Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 7

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 7
ari Moody talaði. Hún segir um Moody: „Mér fannst eins og Moody elskaði allan þennan mannfjölda og brynni af þrá til að leiða hann til guðsríkis. Aldrei á ævi minni hef ég séð nokkurn mann jafn gagntekinn sem hann af kærleika Guðs til syndugra manna, og þaðan hefur hon- um vafalaust komið það vald, sem hann hafði yfir hugum manna.“ í október sat hún fund Hvítabandsins í Toronto. Þann fund sátu þúsundir manna. A þessu þingi segir Olafía að Miss Willard hafi verið atkvæðamest. „Miss Willard var kölluð hin ókrýnda drottning Bandaríkjanna.“ Hún var met- in meir en allar aðrar konur í landinu. „Gerið allt“ hafði hún að orðtaki og öll umbótamál voru tekin á stefnuskrá Hvítabandsins. Öll mannúðarstörf og um- bótamál studdi Hvítabandið. Kærleikur allra mæðra átti þar að taka höndum saman til að búa börnunum örugga fram- tíð. — Nokkru síðar var hún á öðrum stórum bindindisfundi. Og yndislegt þótti henni, þegar hún var komin ein síns liðs burt frá öllum fundum og brunaði á jámbrautinni í þrjá daga og þrjár nætur gegnum óbyggðir Canada. En áður en hún og Miss Willard skildu hafði það ráðizt með þeim, að Ólafía ferðaðist um Canada og löndin þar vestra fyrir Hvítabandið og Goodtemplararegl- una. í Winnipeg dvaldist hún nú um hríð, en um jólin var hún hjá Helgu systur sinni. Þau hjónin voru þá frumbýlingar norður við Manitobavatn. En hvað hafði það að segja fyrir þær systur. Þær fengu að lifa jólin saman. Eftir nýárið hóf hún aftur starfsemi sína fyrir Hvítabandið og Goodtemplara- regluna. Ferðaðist hún þá um byggðir íslendinga í Vesturheimi og hélt jöfnum höndum fyrirlestra á íslenzku og ensku. í Minnesota var hún stödd, þegar hún frétti lát Miss Willards, „hinnar ókrýndu drottningar Bandaríkjanna“. Dauði henn- ar var þjóðarsorg. Hún hafði beitt sér fyrir kvenfrelsismálum, mannúðarmálum og bindindismálum. Mér skilst að í þess- ari konu hafi Ólafía séð sér líkasta konu í hugsun og mannkærleika. Báðar voru þær foringjar og ókrýndar drottningar síns lands. Hvítabandið í Bandaríkjunum vildi hafa Ólafíu áfram í þjónustu sinni. Eftir mikla baráttu réð hún af að fara heim. En hvar sem hún kom, þá hitti hún fólk, sem brann af löngun og þrá til að starfa fyrir fjöldann, og í Ólafíu fannst því það finna hinn rétta mann til sendiferða út meðal þjóðanna. Hún hafði verið sam- ferða vinkonu sinni frá Vesturheimi til Liverpool, og nú ætlaði Ólafía að fara á fyrsta skipi heim til Islands. Nú verð ég að lofa Ólafíu sjálfri að segja frá: ,„En næsta morgun var ég vakin og mér fært hraðskeyti. Það var frá Rut (samferðastúlkan frá Vesturheimi), og sagði hún að Anna Gordon, trúnaðar- kona og einkaritari Miss Willard, væri stödd hjá lafði Henry Somerset í höll hennar. Hún bað mig að koma þangað með sér og hitta sig á járnbrautarstöðinni Ledbury sama daginn. Kennslukonan, sem ég bjó hjá, var ekki heima, en hún geymdi peninga mína, nema fáa dollara, sem ég ætlaði að kaupa stígvél fyrir og silkisvuntu. En ég varð að hætta við það og fór eins og ég stóð og kom til þess ævagamla seturs Somersetættarinnar með slitna skó og götuga svuntu. Þá finnst mér ég hafa sýnt einna mest hugrekki á ævinni! Að minnsta kosti dáðist Rut að mér, þegar ég sat þar milli lávarðar nokkurs og biskups, án þess að bregða mér hið minnsta.“ Þetta boð til lafði Henry varð til þess að Ólafía fór ekki heim, heldur til Nor- egs. Og nú kom hún þangað í annað HVÍTABANDIÐ 5

x

Afmælisblað Hvítabandsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/915

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.