Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 16

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 16
Jóhanna Gestsdóttir efni félagsins. Söfnuðu konur skýrslum um fátæk heimili og gáfu bæði mat og föt. Voru þá oftast samskot á fundum. svo að útgjöldin lentu mest á félagskon- um sjálfum. Ymsar fjáröflunaraðferðir reyndu þær þó og var undravert hvað þeim varð vel ágengt. Arið 1905 gaf fé- lagið t. d. mjólk fyrir 460,00 kr. og hefur það verið mikil upphæð þá. Til saman- burðar má geta þess, að í fundargerð frá þeim tíma er kvartað yfir því, að hús fengist ekki til fundaíhalds fyrir minna en 2,00 kr. og þótti það dýrt. Fötin, sem gefin voru, saumuðu félags- konur sjálfar, ýmist heima hjá sér eða á saumafundum. Hafa það oft og tíðum verið æði mikil aukastörf fyrir húsmæð- ur, sem þó voru önnum kafnar við sín eigin heimilisstörf, en þar hefur sannazt, eins og oft, að mikið má góður vilji. Arið 1918 gaf félagið t. d. 233 fatnaði fyrir jólin. Seinna sótti félagið um styrk til bæjarins til fatagjafa, en eigi sést hvort það hefur komið til framkvæmda. Þess- um fatagjöfum hefur verið haldið áfram allt fram á síðustu ár, en þörf fyrir það er miklu minni en áður var. Trúmál hefur félagið látið sig skipta, enda var það stofnað á kristilegum grund- velli. Lengi hélzt sá siður, að kaupa blóm og gefa sjúklingum í sjúkrahúsum bæjar- ins og láta ritningargrein fylgja með. Einnig hafa fundir löngum verið byrjaðir og endaðir með bænum og sálmasöng. Kristileg smáblöð gaf félagið út um tíma, erindi um trúmál hafa verið flutt innan félagsins o. fl. Lengi starfaði yngri deild Hvítabandsins að sömu málefnum og er hennar getið hér í ritinu á öðrum stað. Garðyrkju hafði félagið í mörg ár og hefur þar, eftir líkum að dæma, verið til- tölulega meira erfiðið en eftirtekjan. Sumarheimili starfrækti félagið á Brúar- landi árið 1925 og dvaldi þar að jafnaði 26 manns, og mun það hafa verið með fyrstu tilraunum í þá átt, er gerðar hafa verið hér á landi. Fræðslustarfsemi hefur það einnig haldið uppi og er venjulegast á hverjum fundi einhver upplestur, annaðhvort úr nýútkomnum bókum eða frumsamið. Fé- lagið selur falleg minningarspjöld og leggur andvirðið í sjóð. Það á einnig sjúkrasjóð. Hjúkrunarmál hafa alltaf verið ofar- lega á stefnuskrá félagsins og má það heita þess aðalmál á seinni tímum. Það hefur oft kostað vökukonur til að vaka yfir fátækum sjúklingum og stund- um hafa konurnar gert það sjálfar. Oft hefur félagið gefið sjúklingum rúmföt og annað, er að gagni hefur mátt koma, og stundum hefur þetta verið lánað. Á Bandalagsfundi kvenna 1917 var fyrst rætt um stofnun hjúkrunarheimilis hér í Reykjavík og varð það síðar sérmál Hvítabandsins og þess aðalmai'kmið í mörg ár. Varð félagslífið þá fábreyttara og einkum unnið að fjársöfnun, þó að alltaf væri jafnframt starfað að líknar- 1 4 HVÍTASANDIÐ

x

Afmælisblað Hvítabandsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/915

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.