Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 22

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 22
sem þó varð mjög vinsælt. Seinna veitti hún forstöðu bama'hæíi, er Oddfellow- reglan kostaði á Brennistöðum í Borgar- firði. Hún vár eitt sinn í landspítalanefnd þeirri, er kom Landspítalanum á fót og vildi hún ]áta byggja bæði barnaspítala og fæðingardeild við hann, og sýnir það framsýni hennar. Mörg opinber mál lét hún sig skipta og í stjórnmálum tók hún virkan þátt, en það verður eigi hér rakið. Sigurbjörg var ein af stofnendum Bandalags íslenzkra kvenna 1917 og þar kom hún fyrst fram með hugmyndina um stofnun hjúkrunarheimilis í Reykja- vík fyrir sjúklinga utan af landi, er biðu eftir að komast á sjúkrahús. Vildi hún að bandalagið tæki að sér að koma þessu í framkvæmd, en það mun eigi hafa haft miklu fé úr að spila og gat það því eigi beitt sér fyrir málinu. En það var gagn- stætt skapgerð Sigurbjargar að hætta við það er hún einu sinni byrjaði á. Flutti hún því hugmyndina aftur til Hvíta- bandsins og var nú hafin öflug fjársöfnun og unnið að framgangi málsins. Það er erfitt verk og vanþakklátt að standa fyrir fjáröflun félaga, ekki sízt var það svo á hinum miklu krepputímum, er tóku við um og eftir 1920. Ýmsum fannst mikið í fang færst og sumum þótti seint ganga, eins og oft vill verða. En áfram þokaðist samt, einkum fyrir viljafestu og þrek Sigurbjargar, enda veittu henni aðs.toð margar ágætar konur, er í félaginu voru. 1932 var byggingin hafin, en þegar til lán- töku kom, þótti heppilegra að hafa þetta sem sjúkrahús. Húsið reis af grunni, en Sigurbjörg fékk ekki að sjá draum sinn rætast til fulls. Til þess varð æfin of stutt. Hún andaðist eftir langvarandi vanheilsu 26. des. 1932. Öllum varð hún harmdauði og félagið hennar varð um stund sem höfuðlaus her. Að mannúðar- málum hafði hún unnið alla tíð og heilt og óskipt var starf hennar í þágu félags- ins. En hitt veit enginn, hver þrekraun það hefur oft og tíðum verið fyrir ein- mana konu, með fremur örðugar heimil- isástæður og erfitt lífsstarf, að taka svo virkan þátt í opimberu lífi, sem hún gerði. En heilsteypt skapgerð og hjartagæði veittu henni þrek til að komast lengra áleiðis en fjöldinn og mun hún þó oft hafa orðið að leggja hart að sér, þar sem heilsan var veil, einkum seinni árin. En mennirnir hverfa og minningarnar eyðast og að lokum man enginn eftir lífsstriti og störfum þeirra, sem fyrir löngu eru komnir undir græna torfu. Þó er það áreiðanlegt, að á meðan hið íslenzka Hvítaband hfir, þá mun Sigurbjargar Þorláksdóttur verða minnzt sem einnar þrekmestu og starfshæfustu konu, er í félaginu hefur verið. 20 HVÍTABANDIÐ

x

Afmælisblað Hvítabandsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/915

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.