Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 27

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Blaðsíða 27
Til dæmis um djörfung þeirra og ötul- leik í baráttunni við áfengisnautnina, þá er sagt, að þær Ólafía og Ingveldur hafi tekið það til bragðs á lokadaginn (11. maí), að varna sjómönnum inngöngu á veitingahúsin hér í bæ við það tækifæri með því að taka sér stöðu við aðaldyrnar og fá þá með vinsamlegum en þó ein- beittlegum fortölum til að hætta við að fara þangað inn, eins og þeir áttu vanda til, og eyða þar kaupi sínu fyrir áfengi. Frá þeim dögum er til góðlátleg staka, þar sem einhver sjómaðurinn er látinn lýsa viðtökunum við dymar: „Þegar ég hér stíg á strönd, stend ég á milli vina: Olafía á aðra hönd, en Ingveldur á hina.“ Þetta atvik sýnir vel, hve þeim félags- systrum var mikil alvara, enda var ekki til einskis barizt. Margir létu að orðum þeirra. En þegar Ólafía fluttist héðan út til Noregs, þá tók Ingveldur við forstöðu félagsins og hélt henni síðan unz hún lét af því starfi árið 1933; var hún þá gerð að heiðursfélaga. Bráðlega fjölguðu áhugamál félags- kvenna, svo sem mjólkurgajfir til sjúk- linga og sængurkvenna. Síðar lánaði fé- lagið sjúklingum og sængurkonum rúm- fatnað, svo sem: lök, sængurver, kodda- ver og nátttreyjur o. fl. Allt þetta saum- uðu félagskonur og héldu því við, en geymsla á því og útlán var að mestu í hendi formanns. Átti Ingveldur marga ferðina um þenna bæ á þeim tímum og inn í mörg fátækleg hreysi. Eitt sinn er hún var á slíku ferðalagi, datt hún af háum stigapalli út og gat ekki komið fótum fyrir sig. Var hin mesta mildi að hún stórslasaðist ekki, en aldrei mun hún þó hafa beðið þess fullar bætur. Eitt af því, sem þær félagskonur tóku sér fyrir hendur, var það að sauma upp notaðan fatnað og gefa hann síðan fátæk- um (líkt og Vetrarhjálpin nú), og kom það sér vel. Enn var eitt, sem Ingveldi var mikið áhugamál, en það var, að eitthvað væri gert til að gleðja þá mörgu sjúklinga á Landakotsspítala (sem þá var eini spítal- inn hér), sem enga áttu að hér í bænum og enginn heimsótti. Keypti félagið þá blómglös í allar sjúkrastofurnar, og síðan voru blóm keypt allt sumarið á laugar- dögum, en það var nú helzt í Bæjarfó- getagarðinum svonefnda. Síðan voru þau bundin í knippi, en á hverjum sunnudegi fór svo Ingveldur með þau upp á Landa- kotsspítala. Daníelsson bæjarfóg'etafrú seldi blómin og er víst, að hún lét oft ríflega í blóma- körfuna félagsins. Á þeim dögum aflaði félagið sér mest- megnis peninga með hlutaveltum, og var það ekki lítil viðbót við störf þess. HVÍTABANDIÐ 25

x

Afmælisblað Hvítabandsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/915

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.