Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 8

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 8
sinn í skínandi hvítasunnuveðri. Hún bjó á „Herberget“ hjá vinkonu sinni frú Lorens í nokkra daga. Þaðan fór hún til Kaupmannahafnar. En þar var hún beðin að mæta fyrir Goodtemplara á Islandi á bindindisfundi í Gautaborg. Á þessari ferð sá hún aftur marga af sínum fyrri vinum í Danmörku, og á bindindisfund- inum í Gautaborg kynntist hún kennslu- konunni Huldu Tanda, en þær áttu eftir að vinna mikið verk saman. Hugur 'hennar barst nú nær og nær trú- málum. Hún varð sterkari og einlægari í trú sinni; um þetta segir hún: „Ég var horfin frá öllum efasemdum um að Jesús væri Guðs son, og það held ég að skipti miklu máli. — Þegar ég vildi loks trúa því var mér það auðvelt. Ef ég trúði nú á Guð og almætti hans, hví skyldi ég þá ekki trúa því að hann gæti gefið syni sínum sérstakan líkama hér á jörðu, eins og hann hafði skapað allt af almætti sínu. Menn skilja tilveruna ekki, hvort sem er, geta aðeins séð, hvað gerist á skammri ævi, svo fellur tjaldið og dauð- inn tekur við.“ — Að afstöðnum ölium þessum ferðum milli funda og vina í útlöndum lagði hún loks af stað frá Kaupmanna'höfn á ís- landsfari og kom heim á hásumri 1898. Eftir að hún kom heim, tók hún við lífsábyrgðarfélaginu „Star“ og varð brátt hlaðin öðrum störfum. Árið 1900 var ákveðið, að Hvítabandið héldi heimsmót í Edinborg. Þingið átti að halda um sumarið. Hvítabandið í Reykjavík bað Olafíu að mæta á þessu þingi. Eins báðu Templarar hana að mæta fyrir þá á bindindisþingi, er bisk- upinn af Kantaraborg hafði boðið þeim að taka þátt í — og halda átti nokkru áður en Hvítabandsþingið. — En um leið og hún lagði af stað að heiman í þessa ferð, sem hófst í marz- mánuði, fór hún í ferðalag fyrir Good- templararegluna um Norðurland og alla leið austur á Seyðisfjörð. Það var löng ferð og erfið. Þá var ferðast á hestum, og þóttu slíkar langferðir ekki heiglum hentar. Veðráttan var henni hagstæð, veðrið gott og færð ágæt. Alls staðar var henni vel tekið af stúkusystkinum og prestum, sem hjálpuðu henni mjög í þessu fyrirlestrastarfi og víða voru fund- ir haldnir í kirkjum. Þegar hún í maí kom á Fjarðarheiði, varð hún að ganga hana. Fjarðarheiði var ófær hestum af snjó. En maísólin skein og v'eður var gott, og hún var hraust, fann ekki til þreytu. Á Seyðis- firði beið hún eftir skipi til útlanda. — Það átti að flytja hana frá litlu fundun- mn hér heima, til stóru þinganna úti í stóra, menntaða heiminum. Þinganna, sem tóku hana burtu frá hennar fyrri hugsjónum, að koma á fót húsmæðra- fræðslu og kennslu um meðferð mjólk- ur. Og að mennta íslenzku konuna svo, að öll heimili á Islandi gætu verið lýð- skóli fyrir heimilisfólkið. Nú urðu allir hennar miklu kraftar bundnir við starfsemi bindindis- og líkn- armála. Allt það fólk, sem hún kynntist, var hámenntað fólk, sem var trúað og offraði bæði tíma og fé til að láta aðra komast til þekkingar í blessun trúarinn- ar í Kristi. Frásögn hennar um lítið atvik hér heima í sambandi við Miss Nönnu Pratt varð til þess að hún var ráðin í þjónustu Hvítabandsins í Noregi. Eftir að hún hafði setið þessa stóru fundi, ferðaðist hún nieðal Hvítabands- félaga bæði í Englandi og Skotlandi og hélt þar fyrirlestra fyrir starfsemina. — Um hásumarið var hún lengst af á sum- arsetri vina sinna í Há-Skotlandi. Frá Englandi fór hún milli jóla og nýj- árs. Hún var í kirkju í Bergen, þegar nítjánda öldin gekk í garð. 6 HVÍTABAND1Ð

x

Afmælisblað Hvítabandsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/915

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.