Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 20

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 20
Hólmfríður Arnadóttir: Yngri deild Hvítabandsins Með því að ég hafði fengið umboð frá Heimsfélagi Hvítabandsins til að stofna ný félög eða deildir, þá fékk ég fáeinar konur, sem voru félagskonur í Hvíta- bandinu í Reykjavíó, til þess að stofna með mér nýja deild, sem fékk nafnið Yngri deild Hvítabandsins, sem var hlið- stæð eldri deildinni, en ekki að neinu leyti undir hana gefin. Við, sem stóðum að stofnun deildarinnar, vorum eftir sem áður í eldri deildinni og störfuðum með henni, jafnframt og í hinni. Þetta var því líkast og þegar ný stúúka er stofnuð í Góðtemplarafélaginu. Gerðust margar ungar stúlkur og konur félagar. Stofnun deildarinnar fór fram veturinn 1914, og voru fundir haldnir tvisvar í mánuði, á Hverfisgötu 50, þar sem ég starfrækti þá skóla. Þegar yngstu nemendur mínir komust að því, að svo margar af eldri nemendum skólans voru starfandi í fé- lagi þessu, langaði þær einnig til að stofna með sér félag, sem þá fékk nafnið Yngsta deild Hvítabandsins, og svaraði það aftur til barnastúku í Góðtemplara- félagi. Haustið 1917 yfirgaf ég' Island og dvaldi um fimm ára skeið í Ameríku. Deildir þær, sem getið er um hér að framan, héldu áfram að starfa undir handleiðslu nokkurra ágætra kvenna. Þó þær hafi nú lagzt niður, sem stafar af breyttum tímum og minni þörf á fé- lagsskap af þessu tagi, þá hafa þær gert sitt gagn, og sé ég ekki eftir þeim tíma, sem ég af eigin hvötum eyddi til að vinna í félögum þessum. Frk. Guðlaug Hedvig Bergsdóttir var formað- ur Hvítabandsins frá 1934—1944. Hún er fædd á Flateyri við Önundarfjörð 8/10 1903. Útskrifað- ist úr Kvennaskólanum í Reykjavík 1924. Auk þess var hún eitt ár við nám í Kaupmannahöfn. Hún tók við stjórn félagsins á mjög örðugum árum. Hvítabandið hafði þá nýlega reist hið myndarlega sjúkrahús við Skólavörðustíg, og voru ýms vandamál þá á döfinni, sem aðallega mæddu á frk. Guðlaugu, enda reyndist hún bæði dugleg og úrræðagóð og vann dyggilega að gagni og sóma félagsins. Öll þau ár, sem frk. Guðlaug var formaður félagsins, gekk starfsemi þess út á það, að halda sjúkrahúsinu starfandi og var það mest og bezt hennar dugnaði að þakka, að félagið gat starfrækt sjúkrahúsið öll þessi ár. Félagskonur þakka frk. Guðlaugu ágæt- iega unnið starf í þágu Hvítabandsins. H. J. 1 8 HVÍTABANDIÐ

x

Afmælisblað Hvítabandsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/915

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.