Tónlistin - 01.06.1945, Qupperneq 9

Tónlistin - 01.06.1945, Qupperneq 9
TÓNLISTIN 7 -JvaUgrímur J4eigaion: Þrjár stefnur / þessari grein er gerð tilraun til þess að bera saman og skgra lífs- starf þriggja fulltrúa tónlistarinnar, sem allir eiga upphafsstafinn B: Bach, Beethoven og Brahms. Þeir eru allir fæddir hver á sinni öld, 17., 18. og 19. öld, og gjörúlík lífsviðhorf birtast því í verkum þeirra, enda aðhgllast þeir mismunandi stefnur. Bach er fylgjandi barok-stefnunni með öllu sínu skrautmikla útflúri, Beethoven lýkur klassísku stefnunni með fullum sigri symfóníska forms- ins, og Brahms er kjörsonur róm- antísku stefnunnar með þungum hljómum og liöfugri laglínu. Það hefir verið sagt um Bach, að liann ljúki til fullnustu gildum þætti tónlistarþróunarinnar, svo að fram- hald á þeim leiðum só ógerlegt í mót- setningu við t. d. Beethoven, sem aðeins byrji á stórkostlegri hvrjun og skilji leiðina eflir opna handa síðari kynslóðum. Við skulum því athuga litið eitt það, sem einkennir og aðgreinir þessi tvö fyrstu miklu B tónlistarinnar. I verklegu tónlistaruppeldi æsk- unnar skipar Johann Sebastian góðs. Rit þetta mun i framtið sinni — að óbreyttum núlegum aðstæðum — halda uppteknum liætti og huga grannt að öllu þvi, sem betur mætti fara í músiklífi voru. Rýnin hönd skapar líf, órýnin dauða, þvi að rýni ieiðir til íhugunar, og iliugun veldur hreifingu — og hreifing er æðsla höfuðeinkenni alls lífs. Ritstjóri. — Þrir meistarar Bach breiðan sess. Flestir þeir, sem læra á píanó, komast í kynni við hina erfiðn vinstri-hönd Bachs, vinstri-handar-tæknina svokölluðu, sem miðar að því að gera nemand- ann jafnvígan og jafnsterkan á háð- um höndum. Þetta séikenni Baclts stafar af rithætti lians, sem er heint framhald af venju þriggja undan- genginna alda, sem lagði aðalá- herzlu á samhjóman margra sjálf- stæðra radda samtímis. Hjá Bach er því í rauniuni ekki um að ræða neinn mun á aðalrödd og aukarödd- um; hann fellir atlar raddir saman i eina lieild og gerir engan greinar- nrun á lagi og undirspili eins og t. d. Ilaydn og Mozart. Tónsmíðar Bachs eru því í raun réttri mildu torveld- ari til skilnings en verk Havdns, þó að Haydn sé uppi hálfri öld síðar en Bacli; og í fulla öld á eftir Bach koma ekki fram nein tónverk, sem að vandsmíði og gagnhugsuðu fvrir- komulagi jafnast á við verk hans. Stimir segja þvi sem svo, að aðeins þurfi kunnáttu til þess að skrifa i líkingn við Bach, tilfinningin sé al- gjört aukaatriði. Hér kemur tvennt til greina. — Bach er lokaþáttur fjöl- margra kynslöðá, sem í fónsmíðí voru tengdar orgelinu, organista- tónskáldanna. Hagnýting orgelsins er háð sérstökum rithætti, svonefnd- um pólýfón rithætti, sem ekki rúm- ar veraldlega tilfinningu á móts við rómantikina. Kirkjan hafði frá önd- verðu fóstrað þennan rithátt óg iðk-

x

Tónlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.