skóla á þeim grund- velli, sem hún hafði hugsað. Ferð hennar varð til Noregs og það er eins og allir þræðir og allar ferðir í lífi hennar verði nú bundnar við Noreg. I marzmánuði 1894 sigldi hún inn Víkina í skínandi björtu veðri og var frá sér numin af undrun þegar hún sá dökku grenitrén, sem virtust spretta upp úr berum klöppunum. Og anganin var eins og hressandi svaladrykkur. Ólafía eignaðist marga góða vini strax í Noregi. Alls staðar var hún boðin með- al göfugs og góðs fólks og landið þótti henni fagurt. — Á „Herberget“, gistihús- inu, sem hún bjó á, kynntist hún kristi- legri starfsemi og Hvítabandinu. Þar fékk hún sína fyrstu Hvítabandsslaufu. Snemma í júní fékk hún tilboð frá for- stjóra lífsábyrgðarfélagsins ,,Star“ á Norðurlöndum að taka að sér að koma á deildum í Færeyjum og Islandi. „Eg sem ætla til Englands og kynna mér mjólkur- bú!“ sagði Ólafía. — En hvernig sem þetta var, þá tók hún „Star“ að sér. Hún átti að fá 300,00 kr. á ári til að ferðast fyrir í þágu félagsins. Mér virðist að ein- mitt þessir ferðapeningar hafi ráðið nokkru um ákvörðun hennar. Hún fann, að þó þetta væri ekki stór upphæð, þá gerði hún henni mögulegt að ferðast dá- lítið meðal fólksins. Hún fékk tækifæ'ri til að mæta á fundum og tala við fólkið. En þegar hún hafði tekið þessa ákvörð- un, varð hún svo glöð yfir því, að eiga að fara heim eftir nokkra daga, að fólkið á götunni horfði á hana. Og þegar hún kom heim á „Herbergið“ og frú Lorens leit á hana, gleymdi hún að ávíta hana fyrir að koma of seint í matinn. Svo skær ljómaði ánægjan og gleðin af andliti HVÍTABANDIÐ 3

x

Afmælisblað Hvítabandsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/915

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.