Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 28
Árið 1905 fluttu þau hjón, Ingveldur
og Eerlendur, suður að Kópavogi og hófu
þar búskap. Varð þá öllu erfiðara fyrir
Ingveldi að stunda félagsstörfin. En hún
lét það lítt á sig fá. Hún kom þá oftast
gangandi sunnan frá Kópavogi til funda-
halda. Er þess ekki sízt að minnast, að
frostaveturinn 1918 kom hún gangandi
sunnan að í 23 stiga frosti og norðan-
stormi til þess að halda Hvítabandsfund
og gegna öðrum félagsstörfum.
En þessi mikla starffýsi hennar hefði
þó ekki nægt, hefði hún ekki notið
ágætrar aðstoðar sinna góðu félagssystra.
þar sem þær voru: Frú Hólmfríður Rós-
inkranz, sem mörg ár var gjaldkeri fé-
lagsins og Ingveldar önnur hönd og frk.
Sigurbjörg Þorláksdóttir. Margar, margar
fleiri voru henni traustar stoðir í félags-
störfum og ævivinir hennar.
En þegar Ingveldar er minnzt, þá má
því ekki gleyma, að hún var alvörugefin
trúkona, sem studdi alla kristilega starf-
semi, hvar sem hún kom fram. Þegar
dómkirkjuprestamir gengust fyrir fégjöf-
um til fátækra fyrir jólin, var Ingveldur
fljót til að fara með samskotalistann hús
úr húsi og urðu fáir fengsælli en hún,
sem að því starfi gengu. Og enginn var
ötulli en hún í því að safna fólki á frjáls-
ar, kristilegar samkomur, sem þá var
farið að halda.
Og að því er Hvítabandsfélagsskapinn
snertir, þá vakti það fyrst og fremst fyrir
henni að halda hinum upphaflega kristi-
lega bindindisgrundvelli félagsins og mun
hún hafa átt frumkvæðið að því, að hver
félagsfundur væri byrjaður og endaður
með bæn og söng.
Ingveldur andaðist 15. október 1935 að
heimili fósturdóttur sinnar að Bergi við
Laugaveg. Hafði hún dvalið þar hin síð-
ustu ár ævi sinnar, einkum eftir dauða
manns síns (1. nóv. 1930).
Núverandi formaður Hvítabandsins, frk. Helga
Þorgilsdóttir, tók við formennsku félagsins árið
1944. Hafði hún verið varaformaður og með-
stjórnandi félagsins síðastliðin tíu ár. Er hún
mjög dugleg og áhugasöm félagskona, sem fé-
lagið æntir sér mikils af í framtíðinni.
G. H. B.
Smámunascmi eyðileggur lífsgleðina.
Merkur maður segir eftirfarandi sögu til
dæmis um það, hve leiðinleg smámunasemi
getur eyðilagt margar ánægjustundir:
— Við ættum að vanda vel valið, þegar við
bjóðum einhverjum í leikhúsið, segir hann. —
Einu sinni bauð ég til dæmis dömu með mér á
rússneska danssýningu. En hún veitti hinum
dásamlega dansi litla athygli. Aftur á móti
hafði hún allan hugann við bót, sem hún hafði
tekið eftir á fötum eins leikarans. Hún gat ekki
haft augun af þessari bættu flík. Hún hnippti í
mig, benti mér á þetta og flissaði. Brátt rak hún
og augun í annað, sem henni þótti þess vert að
fetta fingur út í það. Hún hafði komið auga á
litla rifu í leiksviðstjaldinu, og nú var henni
skemmt. Hún hló og flissaði og gaf mér oln-
bogaskot, og svo fór að lokum, að hún fékk mig
til þess að einblína á þetta tvennt, sem skipti í
rauninni litlu máli, svo að ég fór á mis við þá
ánægju að njóta í friði danssýningarinnar. Sessu-
nautur minn eyðilagði beinlinis fyrir mér alla
ánægju með framkomu sinni og smámunasemi.
Ef þessi kona lítur í bók, rekur hún strax
augun í það, ef um smávegis ónákvæmni er að
ræða frá höfundarins hendi. „Að hugsa sér
annað eins,“ sagði hún til dæmis einu sinni,
„höfundurinn lætur söguhetjuna snæða á til-
teknu veitingahúsi þetta ár, en þá hafði það
veitingahús fyrir löngu verið rifið. Þessi vitleysa
eyðilagði fyrir mér alla ánægju af lestri bókar-
innar!“
Það var að vísu ekki ætlan mín að mæla með
kæruleysi eða ónákvæmni. En öllum getur orð-
ið á smávægileg skissa, það er ekki nema mann-
legt, og er það þá ekki leiðinda smámunasemi
að æðrast yfir lítilræði, sem aflaga fer, en van-
meta hitt, sem vel er gert. Er lífið ekki of stutt
til þess að eyðileggja það með hvimleiðum
smásmuguhætti?
26 HVÍTABANDIÐ